Morgunblaðið - 01.10.1987, Page 57

Morgunblaðið - 01.10.1987, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 57 Nokkur huggunarorð til ungs tónlistarmanns eftirKarl Jónatansson Þessar línur læt ég frá mér fara vegna pistils sem ungur tónlistar- maður, Grétar Örvarsson, sendir frá sér í Morgunblaðinu 17. september sl. Greinin í heild er svo átakanleg að við lestur hennar má maður vart vatni halda, þó svo að honum tak- ist mæta vel í leiðinni að auglýsa að hann léki og syngi með hljóm- sveit sinni í Súlnasal. En ástæða þessa mikla mótlætis sem téður Grétar á við að stríða er andstyggilegur harmonikustimp- ill sem honum tekst ekki að hreinsa af sér hvemig sem hann reynir. Aumingja maðurinn! Hvað þetta er nú sorglegt. Og ekki er ömggt að mér takist að hugga hann, og þó. Það hefir alltaf verið ofarlega á óskalista tónlistarflutnings hvers- konar, kynslóð eftir kynslóð, að hafa sem mesta tilbreytingu (lit- brigði) í flutningnum, og hefir þá aðallega verið bmgðið á það ráð að nota mismunandi hljóðfæri. Þá fengu sem flestir að heyra í sínu uppáhaldshljóðfæri, því þar er smekkur manna auðvitað mismun- andi. Svo gerðist það fyrir 25 ámm að dægurtónlistin tók hliðarspor og þá vom það rafmagnshljóðfærin, gítarar og hljómborð, sem réðu ferðinni. Einkenni þessarar tónlist- ar em fyrst og fremst talbreyting- arleysi og ærandi hávaði (99—120 decibel). En um leið hefir þessi tón- listarstefna lent úr tengslum við dansinn. Nú bendir margt til þess að breytingar séu á næsta leyti hreinlega vegna þess að fólkið er orðið leitt á hávaðanum og hopp- Ókaftan á pallbíl ÖKUMAÐUR slasaðist þegar hann ók bifreið sinni aftan á pallbifreið á þriðjudagsmorg- un. Slysið varð á mótum Reykja- nesbrautar og Bústaðavegar um kl. 11. Við gatnamótin var dreg- ið úr hraða bifreiðar sem ók norður. Ökumaður næstu bif- reiðar á eftir, sem var pallbif- reið, dró einnig vemlega úr hraða, en ökumaður þriðju bif- reiðarinnar áttaði sig ekki strax á því sem framundan var. Bif- reið hans var því komin mjög nærri pallbifreiðinni þegar hann hemlaði skyndilega. Við það snerist bifreið hans og hom pall- bifreiðarinnar lenti í hlið hennar, ökumannsmegin. Ökumaðurinn hlaut nokkra áverka af og var fluttur á slysadeild. Hann mun þó ekki vera alvarlega slasaður. inu. Það skyldi þó ekki vera að eftir svona 3—5 ár vantaði góðan harm- onikuleikara í Súlnasalinn. Ég tala nú ekki um ef sá útvaldi kynni eitt- hvað fyrir sér í sveiflunni. Annars væri óskandi að sá tími kæmi aftur að fólk fengi heilbrigðara mat á tónlist og tónlistarmönnum, en þá yrði ekki spurt um á hvaða hljóð- færi maðurinn léki heldur hvað maðurinn léki vel á hljóðfæri sitt. Það var ansi góð hugdetta hjá honum Grétari Örvarssyni að fara í apótek og vita hvort til væm ein- hvetjar pillur sem næðu harmoniku- stimplinum af honum og þá myndi ég ráðleggja honum að reyna að fá pillur í leiðinni sem kenndu manni að leika sveifluna. Höfundur er landsþekktur harm- onikuleikari. Glatt á hjalla á Sunnuborg? eftir Stefaníu S. Bjarnadóttur Tilefni þessara skrifa er mynd á baksíðu