Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 AF INNLENDUM VETTVANGI HJÁLMAR JÓNSSON Þing Verkamannasambands íslands hefst á morgun: ins næsta ár til þess að gera nauðsynlegar lagabreytingar vegna þeirra. Tillögumar felast í því að skipta Verkamannasam- bandinu í þrjár deildir, deild fiskvinnslufólks, þeirra sem vinna að verklegum framkvæmdum og þeirra sem vinna hjá hinu opin- bera. Þeir sem Morgunblaðið rseddi við voru á einu máli um að tillög- umar væm spor í rétta átt, þó sumir væru þeirrar skoðunar að þær gengju ekki nógu langt. Átakaþíng þar sem reynt verður að sam- ræma sjónarmiðin Eftirsjá að Karli Steinari Karl Steinar Guðnason, formað- ur verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjanesi, hefur sagt að hann gefi ekki kost á sér í varaformannsembætti sambands- ins, en hann hefur verið varafor- maður í 12 ár eða helming þess tíma sem sambandið hefur verið til, en það var stofnað árið 1963. Frá formannaráðstefnu Verkamannasambands íslands i haust. NIÐURSTAÐA þings Verka- mannasambands íslands, sem hefst á morgun, fimmtudag, og stendur fram á laugardag, á eftir að hafa úrslitaáhrif á það hveraig staðið verður að kjara- samningum á hinum almenna vinnumarkaði í vetur. Deilur um kröfugerð fyrir nokkrum vikum hafa veikt sambandið og gert það að verkum að það hefur ekki getað einhent sér i samn- ingagerð. Nú bendir ýmislegt til að fullur viyi sé til að freista þess að setja niður þessar deil- ur, sem er forsenda þess að sambandið geti gengið sameinað að samningaborðinu. Alls er þó óvíst hvernig til tekst og þarf ekki mikið út af að bera til þess að upp úr sjóði. VMSÍ stærst lands- * sambanda ASI VMSÍ er stærst landssambanda Alþýðusambands íslands með um 26-27 þúsund félagsmenn eða um 40% af félagatölu ASÍ. Þingið er haldið annað hvert ár og rétt til þingsetu eiga 150 fulltrúar frá 54 aðiidarfélögum VMSÍ. Fjögur mál koma til með að bera hæst á þing- inu, kjaramálaályktun þess, tillög- ur um skipulagsbreytingar, kjör framkvæmdasljómar og vara- formanns, en Karl Steinar Guðna- son, varaformaður VMSÍ, hefur lýst því yfir að hann gefi ekki áfram kost á sér í embættið, og tillögur um breytingar á kvótakerf- inu. Á formannaráðstefnu VMSÍ fyr- ir rúmum mánuði, þar sem ganga átti endanlega frá kröfugerð sam- bandsins í komandi kjarasamning- um, tókst ekki að ná samkomulagi og gengu fulltrúar nokkurra verkalýðsfélaga af fundi í mót- mælaskyni við það að í kröfugerð- inni væri ekki tekið nægilegt tillit til fiskvinnslufóiks og að óskað var eftir að fram færi allsheijarat- kvæðagreiðsla um kröfugerðina. Segja má að eftir það hafi Verka- mannasambandið skipst upp í fjóra hópa. Fyrir fjölmennasta hópnum fer forysta VMSÍ með stærstu fé- lögin á bak við sig. Alþýðusam- band Austfjarða ákvað að fara með samningamál aðildarfélaga sinna og nokkur félög ákváðu að halda að sér höndum og sjá hveiju fram yndi. Alþýðusamband Vest- flarða fer með samningamál sín, eins og mörg undanfarin ár. Ekkert gengið í samningamálum Niðurstaðan hefur orðið sú að hvorki hefur gengið né rekið í samningamálunum, þar sem eng- inn hópanna er í aðstöðu tii þess að taka af skarið, og vinnuveitend- ur auk þess ekki hrifnir af að semja við verkalýðshreyfinguna í mörg- um hlutum. Það var og nálega einróma álit verkalýðsforingja, sem Morgunblaðið ræddi við, að með þessari sundrung bindu verka- lýðsfélögin hendur hvers annars og hætta væri