Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 31 Ríkisstjórnin hefur lagt grund- völl að áframhaldandi stöðugleika undirbúningnr og framkvæmd við- skiptasamninga, skipti íslands við alþjóðleg viðskiptasamtök, svo sem Evrópubandalagið, Fríverslunar- bandalagið og GATT, flytjast nú frá viðskiptaráðuneyti til utanríkis- ráðuneytis. Vonir eru bundnar við, að þessi nýja skipan utanríkisviðskiptanna gefist vel. Vænst er náins samstarfs hinna nýju utanríkisviðskiptaskrifstofu ráðuneytisins og Útflutningsráðs íslands, sem tók til starfa fyrir ári. Aukin áhersla hlýtur að verða lögð á þann þátt utanríkismála, er snert- ir kynningu íslenskrar vöru og þjónustu á erlendri grund. A undanfömum missemm hefur gætt vaxandi áhuga aðildarríkja Evrópubandalagsins á að efla sam- starf sitt og koma í framkvæmd þeirri hugsjón, sem lá að baki stofn- un bandalagsins á sínum tíma, að gera ríkin að svæði án landamæra í bókstaflegum skilningi. Jafnframt hefur bandalaginu vaxið ásmegin sem kemur m.a. fram í fjölgun að- ildarríkja. Á síðasta ári bættust tvö mikilvæg viðskiptalönd okkar ís- lendinga, Spánn og Portúgal, í hóp Evrópubandalagsríkj a. Áður hafa verið uppi hugmyndir innan Evrópubandalagsins um að greiða frekar fyrir viðskiptum aðild- arríkjanna innbyrðis en þær hafa strandað þegar kom að fram- kvæmdinni. Að þessu sinni er þó margt sem bendir til að hugur fylgi máli og að raunhæft sé að ætla að hin 12 ríki Evrópubandalagsins verði orðin að einiii viðskiptaheild á árinu 1992 eins og stefnt er að. I þessu felst m.a. að innan banda- lagsins verði skattar og staðlar samræmdir, flutningur fjármagns og vinnuafls verða frjálsir og innri tollmúrar lagðir niður. Markmiðið er að gera evrópsk fyrirtæki sam- keppnishæfari á alþjóðlegum mörkuðum í samkeppni við helstu keppinautana, þ.e. Bandaríkjamenn og Japani. Af þessum sökum er hyggilegt og nauðsynlegt að auka mjög veru- lega starf okkar íslendinga er lýtur að samskiptum okkar við Evrópu- bandalagið, ekki síst með tilliti til þess, að búast má við harðari og óvægnari viðskiptastefnu gagnvart ríkjum er standa utan bandalags- ins. Stofnun sérstakrar skrifstofu í Brussel á síðastliðnu ári var áfangi í þessa átt. Einnig komum við til með að njóta EFTA-samstarfsins í þessu tilliti og mörkum sameigin- legrar stefnu og stuðnings EFTA- ríkjanna við íslensk sjónarmið í viðræðum við Evrópubandalagið. En fleira þarf til að koma. Breytt- ar aðstæður krefjast þess að brugðist verði við af hálfu okkar Íslendinga til að tryggja hagsmuni okkar til frambúðar. Þegar nánari samskipti íslands og EFTA og Evr- ópubandalagsins eru skoðuð stað- næmast menn óhjákvæmilega við tvö atriði, annars vegar kröfu EB- ríkja um fiskveiðiréttindi í íslenskri fískveiðilögsögu og hins vegar smæð íslensks atvinnulífs, sem vart myndi þola t.d. fijálst streymi vinnuafls. Við verðum þó að gera ráðstafan- ií til að laga okkur að nýjum viðhorfum og aðstæðum á þessu sviði. Annars vegar verðum við að tryggja íslenskum atvinnufyrir- tækjum svipaða aðstöðu í efnahags- legu tilliti og fyrirtæki njóta á alþjóðlegum mörkuðum. í þessu felst m.a. að tryggja verður stöðug- leika í íslensku efnahagslífí, lágt verðbólgustig og aðgang að erlendu áhættufjármagni. Hins vegar verð- ur í viðræðum við Evrópubandalag- ið, sem rétt er að undirbúa og hefja sem fyrst, að byggja áfram á þeim grunni sem lagður var í samningn- um frá 1972 og tryggt hefur sérstöðu okkar íslendinga í við- skiptum við ríki Evrópubandlagsins. Þennan samning verður að útvíkka í ljósi breyttra aðstæðna og aukinn- ar fjölbreytni í íslenskum útflutn- ingi. Nokkrir hnökrar hafa verið í samskiptum íslendinga og Banda- ríkjamanna á undanfömum árum. Deilt hefur verið um siglingar milli ríkjanna og rétt okkar til að stunda hvalveiðar í vísindaskyni. í báðum tilvikum risu upp raddir er kröfðust endurskoðunar á vamarsamningi ríkjanna vegna framgöngu Banda- ríkjamanna