Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987
3
Bylgjan 1 árs:
Gefum sjálf-
um okkur
aðra rás í
afmælisgjöf
- segir Einar Sigurðs-
son útvarpsstjóri
„ÞETTA fyrsta ár hefur gengið
mjög vel og ætlum við nú á þess-
um tímarnótum að gefa sjálfum
okkur aðra rás í afmælisgjöf,"
sagði Einar Sigurðsson útvarps-
stjóri Bylgjunnar í samtali við
Morgunblaðið, en útvarpsstöðin
heldur í dag upp á ársafmæli
sitt með margvíslegum hætti.
Einar sagði að nýja rásin tæki
til starfa fyrir jól og væri henni
ætlað að höfða til annars aldurs-
hóps en sú rás sem fyrir er á
Bylgjunni. Einar sagði að húsnæðis-
skortur væri farinn að gera vart
við sig í núverandi húsnæði Bylgj-
unnar á Snorrabrautinni og með
tilkomu nýrrar rásar væri sýnt að
Bylgjan þyrfti aukið rými.
í tilefni afmælisins hafa þeir
Bylgjumenn fært sig af Snorra-
brautinni og inn í Laugardalshöllina
þar sem sýningin „Veröld ’87“ var
opnuð í gær. Þar hafa þeir komið
sér upp nýstárlegu hljóðveri og er
ætlunin að útvarpa þaðan frá 14.00
dag hvem og fram á kvöld á meðan
á sýningunni stendur, eða til 6.
september. Bás Bylgjunnar er í líki
útvarps sem er um fimm metrar
að breidd og um um þrír metrar
að hæð. „Þetta er svona útvarp í
lit, ef svo mætti orða það,“ sagði
Einar að lokum.
Svefneyjamál:
Rannsókn
að ljúka
RANNSÓKN á svokölluðu Svefn-
eyjamáli er nú að mestu lokið
hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Málið, sem fjallar um meinta
kynferðislega misnotkun sambýlis-
fólks á stúlkum sem voru í þeirra
umsjá, verður að öllum líkindum
sent til ríkissaksóknara í dag eða
á mánudag.
Flugleiðir:
Hækkun á far-
gjöldum í
millilandaflugi
FARGJÖLD Flugleiða í millilanda-
flugi hækka 1. september næst-
komandi. Venjuleg og 6-80 daga
fargjöld hækka um 9% en önnur
fargjöld um 7,5%. Þessi fargjalda-
breyting stafar af hækkun ýmissa
kostnaðarliða hér innanlands, auk
þess sem ýmis gjöld erlendis hafa
hækkað, svo sem yfirflugs-, lend-
ingar- og afgreiðslugjöld.
Allir sem höfðu bókað far fyrir
hádegi 27. ágúst og ganga frá far-
seðlakaupum fyrir 1. september
greiða óbreytt verð. Vegna þessa
verða söluskrifstofur Flugleiða í
Lækjargötu og Kringlunni opnar
næstkomandi laugardag milli kl. 9.00
og 16.00.
Sem dæmi um fargjaldabreytingar
má nefna að venjulegt fargjald til
London fram og til baka var 37.920
krónur en verður 41.340 krónur eftir
1. september. Ódýrasta fargjald til
London hækkar úr 15.450 krónum í
16.600 krónur. Venjulegt fargjald til
Kaupmannahafnar fram og til baka
úr 40.560 krónum í 44.220 krónur
en lægsta fargjald úr 11.780 krónum
í 12.660 krónur. Venjulegt fargjald
til New York fram og til baka hækk-
ar úr 29.770 krónum í 31.990 krónur
og lægsta fargjald úr 23.840 krónum
í 25.610 krónur.
Kassakvittun
Hreinar línur
/ heimilisbókhaldió.
A ö reka heimili er eins og aö reka hvert annaö fyrirtæki.
Yfirsýnyfirreksturinn skiptir heilmiklu máli.
Við viljum auðvelda þérað gera heimilisreksturinn
hagkvæmari og fá hreinar línur í heimilisbókhaldið. Hjá
okkur veist þú íhvað peningarnir fara. Við bendum þérá
hagkvæmustu kaupin hverju sinni og kassakvittunin
sýnir svart á hvítu fyrir hvað þú varst að borga.
Frá okkur gengur þú út með allt á hreinu.
Á kassakvittuninni kemur skýrum stöfum fram verð
vörunnar, heiti hennar og/eða verðflokkur. Kosturslíkrar
sundurliðunar er augljós. Að kaupunum loknum getur
þú í fljótu bragði fullvissað þig um að innkaup þín komi
rétt fram á kassakvittuninni og þegar heim er komið er
ekkert auðveldara en að færa sundurliðuð innkaupin inn í
heimilisbókhaldið.
mikligardur
yiD H0LTAYEG
15/05/87«
BARNABffKUR
DUKKUR
kaffistell
LAtlPl
POLYTEX ÍLTR
rIVER R*CE
: MðOLK 1 L«—
0RA GRBAUN 2
SMOöR 500GR
MATU
blom
harvörur
GRffN
KöóT
peysa-uesti
kvenskor
SAMT
PEN*
TlLB
547.00
699.00
550.00«
595.00
249.00
26.30
ao .90
32.70
99.00
30.00
133.00
106.00
74.00
311.50
1195.00
1195.00
5885.40<
6000.00«
114.60«
16 ATR*«
15:04«
“takk fyrir
Meó innkaupin á hreinu.
• Dagsetning innkaupanna.
■ Vöruflokkur og verö.
■ Heiti vörunnar og magn.
.Samanlögð upphæð
innkaupanna.
, Upphæðin sem þú borgaðir
og hversu mikið
þú fékkst til baka.
■ Fjöldi keyptra eininga.
Númerið á kassanum
og afgreiðslunúmer
strimilsins.
'Tímasetning innkaupanna.
yyx
/MKUG1RDUR
/V1IKIÐ FYRIR LÍTIÐ
Góðan daginn!