Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987
44
Svava S. Guðmunds-
dóttir - Minning
Fædd 21. ágúst 1955
Dáin 20. október 1987
Fréttin um skyndilegt fráfall vin-
konu okkar, Svövu Guðmundsdótt-
ur, kom yfír alla eins og reiðarslag.
Kallið kom óvænt. Slíkt er ástvinum
þungbært, en blessun þeim, sem
héðan hverfa. Við, sem áfram
þraukum, hugleiðum í sorg okkar
hve líf og dauði eru miskunnar-
lausar staðreyndir tilverunnar.
Svövu kynntumst við fyrst í
Menntaskólanum við Tjömina árið
1972. Við vorum þar mörg leitandi
ungmenni, sem sóttumst eftir skiln-
ingi á því hvemig breyta mætti í
þágu komandi kynslóða þessari
stríðshijáðu og ranglátu veröld okk-
ar. Með starfsemi Róttæka félags-
ins í þeim skóla myndaðist sá
grundvöllur, sem batt mörg okkar
vináttuböndum fram á þennan dag.
Eins og endranær gáfu mennta-
skólaárín mörg tilefni til frjórra
samskipta í gleði og alvöru. Vildi
svo til að við hjónin kjmntumst
Svövu og Pétri Tyrfingssyni þegar
hún gekk með eldri son þeirra,
Guðmund. Það fór ekki framhjá
neinum, að hér vora á ferðinni
hjónaleys’, sem mikið var spunnið
í, ekki síst þar sem andlegu örlæti
þeirra vora engin takmörk sett. Til
þeirra var alltaf gott að koma. Þess
vegna er söknuðurinn sár þegar
Svava er horfin á braut, aðeins 32
ára gömul.
Svava var afar myndarleg, heill-
andi og vel gefín. Hún var unnandi
góðrar tónlistar og stundaði píanó-
nám í mörg ár á uppvaxtaráram
sínum. Ríkt einkenni í fari hennar
var látleysi og yfirvegun og hún
var gjörsamlega laus við allan hé-
gómaskap, tildur eða ásókn í
efnisleg gæði þessa heims. Lestur
bóka var henni hugleikinn. A há-
skólaáram sínum hér og í Lundi
lagði hún aðallega stund á sögu og
má segjá að það val sé táknrænt
fyrir leit hennar á þekkingu, því
ekkert manlegt var henni óviðkom-
andi.
Styrkur Svövu kom ekki síst
fram í umhyggju hennar fyrir
skyldfólki sínu, eiginmanni og son-
um þeirra, Guðmundi og Gunnlaugi
Má. Sú einlægni, sem hugarfar
hennar einkenndist af, mun vafa-
laust verða öllu hennar fólki gott
veganesti inn í framtíðina. I okkar
huga var líf hennar samofíð upp-
byggingu á fólki.
Nú er skarð fyrir skildi og fyrr
á þessu ári lést faðir Svövu, Guð-
mundur Magnússon verkfræðingur,
langt um aldur fram. Sorgin er því
þungbær hjá systkinum Svövu og
móður. Megi þessar fátæklegu línur
verða Pétri og sonum, ásamt öðra
vandafólki, einhver huggun.
Guðrún J. Óskarsdóttir
Magnús S. Magnússon
Það var ekki allt búið, sagði syst-
ir mín, þegar hún hringdi á þriðju-
dagskvöld til að tilkynna mér lát
dóttur sinnar, sem hafði hnigið nið-
ur örend þá fyrr um kvöldið á
heimili sínu. Hún Svava var dáin,
það var staðreynd sem erfitt var
að trúa og enn erfiðara að sætta
sig við. En gegn þessum máttar-
völdum er enginn hæstiréttur.
Hún Svava Sigríður Guðmunds-
dóttir fæddist í Reykjavík 21. ágúst
1955 og var því nýlega 32ja ára
þegar kallið kom. Hún var alin upp
í foreldrahúsum, annað barn af
fimm, hjónanna Guðmundar Magn-
ússonar, verkfræðings, sem lést
fyrir hálfu ári, og Margrétar Tóm-
asdóttur. Uppeldissaga hennar er
sjálfsagt ekki mikið frábragðin
mörgum öðram vel gefinna ungl-
inga. Hún gekk í menntaskóla og
gekk vel námið enda bráðvel greind.
Hún fór svo í Háskólann hér heima,
og var síðan í Lundi, og las sögu
og félagsfræði. Einnig stundaði hún
tónlistamám og.spilaði vel á píanó.
