Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987
45
ArmannÞorsteins-
son - Minning
Fæddur 19. mars 1903
Dáinn 22. ágúst 1987
Þegar ég frétti það, að Ármann
Þorsteinsson væri látinn, rifjaðist
upp fyrir mér ýmislegt frá liðinni
tíð. Glöggt man ég daginn, sem
hann fæddist. Ólöf skáldkona á
Hlöðum var komin heim að Möðru-
völlum, en hún var ljósmóðir í
Hörgárdal í Eyjafirði. Allt gekk
vel. Nokkrum dögum seinna heyrði
ég Ólöfu segja við nöfnu sína, móð-
ur þess nýfædda: „Þú lætur litla
drenginn heita Óðinn; úr því að Þór
er kominn." En eldri bróðirinn hét
Þór. Þá svaraði móðirin: „Hann á
að heita Ármann í höfuðið á henni
Huldu; hún heitir líka Árdís. Ég
lofaði henni, að barnið skyldi heita
í höfuðið á henni, ef hún hætti
kjökrinu." Guðrún amma mín hafði
dáið um mánuði áður. Þetta var
mér nokkur sárabót. Upp frá því
urðum við Ármann vinir.
Foreldrar Ármanns voru hjónin
Þorsteinn Jónsson og Ólöf Guð-
mundsdóttir. Þorsteinn var af
Fomastaðaætt frá Fnjóskadal. Ing-
ólfur Bjarnason frá Fjósatungu
þekktur bændahöfðingi á sinni tíð
og um skeið alþingismaður var syst-
ursonur Þorsteins, og meðal
annarra náinna frænda Þorsteins
var Jónas Jónsson frá Hriflu, sem
varla þarf að kynna. Þorsteinn var
búfræðingur frá Hólum. Hann var
ráðsmaður á Möðruvöllum á all-
miklu búi, sem Stefán faðir minn
rak, meðan hann var kennari við
Möðruvallaskóla. En vegna rann-
sóknarferða sinna og setu á Alþingi
þurfti hann að vera töluvert að
heiman, og var því mikils virði að
hafa svo traustan ráðsmann sem
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
GUÐJÓN KLEMENZSON
læknir,
lést í Borgarspítalanum 26. ágúst.
Margrét Hallgrímsdóttir,
Margrét J. Guðjónsdóttir, Ólafur Marteinsson,
Auðbjörg Guðjónsdóttir, Guðmundur Arnaldsson,
Hallgrimur Guðjónsson, Ragnheiður Haraldsdóttir,
Guðný Vódís Guðjónsdóttir, Ólafur Marel Kjartansson.
t
ÁSLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Vesturgötu 70,
Akranesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi 26. ágúst.
Börn, tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.
t
Útför
EINARS SVEINSSONAR,
Melteigi 19,
Keflavfk,
fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 29. ágúst kl. 11 .OO fyrir
hádegi.
Þorbjörn Einarsson,
Guðjón Einarsson,
Rósa Einarsdóttir,
Ester Einarsdóttir,
Einarfna Einarsdóttir,
Hulda Einarsdóttir,
Ásta Einarsdóttir
og fjölskyidur þeirra.
t
Útför litla drengsins okkar,
GUNNARS FINNS GUÐMUNDSSONAR,
Klausturhóium,
er lést á gjörgæsludeild Landspítalans 18. ágúst fer fram frá
Stóruborgarkirkju laugardaginn 29. ágúst kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans er bent á að láta Barnaspítala
Hringsins njóta þess.
Þórleif Gunnarsdóttir,
Guðmundur Jóhannesson.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar og tengdamóður,
STEINUNNAR STURLUDÓTTUR,
Kleppsvegi 26.
Sérstakar þakkir til þeirra er önnuöust hana á Landakotsspítala.
Sigrfður Stefénsdóttir,
Kristfn Stefánsdóttir,
Ástrfður Elsa Stefánsdóttir,
Sturla Jóhann Stefánsson,
Helga Stefánsdóttir,
Björn Stefánsson,
Aðalsteinn Stefánsson,
Björn Bjarnarson,
Agúst Eyjólfsson,
Ásgerður Pálsdóttir,
Reynlr Gunnarsson,
Jóna Margrót Guðmundsdóttir,
Guðrún Lllja Guðmundsdóttir.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför
AÐALBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR,
Norðurbrún
Reykjavík.
Vandamenn.
Þorsteinn var. Ólöf kona hans var
fóstursystir móður minnar. Guð-
mundur Guðmundsson faðir hennar
var kenndur við Syðra Velli í Vest-
ur-Húnavatnssýslu, en móðir
hennar var Björg Sigurðardóttir.
Guðmundur var föðurbróðir Guð-
mundar Björnssonar landlæknis og
Ingibjargar húsfreyju á Torfalæk
og þeirra systkina. Hann var ömmu-
bróðir. Páls Kolka læknis. Björg
fluttist til Ameríku, en kom Ólöfu
dóttur sinni, sem þá var ungbam,
í fóstur til Jórunnar Magnúsdóttur
ömmu minnar, sem þá bjó á Helga-
vatni í Vatnsdal.
