Morgunblaðið - 01.10.1987, Side 34

Morgunblaðið - 01.10.1987, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 Sovétríkin: Hvatt til minni leyndar- hyggju í hernaðarmálum Moskvu, Reuter. TVÖ árhrifamikil sovésk tímarit, Kommunist og Novy Mir, sögðu á þriðjudag að sovésk stjórnvöld ættu að birta nákvæmar upplýs- ingar um fjárframlög til hernað- armála og hernaðarmátt. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti skoraði á Sovétmenn að greina frá íjárframlögum tilhemaðarmála og stærð herafla þeirra í ræðu fyr- ir mánuði síðan. „Ég beini orðum mínum til forystu Sovétríkjanna: kominn er tími til að endurbóta- stefnan birtist einnig í hemaðar- málum," sagði Reagan í ræðu í Los Angeles 26. ágúst. Stanislav Kondrashov skrifaði í Kommunist, tímarit sovéska kom- múnistaflokksins, að blaðamenn fengju enn ekki þær upplýsingar um hemaðarmál og tengd stjórn- mál, sem þeim væm nauðsynlegar Bretland: Spurt um tilgang velf er ðarríkisins St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. til að gegna starfi sínu. „En það er ekkert launungarmál að ýmis hemaðarleyndarmál okkar, sem varða fjölda og eiginleika kjam- orkuflauga, hafa verið lýðum ljós erlendis, þökk sé gervihnöttum og rafeindanjósnabúnaði," sagði í grein Kondrashovs. Pyotr Cherkasvo sagði í menn- ingartímaritinu Novy Mir að ýmsir vestrænir fjölmiðlar reyndu að veita nákvæmar upplýsingar um styrk og stærð herafla austurs og vest- urs. „Því miður höfum við ekki átt kost á sömu umfjöllun hér. Þetta stendur umræðu milli austurs og vesturs fyrir þrifum," skrifaði Cherkasvo. „Þessi skortur á opinni umfjöllun er vatn á myllu andstæð- inga þýðu í samskiptum austurs og vesturs." STJÓRNVÖLD eru staðráðin í að hefja mikla umræðu um breytingar á velferðarríkinu á tíunda áratug aldarinnar, að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. John Moore, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, hélt ræðu á laugardag, og markar hún upphaf þessarar umræðu. Hann sagði, að markmið allrar samfélagshjálpar ætti að vera að gera einstaklinga færa um að standa á eigin fótum, en ekki að gera þá háða hinu opin- bera. Um 44 milljarðar punda fara til heilbrigðis- og tryggingamála á fjárlögum þessa árs. Ýmsir for- ystumenn íhaldsflokksins eru þeirrar skoðunar, að samfélagsað- stoð þurfi að verða markvissari, þurfi að ganga til þeirra, sem nauð- synlega þurfa á henni að halda, en ekki til allra, sem tilheyra ákveðnum hópi, án tillits til þess hvemig annars er ástatt hjá þeim. Moore sagði, að löngu væri tíma- bært að temja sér hógværð í velferðarútgjöldum. John Moore fór nýlega til Bandaríkjanna til að kynna sér ýmsar hugmyndir um velferðar- kerfið þar. Hann hugaði að því, að sums staðar er lögð vinnukvöð á þá, sem þiggja atvinnuleysis- bætur, og ræddi við hugmynda- fræðinga í Republikanaflokknum og Demókrataflokknum. Moore sagði í ræðu sinni, að ekki væri um það að ræða að leggja fyrir róða þá hefð samfé- lagshjálpar, sem hefði skapast í Bretlandi á síðastliðnum 40 árum, og bætti við, að íhaldsflokkurinn mundi ekki eyðileggja öryggisnet samfélagsins. En hann sagði það hins vegar Grænland: Alkóhólistar efna til funda Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. HÓPUR alkóhólista, sem allir hafa verið í meðferð hjá Von á íslandi, hefur myndað starfs- hóp í Godtháb (Nuuk) á Græn- landi, og hefur hann hlotið nafnið AA-Nuuk. Hópurinn hefur haldið opinbera fundi í Godtháb í því skyni að komast í samband við fólk, sem á við áfengisvandamál að stríða. Hefur hópurinn haldið einn fund með Dönum og einn með Græn- lendingum, þar sem 'grænlensku alkóhólistamir hafa greint frá dvöl sinni hjá Von á íslandi. hugarburð, að velferðarkerfið væri gallalaust. „Árið 1987 er gerólíkt árinu 1947,“ sagði Moore. „Bret- land er nú vart sama samfélag og á þeim hörðu skömmtunardögum, þegar enginn átti sjónvarp og venjulegur maður átti einar buxur. Nú er nánast enginn án sjónvarps, og samkvæmt markaðskönnunum á meðalmaður í Bretlandi sjö bux- ur og 25 skyrtur. Lífið hefur breyst, þarfímar hafa breyst og vonir fólks hafa breyst. Og það er nauðsynlegt, að það, sem við köll- um velferðarríki, breytist." Hann sagði, að markmið velferð- araðstoðar ætti að vera að gera fólk sjálfstætt, auka því trú á sjálft sig og hæfileikann til sjálfshjálpar. Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, gagnrýndi ræðu ráðherrans og sagði, að þegar hin- ir ríku fengju aðstoð, héti það efnahagsleg hvatning, en þegar hinir fátæku fengju hana, héti það ölmusa. Hættu- legtlyf KONUR, sem gengist hafa undir meðferð með psoriasis-lyfinu Tigason, verða að láta tvö ár líða frá lokum meðferðar, áður en þær verða þungaðar. Annars eiga þær á hættu að fæða van- sköpuð börn, að þvi er danska blaðið Politiken hefur eftir heil brigðisyfirvöldum í Danmörku. Hingað til hefur verið talið full- nægjandi, að eitt ár liði frá Tigason-meðferðinni, þar til þung- un ætti sér stað, en nú hefur annað komið í ljós, og hafa dönsk heil- brigðisyfirvöld og lyfjafyrirtækið Roche varað konur við og lagt til, að tvö ár hið minnsta líði frá lokum meðferðarinnar. Kona, sem varð ófrísk u.þ.b. ári eftir að Tigason-meðferð lauk, eignaðist vanskapað bam. Átök milli Indveija og Pakistana: Deilan um Kashm- ir einkennir sam- skipti ríkjanna Nýju Delhi, Reuter. INDVERSK stjórnvöld sögðu í gær, að pakistanskir hermenn hefðu í siðustu viku ráðist á indverska hermenn á Siachen-jökli i Kashmir en verið hraktir burt eftir mikið mannfali. Pakistanar hafa aftur sakað Indveija um yfirgang en svæðið, sem deilt er um, Siachén-jökull, varð útundan þegar rikin sömdu um vopna- hléslínu að lokinni þriðju styijöldinni þeirra i milli árið 1971. Pakistanar og Indveijar fengu þriðja sinn börðust þjóðimar árið sjálfstæði frá Bretum fyrir 40 árum og hafa síðan háð með sér þijár styijaldir. Bretar skiptu hinu gamla Indlandi milli hindúa og múhameðstrúarmanna, sem nú búa flestir í Paksitan, en fyrsta stríðið milli ríkjanna varð aðeins nokkrum mánuðum eftir sjálf- stæðistökuna. Yfírráðin yfír Kashmir voru undirrótin að því en þannig var, að sá, sem þar réð ríkjum, var hindúi og ákvað, að ríkið skyldi fylgja Indlandi þótt meirihluti íbúanna væri múham- eðstrúar. Vopnahlé var samið í þessum átökum árið 1949 en 1965 var aftur barist um Kashmir og geis- aði þá stríðið á öllum vesturlanda- mærum Indlands. Ári síðar var samið um frið og höfðu Sovét- menn og Sameinuðu þjóðimar milligöngu um þá samninga. í 1971 þegar Indira heitin Gandhi sendi herlið til Austur-Pakistans til aðstoðar þeim, sem vildu stofna sjálfstætt ríki, óháð Vestur- Pakistan. Lauk átökunum . í desember sama ár með stofnun Bangladesh. Pakistönum fínnst sem þeir eigi Indveijum grátt að gjalda vegna Kashmirs og Bangladesh og er herafli beggja ríkjanna ávallt við- búinn átökum. I janúar sl. var mikil spenna milli þeirra og er talið, að 250.000 hermenn hafí þá staðið andspænis hver öðram á landamæranum. í febrúar sömdu þó ríkin með sér sátt og Zia-ul-Haq, Pakistansforseti, kom í heimsókn til Indlands. Ágrein- ingurinn um Kashmir er eftir sem áður óútkljáður og getur hvenær sem er orðið að neistanum, sem kveikir bálið. Reuter Kona ein, sem lifði af skriðuföllin í Kólombíu á sunnudag, situr hér í rústum heimilis síns. Björgunarmenn leita fjölskyldu hennar í brak- inu. Skriðuf öllin í Kólombíu: Óttast að fimm hundrað manns hafi beðið bana Bogota, Reuter. HÁTTSETTUR kólombískur embættismaður sagði í gær að óttast væri að 500 hundruð hefðu látið lífið i skriðunni, sem féll yfir fátækraþorp á hæð yfir borginni Medellin. Sagði embættismaðurinn að nú væri verið að ráða fram úr því hvemig bjarga ætti tvö hundruð fjölskyldum, sem misstu heimili sín í skriðunni. Dagblaðið El Tiempo sagði að verið gæti að rúmlega 600 menn hefðu farist í skriðunni. Á þriðjudagskvöld höfðu lík 213 manna verið grafín upp úr skrið- unni, sem féll í Andesfjöllum eftir miklar rigningar. Hrófatildur, sem reist höfðu verið í bröttum hlíðum fyrir ofan Medellin grófust undir tíu metra hárri skriðu. Ekki hefur verið hægt að bera kennsl á líkin og var fjöldi manna grafin í fjölda- gröf á þriðjudag. Alfonso Lopez Trajillo kardináli sagði að brátt yrði aðeins kirkjugarður þar sem sem fátækraþorpið stóð. Marlene Navaez lifði skriðuföllin á sunnudag af. Hún komst einnig naumlega undan þegar eldgos í Nevado del Ruiz leysti aurskriður úr læðingi með þeim afleiðingum að þorpið Armero lagðist í rúst og 20 þúsund menn létu lífíð í nóvem- ber 1985. Mótmæli íManagua Konur í Nicaragua halda hér á lofti myndum af börnum þeirra, sem létu lífið f byltingunni 1979 og í átökum við kontra-skæru- liða. Mæðumar gengu að skrifstofum Sameinuðu þjóðanna í Managua, höfuðborg Nicaragua, í fyrradag og hétu á Bandaríkja- menn að láta af stuðningi við kontra-skæruliða. Á spjöldunum, sem konumar halda á lofti, segir að þær séu andvígar þvi að fangelsaðir kontra-skæruliðar og Þjóðvarðliðar, sem handteknir vom eftir byltinguna, verði náðaðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.