Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 31 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöal- stræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Ellibelgur molbúans... IReykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins laugardaginn 16. maí sl. er fjallað um of mikla íhaldssemi íslenzkra stjórn- málamanna hvað varðar peningamál hér á landi og bent á að með nágrannaþjóðum okk- ar sé mikill hljómgrunnur meðal almennings að tryggja vaxtafrelsi og afnema höft, enda hefur haftabúskapur á fjármagnsmarkaði gengið sér til húðar og enginn stjóm- málamaður í lýðræðisríki telur sér henta að bjóða upp á slíka stefnu, allra sízt fyrir kosning- ar. Menn eru famir að sjá að unnt er að láta peninga vinna fyrir sig og nú er svo komið hér á landi, að peningar em einhvers virði gagnstætt því sem var ámm saman, þegar þeir bmnnu upp í verðbólgu- báli og sparifjáreigendur vom viðstöðulaust hlunnfamir, en alls kyns fjárfestingar, sumar fráleitar, þóttu hin eina sanna leið í fjárfestingarmálum. Þá sáu menn eftir aurunum á bá- iið, en fjárfestu í steypu. Nú er öldin önnur. Nú kosta pen- ingar sitt eins og vera á, ekki sízt í þjóðfélagi sem þarf að minnka þensluna og draga úr óþarfa fjárfestingum. Sú var jafnvel tíðin að þeir sem höfðu lítið bolmagn og gátu ekki varðveitt peninga sína annars staðar en í verðbólguhít spari- fjár sem var lítils virði urðu að sætta sig við að horfa á eftir spamaði sínum í framkvæmdir hinna sem áhættu gátu tekið og eignast eignir með svo til verðlausu sparifé annarra. Núverandi ríkisstjóm hefur heitið því að halda aftur af verðbólgunni og nú þarf að taka til hendi í þeim efnum, en hún hefur ekki síður lýst yfír því að hún ætli sér að auka frelsi á fjármagnsmarkaði og þá væntanlega með hliðsjón af því sem gerzt hefur í nágranna- löndum okkar eins og Frakk- landi og Bretlandi þar sem þúsundir manna sækjast eftir því að festa fé sitt í arðvænleg- um stórfyrirtækjum sem flutt eru úr eign ríkisins í hendur einstaklinga. Þessi þróun hefur þó ekki verið í þá átt að selja sterkum auðhringum banka og aðrar eignir ríkisins eins og sumir telja sjálfsagt hér á landi. Þvert á móti hefur þróunin verið sú að bankar eignist hlut í auðhringum, m.a. til að geta fylgzt með starfsemi þeirra, en það dettur víst fáum eða engum í hug úti í þeim stóra heimi að auðhringirnir eigi að slá eign sinni á bankana eins og nú er unnið að á íslandi. Þvert á móti hafa erlend ríkisfyrirtæki lent í höndum þúsunda ein- staklinga sem hafa fundið góða leið til að ávaxta sparifé sitt i traustum fyrirtækjum. Slíkt markmið hefur frá upphafi ver- ið eitt helzta grundvallarsjónar- mið Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið hefur lýst fyigi sínu við sjálfstæðisstefnu sem hefur hagsmuni einstaklinga þannig að markmiði. í fyrrnefndu Reykjavíkur- bréfí er bent á að við ættum nú að vera í betri aðstöðu en áður til að skilja, hvað fyrir þeim þjóðum vakir sem haga löggjöf sinni með þeim hætti, að þær reyna að laða til sín erlent fjármagn í því skyni að létta undir með þegnum sínum og þá ekki sízt með þeim hætti að þeir geti hagnazt á erlendri fjárfestingu. Slík fjárfesting í hófí og innan vissra marka getur verið aflgjafi og ýtt und- ir fjölbreytni og meiri hagsæld en nú er. Síðan segir i bréfinu: „Eins og við þekkjum er aldrei unnt að ræða um þau mál hér nema þurfa jafnframt að glíma við þá, sem ásaka viðmælendur sína um landsölu. Einyrkjabú- skapur heilla þjóðríkja á ekki lengur við, að minnsta kosti ekki nema þjóðimar stefni markvisst að því að dragast aftur úr og vera láglauna- svæði.