Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 11 STOFNAÐ 1913 244. tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Norska leyniþjónustan: Sovétmeiin eflast á Norðurhöfum Frá Jan-Erik Laure, fréttaritara Morjfunblaðsins i Ósló. Nýlega hefur nýrrar sov- éskrar eftirlitsflugvélar orðið vart á Norðurhöfum. Flugvélin, sem sérfræðingar Atlantshafs- bandalagsins nefna Mainstay, gegnir einnig hlutverki fjjúgandi stjómstöðvar og te\ja sérfræð- ingar, að við að taka hana í notkun, hafi hemaðarstaða Sov- étríkjanna á norðurslóðum eflst til muna. Kom þetta fram i Suður-Kórea: Þjóðarat- kvæði um nýja stjórnarskrá Seoul, Reuter. í GÆR fór fram þjóðaratkvæða- greiðsla í Suður-Kóreu um nýja stjórnarskrá landsins. Kjörsókn var um 75% og fóru kosningarnar friðsamlega fram. Úrslit verða ekki gerð kunn fyrr en f dag, en talið er að stjómarskráin verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hin nýja stjómarskrá miðar að því að gera stjómarfar miklum mun Iýð- ræðislegra en verið hefur og sigldi hún í kjölfar þeirrar ókyrrðar, sem var í landinu ( sumar. Verði stjómarskráin samþykkt, eins og flest bendir til, verður þetta tíunda stjóraarskrá landsins á aðeins 40 árum. Þessi er þó óvenjuleg að því leyti að hún var samin í samein- ingu af stjóminni og stjómarand- stöðunni. Kjörsókn var nokkm dræmari en yfírleitt er í Suður-Kóreu og er talið að menn hafí verið svo vissir um samþykkt stjómarskrárinnar að margir hafi setið heima. Athygli vakti að stjómarandstöðuleiðtogan- um Kim Dae Jung var snúið frá kjörstað þar sem hann var ekki með nafnskírteini á sér. Eftir nokkurt þref fór hann og flölmennt fylgdarlið heim og sótti það. Fékk hann þá að kjósa. skýrslu norsku leyniþjónustunn- ar um hemaðarhlutföll á norður- hjara Evrópu. í skýrslunni kom fram að tilkoma þessarar nýju flugvélar væri þó ekki hið eina, sem orðið hefði til þess að styrkja vígstöðu Sovétríkj- anna. Samkvæmt henni verða herskip Rauða flotans sífellt stærri og fullkomnari, vopnabúnaði her- flugvéla hefur fleygt fram í takt við rafeindatækni og síðast en ekki síst hafa hljóðlátir kafbátar Sovét- manna gert Norska hemum og bandamönnum þeirra í NATO eftir- lits- og vamarstörf mun erfíðari. Hið síðastnefnda má sérstaklega rekja til ólöglegrar sölu á tölvum og öðmm hátæknibúnaði til Sov- étríkjanna, en sem kunnugt er gerðu norska vopnaverksmiðjan Kongsberg, sem er í eigu ríkisins, og japanska fyrirtækið Toshiba sig sek um slíkt. Skýrslan hefur að vonum vakið áhyggjur norskra embættismanna, en þrátt fyrir að hún hafí átt að fara leynt birti blaðið Aftenposten ýtarlegan útdrátt úr henni. Yfírmaður norsku leyniþjón- ustunnar, Egil Eikanger, sagði að upplýsingar Norðmanna um vopna- búnað Sovétríkjanna og liðssafnað væru góðar, en bætti við: „Hvað þeir ætlast fyrir höfum við hins vegar ekki hugmjmd um.“ Reuter Utanriklsráðherrar ttalíu, Frakklands og Bretlands ræða saman á fundi Vestur-Evrópusambandsins; þeir Giulio Andreotti, Jean Bernand Raimond og Sir Geoffrey Howe. V estur-Evrópusambandið: Kjarnorkuvopn verði áfram í Vestur-Evrópu Haae. Reuter. " Haag, Reuter. í GÆR samþykkti Vestur-Evrópusambandið (WEU) yfirlýsingu um öryggismál, hina fyrstu i 30 ár. Þar var áliersla lögð á kjaraorkufæl- ingu, frekari afvopnun og betri samskipti austurs og vesturs I á ályktuninni, sem samþykkt var af utanríkis- og vamarmálaráðherr- um aðildarríkjanna, er áhersla lögð á að tryggja verði öiyggi Evrópu með bæði hefðbundnum vopnum og kjamavopnum. Sagt er að álfan verði áfram að njóta kjamorkufælingar Bandaríkjanna, en ennfremur ítrekað að kjamorkuherafli Bretlands og Frakklands efli fælingarmátt og ör- yggi