gagnvart okkur íslend- ingum. Það er raunar ekki einsdæmi fyrir þessar deilur að slíkar kröfur komi fram heldur virð- ist það vera orðin viðtekin venja í hvert sinn sem upp kemur ágrein- ingur við Bandaríkjamenn. Um slíkar deilur vil ég almennt segja eftirfarandi: Vamarsamstarf íslendinga og Bandaríkjamanna hefur nú staðið hátt á íjórða tug ára og tekist vel í aðalatriðum. Þetta samstarf er til komið með samningi beggja ríkjanna og lýtur aðeins að þessum eina þætti: nauð- synlegum landvömum á viðsjár- verðum tímum. Samningurinn var af okkar hálfu gerður vegna íslenskra hagsmuna og hann hefur ávallt notið stuðnings mikils meiri- hluta þjóðarinnar. Þessi samningur hefur á hinn bóginn afmarkað efni, og þess vegna er ekki aðeins óhyggilegt heldur getur það orðið þjóðhættu- legt að rugla þar saman við alls óskyldum málum og hagsmunum. Við munum að sjálfsögðu gæta hagsmuna okkar og sæmdar í öllum samskiptum við Bandaríkjamenn og hvergi hvika þegar sjálfsákvörð- unarrétturinn er í húfi. En varnar- og öryggismál verða ekki gerð að verslunarvöru. Á síðastliðnu ári var haldinn hér í Reykjavík fundur tveggja helstu leiðtoga heims, forseta Banda- ríkjanna og leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins. Það hefur síðan komið í ljós að á fundinum var lagður grunnur að því mikil- væga samkomulagi risaveldanna að útrýma heilli tegund kjarnavopna — hinum svonefndu Evrópuflaugum. Slíkt samkomulag markar vonandi upphaf að frekari niðurskurði kjamavopna og samkomulagi um takmörkun vígbúnaðar. íslendingar hljóta eins og aðrar þjóðir að láta sig varða svo mikil- væg mál og marka sér stefnu sem er hvort tveggja í senn ábyrg og •raunsæ. Við erum lýðræðisþjóð sem hefur tekið sér stöðu með öðrum vestrænum lýðræðisríkjum. Sam- staða og staðfesta þeirra ríkja hefur skipt sköpum við að ná þeim árangri sem nú virðist í höfn. í afvopnunarmálum verður að leggja áherslu á raunsæi og að for- sendur raunhæfs friðar eru aukin virðing fyrir mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Við fögnum því ef leiðtogar Sovétríkj- anna breyta um stíl en það þarf meira að koma til. Ég vil leggja áherslu á eftirgreind atriði varðandi samninga og um- ræður um afvopnunarmál: I fyrsta lagi má afvopnun á einu sviði ekki leiða til vopnakapphlaups eða ójafnvægis á öðrum sviðum vígbúnaðar. Jafnframt samdrætti í kjamorkuvígbúnaði verður því t.d. að tryggja jafnvægi á sviði hefð- bundins vígbúnaðar. í öðru lagi verða umræður og hugmyndir um svonefnd „kjama- vopnalaus svæði“ að vera liður í víðtæku samkomulagi kjamorku- veldanna um afvopnun. Þá verður að gæta að því hvort slíkar hug- myndir séu vænlegur kostur fyrir öryggi og vamir landsins og séu til þess fallnar að auka stöðugleika og stuðla að slökun spennu í okkar heimshluta. Sérstaklega verður að huga að því hvort slíkar hugmyndir samrýmast þeim skuldbindingum sem Islendingar hafa gengist undir með vamarsamstarfi lýðræðisríkj- anna. Við aðhöfumst ekkert það sem dregið getur úr samningsstöðu þeirra. Takmörkun vígbúnaðar í okkar heimshluta hvílir á traustum samningamætti lýðræðisríkjanna. í þriðja lagi verður að leggja ríka áherslu á að samningar á sviði af- vopnunar og takmörkunar vígbún- aðar séu skýrir, svo ekki geti leikið vafí á um túlkun þeirra. Slíkir samningar verða að vera gagn- kvæmir og tryggja verður virkt eftirlit með framkvæmd þeirra. Allar hugmyndir og tillögur í þessum efnum verða að taka mið af framangreindu. Við viljum tryggja frið til langframa og því verðum við að leggja mikið upp úr traustum forsendum og varast sýndarmennsku. Nú er tími raunsæis Herra forseti. Við lifum á breytingatímum. Blikur eru á lofti í efnahagsmálum en ríkisstjórnin hefur með aðgerð- um af sinni hálfu lagt grundvöll að áframhaldandi stöðugleika. En um leið hefur verið lögð mikil ábyrgð á aðila vinnumarkaðarins. Ríkis- stjórnin hefur ekki í hyggju að hverfa frá markmiðum sínum