“ Síðan er varpað fram þeirri spumingu, hvers vegna íslend- ingar megi ekki festa fé sitt í útlöndum? Hvers vegna það sé enn landlægt að allar innlendar fjárhirzlur tæmdust, ef lögun- um yrði breytt á þann veg, að við gætum keypt hlutabréf er- lendis? Hvort það sé vantrú á eigin getu? Hvað sé athugavert við það að láta öflugustu fyrir- tæki heims vinna fyrir sig? Það gætum við gert.ef við fengjum leyfí til að eignast hlut í þessum fyrirtækjum eins og almenn- ingur í nágrannalöndunum. Það er kannski í lagi að vera stundum molbúar í efnahags- málum, en það getur vart orðið viðvarandi kækur. Væri ekki kominn tími til að kasta af sér ellibe'ig molbúans? Samræmt próf í íslensku við lok grunnskóla - Er breytinga þörf? eftir Guðna Olgeirsson Um þessar mundir eru kennarar að skipuleggja vetrarstarf í skólum landsins þar sem beiting íslenskrar tungu í ræðu og riti ásamt lestri bóka situr í öndvegi. Því er ekki úr vegi að rifja upp þá umræðu sem varð í kjölfar samræmda prófsins í íslensku síðastliðið vor. Samræmt próf í íslensku 1987 Vönandi hefur umræða um grunnskólaprófið í íslensku síðast- liðið vor náð að vekja sem flesta til umhugsunar um stöðu tungunn- ar. Eins og alþjóð er ljóst var meðaleinkunn nemenda að þessu sinni nokkru lægri en undanfarin ár. Nokkrir kennarar töldu að út- komuna mætti rekja til prófsins sjálfs sem væri allt of þungt og í engu samræmi við þroska og getu 16 ára unglinga. Kröfðust þeir þess að prófið yrði endurmetið eða ein- kunnir nemenda hækkaðar upp. Menntamálaráðherra ákvað að láta úrskurð prófdómara standa enda þóttu ásakanir kennara ekki studd- ar nógu traustum rökum. Margar skýringar eru hugsanleg- ar á lágri meðaleinkunn þetta árið. Það er ósennilegt að útkomuna megi eingöngu rekja til prófsins sjálfs. Ymsar aðrar skýringar koma jafnframt til greina. Þar vegur próftíminn þungt; prófin í stærð- fræði, dönsku, ensku og íslensku voru lögð fyrir fjóra daga í röð skömmu eftir páska og íslensku- prófið var að þessu sinni síðast í röðinni. Árið 1986 var stærðfræði- prófið síðasta daginn og fékk lakasta útkomu. Því getur þreyta nemenda, streita og tilhlökkun að ljúka prófum skýrt frávik að nokkru leyti. Ennfremur er ekki hægt að útiloka áhrif kennara sem ekki hafa tilskilda menntun. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að áhugi nem- enda á íslenskri tungu og bók- menntum hafi dvínað á undanföm- um árum, m.a. vegna fjölmiðlabylt- ingar, erlendra áhrifa eða staðnaðrar kennslu. Samt er ekki unnt að útiloka að prófið hafi verið of þungt eða of langt. Afar erfitt er að semja nákvæmlega jafnþung próf frá ári til árs. Einnig er hugs- anlegt að prófdómarar hafi í ein- staka tilvikum verið of kröfuharðir. Hvað sem þessu líður kom í ljós þegar tiltekið úrtak nemenda var athugað að meðaleinkunn þeirra var nú 0,4 