Að loknu námi í Lundi vann hún
lengst af sem tækniteiknari á verk-
fræðistofu föður síns, en hafði
nýlega hætt því, enda kunni hún
ekki lengur við sig á þeim vinnu-
stað eftir fráfall föðurins.
Ung að áram bast hún eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Pétri
Tyrfíngssyni, ráðgjafa, og átti með
honum tvo syni, Guðmund 14 ára
og Gunnlaug Má 4 ára. Svava var
einstaklega prúð í framkomu og
jákvæð og með sterkum tilfinninga-
böndum bundin sínum nánustu.
Mikill er því missir þeirra feðga og
sárt um að binda þau sár, sem frá-
fall hennar veldur. Svipað má segja
um móður hennar og systkini og
tvær fjörgamlar ömmur.
Við móðursystkini Svövu finnum
skarð fyrir skildi. Hún var okkur
hlý og broshýr frænka, tilbúin að
taka þátt í gleði og sorgum §öl-
skyldunnar. Sorgin hefur nú um
sinn fengið að ríkja, en við skulum
vona að nú sé það allt búið og við
göngum mót bjartari tíma.
Haukur Tómasson
Það var síðsumars árið 1959, að
ég fyrst kom til íslands. Þetta var
sólríkan ágústdag og birtan ein-
hvem veginn allt öðravísi hér, en
ég átti að venjast heima í Færeyj-
um, eða í Noregi, þar sem ég hafði
dvalið undanfarín ár. Þennan sama
dag var haldið kaffiboð heima hjá
tengdaforeldram minum. Þetta var
fyrsta boðið sem ég var í með
tengdafjölskyldunni, en mörg og
skemmtileg boð áttu eftir að fylgja
í kjölfarið. Fyrstur gesta í þetta boð
var ungur maður, Guðmundur
Magnússon heitinn, með bömin sín
tvö, Má 5 ára og Svövu 4 ára. Ég
sé Svövu enn fyrir mér með ljósu
lokkana sína og pabba hennar biðja
hana að taka í hendina á mér og
bjóða mig velkomna.
Arin liðu og ég fylgdist með
Svövu vaxa úr grasi. Þegar Svava
var 12 ára gömul bjuggum við hjón-
in ásamt bömum okkar í húsi
foreldra hennar á Kleppsvegi 84.
Gafst mér þá tækifæri til að kynn-
ast Svövu enn betur, þessarí fríðu,
rólegu og vel gefnu stelpu, sem
stundaði píanónám, og hélt kamm-
ertónleika fyrir olckur með jmgri
systkinum sínum við hin ýmsu tæki-
færi.
A menntaskólaáranum kynntist
Svava eftirlifandi manni sínum,
Pétri Tyrfíngssyni, þau eignuðust
tvo syni, Guðmund, 14 ára, sem
þrátt fyrir ungan aldur er orðinn
þekktur í heimi popptónlistarinnar
á Isiandi, og Gunnlaug Má, sem
aðeins er 4 ára nú þegar móður
hans fellur svo skyndilega frá. Að
stúdentsprófí loknu stunduðu Svava
og Pétur kennslu í einn vetur úti á
landsbyggðinni. Eftir það lá leiðin
til Svíþjóðar þar sem þau bæði lögðu
stund á framhaldsnám. Eftir heim-
komuna starfaði Svava á verk-
fræðistofu Guðmundar, föður síns.
Um sumarmál, er daginn tók að
lengja, varð Svava fyrir miklum
missi, þegar faðir hennar og vinnu-
félagi féll skyndilega frá, langt fyrir
aldur fram. Sumarið leið og í byijun
hausts fékk Svava annað starf og
stafaði _hún sem fjölskyiduráðgjafi
hjá SÁÁ, þar sem hæfileikar henn-
ar og menntun fengu að njóta sín
og virtist hún mjög ánægð með
nýja starfíð.
Á æskuheimili Svövu var mikið
um tónlist þar sem öll systkinin
fimm stunduðu nám í hljóðfæraleik.
Tónlistin fylgdi Svövu síðan úr föð-
urhúsum inn á heimili hennar og
Péturs, en nú er enn einn strengur-
inn í Qölskyldunni brostinn, nú
þegar vetur er genginn í garð, dag-
amir famir að styttast og geislar
sólarinnar dofna æ meir. En það
er huggun harmi gegn að eftir vet-
ur kemur vor.
Við í fjölskyldunni sendum Pétri
og nánustu aðstandendum Svövu
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Svövu Sigríð-
ar Guðmundsdóttur.
