Morgunblaðið - 01.10.1987, Síða 66

Morgunblaðið - 01.10.1987, Síða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 „þu ^leyrndir db gefb. henní þjórfé." Má ég ekki biðja um steininn sem drengurinn minn braut gluggann með. Ég er að reyna að geyma ýmsa muni tengda bernsku hans___ Með morgunkaffimi Með ánægju gef ég þér mink í afmælisgjöf. Ekk- ert mál. En þú verður sjálf að annast um búr- ið ... HÖGNI HREKKVÍSI „ þ£ TTA ER. EKK/ OKKAR. L-IMA .. " ;■ y i . : -Jc-kT Þessir hringdu . . . Góð þjónusta hjá Smith & Noriand Alfífa hringdi: „Ég vil þakka fyrirtækinu Smith & Norland hf. fyrir góða þjónustu og greiðasemi í minn garð. Ég keypti hjá þeim eldavél fyrir skömmu en þegar henni hafði verið komið fyrir í eldhúsinu hjá mér reyndist hún taka meira pláss en ég hafði ætlað þannig að hún var fyrir eldhúshurðinni. Ég hafði samband við Þóri Bergs- son verkstjóra hjá fyrirtækinu og baust hann strax til að sækja elda- vélina mér að kostnaðarlausu og endurgreiða hana að fullu. Þetta kalla ég mikla greiðasemi og væri betur ef fleiri fyrirtæki væru rekin eins og þetta. Mig langar einnig til að koma að öðru. Ég er orðin dálítið svekkt yfír í endurteknum árásum á Davíð Scheving Thorsteinsson, nú síðast vegna auglýsingarinnar um týnda öldós. Davíð er mikill fram- kvæmdamaður og hefur tekist vel með sitt fyrirtæki. Er það þess vegna sem alltaf er verið að ráð- ast á hann?“ Heimat — góður f ramhaldsþáttur Sjónvarpsáhorfandi hringdi: „Ég vil þakka Stöð 2 fyrir sýn- ingar á þýska framhaldsþættinum Heimat. Þessi þáttur er frábær og mjög vel gerður. Þar er fjallað um nasismann og þjóðfélags- ástandið sem hann skapaði af smekkvísi og öfgalaust. Ég vil hvetja alla til að horfa á þessa þætti.“ Sendum hreindýr til Finnmerkur Til Velvakanda Vitað er að hið hörmulega Chernobylslys hafði mjög alvarleg- ar afleiðingar m.a. fyrir Lappa, þar sem talið er að hreindýr þeirra hafí orðið fyrir kjarnorkugeislun. Nú er það svo að hér austur á öræfum og á Héraði erú um þijú þúsund hrein- dýr sem valda ofbeit. Væri mikið heillaverk að senda Löppum að gjöf svo sem þúsund hreindýr og myndi draga úr þeim landspjöllum sem hreindýr þessi valda. Einfalt er að veiða dýrin með svefnlyfjakúlum og senda þau á fæti til Finnmerkur, þá fengju þeir ómenguð dýr til manneldis í framtíðinni. Hreindýravinur Víkveiji skrifar Víkveiji hefur veitt því athygli að umræður um fjölmiðla og það sem í fjölmiðlum birtist fær æ meiri rými í Qölmiðlunum sjálfum. Það kemur kannski ekki á óvart þegar skoðuð erþróunin undanfarin misseri eftir að Islendingar losnuðu úr meira en hálfrar aldar ríkiseinok- un í ljósvakamiðlun. Menn töluðu um að með nýjum útvarpslögum yrði Qölmiðlabylting í landinu en reyndin hefur orðið sú, að nær er að nota orðið fjölmiðlasprenging. Nú er svo komið að það er einum manni algerlega ofviða að fylgjast með öllu því efni sem á boðstólum er í fjölmiðlunum. Jafnvel maður sem hefði ekki annað fyrir stafni allan daginn kæmist tæplega yfir öll þau ósköp. Víkverji er áskrifandi að öllum dagblöðunum fímm, hefur aðgang að tveimur sjónvarpsstöðv- um og fímm útvarpsrásum og fær auk þess í hendur nokkur tímarit innlend og erlend og einstaka lands- málablöð! Starfs síns vegna les Víkveiji blöðin vandlega og fylgist með fréttum sjónvarps og útvarps eftir'föngum. Það er helst að ein- staka dagskrárliðir . útVarps * og sjónvarps • vérðf útundan vegná tímaskorts. Afleiðingin er sú að Víkverji missir oft af athuglisverð- um þáttum sem eru í umræðunni hjá fólki. Hitt er svo annað mál að Víkveiji verður meira og meira undrandi á því með hveijum mánuð- inum sem líður að í þessu fámenna þjóðfélagi skuli gerast atburðir sem dugi til að fylla dagskrár allra fjöl- miðla! XXX Hér í þessum dálkum er stund- um rætt um sívaxandi bíla- íjölda á höfuðborgarsvæðinu og vandræði sem skapast vegna þess að gatnakerfið þolir ekki þessa miklu umferð. Umferðin í mið- borginni er sér kapituli. Að undan- fömu hafa farið fram viðgerðir á tveimur götum í miðbænum, þ.e. Vonarstræti og Suðurgötu og báðar þessar götur hafa verið lokaðar. Þetta hefur valdið töfum og pirringi hjá ökumönnum. Sú spurning vakn- ar hvort ekki megi skipuleggja gatnaframkvæmdir þannig að ein gata sé tekin fyrir í einu svo kom- ast megi hjá öngþveiti vegna þess að tvær götur til ofe frá miðbænum eru lok’aðar á sama tfma.- Gaman væri að heyra frá gatnamálastjóra um þetta mál XXX Bjórinn hefur verið til umræðu upp á síðkasti í kjölfar skoð- anakönnunar DV, en niðurstaða hennar var sú að mikill meirihluti landsmanna vill leyfa sölu á bjór í landinu. Sú skoðun hefur komið fram áður í þessum dálkum og skai ítrekuð hér, að Alþingi getur ekki skorast undan því lengur að taka afstöðu í þessu máli. Núverandi ástand er fáránlegt. Að orði kveðnu ríkir hér bann við sölu á bjór. Hins vegar eru nokkrar löglegar leiðir til að koma bjór inn í landið og allir vita að bjór kemur líka inn í landið eftir ólöglegum leiðum. Víkverji skoðaði á dögunum hina stórmerku sjávarútvegssýn- ingu. Það vakti athygli hans að allir stærstu sýnendurnir buðu við- skiptavinum sínum upp á bjór, innlendan og erlendan. Þessi háttur mun tíðkast á erlendum sýningum að sögn kunnugra. Ekki varð Vík- veiji var við að löggæzl^n hefði; uppi, nejna tilburði til að stöðva' þes'sar'véiíingar:; r :! r,v' ■ '•

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.