lægri en 1985. Þrátt fyrir lága einkunn í íslensku fær yfírgnæfandi meirihluti nemenda framhaldseinkunn vegna þess að inntökuskilyrði í framhaldsskóla eru rúm. Píanó- tónleikar á ísafirði EDDA Erlendsdóttir píanóleik- ari heldur tónleika á ísafirði sunnudaginn 30. ágúst nk. Þetta eru aukatónleikar á vegum Tónlistarfélags ísafjarðar. Tónleik- amir verða haldnir í sal frímúrara og þefjast kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Haydn, Schubert, Liszt, Zemlinsky og Alban Berg. Guðni Olgeirsson * „Islensk tunga og far- sæl kennsla hennar í skólum er ein megin- forsenda menningar- legs sjálfstæðis þjóðarinnar og þroska hvers einstaklings. En hér þarf meira til en fögur orð. Ekkert má til spara þegar efla skal vöxt og viðgang móður- málsins.“ Samræmd próf í áratug Forsaga þessa máls er sú að sam- ræmd grunnskólapróf hafa verið lögð fyrir 16 ára unglinga frá því 1977 þegar landspróf miðskóla og gagnfræðaprófíð voru lögð niður. Á þessum árum hefur gengið á ýmsu. Iðulega hafa spunnist miklar um- ræður og jafnvel harðvítugar deilur um þetta fyrirkomulag og oft hafa einstök próf hlotið lof eða last. Menntamálaráðuneytið hefur lagt á það áherslu að sérfræðingar og kennarar af öllum skólastigum semji prófin. Þeir hafa vitanlega kappkostað að gera þau sem best úr garði og reynt að meta þau af sanngimi. Á tímabilinu 1977—1984 var starfandi sérstök prófanefnd sem bar ábyrgð á prófunum. Á þeim tíma voru einkunnir nemenda norm- aldreifðar, þ.e. dreifing einkunna í bókstöfum A, B, C, D og E var fyrirfram ákveðin. Með því móti skipti þyngd prófanna litlu máli því normaldreifingin raðaði nemendum í flokka. Árið 1984 var hætt að raða einkunnum nemenda á þennan hátt og skyldu prófseinkunnir í samræmdum greinum ráða braut- argengi nemenda til jafns til skólaeinkunn í viðkomandi grein- um. Þegar horfíð var frá normal- dreifingu var fyrirsjáanlegt að misþung próf frá ári til árs gætu dregið dilk á eftir sér. Til þess að gera samræmd próf sem sambæri- legust milli ára hefur verið gripið til þess að ráða sama fólk til próf- samningar og dæmingar og síðast- liðin tvö ár. Það er mikið afrek að meðaleinkunn í íslensu skuli ekki sveiflast meira til milli ára en raun ber vitni, þ.e. frá 5,4 í 4,8. Til glöggvunar má nefna að meðalein- kunn í íslensku sveiflaðist frá 5,9 í 4,3 á þeim árum sem normaldreif- ingin gilti. Ef slík sveifla ætti sér stað núna færi ástandið að verða alvarlegt. Aðstandendur prófsins Megingagnrýni kennara á prófið síðastliðið vor beindist að óeðlilega lágum einkunnum sem mætti rekja til þess að kröfumar væru of mikl- ar og áherslur á einstaka námsþætti óréttlátar. Undirritaður tekur undir nauðsyn þess að halda vakandi umræðu um markmið móðurmáls- kennslu og hvernig skynsamlegast sé að nýta þann takmarkaða tíma sem í skólum er ætlaður til íslensku- kennslu. Til þess að finna farsæla lausn á þeim málum er óskynsam- legt að æða í fjölmiðla með árásir á þá aðila sem koma nálægt fram- kvæmd, gerð og yfirferð samræmda prófsins og gera þá tortryggilega í augum almennings. í fjölmiðlum gerast atburðir ákaflega hratt og skoðanir eru fljótar að myndast. Erfitt getur reynst að leiðrétta mis- skilning eða rangar upplýsingar