Evrópu. Hins vegar var ekkert um það sagt hvort kjamavopn Bret- lands og Frakklands yrðu notuð til vamar öðmm þjóðum. Ályktunin siglir í kjölfar áhyggna um að hugsanlegur afvopnunar- samningur Bandarfkjanna og Sov- étríkjanna kunni að draga úr hemaðarhlutverki Bandaríkjanna í Evrópu og um leið veikja vamir hennar. Vestur-Evrópusambandið var stofíiað árið 1954, en var eflt til muna 1984 til þess að ræða um ör- yggis- og vamarmál, þar sem Evrópubandalagið hefur slíkt ekki á verksviði sínu. Shevardnadze til Washington: Skyudiför til undirbúii- ings leiðtogafundar Washington, Reuter. Edvard Shevardnadze, utanrik- | til þess að halda áfram afvopnun- I Washington skýrðu frá í gær. I kvaddi bandariska sendiherrann isráðherra Sovétríkjanna, mun arviðræðum, að því er ónafn- Shevardnadze mun hafa óskað í Moskvu, Jack Matlock, á sinn halda til Washington á föstudag I greindir embættismenn i | eftir fundi þessum þegar hann I fund i gær. Þessa heimsókn ber upp viku eftir að George Shultz, Verðbréf hækka aft- ur í verði þó hægt miði Xl/ii.r Vnt.Ir.kr%f^> Þrkittn*. New York-borg-, Reuter. Verðbréfamarkaðurinn í Wall Street tók á ný við sér í gær og hækkaði Dow Jones- hlutabréfavísitalan um 52 stig. Það er um 'h af þvi sem hún féll á mánudag. Helst er talið að fjörleg viðskipti á öðrum verð- bréfamörkuðum og tilkynning tölvurisans IBM um að fyrirtækið hygðist kaupa eins milljarðs dala virði af eigin hlutabréfum hafi valdið þessari síðustu uppsveiflu, en sem kunnugt er hafa verðbréfaviðskipti verið mjög upp og ofan frá i siðustu viku, en þá féllu verðbréf í verði svo um munaði. Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, sagði að hræringar á verðbréfamarkaðnum ættu að vera mönnum þörf áminning um fallvaltleik efna- hagslífsins, en embættismenn hans hófu viðræður við leiðtoga þingsins um leiðir til þess að skera niður 147 milljarða dala fjárlagahalla Bandaríkjanna. í gær tóku verðbréfaviðskipti mikinn kipp og áður en varði hafði Dow Jones-vísitalan hækkað um 90 stig. Adam var þó ekki lengi í Paradís því hún lækkaði snarlega aftur um rúm 60 stig, en áður en kauphöllinni var lokað reynd- ist hækkunin nema 52 stigum. Bjartsýni vakti er tölvufyrirtækið IBM til- kynnti að það hygðist kaupa eigin hlutabréf fyrir einn milljarð dala. Að undanfömu hafa mörg stórfyrirtæki keypt hlutafé í sjálfum sér meðan þau era ódýr og telja sumir að stjóm- völd hafí hvatt til þess í því skyni að auka tiltrú manna á markaðnum. Reuter Á Bretlandi var ákvörðun um að sejja hlutabréf i olíufyrirtækinu BP frestað i tvo daga til þess að auka ekki á spennu á verðbréfamarkaðnum. Hér veltir breskur kaupahéðinn málum fyrir sér og sýpur á Bollinger-kampavini. hinn bandariski starfsbróðir hans, var á ferð i Moskvu. Talið er að í dag murti verða til- kynnt um fyrirhugaða heimsókn í höfuðborgum risaveldanna. Sumir stjómmálaskýrendur telja að Sovét- menn hafi skipt um skoðun frá því sem áður var og séu nú tilbúnir til leiðtogafundar rfkjanna og vilji velja honum dagsetningu. Einn embættis- mannanna, sem greindi frá heim- sókn Shevardnadzes, varaði þó við of mikilli bjartsýni í þá veru og sagði að alls væri óvíst hvað Sovétmenn hefðu nú í pokahominu. í gær sagði Alexander Belonogov, fulltrúi Sovétríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum, á blaðamannafundi í New York-borg að Kremlarbændur væm fúsir til þess að sækja leið- togafund f Washington á þessu ári. „Þrátt fyrir að næsta leiðtogafundi hafi enn ekki verið ákveðin stund, er möguleikinn fyrir því að hann sé haldinn á þessu ári enn fyrir hendi.“ Sjá forystugrein á miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.