Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987
19
Vatnsmýrin:
Kennt að
rísta klömbru
og streng
NÁMSKEIÐ í hleðsluaðferðum
feðranna verður haldið í Vat-
smýrinni í Reykjavík um næstu
helgi. Kennt verður að rista
klömbru og streng og hlaða
veggi og hús úr þessum efnum.
Þessi gamla hleðsluaðferð er sú
sama og tíðkast hefur á íslandi um
aldir og er hleðslan elsta og mikil-
vægasta íslenska iðnin og ólík
byggingaraðferðum annarra þjóða.
Sögulega tilheyrir hún steinaldar-
menningu Norrænna og german-
skra þjóða en aðferðin er hvergi
varðveitt nema á Islandi. Á söguöld
voru hæstlaunuðustu iðnaðarmenn
á landinu, knarrarsmiðir og búða-
smiðir, það er hleðslumenn.
Þeir sem hafa áhuga á þessu
handverki ættu að koma í Vatsmýr-
ina kl. 10 laugardaginn 29. ágúst
en námskeiðið stendur til kl. 18 og
á sama tíma á sunnudag. Leið-
beinandi er Tryggvi Gunnar
Hansen. Menn meiga gjaman hafa
með sér regnföt, stígvél og jafnvel
stunguspaða. Eftir námskeiðið geta
menn byggt sér sinn eigin bæ eða
formað garðinn sinn með hleðslum.
(Úr fréttatilkynningu)
Bijánslækur:
A
Ymsar framkvæmdir til
ferðamannaþjónustu í bígerð
Náttúruvemdarráð hefur þvælst fyrir segir Ragnar Guðmundsson
„Ég hef aðallega átt við Nátt-
úruverndarráð að etja undan-
farna mánuði. Endurskipulagn-
ing hefur átt sér stað í
hefðbundnum búskap eftir nið-
urskurð 1984. Hluti jarðarinnar
á Bijánslæk er friðland og til
þess að koma við móts við allar
skoðanir bauðst ég til að
minnka hefðbundin búskap um
helming, úr 880 ærgildum í 440.
I staðinn vildi ég fá að bora
eftir heitu vatni, byggja orlofs-
hús og hita upp með heita
vatninu, koma upp laxeldi og
fleira i þeim dúr. Það er hins-
vegar engin launung á því að
Náttúruverndarráð hefur
þvælst fyrir mér í um það bil
ár,“ sagði Ragnar Guðmunds-
son bóndi að Bijánslæk í samtali
við Morgunbiaðið.
Ragnar sagðist hafa ætlað sér
að byggja tíu orlofshús. Ekkert
leyfi hefði þó ennþá fengist, en í
staðinn hefði málið þvælst í kerf-
inu í um ár, eins og hann orðaði
það. Ragnar sagði að jörðin væri
ríkisjörð og hefði málið gengið á
milli landbúnaðarráðuneytisins,
Náttúruvemdarráðs og sín í þetta
ár án nokkurrar niðurstöðu. „Það
hefur verið í tísku undanfarið að
tala um_ að sauðfé fari illa með
landið. Ég hef óneitanlega verið
með of mikið fé og þess vegna
bauðst ég til þess að fækka og
fara út í annarskonar rekstur."
Ragnar skar niður um helming
árið 1984 sem jafngilti því að fara
niður í eitt vísitölubú í stað þess
að vera með tvö áður.
Á Bijánslæk standa nú yfir
hafnarframkvæmdir vegna nýrrar
Breiðafjarðarfetju, sem er í smíði
á Akranesi. Ragnar hefur sótt um
leyfi til að byggja 260 fermetra
veitingastað vegna tilkomu feij-
unnar þar sem búast má við að
hún gjörbreyti ferðamannamáta
vestur á land. Áætlað er að hafnar-
framkvæmdir í ár nemi um 25
millj. kr. og ráðgert er að höfnin
verði sem næst tilbúin í ágúst á
næsta ári á sama tíma og feijan
tekur til starfa.
Ragnar sagði að Hótel Flóka-
lundur væri í 6 km fjarlægð frá
Bijánslæk og þjónaði ferðamönn-
um yfir sumartímann sem Eddu-
hótel á vegum Ferðaskrifstofu
ríkisins. Hinsvegar þjónaði það
ekki árið um kring og því væri
nauðsynlegt að koma upp annarri
ferðamannaþjónustu í sambandi
við nýju Breiðafjarðafeijuna.