sem þar birtast. Að loknu vorhreti um íslenskuprófíð í fjölmiðlum mætti álíta að þröngur hópur „kerf- iskarla" og sérfræðinga í fílabeins- tumi réði öllu um prófið og hefðu þeir ekki hundsvit á hvaða kröfur mætti gera til unglinga. Að sam- ræmda prófinu í íslensku stóðu hins vegar starfandi grunn- framhalds- og háskólakennarar, námstjóri í íslensku ásamt tveimur fyrrverandi námstjórum og sérfræðingar um námsmat. Þessir aðilar eru reiðu- búnir til viðræðna við Samtök móðurmálskennara og önnur þess konar samtök um endurskoðun á námsþáttum til prófs þegar skýrsla um samræmdu prófín kemur út í haust. Á sama tima mun nefnd skila áliti um framtíð samræmdra prófa. Hitt er ljóst að á meðan sam- ræmt próf í íslensku er við lýði er nauðsynlegt að það endurspegli sem ljósast markmið kennslunnar og geri raunhæfar kröfur til unglinga. Kröfur til prófs Hér á undan var sagt að sam- ræmt próf í íslensku hefði haldist í svipuðu formi á undanfömum ámm. Til þess liggja ýmsar ástæð- ur, þyngst vegur þar líklega sterk hefð í íslenskukennslu sem ekki hefur þótt rétt að hrófla mikið við. Þó hefur vægi ritunar aukist nokk- uð. Til glöggvunar fyrir lesendur Morgunblaðsins verða hér birtar kröfur menntamálaráðuneytisins til samræmds grunnskólaprófs í íslensku næsta vor. Leitað var m.a. til gmnnskólakennara þegar þessi listi var saminn. í þessu sambandi ber að árétta að að einkunn á samræmdu prófi og skólaeinkunn vega jafn þungt í lokaeinkunn nemenda. Því hafa íslenskukennarar fijálsar hendur um mat á öllum öðmm námsþátt- um, svo og ástundun nemenda. Til mótvægis við skriflegt samræmt próf sem engan veginn getur mælt alla þætti námsins, er eðlilegast að skólapróf taki að mestu leyti til munnlegrar fæmi, framsagnar, boðskipta og hlustunar, auk rit- gerða. Lesendur geta nú metið hvort hér á eftir séu gerðar raunhæfar kröfur til 16 ára unglinga eftir 9 ára móðurmálsnám. Þarf að minnka kröfumar, fækka atriðum eða breyta áherslum? Benda þessar kröfur til þess að samræmda prófið í íslensku sé homsteinn grannskóla- menntunar eða hrapalleg tíma- skekkja? 1.0 Stafsetning 15% Upplestur: samfelldur texti og eyðufyllingar. 2.0 Málvísi 40% 2.1 Orðmyndun og beygingar. Myndun orða, með eða án hljóð- breytingar. Ætlast er til að nemendur geti myndað ný orð af stofni annarra. Nemendur átti sig á beygingum fallorða og sagnorða og helstu einkennum orðflokka. 2.2 Setningafræði. Nemendur þekki framlag, um- sögn, andlag, sagnfyllingu, nafnlið, sagnlið, forsetningarlið og atvikslið. Ennfremur kunni þeir skil á beinni og óbeinni ræðu. 2.3 Hljóðfræði og talað mál. Nemendur átti sig á hlutverki talfæranna við skýra mótun mál- hljóða og kunni skil á eftirfarandi atriðum: sérhljóðum og helstu flokkum samhljóða. Auk þess þekki þeir helstu staðbundin framburðarafbrigði. 2.4 Valþáttur: A. Lýsingar/B. Út- dráttur. Tekið verður tillit til málfars og stafsetningar við mat úrlausnar. Nemendur skrifa annað hvort: A. stutta lýsingu þar sem þeir eiga t.d. að lýsa atburði, hlut, verki eða persónum. M.a. verður metin hæfni nemenda til að orða hugsun sína skipulega í rituðu máli. B. eða útdrátt sem prófar efnis- skilning, aðalatriði frásagnar og röklegt samhengi. 