Morgunblaðið - 22.09.1987, Page 46

Morgunblaðið - 22.09.1987, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 53 Vestfrost FRYSTIK1STUR _ DÖNSK gcedcivarci p VESTFROST frystikisturnar eru búnar hinum vióurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1-2 geymslukörfur. Aukakörfur fáan- legar á hagstæðu verði. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraðfrystihólfi og einnig má læsa kistunum. Innrabyrði er úr rafgalvanhúðuöu stáli með inn- brenndu lakki. VESTFROST verksmiðjurnar í Esbjerg er ein af stærstu verksmiðjum sinnar tegundar á Norðurlöndum. 201 Itr. 271 Itr. 396 Itr. 506 Itr. kr. 24.600.- kr. 26.900. kr. 30.600. kr. 35.700.' LÍTRAR 201 271 396 506 BREIDD cm 72 92 126 156 DÝPT |cm án HANDFANGS: 65 65 65 65 HÆÐ cm 85 85 85 85 FRYSTIAFKÖSTpr SÓLARHRING |kg. 15 23 30 30 ORKUNOTKUN pr. SÓLARHRING kWh 1,2 1,4 1,6 1,9 LANDSFUNDUR BORGARAFLOKKSINS 1987 Verður haldinn á Hótel Sögu helgina 24.-26. september næstkomandi. LANDSFUNDURINN HEFST MEÐ OPNUM BORGARAFUNDI í SÚLNASAL fimmtudaginn 24. september kl. 20.00 • ÁVARP: Albert Guðmundsson formaður Borgaraflokksins. • HUGVEKJA: sr. Gunnar Björnsson. • Þingflokkur Borgaraflokksins situr fyrir svörum. • Frjálsar umræður. • Lúðrasveit leikur létt lög frá kl. 19.40. ALLIR VELKOMNIR - BORGARAFUNDURINN ER ÖLLUM OPINN! Landsfundarstörf hefjast föstudaginn 25. september kl. 13.30 og standa fram eftir degi á laugardaginn 26. september. Helstu málefni: • Staða Borgaraflokksins í dag. • Stefnumótun til framtíðar. • Skipulag flokksins. • Kosning formanns og annarra trúnaðarmanna. Allir peir sem eru skráðir flokksfélagar eiga seturétt á fundinum. Athugið: Aðeins þeir flokksmenn sem tilkynna þátttöku sína fyrir kl. 13.00 föstudaginn 25. september, hafa atkvæðisrétt á fundinum. VINSAMLEGA TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU TIL SKRIFSTOFU BORGARA- FLOKKSINS, Hverfisgötu 82, Reykjavík, 3. hæð, sími: (91) -623526. Ódýr félags- málaskólí Hafsteinn Þórðarson landsforseti JC Islands tekin tali Egilsstöðum. JC-HREYFINGIN á íslandi hélt framkvæmdastjórnarfund að Hallormsstað fyrir skömmu. Þar voru mættir um 80 fulltrúar og embættismenn til að und- irbúa vetrarstarfsemina. JC- hreyfingin er alþjóðlegur félagsskapur ungs fólks á aldr- inum 18—40 ára og starfar í 73 þjóðlöndum. JC-hreyfingin á ís- landi starfar nú í 28 aðildarfé- iögum með um 800 félaga. Tilgangur þessa félagsskapar er að efla hvern einstakling með þekkingu, þjálfun og þroska. í tilefni fundarins bað fréttarit- ari Morgunblaðsins, Hafstein Þórðarson, landsforseta, að kynna þessa hreyfíngu lítillega. „JC-hreyfíngin er alþjóðlegur félagsskapur ungs fólks á aldrinum 18—40 ára sem starfar án tillits til litarháttar, stjómmálaskoðana eða trúarbragða í þeim tilgangi að gera hvem einstakling hæfari til að takast á við krefjandi verkefni í sínu byggðarlagi," sagði Haf- steinn. „Þessum markmiðum náum við með námskeiðahaldi þar sem áhersla er lögð á að þjálfa einstakl- inginn í ræðumennsku, nefndar- störfum og mannlegum samskipt- um auk stjómunar. JC-hreyfingin heldur mikinn fjölda góðra nám- skeiða á sviði mannlegra sam- skipta og stjómunar sem em í stöðugri endurskoðun og innan JC-hreyfíngarinnar em margir mjög hæfir leiðbeinendur. Ég gett sjálfur í JC vegna nám- skeiðanna," sagði Hafsteinn. „Ég ætlaði að öðlast reynslu í stjómun- arstörfum. Ég hefði getað sótt hana annað en JC býður upp á þessa þjálfun með glaðvæm og góðu fólki og fjölbreytnin er meiri en í flestum öðmm félögum. Ég held að JC sé ódýrasti félagsmála- skóli sem völ er á. Það er hægt að fara á námskeið í hinum og þessum stjómunarstörfum fyrir ærinn pening hjá ýmsum félögum og skólum en enginn býður upp á þjálfun í starfí nema JC sem er fijáls hreyfíng sem veitir fólki þau tækifæri sem það sækist eftir Morgunblaðið/Björn Sveinsson Hafsteinn Þórdarson landsfor- seti JC íslands. sjálft. Enda er raunin sú að JC- félagar era eftirsóttir til félags- málastarfa í sínum byggðarlög- um.“ Um framtíðina segir Hafsteinn: „Aðalhlutverk næsta starfsárs verður kynning og útbreiðsla á hreyfingunni og er þörf á að sinna því verkefni heldur meira en und- anfarin ár. Fyrirhugað er að endurvekja félögin í ísafírði, Sauð- árkróki og Hveragerði. Jafnframt því verður athugað með stofnun nýrra félaga á Dalvík og Neskaup- stað. Nú fer sá tími í hönd að JC-félögin um allt land em að hefja vetrarstarfsemi sína og þá um leið að vinna að félagaöflun. Ég vil hvetja ungt fólk til að kynna sér þennan félagsskap og athuga hvort þama er ekki eitthvað við þeirra hæfí. Þama er t.d. kjörið tækifæri fyrir ungt fólk sem er nýlega flutt í annað byggðarlag til að eignast í einum vettvangi fjölda nýrra kunningja. Þó JC-hreyfíngin sé fyrst og fremst félagsmálaskóli sem veitir mikla og góða þjálfun þá er þama ýmislegt sér til gam- ans gert eins og ungu fólki er lagið,“ sagði Hafsteinn Þórðarson að lokum. — Björn Hugræktarskóli tekur til starfa GEIR Ágústsson hefur sett á stofn hugræktarskóla sem hann kallar Muninn — Hugræktar- skóli Geirs Ágústssonar og er hann að Grundarstíg 11. Sigvaldi heitinn Hjálmarsson rit- höfundur rak um árabil hugrækt- arskóla á heimili sínu að Gnoðarvogi 82. Kenndi hann hug- rækt, athygliæfingar og slökun. SigValdi var þekktur fyrir þekk- ingu á yoga og mystik. Sótti hann í austrænar hefðir sem hann greindi frá hinum menningarlega og trúarlega stakki og bjó í búning sem hæfir hugsunarhætti verstur- landamanna. Nú hefur Geir Ágústsson sem var einn helsti nemandi og samstarfsmaður Sig- valda ákveðið að fara af stað með hugræktarskóla sem hann kallar Muninn. Geir kennir sömu aðferðir og Sigvaldi, með sama fyrirkomulagi: eins mánaðar byrjendanámskeið í tólf stundum og þriggja mánaða Geir Ágústsson framhaldsnámskeið, einnig í tólf stundum. Þátttakendum er kennt bæði í hóp og einum sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.