Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 35 AKIJRFVm MJH ^. §l4 IM Grunnskólar á Norðurlandi eystra: Langt komið með að ráða í kennarastöður GRUNNSKÓLAR hefja flestir starf upp úr komandi helgi. Talsvert hefur verið fjallað um kennaraskort við skólana. í fyrradag greindi Morgunblaðið frá alvarlegum kennaraskorti við grunnskólana á Akur- eyri. Astandið í skólum í fámennari byggðarlögum á Norðurlandi eystra er nokkru skárra en á Akureyri, en þó er ekki alls staðar full- ráðið í stöður kennara. Morgunblaðið/KJS Framsöguerindi flutt á fjórðungsþingi Norðlendinga. Fjórðungsþing Norðlendinga: Rætt um þriðja stjómsýslu- stigið og fjárhagsskil Það virðist mjög mismunandi hvemig gengur að manna skólana í smærri byggðarlögum. Sums staðar er unnt að segja að ríki festa og sömu kennarar séu við störf ár eftir ár en annars staðar eru kennaraskipti mjög tíð. Haft var samband við nokkra skóla og spurst fyrir um kennara- ráðningar á þessu hausti Ólafsfjörður er gott dæmi um stöð- ugleika í þessum efnum. Gunnar L. Jóhannesson, skólastjóri bamaskól- ans, sagði að ástandið þar væri mjög gott, hann hefði sama starfsfólk og á síðasta ári, allt réttindafólk að und- anskildum einum leiðbeinanda. Þar væri um að ræða mann með mikla menntun en ekki tilskilið nám í upp- eldis- og kennslufræðum. Gunnar sagði að á fundi skólanefndar hefði komið fram að sama væri að segja um gagnfræðaskólann, þar væri einn- ig óbreytt ástand. Hann gat þess að visu að sérkennaramálin væru í nokkrum ólestri. Hjá honum væru til dæmis nemendur sem að mati sér- fræðinga þyrftu um 25 vikustundir en væri aðeins úthlutað 13 stundum. í Dalvíkurskóla varð Þórunn Bergsdóttir fyrir svörum. Hún sagði að í raun vantaði kennara í eina stöðu, aðallega í níunda bekk. Þó taldi hún að unnt yrði að bjarga þeim vanda með því að aðrir kennarar bættu á sig tímum svo ekki þyrfti að fella niður kennslu. Karl Erlendsson, skólastjóri í Þela- merkurskóla, sagði að mestu fullráðið í kennarastöður og hann hefði kenn- ara í um það bil 80% starfa en leiðbeinendur í því sem eftir stæði. Hann sagði að nokkuð kæmi af nýjum kennurum þar sem fastamenn væru í ársleyfi. Karl taldi vandann við kennararáðningar aðallega í því fólg- inn að álagið á kennara væri alltof mikið. Nauðsynlegt væri að minnka kennsluskyldu, sérstaklega í yngstu deildunum og þeim greinum sem mest aukavinna fylgdi, til dæmis móðurmáli. Sigurður Viðar, yfírkennari í Hér- aðsskólanum á Laugum, sagði að ástandið væri mjög gott, réttinda- menn væru í öllum stöðum, en að vísu vantaði ennþá hússtjómarkenn- ara. Hann sagði nokkrar manna- breytingar verða, tveir nýútskrifaðir kennarar kæmu til starfa og þar að auki einn eftir tveggja ára fjarveru. Sigmar Ólafsson skólastjóri í Hafralækjarskóla kvaðst hafa verið þar í ellefu ár og lent í því nú í fyrsta sinn að þurfa að leita að kennurum. Sama fólk hefði verið við störf mest- allan tímann en svo hefði brugðið við nú að 5 kennarar, rúmlega helmingur stöðugilda, hefðu fengið ársleyfi. Hann taldi óvarlegt af yfirvöldum að veita svo mörgum strfamönnum sömu stofnunar leyfi á sama tíma. Sigmar kvaðst vera langt kominn að ráða fólk til starfa fyrir veturinn, en þetta væri raunar fullkomin veiðimennska. Enginn svaraði auglýsingum og kennarar fengjust varla öðruvísi en að þeim væri leitað. Björg Sigurðardóttir ritari í Húsavíkurskóla sagði einnig nýlundu þar að þurfa að leita uppi kennara. Hún sagði að í raun vantaði einn al- mennan kennara og auk þess sér- kennara, en unnt yrði að bjarga þessu með því að