3.0 Lesskilningur 45% 3.1 Lesnir textar 30%. Prófað verður úr tveimur bókum: A. Gísla sögu Súrssonar. B. Nemendur skulu kynna sér eftirtaldar bækur og velja síðan eina af þeim til prófs. (Ekki er nauðsynlegt að allir nemendur skólans lesi sömu sögu): 1. Anna frá Stóra-Borg, eftir Jón Trausta; 2. íslandsklukkan, eftir Halldór Laxness; 3. Kristrún í Hamravík, eftir Guð- mund G. Hagalín; 4. P*unktur punktur komma strik, eftir Pétur Gunnarsson; 5. Þar sem djöflaeyjan rís, eftir Einar Kárason. Nemendur leysa á prófí verkefni úr Gísla sögu og þeirri valbók sem þeir lásu. Prófað verður úr valbók á þann hátt að nemendur skrifa ritgerð um afmarkaðan þátt sög- unnar, túlka hann og meta. Við mat úrlausnar í lesnum bók- menntum verður auk skilnings á Edda Erlendsdóttir píanóleikari sögunum tekið mið af efnistökum, röklegu samhengi í máli, orðfæri, greinarmerkjanotkun og frá- gangi. (Hreinar endursagnir verða lítið metnar.) 3.2 Ólesnir textar 15%. A. Ljóð: í ljóðaskýringu verður megináhersla lögð á efnisskilning, túlkun, líkingamál og orðaval. B. Rauntextar (Laust mál): Efni úr daglegu lífi: dagblað, tímarit, ritgerð, bréf, auglýsing, myndmál o.þ.h. Hér reynir annars vegar á efnisskilning og merkingarlegt samhengi máls, hins vegar reynir á skilning á orðfæri texta, (t.d. málshættir, myndhverf orðtök, margræðni orða, blæbrigðamun- ur, samheiti, andheiti, nýyrði og tökuorð). Stefna ráðamanna Brýn þörf er á vakandi umræðu um móðurmálskennslu og ræktun málsins í samfélaginu. í stefnuyfir- lýsingu og starfsáætlun ríkisstjóm- ar Þorsteins Pálssonar segir orðrétt um menningar- og menntamál: „Örar þjóðfélagsbreytingar krefjast þess að stefnan í menntamálum sé í stöðugri endurskoðun þannig að hún falli sem best að þörfum al- mennings, atvinnulífs og menning- arstarfsemi í landinu. Markmið menningar- og menntastefnu er að auka veg og virðingu íslenskrar tungu og menningar, búa þjóðina undir að takast á við verkefni framtíðarinnar og gefa hveijum einstaklingi tækifæri til þroska“ (bls. 19). Undirritaður lýsir ánægju sinni með þessa yfirlýsingu ríkis- stjómarinnar. íslensk tunga og farsæl kennsla hennar í skólum er ein meginfor- senda menningarlegs sjálfstæðis þjóðarinnar og þroska hvers ein- staklings. En hér þarf meira til en fögur orð. Ekkert má til spara þeg- ar efla skal vöxt og viðgang móðurmálsins. Hér má nefna nokk- ur mikilvæg skref í þá átt: Styrkja þarf grunnmenntun kennara, efla endurmenntun þeirra, örva nýsköp- un námsefnis, ráða einungis móðurmálskennara með tilskilda menntun og auka veg og virðingu almennings á kennarastarfinu. Kennarar verða að fá rík tækifæri til þess að auðga kennslu sína og samræma hana breyttum aðstæð- um í þjóðlífi. Kennsla í móðurmálinu má ekki staðna og miðast við horf- inn heim. Æska þessa lands er kröfuhörð og á skilið að námið taki í auknum mæli mið af menningar- straumum samtímans og áhuga- málum nemenda. Við verðum að nýta áhuga bama og unglinga á íslenskri tungu og bókmenntum með viðfangsefnum sem ná athygli þeirra. Til þess að ná settu marki verða stjómvöld að leita samstarfs og ráðgjafar allra aðila sem treyst gætu íslenskar menntir. Þar bera fjölmiðlar gífurlega ábyrgð því ekk- ert afl í þjóðfélaginu stenst