Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 Úr kaffistofu hússins. Nýtt Listasafn íslands brátt tekið í notkun: Forréttindi að fá að vinna við svona failegt hús - segir Sverrir Gunnarsson, verk- stjóri Ármannsfells LISTASAFN íslands, við var 1. september sl. um 209 Frfldrkjuveg 7, verður opnað milljónir króna en nú eru 15 almenningi í janúarmánuði á ár liðin síðan bygging þess næsta ári, eins og fram hefur hófst. Húsið var teiknað hjá komið í frétt Morgunblaðsins. Húsameistara rfldsins. Byggingarkostnaður hússins Sverrir Gunnarsson, verk- Hús Listasafns íslands. Sverrir Gunnarsson fyrir utan hús Listasafns Islands við Frfldrkjuveg 7. Morgunbiaðið/Bjami stjóri Armannsfells hf., sem tók við byggingunni tilbúinni undir tréverk 1. júní í fyrra, sagði að gamla byggingin, sem hýsti skemmtistaðinn Glaumbæ, er brann, væri 815 fermetrar að stærð en nýbyggingin hins vegar 1,748 fermetrar. „í húsinu eru fjórir sýningar- salir. í gömlu byggingunni eru tveir 270 fermetra sýningarsalir en í nýbyggingunni er einn 230 fermetra sýningarsaiur og annar 170 fermetrar að stærð. Sýning- arsalimir em því samtals 940 fermetrar. Hægt er að stilla lýs- inguna í sölunum eftir þörfum. Einnig er 138 fermetra fyrir- lestrasalur í húsinu. Parkettið í húsinu er um eitt þúsund fermetrar en í hveijum fermetraeru 168 kubbar. Marm- aralagnir á gólfum eru um 476 fermetrar. í dyrum sýningarsalanna eru eldfastar hurðir, svo og í mál- verkageymslunni en þar er 18 tonna burðarvirki sem hægt er að hengja málverk á. Húsið er sérlega glæsilegt og það eru forréttindi að fá að vinna við svona fallegt hús. Það er stolt þeirra iðnaðarmanna sem unnið hafa við það“, sagði Sverr- ir. Víglundur Þorsteinsson formaður FÍI á fundi Útflutningsráðs: Við verðum hiklaust að ganga í Ewópubandalagið Hætta á að ísland glati sjálfstæði sínu, segir utanríkisráðherra Á FUNDI Útflutningsráðs ís- lands I gær sagði Víglundur Þorsteinsson formaður Félags islenskra iðnrekenda að ls- lendingar verði hiklaust að gerast aðilar að Evrópubanda- laginu. íslendingar hafi engu að tapa í þeim efnum, heldur allt að vinna. Steingrímur Her- mannsson utanrikisráðherra sagði á fundinum að við glötuð- um sjálfstæði okkar ef við misstum yfirráðin yfir fiski- miðum okkar og bandalagið hefði alltaf spurt hvaða rétt- indi það fengi á íslandsmiðum ef íslendingar gengju f það. „í utanríkisviðskiptum", sagði Víglundur „eru nú miklar hrær- ingar sem geta skipt okkur íslendinga miklu máli. Nægir þar að nefna tvennt, annars vegar tilraun Evrópubandalagsins til þess að eyða innri landamærum og hins vegar fríverslunarsamn- ing Kanada og Bandaríkjanna. Þessi mál kalla á aðgérðir af okkar hálfu. Það er óhjákvæmi- legt fyrir okkur íslendinga að leita nú eftir endurskoðun á samningum okkar við Evrópu- bandalagið. Eftir inngöngu Portúgala og Spánverja í Evrópubandalagið er nú svo komið að nær allur okkar saltfískútflutningur er háður inn- flutningsleyfum í Brussel. Þróun ferskfísksútflutnings kallar á nið- urfellingu á tollum af unnum ferskum físki, markaðskreppan í síldarútveginum kallar á niður-. fellingu tolla á saltsfld. Þessi atriði gera það að verkum að nú þegar þurfum við að leita endur- skoðunar á samningum okkar við Evrópubandalagið. Jafnframt slíkum samningum þurfum við að fylgjast náið með þróun mála í Brussei. Ef banda- laginu tekst sú ætlan sín að afnema innri landamæri á næsta áratug mun slíkt væntanlega leiða til þess að Noregur, Svíþjóð og Austurríki ganga í Evrópu- bandalagið. Eftir 10 ár gæti EFTA verið liðið undir lok, Evr- ópubandalagið orðið mun stærra, Noregur, okkar helstikeppinaut- ur á fískmörkuðum, komið í bandalagið, innri landamæri þess í viðskiptum horfín. Hvað gerum við í slíkri stöðu? Mitt svar er hiklaust. Við verð- um að ganga inn. Spumingin nú er aðeins hvort betra er að bíða eftir að þessi þróun gangi eftir, með þeirri áhættu að samnings- staða okkar gæti versnað við slíka bið, eða hefja nú þegar undirbúningsviðræður við Evr- ópubandalagið og kanna hvort við getum gerst aðilar með að- gengilegum hætti. í þeim efnum höfum við f raun engu að tapa heldur allt að vinna. Fríverslunarsamning— ur við Bandaríkin Fríverslunarsamningur við Bandaríkin hefur af og til verið í umræðunni hér á landi. Nú, eftir samninga Bandaríkjanna og Kanada, er full ástæða að láta reyna á það í alvöru hvort við getum náð slíkum samningum. Fríverslunarsamningur við Bandaríkin mundi tvímælalaust treysta vemlega stöðu okkar í utanríkisviðskiptum. Enda þótt veik staða dollars hafí um stund- arsakir dregið úr útflutningi til Bandaríkjanna þá mun Banda- ríkjamarkaður halda áfram að vera einn af okkar þýðingarmestu mörkuðum", sagði Víglundur. „Við þurfum“, sagði Steingrímur Hermannsson ut- anríkisráðherra, „að ná hag- kvæmari viðskiptum við Evrópubandalagið án þess að ganga í það. Ég er á móti algjör- lega frjálsum fjármagnsflutningi á milli íslands og annarra landa því við myndum missa sjálfstæði okkar við það, útlendingum mun- ar t.d. ekkert um að kaupa banka hér. Þar af leiðandi er fríverslun- arsamningur Bandaríkjanna og Kanada ekki verulegt fordæmi fyrir okkur því Bandaríkin leggja í honum áherslu á frjálsan fjár- magnsfíutning á milli landanna. Fríverslunarsamningar á milli landa í Evrópubandalaginu eru meira fordæmi fyrir okkur“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.