eða losa um þá umgerð sem efnahagslíf- inu hefur verið sett m.a. með gengisstefnunni. í lífí einstaklinga og þjóða skipt- ast á skin og skúrir. Við hvoru- tveggju verður að bregðast á viðeigandi hátt. Eitt mesta hag- vaxtarár í íslenskum þjóðarbúskap er senn liðið. Svo virðist sem þjóðar- tekjur muni ekki aukast á næsta ári. Það er raunveruleiki sem við verðum að laga okkur að, ef við ætlum ekki að kasta framtíðar- möguleikum okkar á bál verðbólg- unnar. Nú er tími raunsæis. Takist okk- ur að lifa og starfa í samræmi við það verður þetta líka tími bjartsýni og framfara. Þessi ríkisstjóm mun horfa til framtíðarinnar með þetta að leiðarljósi. Við erum fámenn þjóð og styrkur okkar býr í einhug og samtaka- mætti. Ogæfa okkar felst í sundur- lyndi og úlfúð. Hugfestum orð Jónasar Hallgrímssonar í Fjölni. „Óskandi væri að íslendingar fæm að sjá, að það er aumt líf, og vesælt að sitja einn í hverju homi og hugsa um ekkert, nema sjálfan sig, og slíta svo sundur félag sitt og skipta sundur afli sínu f svo marga parta, sem orðið getur — í stað þess að halda saman og draga allir einn taum og hugsa fyrst og fremst um heiður og velgengni landsins, sem öllum góðum Islend- ingum ætti að vera í fyrirrúmi." Tveir menn voru hætt komnir af súrefnisskortí Morgunblaðið/Ámi Sœberg Skáli Ferðafélags íslands við Hagavatn, þar sem tveir ungir menn voru hætt komnir um helgina vegna þess að þeir kynntu kolagrill þar inni. TVEIR ungir menn voru hætt komnir í skála Ferðafélags ís- lands við Hagavatn um helgina. Þeir kynntu kolagrill innan dyra og voru báðir nær sofnað- ir þegar þeir áttuðu sig á að mjög súrefnislaust var í kofan- um. Annar þeirra, Ami Sæberg ljós- myndari, kvaðst vilja koma sögu þeirra félaganna á framfæri, ef það mætti verða til þess að aðrir gættu sín. „Við félagamir héldum á föstudag í skála Ferðafélagsins við Hagavatn, sunnan við Lang- jökul," sagði Ámi. „Við kveiktum upp í litlu grilli í forstofu kofans, en færðum það síðan inn. Þar sem við grilluðum eingöngu grænmeti myndaðist enginn reykur og kolin eru lyktarlaus. Eftir um það bil klukkustund var ég kominn með mikinn höfuðverk og ákvað að sofna stutta stund. Til allrar ham- ingju rumskaði ég eftir um það bil fimmtán mínútur og sá þá að félagi minn lá fram á borð og virtist sofandi. Ég ýtti við honum og spurði hann hvort hann væri líka með höfuðverk. Hann játti því og þá áttuðum við okkur báð- ir á að við vomm hreinlega að deyja úr súrefnisskorti." Ami sagði að það hefði ekki bætt úr skák að í skálanum var einnig lítill, viðarkynntur ofn og að auki olíulampar og kerti, en aðeins einn lítill gluggi á húsinu. Hann sagði að þeir hefðu jafnað sig fljótlega eftir að þeir fóm út undir bert loft, en þó hefðu báðir fundið fyrir höfuðverk fram á næsta dag. „Ég vil eindregið vara fólk við því að sofna út frá grilli í gluggalitlum kofum eða í tjöld- um. Við félagamir lærðum okkar lexíu á þessu og vonandi getur þessi reynsla okkar verið öðmm víti til vamaðar," sagði Ámi Sæ- berg. Kynntu grill innan dyra: FAYWELDQN ÆVI&ÁSTIR Ævi og ástir kvendjöfuls í nýrri útgáfu NÝLEGA kom út hjá Forlaginv skáldsagan Ævi og ástir kvendjöf uls eftir breska rithöfundinn Fay Weldon. Bókin kom fyrst út á íslensku árið 1985 en hefur nú verið endurútgefín sem kilja í tilefni af komu Fay Wel- don á Bókmenntahátíð t síðasta mánuði. Bókin er þannig kynnt á kápu- baki: „Hvað gerir heiðarleg húsmóðir þegar eiginmaðurinn kallar hana kvendjöful og hleypst á brott með annarri konu? Hvað getur hún gert — ófríðari en amma skrattans — með undurfagra skáldkonu að kep- pinaut? Köld em kvennaráð. Sögu- hetjan — Rut — leitar allra leiða til að ná fram hefndum og sigra and- stæðinginn. En til hvers er þessi barátta og hveiju fómar Rut?“ Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi bókina sem er 235 bls., unnin í Prent- stofu G. Benediktssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.