Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 Fyrsta skáldsaga Nínu Bjarkar Árna- dóttur komin út ÚT ER komin hjá Forlaginu skáldsagan „Móðir kona meyja“ eftir Ninu Bjðrk Arnadóttur. Þetta er fyrsta skáldsaga höf- undar, en Nina er löngu þjóð- kunn sem Ijóð- og leikritaskáld. Um efni bókarinnar segir m.a. á kápubaki: „Haustið 1958 heldur Helga litla í Heiðarbæ suður og ræðst í vist til ríkmannshjóna í Reykjavík. Sextán ára sveitastelpa UNGUR piltur slasaðist á fæti þegar hann varð fyrir strætis- vagni í gær. Strætisvagninn var að aka frá biðstöðinni við Hlemm um kl. 16. Pilturinn og félagi hans hlupu til sem eignast hefur bam í lausaleik. Árið í húsinu er tími mikilla atburða og skiptir sköpum í lífi hennar. Helga lætur engan ósnortinn — hún er náttúrubam og ögmn við lífíð á mölinni. . . Nína Björk ljær því fólki mál sem ekki er til frásagnar um hlutskipti sitt, hvort heldur það er fína frúin Heiður sem fléttar sorg sína og sviknar tilfinningar í vefinn sem og ætluðu að ná vagninum, en þá vildi ekki betur til en svo að piltur- inn datt og fór annað framhjól vagnsins yfir annan fót hans. Hann var fluttur á slysadeild, en mun lítt meiddur. Nína Björk Ámadóttir hún brennir að hausti — Sína og Setta, síðustu niðursetningar íslenskra sveita — eða Ameríkana- sonurinn Villý sem berst fyrir tilveru sinni í braggahverfum Reykjavíkur. . . Frásögnin er spennandi, hún einkennist af heit- um erótískum lýsingum, einstæðu næmi á andstæður þjóðfélagsins og er gædd þeim ljóðrænu töfrum sem Nína Björk Ámadóttir hefur flest- um skáldum betur á valdi sínu.“ „Móðir kona meyja" er 132 bls. að stærð. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Kápu gerði Garðar Pét- ursson hjá AUK hf. (Fréttatílkynning) Piltur varð fyrir strætisvagni VEÐURHORFUR IDAG, 28.10.87 YFIRLIT á hádagi ( gmr: Um 300 km suöur af Ingólfshöfða er 1000 mfltibara laegð, sem þokast austur, og minnkandi 1005 milli- bara lægð milli íalands og Jan Mayen. Yfir Grænlandi er 1022 millibara hæð, en 978 miliibara lægð um 700 km suðsuðaustur af Hvarfi á leíð austur. Heldur kólnar ( veðri. SPÁ: f dag verður norðaustanátt á landinu, víðast kaidi. Él veröa á Austurtandi, annesjum norðanfands og norðantíl á Vestfjörðum en annars bjart veóur um sunnan- og vestanvert landiö. Hiti 3—5 stig suðaustanlands en hiti um eða rátt undir forstmarki norðan- lands og vestan. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA FIMMTUDAGUR OG FÖSTUDAGUR: Breytileg átt og hiti um eða rétt yfir frostmarki. Slydduól vestanfands og ó annesjum fyrir norð- an, en þurrt og víða bjart veður á Austurlandi. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- A stefnu og fjaðrirnar Heiðskírt w vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað / / /' / / / / Rigning HáHskýjað / / / * / * ^^Skýjað / * / * Slydda / * / Alskýjað # # # * * # * Snjókoma # * # 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir = Þoka Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur _Skafrenningur Þtumuveður xm VEÐUR VÍÐA UM HEIM ki 12:00 í gær að ísi tíma hltl v*6ur Akureyrl 0 úrkomalgr. Ravkiavlk 2 Mttskýjað Borgon ð alskýjað Holainkl 8 skýjað Jan Mayan 2 •kýjað Kaupmannah. 