Morgunblaðsins 26. sept- ember 1987. Myndin sýnir böm að skemmta sér og er tekið fram að glatt hafi verið á hjalla. Ekkert er óvenjulegt við það, enda vel rekið dagheimili og líður bömunum vel þar. Undir venjulegum kringum- stæðum væri ekkert athugavert við birtingu þessarar myndar, en nú skýtur svo skökku við, að nánast er um blekkingu að ræða. Ég vil ekki ætla að tilgangurinn hafi verið að hylja það vandræða- ástand sem er á dagheimilum borgarinnar, en útkoman er alla- vega sú. Lokaðar deildir Á þessu tiltekna dagheimili er ástandið þannnig að ein deild hefur verið lokuð í viku og stefnir í að önnur loki innan skamms. Ástæðan er sú að loksins er starfsfólkið að gefast upp á laununum, þetta fólk hefur þraukað í fleiri ár en nú er svo komið að það hættir. Enginn kemur í þeirra stað Það kemur enginn í staðinn fyrir það fólk sem hættir, það fæst eng- „Það kemur enginn í staðinn fyrir það fólk sem hættir, það fæst enginn í vinnu fyrir 27 þúsund krónur á mán- uði.“ inn í vinnu fyrir 27 þúsund krónur á mánuði. Þetta er líka fólkið með starfsreynslu og fólkið sem bömin hafa tekið ástfóstri við, það skarð getur enginn fyllt. Erfítt er að reka fyrirtæki, svo vel sé, með illa launuðu starfsfólki. Það verður að borga mönnum laun sem þeir geta lifað af til lengri tíma. Það ætti að vera augljóst, en virð- ist ekki vera það. Borgaryfírvöld og Morgunblaðið láta sem allt sé í himnalagi á dagheimilunum, en þau eru ekki starfrækt nema að hluta til. Bæði er deildum lokað og líka verður erfíðara að reka þau vel vegna skorts á starfsfólki. Launa- stefna borgaryfirvalda er smám saman að eyðileggja vel rekin dag- heimili. Að lokum, hversu lengi verður glatt á hjalla í Sunnuborg? Höfundur er háskólanemi. ÚTSALA Karlmannaföt kr. 4.975,- og 6.500,- Stakirjakkarkr. 3.975,- Terylenebuxur kr. 1.195,- og 1.395,- Gallabuxur kr. 745,- og 795,- Flauelsbuxur kr. 745,- Skyrtur, peysur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Notaðu FIRMAbg^ og fitan ferl^S- Fæst í apótekinu Vaxtarræktin - Nóatún 17 - Sími 19900 by rjendanámskeið FJölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrj- endanámskeið í notkun einkatölva. Leiðbeinandi: Dagskrá: • Grundvallaratriði við notkun PC- tölva. • Stýrikerfið MS-DOS. • Ritvinnslukerfið WordPerfect. • Töflureiknirinn Multiplan. • Umræður og fyrirspurnir. Logi Ragnarsson, tölvufræðingur. Tími: 5., 7., 12. og 14. okt. kl. 20-23 Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28. Láttu okkur í Mýjabæ sjá um matseldina á meðan þú verslar Nú getur þú fengið heitan og Ijúffengan heimilislegan mat handa allri fjöl- skyldunni þegar þú verslar í Nýjabæ við Eiðistorg. Þannig sparar þú tíma og fyrirhöfn, sem fylgir því að elda í hádeginu eða að loknum löngum og ströng- um vinnudegi. Betriþjónusta með lengri opnunartima Við erum alltaf að auka þjónustuna og nú er opið hjá okkur frá kl. 9 til 19 mánudaga til fimmtudaga, til kl. 20 á föstudögum og frá kl. 10 til 16 á laugardögum. G0TT F0LK / SIA VÖRUHÚS/Ð E/Ð/STORG/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.