Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA
íþróttafélagið Ösp heimsótt
íþróttafélagið Ösp var stofnað árið 1980 af þáverandi og fyrrver-
andi nemendum Öskjuhlíðarskóla. í fyrstu var starfsemin smá í
sniðum en hefur vaxið og dafnað og eru flestir fyrrverandi og
núverandi nemendur skólans virkir í félaginu. Á vegum Aspar
eru stundaðar fjölmargar íþróttiren þær vinsælustu eru boccia,
frjálsar íþróttir, hokkí, fótbolti og sund.
Umsjónarmaður unglingasíð-
unnar leit inn á æfingu í
Hlíðaskóla og ræddi við þijá af
meðlimum félagsins. Þá stóð yfir
fijálsíþróttaæfing
Andrés en hokkíleikmenn-
Pétursson imir voru famir að
skrifar munda kylfumar.
Gaman var að fylgj-
ast með áhuga allra þátttakend-
anna og er engum blöðum um það
að fletta að innan félagsins er verið
að vinna stórkostlegt starf fyrir
þroskahefta og aðra sem ekki geta
stundað íþróttastarf á vegum hefð-
bundinna íþróttafélaga.
Guðrún Ólafsdóttir
„Sundlð skemmtllegast"
Sú fyrsta sem blaðamaðurinn
ræddi við var Guðrún Ólafs-
dóttir. Hún var varla búin að kasta
mæðinni eftir erfiða fijálsíþróttaæf-
ingu þegar blaðamaðurinn fór að
spyrja hana. Hún tók því nú samt
vel og svaraði öllum spumingum
greiðlega: „Mér finnst sundið
skemmtilegast en það er líka gaman
í fijálsum. Ég er búin að æfa í fímm
ár ogjietta er búinn að vera frábær
tími. I fijálsum er ég best í stökkun-
um og ég legg aðaláherslu á
langstökkið. Ég hef ekki sérhæft
mig í sundinu en syndi það sem
þjálfarinn segir okkur að gera í
hvert skipti."
Farið til Færayja og Flnnlands
Hefur þú, Guðrún, farið til útlanda
að keppa?
„Já, ég fór síðasta sumar til Fær-
eyja og Finnlands og var það frábær
ferð. Við vorum nokkuð stór hópur
sem fór óg var þetta ógleymanleg
ferð. Ég hef fullan hug á því að
halda áfram að æfa meðan ég get
því þetta er svo góður hópur sem
æfír hér með Ösp.“
Svo mörg vom þau orð Guðrúnar
en við slepptum nú af henni hend-
inni til að leyfa henni að fara í
sturtu.
Yngri hópurinn sem æfír boccia í Öskjuhlíðarskóla. Þau eru frá vinstri: Hildur, Sigurður Valur, Einar, Tóti, Ása og Ema.
Guðrún Ólafsdóttir.
Lilja Skarphéðinsdóttir
Strax farln að hlakka tll
nasstu utanlandsfaréar
Lilja Skarphéðinsdóttir er ein
hinna fjöímörgu fyrrverandi
nemenda Oskjuhlíðarskóla sem
haldið hefur áfram að æfa með
íþróttafélaginu Ösp. Við spurðum
Lilju af hveiju hún hefði haldið
áfram að æfa með Ösp þó að hún
sé búin með skólann.
„Astæðan er einföld. Þetta er svo
góður hópur og gaman í íþróttum
að ég var alltaf staðráðin í því að
halda áfram. Þótt ég búi í Selja-
hverfí þá reyni ég alltaf að komast
á æfíngar því mér líður alltaf miklu
betur eftir að hafa verið í íþróttum."
Hvað er skemmtilegast við starf-
semina?
„Ætli það sé ekki að keppa erlend-
is. Við fórum 24 saman til Leicester
í Englandi síðasta sumar til að
keppa í sérstökum Ólympíuleikum
og gekk það mjög vel eins og Jón
Grétar sagði áðan. Næstu leikar eru
eftir tvö ár og ég er strax farin að
hlakka til að komast þangað ef ég
verð valin, það er að segja."
Kynntust þið mörgum krökkum frá
öðrum löndum þama?
„Já, þama vom krakkar frá mörg-
um löndum en það eina sem var
erfítt var að tala við þau því við
tölum ekki ensku. En það gekk
samt ótrúlega vel og maður þarf
ekki alltaf að tala sama tungumál
til að skilja hvert annað.“
Svo mörg voru þau orð Lilju Skarp-
héðinsdóttur og vonum við að henni
famist vel í framtíðinni.
Jón Grétar Hafsteinsson
Næstur fyrir svömm var hressi-
legur piltur, Jón Grétar
Hafsteinsson. Hann æfir hvorki
1
Lilja Skarphéðinsdóttir.
meira né minna en fímm sinnum í
viku en flestum þykir nóg að æfa
þrisvar í viku. En Jón Grétar fer
létt með þetta enda segir hann að
meðan maður hafí gaman af þessu
þá sé þetta í góðu lagi.
Æfíngasókn Jóns Grétars er mjög
góð enda hefur hann náð langt í
íþróttum. Hánn hlaut bronsverðlaun
í fímmþraut á sérstökum Ólympíu-
leikum í Englandi í sumar og þar
að auki var hann í gullliði íslend-
inga i hokkí á þessum sömu leikum.
„Gaman að vera í öllu“
Við spurðum Jón Grétar fyrst hvort
hann hefði meira gaman af einni
íþrótt en annarri. „Já, fótboltinn er
skemmtilegastur en ég hef gaman
af öllum íþróttum. Ég æfí borð-
tennis, fijálsar og hokkí. Það eru
æfíngar alla daga nema föstudaga
og sunnudaga en þó spila ég stund-
um fótbolta á sunnudögum.
Það skemmtilegasta við íþróttirnar
er að keppa og þá sérstaklega í
útlöndum. Okkur í Ösp gekk mjög
vel í Englandi í sumar og svoleiðis
árangur ýtir undir mann að halda
áfram að æfa. Ég er alveg staðráð-
inn í að halda áfram að æfa þangað
til ég verð orðinn gamall og jafnvel
þá ætla ég að halda áfram."
Við kvöddum þennan hressa
íþróttamann, Jón Grétar Hafteins-
son, og óskum honum velfarnaðar
í keppni í framtíðinni.
Hress hópur frá íþróttafélaginu ösp sem æfír í Hlíðaskóla.
Jón Grétar Hafsteinsson.