á að kjarasamning- ar, sem eru lausir um áramótin, Guðmundur J. Guðmundsson gætu dregist fram í febrúar/mars eða jafnvel lengur, ef svo héldi áfram. Þó er ýmislegt sem þrýstir á um að samningar verði gerðir hið fyrsta. Fjöldi félaga í VMSÍ hafa ekki notið launaskriðs og hiutfalls- lega fáir félaga þess hafa fengið kjarabætur í gegnum fastlauna- samninga. Horfur í efnahagsmál- um eru ótryggar og engin ákvæði um kauptryggingu það sem eftir er samningstímans, hvað þá ef samningar dragast talsvert fram á næsta ár. Við slíkar aðstæður verða þeir harðast úti, sem lægst hafa launin, og eiga ekki mögu- leika á að bæta sér tekjutap með launaskriði. Auk þessa eru ákvæði í kjarasamningum opinberra starfsmanna, sem gilda til áramóta 1988, um að þeir fái þær hækkan- ir sem um kann að semjast á almennum vinnumarkaði á næsta ári umfram þær sem kveðið er á um í kjarasamningum opinberra starfsmanna. Foiystumenn VMSÍ telja að á sína umbjóðendur hafi hailað í launasamanburði við opin- bera starfsmenn, vegna þess að félög BSRB og BHM hafi samið síðar um meiri hækkanir en feng- ust fram í desembersamningunum. Reynt að berja í brestina Skilningur á þessari stöðu hefur Karl Steinar Guðnason farið vaxandi innan Verkamanna- sambandsins undanfamar vikur og kom það skýrt fram í samtölum Morgunblaðsins við forystumenn verkalýðsfélaga víða um land. Þeir binda vonir við það að samstaða náist um kjaramálaályktun þings- ins og í framhaldi af því geti menn sest sameinaðir að samningaborð- inu. Menn hafi blásið út á for- mannaráðstefnunni og í eftirmál- um hennar og eftir að mestur hitinn var af mönnum sjái þeir að vart sé annað veijandi en sam- bandið standi sameinað. Það beri heldur ekki það mikið á milli að ekki sé hægt að beija í brestina og að með samninganefnd físk- vinnslufólks, sem starfar við hlið framkvæmdastjómar VMSÍ að samningamálunum, hafi skapast vettvangur til að sinna samninga- málum þess. Samt ber mönnum saman um það að staðan sé mjög viðkvæm og því sé nánast ómögu- legt að sjá fyrir hver niðurstaðan verði. Skipulagsbreytingar Menn eru og þeirrar skoðunar að tillögur skipulagsnefndar um breytingar á skipulagi Verka- mannasambandsins þurfi ekki að valda djúptækum deilum á þinginu og að meirihluti sé fyrir þvi að veita þeim brautargengi. Boðað verði því til aukaþings sambands- Karvel Pálmason Karl segist fyrir löngu hafa gert það upp við sig að draga sig í hlé tímabundið vegna anna, enda sé þetta mikið starf, þó hann hefði kosið að uppskátt yrði um þessa ákvörðun hans við aðrar aðstæður en þær sem sköpuðust í kringum upphlaupið á formannaráðstefn- unni. „Það hefur óvíða í verkalýðs- hreyfingunni verið jafn góð samstaða og í Verkamannasam- bandinu. Pólitík hefur ekki skipt máli, heldur ríkt þar mikill og ein- lægur vilji til þess að beijast fyrir hagsmunum láglaunafólks og breyta þjóðfélaginu þannig að það yrði manneskjulegra og réttlátara. Við deilum oft hressilega um mál- efni, en menn hafa komist yfir það og því hafa ekki fyigt persónuleg sárindi," sagði Karl Steinar. Margir forystumenn innan Verkamannasambandsins, sem Morgunblaðið ræddi við, telja mikla eftirsjá að Karli Steinari úr embættinu og að við brottgöngu hans verði þar skarð fyrir skildi. Þeirra á meðal voru einnig þeir, sem deildu hvað harðast við hann í eftirmálum formannaráðstefn- unnar, en Karl Steinar óskaði eftir allsheijaratkvæðagreiðslunni á ráðstefnunni, þ.e.a.s. að