Árið 1890 fluttist Jórunn amma
með Ólöfu til foreldra minna að
Möðruvöllum. Hún var síðan hægri
hönd móður minnar upp frá því á
því stóra heimili sem skólasetrið var
og hélzt svo til 1910, er foreldrar
mínir bmgðu búi og fluttust til
Akureyrar.
Ólöf var sérlega mikilhæf kona.
•Forkur dugleg, fróð um marga
hluti, sérlega geðprúð og mikill
mannasættir, sem gat komið sér
vel í fjölmenninu á Mpðruvöllum.
Skömmu fyrir aldamótin giftust þau
Ólöf og Þorsteinn ráðsmaður. Eftir
að foreldrar mínir höfðu hætt bú-
skap á Möðruvöllum, bjuggu þau
Ólöf og Þorsteinn eitt ár eða svo í
Amamesi við Eyjafjörð, en fluttust
síðan að Bakka í Öxnadal, þar sem
þau bjuggu til æviloka. Eftir þau
tók þar við búi Þór sonur þeirra,
sem ég minntist á hér í upphafi.
Synir þeirra hjóna voru fimm,
og bar ég þá mjög fyrir brjósti og
fannst sjálfsagt að þeir gengju
menntaveginn, enda vom hér á ferð
hæfileikamenn. En þá var öldin
önnur og þeir höfðu meiri hug á
því að ganga í lífsins skóla. Einn
þeirra, Ingimundur, lauk prófí frá
Kennaraskólanum og stundaði
kennslu. Hinir störfuðu við búskap
á búi foreldra sinna, unz þeir stofn-
uðu eigin bú.
Ármann kvæntist Önnu Sigur-
jónsdóttur frá Ási á Þelamörk
sumarið 1933. Anna var fædd 1899
og var ljósmóðir að mennt. Þau
hófu búskap að Ási, en eftir tvö
ár fluttust þau að Þverá í Öxna-
dal. Nokkm síðar eignuðust þau
jörðina og bjuggu þar lengi góðu
Minning:
Jón Trausti Lárus-
son frá Þórshöfn
Fæddur 12. september 1918
Dáinn 31. júlí 1987
Dáinn horfinn, harma fregn.
Hjartkær frændi hefur • gengið
lífsbraut sína á leiðarenda. Ljúfar
minningar allt frá bamæsku leita
á hugann og mynda fallega og
bjarta umgjörð um lífsmynd hins
látna mannkostamanns. Þar sem
fer saman hógværð, félagslyndi og
glaðlyndi ásamt elju og trú-
mennsku, góðvild og hlýju sem
hann miðlaði til annarra þannig að
fólki þótti gott að kynnast honum
og eiga vináttu hans.
Hann var fæddur á Heiði á
Langanesi 12. september 1918,
einn af 14 bömum þeirra hjóna
Amþrúðar Sæmundsdóttur og Lár-
usar Helgasonar auk þess fimmt-
ánda, bróðursonar Amþrúðar sem
þau ólu upp frá bamæsku þannig
að 15 vom bömin sem afi og amma
komu upp á Heiði en þrjú þeirra
systkina em nú látin, þau Sæmund-
ur, Guðlaug og Anna. Má því nærri
geta að oft hefur lífsbaráttan verið
hörð og hefur ugglaust mótað
systkinin i uppvextinum og kennt
þeim þrautseigju og nægjusemi í
lífsbaráttunni ásamt því að gera
fyrst og fremst kröfur til sjálfra
sín. Um þau hjónin á Heiði, Am-
þrúði og Láms, hefur oft verið sagt
að hjartarúm þeirra hafí verið svo
mikið að enginn hafi fundið til hús-
þrengsla á því mannmarga heimili,
og ætíð mun hafa verið sitt hvað
matarkyns til í búri Amþrúðar en
hún lagði sig fram um að leiða alla,
gesti og gangandi, að veisluborði
sem aufúsugesti.
Þannig liðu uppvaxtarár Nonna
frænda á hinu stóra heimili, við öll
algeng sveitastörf sem þá vom
mörkuð ærinni erfiðisvinnu og
feykilegri fyrirhöfn og þar við bætt-
ist að nýta rekann sem var mikill
á Heiði svo og sjósókn sem ætíð
var stunduð frá Heiðarheimili með
útræði frá Heiðarhöfn.
Þegar aldur og þroski lejrfðu er
haldið út í lífsgönguna, einn vetur
við nám að Laugum í Reykjadal,
efni og aðstæður leyfðu ekki frek-
ara nám, margar vetrarvertíðir
lagði hann að baki ýmist frá Vest-
mannaeyjum eða Suðumesjum.
Einnig rak hann um nokkurt skeið
útgerð frá Þórshöfn ásamt Ara
bróður sínum á vélbátnum And-
vara, 5 tonna opnum bát, sem á
þeim ámm þótti ekki svo lítill far-
kostur, síðan gerði hann út annan
vélbát með Sæmundi Gunnólfssyni,
systursyni sínum. Þrátt fyrir störf
sín á sjó og síðar almenna fiskvinnu
veit ég að búskapur og búsýslan
öll mun hafa legið hvað best við
Nonna, hann elskaði landið, gróður
þess, og alla umgengni við það.