Herborg Húsgarð
Það er miklu fremur af einlægri
löngun, en getu, að ég fínn mig
knúna til þess að skrifa þessar línur.
Fjölmargar minningar fara um
huga minn.
Eg á aftur á móti erfítt með að
velja úr öllu þessu myndasafni ein-
hveija einstaka atburði.
Við áttum ýmislegt sameiginlegt
og ræddum margt. Bræðumir,
mennimir okkar, áttu einnig margt
sameiginlegt utan það að vera
bræður og áttu dijúgar stundir
saman.
Þá hafa drengimir okkar §öl-
skyldna einnig átt sameiginlegan
mikinn áhuga á tónlist og léku sam-
an í hljómsveit.
Þriðjudaginn 20. október var
síminn okkar lokaður og maðurinn
minn var að veiðum ásamt vinum
sínum. Bjöm, yngri sonur okkar
hjóna, var í heimsókn hjá Guð-
mundi frænda, syni Svövu og
Péturs á heimili þeirra á Ásvegi 10,
þegar Svava svo skyndilega veiktist
og lést af heilablóðfalli.
Þeir frændur og góðvinur þeirra
urðu fyrstir á vettvang.
Það er mjög erfitt að lýsa því
er Bjöm kom heim, eins fljótt og
hann framast gat, og þegar hann
bað mig að finna sig'fram í eldhúsi
okkar.
Ég sé í sifellu jfyrir mér andlit
hans og heyri orð hans: „Mamma,
ég held hún Svava sé dáin.“
Þetta kvöld er ólýsanlegt, þetta
er alltof vont til að mega vera satt.
Þetta er eins og hræðileg mar-
tröð.
Síðan þessi hörmulegi atburður
skeði ri§ast upp fyrir mér atburð-
ur, sem gerðist fyrir flölmörgum
áram. Ég var þá unglingur á. heim-
ili foreldra minna.
Það var morgun einn. Ég man
ég lá í rúminu, var ekki farin á
fætur. Allt í einu kvað við svo sárt
angistarblandið hróp og svo sár
grátur móður minnar. Ég hafði
aldrei séð móður mína eins.
Hún litla systir mín, hún Hall-
dóra Kristín, hafði dáið skyndilega
og verið tekin frá okkur alveg eins
og hún Svava okkar er hrifin á
brott frá okkur nú.
Ég minnist þess að þá fann ég
mig knúna til að fara afsíðis og
skrifa litla grein um systur mína.
Þessir atburðir minna svo hver á
annan. Ég hef í annað sinn misst
systur. Það er fleira líkt með þess-
um atburðum en þetta hræðilega
reiðarslag og allar tilfínningar sem
fylgja á eftir. Allt var svo fallegt
og gott við þær báðar.
Mér er það vel kunnugt að Svava
okkar var ákaflega vel gefin og
greind ung kona, en hitt allt það,
sem ég tel sanna mannkosti og
vora svo ríkur þáttur í allri hennar
framkomu, hefur oft vakið með mér
aðdáun.
Minningamar um Svövu verða
mér um ókomna tíma flársjóður við
hjarta um elskulega unga konu,
svilkonu og systur.
Ég veit af öllum ástvinum hennar
Svövu, sem eiga um svo sárt að
binda.
t Eiginkona mín, móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA ÞORGERÐUR GUNNLAUGSDÓTTIR, Hæðargarði 32, Reykjavfk, áður búsett f Vestmannaeyjum, andaðist í Vífilsstaöaspítala 25. október. Guðjón Gfslason, bðrn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, ÁGÚSTA FORBERG, andaðist 27. október á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði. Magnús Ólafsson, örn Forberg, Ásbjörg Forberg, Jenny Forberg.
'
t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Kleppsvegi 24, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. október kl. 13.30. Björg Einarsdóttir, Jóhann Einarsnon, Elfnborg Einarsdóttir, HörðurTryggvason, Hólmfriður Einarsdóttir, Bergþór Bjarnason, Ólafur Einarsson, Hrefna Guðmundsdóttir, Steinmóður Einarsson, Guðrún Ársælsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, HARPA MARÍA BJÖRNSDÓTTIR, Ægisgrund 20, sem lóst miðvikudaginn 21. október, verður jarösungin frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginh 29. október kl. 13.30. Ásbjörn Magnússon, Lena S. Ásbjarnardóttir, Ásdfs Snorradóttir, Georg Strobble, Kolbrún Sigurðardóttir, Árni Tryggvason - og barnabörn.