félög hefðu atkvæði i samræmi við stærð sína, en ekki hvert félag eitt at- kvæði. Andstæðingar vilja Karláfram Samstarf formanns og varafor- manns Verkamannasambandsins hefur verið með miklum ágætum, að sögn Guðmundar J. Guðmunds- sonar, formanns VMSÍ, og segir hann mikinn skaða að brotthvarfi Karis og að yfirgnæfandi meiri- hluti manna, jafnt pólitískir andstæðingar og samheijar, vilji að hann gegni áfram varaformann- sembættinu. Nokkuð hefur verið rætt í Qöl- miðlum um arftaka Karls Steinars í varaformannsembættið og nokk- ur nöfn nefnd í því sambandi. Þeirra á meðal eru þau Jón Kjart- ansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, og Sigrún Claus- en, af Akranesi. Þau eru hvorugt Alþýðuflokksmenn og koma því varla til greina að mati kunnugra, þar sem það er nánast forsenda fyrir gjaldgengi í varaformann- sembættið. Jón Karlsson, formað- ur verkamannafélagsins Fram á Sauðárkrók, er Alþýðuflokksmað- ur og var lengi rætt um hann sem arftaka Karls Steinars. Hann er hins vegar umdeildur og vakti reiði fiskvinnslufólks með ræðu sem hann flutti á formannaráðstefn- unni í haust. Möguleikar hans hafa þvi minnkað. Ekki einhugnr um Karvel Sá sem helst er inn í myndinni nú sem varaformaður er Karvel Pálmason, formaður verkalýðs- félags Bolungarvíkur, og alþingis- maður fyrir Alþýðuflokkinn á Vestflörðum. Hann hefur staðið fyrir utan deilurnar í sambandinu að undanfömu og er fulltrúi félags sem að uppistöðu til er myndað af fiskvinnslufólki. Karvel hefur ekki tekið ákvörðun um að gefa kost á sér, en talið er að hann sé tilbúinn til þess að taka við vara- formannsembættinu, ef sæmileg samstaða skapast um það á þing- inu. Karvel er nokkuð umdeildur og þeir sem Morgunblaðið ræddi við voru ekki á einu máli um hversu æskilegur hann væri í emb- ættið. Þá er ekki hægt að útiloka alveg þann möguleiká að Karl Steinar fáist til að endurskoða afstöðu sína um að draga sig í hlé verði hart að honum lagt. Aðspurður vildi Karl þó ekkert gefa út á það og ■endurtók að hann hefði fyrir löngu ákveðið að hætta sem varaformað- ur. Pólitískar eyrnamerkingar Kjörin verður níu manna fram- kvæmdastjóm VMSÍ á þinginu, sem fer með daglega stjóm sam- bandsins á milli funda sambands- stjómar. Alþýðuflokksmenn hafa átt fimm manns í henni og Al- þýðubandalagsmenn flóra. For- mannsembættið hefur komið í hlut Alþýðubandalagsins og varafor- mannsembættið í hlut Alþýðu- flokksins á undanfömum árum. Þó dagleg störf sambandsins hafi ekki markast mikið af pólitík, virð- ast pólitfsku markaskrámar alltaf dregnar fram þegar dregur til kjörs og pólitísk eymamörk manna skoðuð, eins og einn viðmælandi Morgunblaðsins orðaði það. Þó Guðmundur J. Guðmunds- son, hafi gengið úr Alþýðubanda- laginu á árinu, er það ekki talið breyta neinu um stöðu hans og raunar ekki fyrirsjáanlegar miklar breytingar á framkvæmdastjóm- inni, þar sem við skipan hennar þarf að taka tillit til stærðar félaga og landshluta, auk pólitíska litrófs- ins. Þá er búist við að þingið muni álykta um kvótamál til að stemma stigu við útflutningi á óunnum fiski. Uppi eru hugmyndir um, eins og fram hefur komið í fréttum, að hluti fiskkvóta komi í hlut fisk- vinnslustöðva, þannig að það sé ekki eingöngu á valdi útgerðar- manna að ráðstafa kvótanum. Ekki er líklegt að umræður um þetta atriði komi til með að valda miklum deilum á þinginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.