Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 fclk í fréttum Harry rennir botninn úr buxunum sínum í nýja uppáhaldinu. KÓNGAFÓLK Harry litli blómstrar í leikskólanum Eins og tryggir lesendur FÓlks í fréttum muna sjálfsagt eftir, sögðum við frá því fyrir skömmu að Harry Bretaprins hefði nýverið byrj- að [ leikskóla. Ekki gekk það alveg átakalaust fyrir sig, enda prinsinn feiminn og hlédrægur með afbrigð- um. Okkur hafa nú borist þær gleðifregnir að hann braggist með degi hveijum og blómstri hreinlega á nýja staðnum. Þar fær hann að róla sér að hjartans vild daginn út og inn og róta í sandkassanum svo fremi sem hann sóði sig ekki allt of mikið út. En þó eru viss tæki sem vekja honum skelfingu, og var rennibrautin ein þeirra. Það þurfti því miklar for- tölur til að narra prinsinn til að renna sér eina bunu, en það tókst á endan- um. Og þá fékk fátt stöðvað prinsinn, hann renndi sér ofsakátur hveija ferðina á fætur annari þar til fóstr- urnar sáu sitt óvænna og lokkuðu hann frá nýjasta uppáhaldinu. HRYLLINGUR Varúlfarnir leynast víða Illa er nú komið fyrir hinum ljúfa heimilis- föður Hússins á sléttunni og erkiengli Jónatani, því hann er orðinn að varúlfi. Okkur breyskar mannverur undrar ekki að eitthvað þessu líkt myndi gerast, því enginn er fullkom- inn, ekki einu sinni Michaei Landon. En fyrir þá sem geta ekki þolað tilhugsunina um þessi mögnuðu hamskipti skal það upplýst að vinur vor er ekki orðinn varúlfur og hefur ekki einu sinni leikið I hryliingsmynd, heldur var gerð sérstök hátíðarhreklq'avökuútgáfa af „Mikiu- braut" sem hefur verið sýnd við gífiirlegar vinsældir hér á landi. „Hann hefur gleymt að raka sig,“ sagði góðvinur Fólks í fréttum þegar þessa útg- áfu af Michael Landon bar fyrir augu hans. Donny 15 árum síðar enn í sama rúllkragabolnum en annars ekki samur maður. BARNASTJÖRNUR: Lengi lifir í gömlum glæðum Þeir sem eldri eru og reyndari muna án efa eftir Osmondsv fjölskyldunni sem gerði garðinn frægan snemma á áttunda ára- tugnum. Þau hurfu fljótlega I gleymskunnar dá og lítið hefur til þeirra spurst, fyrr en nú. „Mic- hael Jackson" Osmondanna, Donny Osmond ætlar að hasla sér völl á alþjóðegum gargmarkaði. Hann er nú orðinn 29 ára og ekki seinna vænna að ieggja í hann. Donny hefur, rétt eins og fyrir- mynd hans Michael Jackson breytt um útlit og á myndum sem munu skreyta plötuumslagið get- ur að líta gelgreiddan töffara, allsendis ólíkan þeim er söng með bræðrum sínum og systrum hér á árum áður. Lagið hans nýja heitir „In It For Love“ og ku stór plata fylgja í kjölfarið. Við getum ekki annað en hlakkað til. Donny karlinn Osmond í dökkum rúllukragabol ásamt systkinum sínum heittelskuðum. SJÓNVARPSÞÆTTIR Börnin brjóta af sér (Fj ölskyldu)böndin Litla kjaftfora stúlkan í „Fjölskylduböndum" er ekki síður ruddaleg utansviðs. Þessa mynd rákumst við á af henni og áttum satt best að segja í mestu erfíðleikum með að þekkja stúlkutötrið. En með góðra manna hjálp tókst það þó að lokum. Stúlkan heitir Tina Yothers og leikur Jennifer í áðumefndri myndaseríu. Hljómsveitin heitir hvorki minna né meira en „Það er kraftaverk" og er myndin tekin þegar hún hélt tónleika fyrir framan 11 þúsund skrækjandi áhorfendur í borginni Tusc- on í heimalandi Tinu, Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.