Ég bið að góður Guð huggi þau
og gefí þeim styrk.
Hildur Björnsdóttir
Svava, nafnið hennar er svo
hljómfallegt, er svo mjúkt á tungu.
Mýkt, mildi, hógværð og aðgát ein-
kenndi fas hennar allt. Yfirvegun,
.sem sjaldgæft er að sjá hjá bami
og unglingi, fylgdi henni einnig sem
ungri konu.
Hún var einn af eftirlætisgestum
mínum, sem þó voru margir á ungl-
ingsáram bamanna minna, og hún
komst áfram, þótt vina hennar Hild-
ur væri ekki til þá og þá stundina.
Við Svava náðum einnig saman,
hún og ég.
Oft er spurt, er slíkur atburður
sem þessi verður?
Af hveiju?
' Hver er tilgangurinn?
Tilgangurinn er enginn. Efni er
áskapað að eyðast, verður ekki til
um alla eilífð.
En andinn lifir. Það sem er hið
eiginlega líf verður aldrei deytt.
Stutt er á milli lífs og þess sem
kallað er dauði. Stutt er einnig á
milli þess sem fer, og þess sem eft-
ir er skilinn um stuttan tíma.
Því að heimar era margir, en þó
samofnir og aðskilnaður aðeins
blekking skynjunar okkar, tak-
markana okkar.
lifi Svava heil, við hinar nýju aðstæður.
Ég hlakka til að sjá hana aftur.
Guð blessi hana og hennar.
Jóhanna G. Eriingsson
Svava systir okkar veitti okkur
öllum mikið. Hún var jafnan ljúf
og geðgóð. Sá eiginleiki óx með
áranum. Hún var öðram hjálpleg
en gerði ekki miklar kröfur sjálfri
sér til handa. Hún reyndi meira en
við hin, bæði í gleði og sorg. Hún
var sterk í mótlæti. Hún bognaði
en brotnaði ekki. Gleðinni deildi hún
með öðram. Hún færði okkur tvo
yndislega frændur, Gumma og
Gulla. Nú er hún dáin. En hlý minn-
ingin um Svövu mun alltaf lifa með
okkur. Við kveðjum elskulega syst-
ur.
Már, Snorri, Maggi og Beta
Svava er dáin. Ég hafði ekki
þekkt hana lengi. Reyndar kynntist
ég Svövu nokkra áður en ég sá
hana. Þannig var ,að leiðir okkar
Péturs lágu saman á árinu 1984.
Kynni tókust með okkur 1985 og
í lok þess árs fóram við að vinna
saman. Pétur talaði oft um Svövu.
Hugmyndin sem ég fékk um hana
var að hún væri merkileg kona.
Ekki af því að Pétur hrósaði henni
svo mikið heldur af því hann talaði
um hana af svo mikilli virðingu.
Ég varð fjölskylduvinur og þegar
ég fór að tala við og umgangast
Svövu, þá fékk ég staðfestingu á
hugboði mínu sem orðið var að ör-
uggri vissu, Svava var merkileg
kona, ekki af því að hún hafði afrek-
að neitt sérstakt, nema kannski því
sem mestu máli skiptir að vera góð
við drengina sína og Pétur. Ég held
að það hafi einkennt Svövu hvað
mest hvað hún var hlý og góð við
alla.
Við vinnufélagar Péturs á Stað-
arfelli vottum honum, Gulla og
Gumma hluttekningu.
Pálmar
Við fyrstu dagskímu í sínu
landinu hvor vöknum við vinkon-
umar tvær við hringingu símans.
Við fáum þá frétt sem hvorag okk-
ar átti von á, sem hvorag okkar
er hið minnsta búin undir. Hún
Svava, elsku vinkona okkar, er dáin.
Við, vinkonumar, töluðum oft um
okkur þijár í einni og sömu hend-
ingunni. Líf okkar hefur verið
samofið frá blautu bamsbeini.
Beklqarsystur og vinkonur sem
böm. Sem unglingar miklar stöllur
sem saman leituðu svara við áleitn-
um spurningum, reyndum að
þroskast saman, reyndum að læra
saman, leituðum átta í lífinu.
„Af hveiju lætur Guð Víetnam-
stríðið viðgangast? Af hveiju
stöðvar hann það ekki?“ spurði ein
okkar þrettán ára.
Svava, sú vitrasta og þroskað-
asta okkar þriggja svaraði: „Það
era mennimir sem láta það við-