Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 Morgunblaðifl/GSV Þórarinn Ágústsson(t.v.), Bjarni Hafþór Helgason og Viðar Garðars- son i nýlegum upptökubQ Samvers hf. Myndband í tilefni umferðardags: „Inn í eilífðina“ eftir Bjarna Hafþór „Inn í eilífðina" nefnist mynd- band sem frumsýnt var um helgina á báðum sjónvarpsstöðv- um. Myndbandið var gert í tilefni umferðardags JC og FararheiU- ar ’87, sem var si. laugardag, og er markmiðið með verkefninu að höfða til ungs fólks á aldrin- um 17 til 25 ára, en á þeim aldri er tfðni banaslysa hæst. Lag og texta hefur Bjami Hafþór Helgason samið. Útsetningu, hljóð- færaleik og hljóðblöndun annaðist Atli Örvarsson. Upptaka og hljóð- blöndun var i höndum Viðars Garðarssonar og söng annast þau Karl Örvarsson og Olöf Sigríður Valsdóttir. Hönnun myndbands, kvikmyndun, klippingu og stjóm annaðist Þórarinn Ágústsson og var myndbandið unnið af Samveri hf. á Akureyri fyrir Fararheill ’87, JC ísland, Velti hf. og Sanitas. Bjami Hafþór sagði í samtali við Morgunblaðið að myndbandið sner- ist um ungt og ástfangið par, sem væri á ferðalagi í bíl. Hann keyrði, en ökuferðinni lyki með slysi og bana stúlkunnar. Bryndfs Einarsdóttir > # # Islandsmeistarakeppni í einstaklingsdansi: Bryndís Einarsdóttir keppir í Hippodrome BRYNDÍS Einarsdóttir, 18 ára Njarðvíkingur, sigraði f íslands- meistarakeppninni f einstakl- ingsdansi sem haldin var í veitingahúsinu Zebra sfðastliðið laugardagskvöld. Alls kepptu fimm dansarar um titilinn, auk Bryndfsar, þrír Reykvíkingar og einn Sauðkræklingur. Bryndís fékk í verðlaun vikuferð til London og mun hún þá jafnframt keppa í heimsmeistarakeppninni sem fram fer á Hippodrome í byijun desember. Einnig fékk hún dem- antshring frá skartgripaverslun Flosa Jónssonar. Veitingahúsið Zebra hefur um- boðið fyrir heimsmeistarakeppnina og er meiningin að halda slíkar keppnir árlega framvegis, en þær hafa hingað til farið fram með höpp- um og glöppum, eins og Ásta Sigurðardóttir komst að orði, en hún sigraði í keppnmni í fyrra og lenti í íjórða sæti í heimsmeistara- keppninni á Hippodrome. Búast má við í ár keppendum frá yfír 30 lönd- um. Fiskvinnslufólk í leik- fimi tvisvar á dag Útgerðarfélag Akureyringa tók upp á þeim góða sið nú fyrir skömmu að bjóða fiskvinnslu- fólki sfnu upp á leikfimitíma tvisvar á dag, um það bil fimm mfnútur f senn. Óhætt er að segja að þátttakan f leikfiminni sé góð, að minnsta kosti kepptust allir starfsmenn við að toga sig og teygja þegar Morgunblaðsmenn litu inn f fiskvinnslusalinn fyrir helgina. Það er Magnús ólafsson, sjúkra- þjálfari á Akureyri, sem á heiðurinn aJf leikfímisnældunum og munu fleiri ffystihús auk rækjuvinnsla hafa tekið upp þennan sið, við góð- ar undirtektir starfsmanna sinna, en fyrir um það bil ári reið frystihú- sið Kaldbakur hf. á Grenivlk á vaðið með leikfímina. Gunnar Lórenzson er verkstjóri hjá ÚA og lét hann ekki deigan síga við teygjumar og beygjumar. Hann sagði að leikfímin færi fram kl. 10.00 á morgnana og í fiskvinnslusal Útgerðarfélags Akureyringa. Morgunblaðiö/GSV eftir hádegið kl. 14.30 og væri ekki annað að sjá á fólki en að það væri samtaka og ánægt með þetta fyrirkomulag. Ólafsfjarðarhöfn: Tjón nemur tíu nulljónum króna hafnarbótasjóður tómur TJÓN á hafnarmannvirkjum á Ólafsfirði vegna brims er gerði um miðjan september sl. nemur tfu miiyónum króna, samkvæmt mati starfsmanna Hafnarmála- stofnunar. Sótt hefur verið um fé til hafnarbótasjóðs vegna lag- færinga. Ekkert fé hefur þó fengist ennþá, þar sem sjóðurinn er tómur. í þessari tölu er innifalin lokafrá- gangur við gijótgarð utan Norður- garðs, sem nauðsynlegur er talinn. Oskar Sigurbjömsson, formaður hafnamefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að allt væri enn á huldu um hvort fjárveiting fengist vegna lagfæringanna. Það væri al- farið í höndum fjárveitingavaldsins hvemig málum á ólafsfírði lyktaði þar sem ekki væri einn eyri að finna í hafnarbótasjóði. Auk matsmanna, komu þeir Hermann Guðjónssön, hafnarmálastjóri, og Ólafur Steinar Valdimarsson, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, til að líta á aðstæður. Matsskýrsla hefur þegar verið lögð fram. Hafnarbótasjóði ber skylda til að sinna slíkum bráða- tilvikum og hefur Hafnarmálastofn- un nú þegar sótt um fjárveitingu til handa sjóðnum svo hann geti sinnt hlutverki sínu. Óskar sagði ljóst að ekki yrði hægt að ráðast í lágfæringamar allar í haust. „Hinsvegar er það fullvíst að við þurfum nokkrar millj- ónir til að gera bráðustu varúðar- ráðstafanir og fer það eftir því hvað Hafnarmálastofnun treystir sér í. Við vitum ekkert ennþá, en erum að reka á eftir málinu. Það hlýtur að þurfa að koma til kasta fjármála- ráðherra til að fyrirbyggja frekara tjón á hafnarmannvirkjum," sagði óskar að lokum. Morgunblaöið/GSV Ásta Sigurðardóttir sigurvegari frá þvi í fyrra með keppendunum fimm, þeim Bryndísi Einarsdóttur, Maríu Kristjánsdóttur, Þórönnu Rósu Sigurðardóttur, Jóni Agli Bragasyni og Sigrúnu Siguijónsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.