ágang þeirra. Ef fjölmiðlar, sérstaklega ljósvakamiðlar, tækju höndum sam- an með kennarastéttinni og reyndu markvisst að þroska málkennd og auðga bókmenntalegt víðsýni þjóð- arinnar þá gætum við horft af bjartsýni fram um veg. Að lokum Á íslandi býr fámenn þjóð í stijál- býlu og hörðu landi þar sem æ erfiðara verður að standa vörð um og rækta tungu þjóðarinnar og menningu í hraða samtímans. Samt sem áður heldur þjóðin fullri reisn á flestum sviðum atgervis og visku. Við eigum m.a. marga sérfræðinga í íslensku og marga frábæra íslenskukennara. Við þurfum á að halda kröftum allra sem vettlingi geta valdið til að styrkja málupp- eldi og bókhneigð æsku þessarar þjóðar. Því þurfa skólayfírvöld, kennarar og foreldrar að móta í sameiningu stefnu móðurmáls- kennslunnar og framkvæmd hennar í bráð og lengd, í stað hnjóðsyrða og hnútukasts í fjölmiðlum. Höfundur er námsstfórí ííslensku við menntamilaráðuneytið. RÖSE: AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SUE MASTERMAN Lokasprettur í viðræðum um mannréttindi og frið Sendifulltrúar 35 ríkja, sem tekið hafa þátt í viðræðum í Vínarborg frá því í nóvember í fyrra um leiðir til útvíkkunar Helsinki sáttmál- ans, hafa nú gert hlé á viðræðunum og haldið heim til að taka sér verðskuldað frí áður en fjórða, og vonandi síðasta, umferð viðræðn- anna hefst í lok september. Tilgangur þessara löngu við- ræðna er að reyna að semja sameiginleg drög að samkomulagi um framhaldsaðgerðir í anda Hels- inki sáttmálans, sem gerður var fyrir nærri tólf áram. Samkomulagið í Helsinki mark- aði tímamót á sviði mannréttinda. Ríkin 35 sem undirrituðu sáttmál- ann - öll ríki Evrópu, í austri og vestri nema Albanía, auk Banda- Þegar þessi ráðstefnuhöld hófust var „glasnost" - nafnið á nýrri og ftjálslegri stefnu yfírvalda í Sov- étríkjunum - óþekkt orð í flestum Vesturlöndum. Nú er það á hvers manns vörum, bæði í Austri og Vestri. Árangur þessarar ráðstefnu sker úr um það hvort „glasnost" er marklaust þvaður, eða hvort í raun sé um stefnubreytingu að ræða. mannréttindi sem vind um eyru þjóta. Tilslakanir Vissulega munu vestrænu samn- ingamennimir fá samþykktar sumar af tillögum sínum varðandi mannréttindi - en aðeins gegn til- slökunum i öðrum málum. Báðir aðilar taka tilslakanir með í dæmið í tillöguflutningi sínum. Það sem fulltrúar Austur Evrópuríkjanna vilja fá út úr þessu ráðstefnuhaldi er fyrirheit um nánari efnahags- samvinnu, um viðskiptasamninga og tæknisamskipti, auk samkomu- Israelskir gyðingar mótmæla mannréttindabrotum yfirvalda i Sovétríkjunum við Melaskólann í Reykjavík er leiðtogar stórveldanna funduðu hér á Iandi í nóvember á siðasta ári. Mannréttinda- mál eru m.a. rædd á ráðstefnu 35 ríkja um öryggi og samvinnu í Evrópu og binda menn nú vonir við að ríkin austan Járntjaldsins séu reiðubúin til að fallast á tilslakanir á því sviði. ríkjanna og Kanada - skuldbundu sig til að fylgja ákvæðum hans. En Helsinki var ekki lokaáfang- inn, heldur aðeins upphafið. Hér í Vínarborg, í ákjósanlegri einangrun nýju fundarhallarinnar, sem gáran- gamir kalla „Birgið", hafa samn- ingamennimir reynt að beija saman tillögur sem eiga að skuldbinda öll ríki er þær undirrita til aukinna aðgerða í