bæta tímum á þá kenn- ara sem fyrir eru. Skólastjóri Grunnskóla Raufar- hafnar er Líney Helgadóttir. Hún kvað ekki þýða að vonast til þess að þangað fengjust kennarar með rétt- indi. Tveir réttindamenn væru á staðnum en leiðbeinendur gegndu þeim þremur stöðum sem til viðbótar væru. Þetta væri afar bagalegt, ekki síst fyrir yngri deildirnar Úlfar Bjömsson á Fræðsluskrif- stofu Norðurlandsumdæmis eystra var spurður að því hvers vegna gengi verr að ráða kennara til starfa á Akureyri en í nágrannahéruðum. Hann taldi enga einhlíta skýringu á því, en trúlega hefði þar nokkuð að segja að kennurum við minni skóla byðist húsnæði á viðráðanlegum kjör- um og oft kysi fólk að setjast að þar sem slíkt væri. Hins vegar væri ef til vill ekki jafnmikill munur á ástand- inu og sýndist. Vegna stærðar Akureyrarskólanna væri kennara- skorturinn trúlega meira áberandi þar en annars staðar. Auk þess kvað hann dæmi þess að kennarar fæm um langan veg til starfa. Þannig færi til dæmis a.m.k. einn kennari daglega akandi frá Akureyri til Sval- barðsstrandar. Skólamir verða sumir settir nú um mánaðamót og sums staðar ekki fyrr en líður á september svo enn em nokkrir dagar til stefnu fyrir þá skóla sem skortir kennara. SAMKEPPNI um mótun og frá- gang svæðisins við Ráðhústorg og Skátagil er nú í undirbúningi og er tilgangurinn sá að fá fram hugmyndir um svæðið í samræmi við það hlutverk sem því er ætlað í skipulagi miðbæjarins. Er gert ráð fyrir að heildarverðlaun í samkeppninni verði um 900 þús- und krónur og þar af verði 1. verðlaun ekki lægri en hálf millj- ón króna. Að sögn Finns Birgissonar, arki- Fjórðungsþing Norðlendinga var sett í Víkurröst á Dalvík í fyrradag. Helstu mál á dagskrá þingsins voru þriðja stjórnsýslu- stigið og breytt verkefna- og fjárhagsskil á milli ríkis og sveit- arfélaga ásamt staðgreiðslukerfi skatta. Á miðvikudag vom flutt fram- söguerindi um meginmálefni þings- ins. Sigurður Helgason, bæjarfógeti, fjallaði um þriðja stjómsýslustigið og Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnamesi, ræddi um verkefna- og fjarhagsskil ríkis og sveitarfél- tekts og formanns dómnefndar sem skipuð hefur verið í samkeppninni, hefur þetta fyrirkomulag verið valið vegna þess hve mikilvægt er talið að fínna snjallar lausnir á því að skapa í miðbænum umgjörð fyrir mannlíf og ákveða veigamikla drætti í ásýnd Akureyrarbæjar. Gert er ráð fyrir að skiladagur í samkeppninni verði í nóvember en eftir er að dagsetja hann nákvæm- lega. Allir Islendingar, svo og aga, og tók einnig til umfjöllunar staðgreiðslukerfi skatta. Áskell Ein- arsson, framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Norðlendinga, kynnti síðan nefndarálit um skipan héraðs- nefnda og byggðasamlaga. Þá átti að vera kynning á Háskólanum á Akureyri, sem ekki varð, og kynning á þróunar- og fjárfestingarfélögum. Þingstörfum var síðan fram hald- ið í gærdag og fóm þau að mestu fram í nefndum. Þingfulltrúum var síðan boðið til kvöldverðar á vegum Dalvíkurkaup- staðar í gærkveldi þar sem einnig var boðið upp á sérstaka dagskrá. útlendingar búsettir hér á landi, eiga rétt til þátttöku í samkeppn- inni og er gert ráð fyrir að öll gögn varðandi hana verði tilbúin í næstu viku. í dómnefndinni eiga sæti auk Birgis þeir Tómas Ingi Olrich og Ámi Steinar Jóhannsson, sem eru tilnefndir af Akureyrarbæ, og þau Sigþrúður Sigþórsdóttir og Bjöm Kristleifsson sem Arkitektafélagið tilnefnir. Samkeppni um skipulag svæðisins við Ráðhústorg og Skátagil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.