„Ég get hinsvagar ekki byijað
að bora fyrir heitu vatni fyrr en
öll tilskilin leyfi fást þar sem Orku-
sjóður veitir ekki lán nema að
þeim sé framfylgt," sagði Ragnar.
Ragnhildur Rós Indriðadóttir Ólafur Guðbrandsson
Lslenskir hjúkrunarfræð-
ingar til starfa í Thailandi
Selbraut 7. Vel hirtur og snyrtilegur garður með nokkuð fjöl-
breyttum gróðri og nýlega frágengnum lóðarmörkum.
Seltjarnarnes:
Fegursta gatan
1987 valin og garð-
ar verðlaunaðir
FEGURSTA gatan 1987 hefur
verið valin á Seltjarnarnesi og
þrir garðar hafa hlotið viður-
kenningu fyrir fallegan frá-
gang og umhirðu.
Fegursta gata Seltjamamess
er Fomaströnd en þar eru snyrti-
legir og vel hirtir garðar við hvert
hús og greinilegt að íbúar götunn-
ar eru einhuga um að heildarútlit
götunnar sé gott, segir í umsögn
nefndar sem mynduð var að til-
hlutan Umhverfismálaráðs Sel-
tjamarness. Nefndina skipuðu
fulltrúar frá starfandi félagasam-
tökum á Seltjarnarnesi.
Garðar við þijú einbýlishús
hlutu viðurkenningu; Látraströnd
13, Þórður Gröndal og Erna Guð-
laug Jónsdóttir, Selbraut 7, Edda
Ingólfsdóttir og Guðmundur
Bjamason og Neströð 5, María
Guðmundsdóttir og Einar Bene
diktsson.
Látraströnd 13. Gamalgróinn, vel hirtur og snyrtilegur garður
með fjölbreytturm gróðri. Við skipulag tekið tillit til þarfa íbúa
á margan hátt, segir í umsögn dómnefndar.
Neströð 5. Nýr garður við nýlegt hús, sem vel hefur verið til
vandað og lóð að fullu frágengið.
UM MIÐJAN júlímánuð fóru
Ragnhildur Rós Indriðadóttir og
Ólafur Guðbrandsson hjúkrunar-
fræðingar til sex mánaða dvalar
í Thailandi á vegum Rauða kross
íslands. Þar munu þau starfa
sem deildarhjúkrunarfræðingar
á skurðspítala sem Alþjóðaráð
Rauða krossins hefur starfrækt
i flóttamannabúðunum í Khao-I-
Dang frá því búðimar vom
reistar i lok ársins _ 1979. Frá
upphafi hafa alls 20 íslendingar
verið við störf í þessum búðum
á vegum Rauða kross íslands.
Það sem af er þessu ári hefur
Rauði kross Íslands tekið þátt í al-
þjóðlegu hjálparstarfí Rauða kross-
ins með ýmsum hætti. Jón Karlsson
hjúkmnarfræðingur kom frá Pak-
istan í apríl sl. og hafði þá starfað
í hálft ár sem yfírhjúkrunarfræð-
ingur á spítala Alþjóðaráðs Rauða
krossins í Quetta. Sjúklingar þar
eru einkum afghanskir skæruliðar
sem særst hafa í hemaðarátökun-
um í Afghanistan.
RKÍ hefur tekið á móti notuðum
fatnaði sem hefur verið sendur til
Danmerkur til flokkunar og pökk-
unar á lager danska Rauða krossins
á Jótlandi. Þaðan hafa verið send
á þessu ári 15 tonn til Mosambique
og 13 tonn til Eþíópíu auk 6 tonna
sem RKÍ gaf hjálparstofnun kirkj-
unnar fyrir flóttamenn frá
Mosambique og send verða beint
frá lagemum á áfangastað í
Malawi.
RKÍ hefur alls sent 33.500 sviss-
neska franka (um 870 þúsund
ísl.kr.) til Alþjóðasambands Rauða
kross félaga í Genf til aðstoðar fóm-
arlömbum náttúmhamfara víða um
heim. Nú síðast vom sendir 10.000
svissneskir frankar til kaupa á
matvælum fyrir fómarlömb hung-
ursneyðar í Mosambique, þar sem
ástandið er nú alvarlegt. vegna
þurrka og óeirða í landinu.
Fornaströnd er fegursta gata Seltjamamess.