Hann bar alla tíð afar sterkar taug-
ar til æskustöðvanna á Heiði og
þangað átti hann ótal ferðir eftir
að hann settist alfarið að á Þórs-
höfn.
Um áramótin 1950—51 varð sá
hörmulegi atburður að elsti bróðir-
inn frá Heiði, Sæmundur, sem tekið
hafði við búi af foreldmnum, varð
úti í Fagranesfjöllum, mikill mann-
kostamaður í blóma lífsins, mikill
harmdauði öllum sem þekktu. Þar
Lokað
Sjúkrasamlag Reykjavíkur verður lokað frá kl. 13.00
föstudaginn 28. ágúst vegna jarðarfarar ÓLAFS JÓNS-
SONAR, læknis. .... . _ .. _
Sjukrasamlag Reykjavíkur.
Lokað
Vegna jarðarfarar ÓLAFS JÓNSSONAR læknis, verða
læknastofur okkar í Domus Medica lokaðar eftir hádegi
í dag.
Guðmundur Elíasson,
Sigurður Jónsson,
Ólafur Magnússon.
búi, sem var annálað fyrir snyrti
mennsku. Þau eignuðust tvo syni
Hermann, vélvirkja, sem nú býr í
Patreksfirði og er kvæntur Ásdís
B. Magnúsdóttur og Ólaf, sem ei
deildarstjóri Samvinnutrygginga í
Akureyri, kvæntur Önnu G. Sigurð
ardóttir og eiga þau þrjá drengi
Eftir að Armann missti konu sín:
árið 1968 bjó hann áfram á Þverá
fyrst hjá Hermanni og Ásdísi, síðai
hjá Ólafi og Önnu. Nú býr á Þverí
Þorsteinn Rútsson bróðursonur Ár
manns. Síðustu æviárin vai
Ármann vistmaður á elliheimilinu
Skjaldarvík og þar lést hann.
Ármann var um langt árabi
formaður Búnaðarfélags ÖxndæU
og deildarstjóri Öxndæladeildai
KEA. Hann var félagslyndur maðui
og einlægur samvinnumaður. Þaé
skyldi engan furða á því þótt Eyfirð
ingar séu samvinnumenn og þyk ‘
vænt um kaupfélagið sitt. Þar hafí
ráðið ríkjum hver afbragðsmaður-
inn fram af öðrum. Ég sem aðrii
Eyfirðingar hlýt að gleðjast yfir að
sjá hvert stórbýlið öðru meira þar
sem áður voru örreitis kot, þegar
ég var bam norður í Eyjafirði. Á
KEA þar stóran hlut að máli. Öll
sín störf vann Armann af alúð og
samviskusemi. Hann var grandvar
f orði og verki, farsæll í sínu
einkalífi og sinni þjóð.
Innilegar samúðarkveðjur til ætt-
ingja og vina þá Ármann er kvaddur
frá kirkjunni að Bakka.
I Guðs friði kveð ég nafna minn.
Hulda Á. Stefánsdóttir
með má segja að búskap á hinni
kostaríku jörð Heiði hafi lokið. Þá
urðu þáttaskil í lífi Nonna frænda.
Upp úr því hófu þeir bræður Nonni
og Ingimar byggingu á stóru íbúð-
arhúsi á Þórshöfn og stofnuðu þar
til heimilis ásamt Þórdísi systur
sinni, móður minni, og tóku til sín
á heimilið aldraða foreldra sína og
áttu gömlu hjónin þar heimili meðan
þau lifðu. Ingimar flutti síðar til
Reykjavíkur og stofnaði þar til
heimilis, en Nonni og móðir mín
héldu heimili í þessu húsi sem
ávallt var nefnt Bræðraborg í um
það bil þijátíu ár eða þar til móðir
mín flutti til Reykjavíkur, eftir það
bjó Nonni frændi einn í húsi sínu,
Bræðraborg.
í Bræðraborg var ávallt gott að
koma, þar ríkti gestrisni og góðvild
í hvers manns garð. Þangað
streymdi frændfólkið á sumrum,
kom oft með vorinu eins og farfugl-
arnir. Þar voru allir aufúsugestir
og allt það besta borið fyrir þá líkt
og á Heiði forðum.
Nú heyrir þetta allt sögunni til.
Nú stendur enginn Nonni í dyrunum
á Bræðraborg, heilsar öllum með
kossi og biður að ganga í bæinn.
Nú þegar hann er farinn frá okk-
ur blessaður er eins og dyr standi
opnar á eftir honum. Hann kemur
ekki aftur inn. Blessuð veri minning
hans.
Útför hans var gerð frá Sauða-
neskirkju 8. ágúst síðastliðinn.
Guð blessi þig, þitt liðna líf
sem leiðarstjama er.
Og Island þarf að eignast menn
sem eru líkir þér.
Guð blessi þig, þú blóm fékkst grætt,
og bjart um nafn þitt er.
Og vertu um eilífð ætíð sæll.
Við aldrei gleymum þér.
(Jón Trausti)
Trausti Örn Guðmundsson