9 léttskýjað Narssarsauag +7 léttskýjað Nuuk +3 skýjað Otió 8. skýjað Stokkhólmur 7 þokumóða Þórshöfn 8 Algarve 19 skýjað Amsterdam 12 mistur Aþana 18 þokumóða Barcelona 23 rykmistur Bertín 9 léttskýjað Chicago 3 léttskýjað Feneyjar 16 skýjað Frankfurt 12 iéttskýjað Qlasgow 9 rfgning Hamborg 9 skýjað LasPalmas 22 skýjaö London 13 þokumóða Loa Angeles 21 Lúsamborg 14 hálfskýjað Madrid 18 mistur Malaga 20 skúrás. kist. Mallorca 29 mistur Montraal 1 skýjað NawYork 7 skýjað Parfs 19 •kýjað Róm 23 þokumóða Vín 10 léttskýjað Washington 4 þokumóðs Winnfpag 0 láttalnHsA Valenda 20 þokumóða Forsætisráðherra: Eðlilegast að Bíld- dælingar fari sjálf- ir fram á rannsókn Forsætisráðherra telur sig ekki geta orðið við þeim tilmælum hreppsnefndar BOdudals að ríkisstjóm íslands láti fara fram opin- bera rannsókn á tilteknum ummælum setts yfirdýralæknis i yfirlýs- ingu sem hann dreifði tíl alþingismanna. Forsætisráðherra mun síðan beina því til landbúnaðarráðherra að fram fari athugun á því með hvaða hætti sé hægt að tryggja að sömu kröfur séu gerðar til allra sláturleyfishafa sem veitt hefur verið undanþága. Eftir ríkisstjómarfund í gær, þar sem málið var rætt, sendi Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra Flosa Magnússyni sveitarstjóra á Bíldudal símskeyti, þar sem segir að forsæt- isráðherra geti ekki átt aðild að kröfu til þess bærra yfirvalda um opinbera rannsókn eins og mál séu hér vaxin. Verði að teljast eðlilegt að sá aðili, sem bera vill brigður á ummælin, hlutist sjálfur til um slíka rannsókn og sarnkvæmt því sé ekki hægt að verða við tilmælum hrepps- nefndar. Síðan segir í skeytinu að nauð- synlegt sé að sömu kröfur séu gerðar til allra þeirra sláturleyfis- hafa sem veitt hafi verið undan- þága, sama hvar á landinu þeir starfa. Forsætisráðuneytið muni beina því til landbúnaðarráðherra að fram fari athugun á því með hveijum hætti því markmiði verði náð. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Upplýstir neyðarstigar munu stórkostlega auka lifsmöguleika þess sem fellur í höfnina að næturlagi eða þegar skyggni er slæmt. Vestmannaeyjar: Stóraukið öryggi í V estmannaeyj ahöfn Lýsing sett í alla neyðarstiga Vestmannaeyjum. HAFNARYFIRVÖLD eru nú langt komin með að setja lýsingu í alla bryggju-öryggisstiga í Vestmannaeyjahöfn. Stigarnir eru ails rúm- lega eitt hundrað. Vestmannaeyjahöfn er fyrsta höfn á íslandi, þar sem sett er lýsing í alla neyðarstiga. Upplýstir neyðarstigar munu stórkostlega auka lífsmöguleika þess sem fellur í höfnina að nætur- lagi eða þegar skyggni er slæmt. Sjaldan eru allir sammála um hinar einstöku framkvæmdir í hverju bæjarfélagi, en nú er fundin ein sem menn deila vart um. Sigurgeir ólafsson sagði í við- tali, að upphaf þessarar fram- kvæmdar mætti rekja til þess að skipveiji á mb. Bylgju VE hefði fallið í höfnina. Eftir það hefði skipstjóri Bylgj- unnar bent á hve nauðsynlegt væri að setja einhveija lýsingu upp við neyðarstigana, þar sem mjög væri erfitt að koma auga á þá í myrkri. Seinna, flutti Oktavía Andersen, fulltrúi sjálfstæðismanna í hafnar- nefnd, tillögu í nefndinni þess efnis að neyðarstigamir skyldu málaðir í áberandi lit og uppýstir. Var þessi tillaga Oktavíu samþykkt. Sagði Sigurgeir að verkinu væri nú svo til lokið. Kostnaðurinn yrði um ein og hálf milljón króna og upplýstir stigar rúmlega eitt hundr- að. Kvað Sigurgeir sjómenn ákaf- lega ánægða með verkið. Fyrir utan öryggið fyrir þann sem fellur í höfn- ina hefðu margir skipstjómarmenn, serstaklega þeir á stærri skipunum, haft orð á þvf hve vel sæist tií bryggju í myrkri og hve auðveldara og ömggara væri að leggja að. Svona í lokin má geta þess að mörgum þykir höfnin nú vera stór- um rómantískari en áður, þegar stigaljósin glampa á haffletinum í rökkrinu. - bjarni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.