Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐBD, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 I Stjömu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kaeri stjömuspekingur! Mig langar til að biðja þig að glugga í tvö fæðingarkort til að sjá hvort það sé fræðileg- ur möguleiki að þessum persónum lyndi saman :í hjú- skap. Hún er fædd 6.2.50 kL 0.10, en hann er fæddur 14.11.1956 kl. 14. Meðfyrir- fram þakklæti." Svar: Kortin eru ólík og því má segja að það sé vafasamt hvort samband ykkar á milii geti gengið nema til komi töiuverð vinna og vi(ji, m.a. í þá átt að gera málamiðlan- ir. Það sem á hinn bóginn er jákvætt er að tvær ólíkar manneskjur geta kennt hvor annarri margt og vegið upp galia hvor annarrar. Kortin Þú hefur Sól og Venus í Vatnsbera, Tungl í Meyju, Merkúr í Steingeit og Vog Risandi. Þú hefur Sól og Merkúr í Sporðdreka, Tungl í Hrút, Venus í Vog, Mars í Fiskum og Steingeit Rísandi. Skilniugsleysi Það sem helst ber á milli er að hann er með Sól í vatns- merki, en þú hefur enga plánetu í vatni, allar í lofti og jörð. Það táknar að hann er tilfinningamaður sem met- ur umhverfíð og atburði útfrá óútskýranlegu innsæi en þú vilt láta stjómast af skynsemi og rökum. Þið gætuð því stundum átt erfítt með að tala saman og það sem kannski skiptir meira .máii að skilja hvort annað. Það sem einnig ber á milli er að þú ert í eðli þínu opnari og félagslyndari persónuleiki en hann. ErfittaÖgefa Þó samband ykkar á milli geti verið spennandi, ekki síst vegna þess að hið ólíka er oft aðlaðandi, er hætt við að til langframa munið þið eiga erfítt með að gefa hvort öðru það sem þið þurfið. Ást Þaö sem er jákvætt við kort ykkar er að góð tengsl eru á milli Venusa, þ.e. þið eigið vel saman hvað varðar ást og aðlöðun, þrátt fyrir annars ólfkan persónuleika. Varast þrjósku Til að ykkur gangi vei þurfíð þið að varast nokkur atriði. I fyrsta lagi eru þið bæði þijósk, föst fyrir og ráðrík. Þið þurfíð því bæði að læra að vera sveigjanleg. Fjölbreytileiki í öðru lagi þurfíð þið bæði ákveðið frelsi og spennu í daglegu lífí og þá ekki síst þú. Ef líf ykkar er einhæft eða um kyrrstöðu og vana- bindingu er að ræða er hætt við árekstrum. Þið þurfíð því að gæta þess að hafa fjöl- breytileika í lífi ykkar. Skapstór Það að hann er Sporðdreki og Hrútur táknar að hann er skapstór og að mörgu leyti eldfímur persónuleiki. Sem Sporðdreki á hann til að vera dulur, en vegna næmleika er hætt við að hann taki ýmis- legt of nærri sér og rjúki síðan upp með látum (Hrút- ur). Hann þarf að læra að stilla skap sitt, að láta það sem honum mislíkar frá sér jafnt og þétt en jafnframt að varast að taka smáatriði of nærri sér. Að lokum má segja að sálfræðileg umræða og hugleiðingar ættu að geta hjálpað ykkur. Það að vera meðvituð um eiginleika ykk- ar er forsenda góðrar sam- vinnu. U! Í5 FERDINAND SMAFOLK Góðan dag, læknir. I HEARP THAT VOUR 5UR6ERY FOR. TOPAV HA5 8EEN CANCELEP.. Mér er sagt að uppskurði Mætti ég spyija af hveiju? Ég fann engan kassa til þínum I dag hafi verið frestað __ að standa á! Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þríðjud. 27. okt. Ragnar Hermannsson og Ein- ar Jónsson unnu hið árlega minningarmót um Einar Þor- finnsson sem fram fór á Selfossi síðastliðinn laugardag. Spilaður var 36 para barómeter með tveimur spilum á milli para. í öðru sæti urðu Karl Sigurhjart- arson og Sævar Þorbjömsson, en Stefán Pálsson og Rúnar Magnússon náðu þriðja sæti. Hér er athyglisverð slemma frá upphafi mótsins. Norður ♦ ÁD9 ♦ ÁD94 ♦ 62 + K753 Vestur Austur ♦ 832 ♦ 54 ♦ 765 li ♦ 83 ♦ D973 ♦ K1085 ♦ G64 ♦ ÁD982 Suður ♦ KG1076 ♦ KG102 ♦ ÁG4 ♦ 10 Nokkur pör keyrðu í sex hjörtu á spil NS, sem vinnast ef ekki kemur tígull út. Sagn- hafí hefur þá svigrúm til að trompa tvö lauf heima. En með tígli út verður laufásinn að vera í vestur, því nauðsynlegt er að taka þrisvar tromp og henda tígli niður í spaða. En þá verða slag- imir aðeins 11 ef laufkóngurinn gefur ekkert af sér. Nema í því tilfelli þegar aust- ur á tígulhjónin með ÁD í laufí. Þá gæti komið upp þessi athygl- isverða staða: Norður ♦ - ♦ D ♦ - ♦ K75 Vestur Austur ♦ - ♦ - ♦ - il ♦ - ♦ 97 ♦ K5 ♦ G6 Suður ♦ - ♦ G ♦ G4 ♦ 10 ♦ ÁD Suður er inni og spilar lauf- tiunni og setur lítið úr borðinu. Austur fær á drottninguna og neyðist til að gefa slag á lauf- kóng eða tígulgosa. Umsjón Margeir Pétursson Á móti í Mið-Ameríkuríkinu Nicaragua í sumar kom þessi staða upp í skák sövézka stór- meistarans Kuzmin, sem hafði hvítt og átti leik og Navarro, Mexíkó. 24. Bxh6! — gxh6, 26. Dg6+ — Kf8, 26. Dxh6+ - Kf7, 27. Rc6! — Re4, 28. Re5+ og svartur gafst upp, því mátið blasir við. Kuzmin sigraði örugglega á mótinu. Auk hans tóku lítt þekktir meistarar frá A-Evrópu og Kúbu þátt í mótinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.