þágu mannréttinda, af- vopnunar og samvinnu í efnahags- og tæknimálum. Bjartsýni Á undanfömum 12 áram hafa margar ráðstefnur verið haldnar til að endurskoða og styrkja ákvæði Helsinki sáttmálans, oft við mjög erfiðar aðstæður. Síðasta endur- skoðunarráðstefnan, haldin í Madrid, stóð í þijú ár, þar sem íhlut- un Sovétríkjanna í Afghanistan og setning herlaga í Póllandi komu í veg fyrir að árangur næðist. Þetta sýnir hve vandasamar við- ræðumar - sem ganga undir nafninu Ráðstefna um öryggi og samstarf í Evrópu (RÖSE) - geta verið. En samningamennimir eru nú bjartsýnir á að unnt reynist að semja aðgengileg drög að sam- komulagi, þar sem mjög hefur dregið úr spennunni milli Austurs og Vesturs, ekki sízt í Evrópu. Mannréttindamál Samningamenn vestrænu ríkjanna hafa með framlagi sínu til þeirra 148 tillagna, sem ráðstefnan verður að afgreiða, einbeitt sér að mannréttindamálum. f tillögunum er komið víða við, og má þar nefna kröfu um að öllum sem þess óska - svo sem sovézkum gyðingum - verði heimilað að flytjast úr landi, öllum sé fijálst að stunda sínar trú- arathafnir, og að minnihlutahópar eigi rétt á að viðhalda og efla eigin menningu. Sovétríkin og sambandsríki þeirra í Varsjárbandalaginu hafa aðra skilgreiningu á mannréttind- um en vestrænu ríkin. Samkvæmt skilningi kommúnistaríkjanna fela mannréttindi í sér rétt til að stunda vinnu, hafa þak yfir höfuðið og njóta almannatrygginga. í þeirra augum eru það vestrænu ríkin, með mikið atvinnuleysi, húsnæðisskort og fátækt, sem eru brotleg á sviði mannréttinda. Oft hefur verið vitnað til Helsinki umræðnanna sem „viðræðna hinna heyrnarsljóu". Báðar fylkingamar halda áfram að hamra á eigin við- horfum, sem era með öllu óbifanleg, án þess að taka til greina viðhorf hinna eða virðast hlusta á það sem þeir hafa fram að færa. Fulltrúar kommúnistarflqanna hafa látið hundrað fyrirspuma vestrænu full- trúanna um tiltekin atriði varðandi lags um gagnkvæman samdrátt í hefðbundnum vígbúnaði. f staðinn eru þeir reiðubúnir til að fallast á tilslakanir í mannrétt- indamálum. Þetta ber með sér að lítið hefur verið um tilslakanir til þessa, þótt eitthvað fleiri hafí feng- ið að flytjast úr landi og nokkur einstaklingsbundin mál hafi verið leyst. Undir lok síðustu umferðar við- ræðnanna vora enn á ný mættir fulltrúar samtaka „aðskildra maka“ til að hvetja til þess að mökum þeirra yrði heimilað að flytjast til þeirra frá Sovétríkjunum. Einnig vora þar nemendur frá brezkum háskólum er ráku áróður á vegum nemenda og menntamanna í Sov- étríkjunum sem ekki fá að fara úr landi fyrir þá sök eina að foreldrar þeirra hafa einhvemtíma haft að- gang að leynilegum heimildum. Þeir koma aftur, og fleiri mót- mælahópar, þegar ráðstefnan verður sett á ný í lok september. En þangað til eru samningamenn- imir í fríi, til að safna kröftum fyrir lokasprettinn, sem vissulega verður erfiður, en stefnt er að því að endan- leg drög að samkomulagi verði lögð fram 22. nóvember. Talið er að sæmilegar horfur séu á því að sú áætlun standist, falli umheimurinn ekki í enn eina pólitíska gryfjuna, en af þeim er nóg. Höfundur er blaðamaður við brezka blaðið The Observer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.