Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 Almenna bókafélagið: Tólf íslenskar bækur gefnar út fyrir jólin ALMENNA bókafélagið gefur “ “ ' " út sextán bækur nú fyrir jólin, W sem er svipaður fjöldi titla og á síðasta ári, að sögn Sigurðs Val- geirssonar útgáfustjóra AB. Af þessum sextán eru fjórar þýddar bækur og tólf íslenskar, þar af ein ljóðabók. Af skáldsögum sem út koma hjá AB nefndi Sigurður „Sól á heim- senda" eftir Matthías Johannessen „Blindflug" eftir Ómar Þ. Halldórs- son og „Saga þemunnar" eftir Margaret Atwood, í þýðingu Ás- laugar Ragnars. „Sól á heimsenda" er fyrsta skáldsaga Matthíasar, sem áður hefur gefið út ljóðabækur og tvö smásagnasöfn. Margaret At- wood er kanadískur höfundur og gerist „Saga þemunnar" í Banda- ríkjunum um 2000, þar sem trúar- ofstækismenn hafa tekið völdin. Sigurður nefndi einnig bækumar „Deilt á dómarana" eftir Jón Stein- ar Gunnlaugsson, hæstaréttarlög- mann, sem ber undirtitilinn „- um túlkun hæstaréttar á mannrétt- Sigurður Valgeirsson, útgáfu- stjóri. indaákvæðum stjómarskrárinnar" og „Heimili og húsagerð", eftir Pétur H. Ármannsson arkitekt, sem ijallar um þróun arkitektúrs á árun- um 1967-1987. Margrét Héðinsdóttir í verslun sinni í Skipholti. Morgunbiaðið/Borkur — Italskar gjafavör- ur í Skipholtinu NÝLEGA var opnuð ný gjafa- vöruverslun í Skipholti 50b sem ber heitið Artium amans og er eingöngu með ítalskar vörur á boðstólum. Eigendur verslunarinnar em hjónin Margrét Héðinsdóttir og Ólafur Baldvinsson. Innréttingar í versluninni em hannaðar af Sturlu Má_ Jónssyni innanhúsarkitekt. Áhersla er lögð á vandaða ítalska listmuni úr t.d. stáli og keramik fyrir þá er vilja gefa eftirminnilegar gjafir, segir m.a. í fréttatilkynn- ingu. Nýja jólakortið frá Ásgrímssafni. Nýtt jólakort frá Ás- grímssafni komið út JÓLAKORT Ásgrímssafns 1987, prentað eftir olíumál- verkinu Hafnarfjörður frá um 1930, er komið út. Kortið er í sömu stærð og fyrri listaverkakort safnsins, 16 x 22 sm, og er með íslenskum, dönsk- um og enskum texta á bakhlið. Kortið var prentað af Grafík h/f og er til sölu í Ásgrímssafni, Berg- staðastræti 74, á sunnudögum, þriðrjudögum og fimmtudögum klukkan 13.30 til 16 og í Ramma- gerðinni, Haftiarstræti 19. 23 Lokið hefur verið við sökkla flugstöðvarinnar. Morgunbiaðið/Ágúst Biöndai Gamla flugstöðin, skúr sem er orðinn allt of lítill. Neskaupstaður: Bygging nýrrar flug- stöðvar hafin Neskaupstað. HAFIN er bygging nýrrar flug- stöðvar á Norðfjarðarflugvelli og í haust var lokið við sökkla byggingarinnar. Aformað er að halda áfram bygg- ingu næsta sumar og gera þá stöðina fokhelda. Flugstöðin er sömu gerðar og þær sem reistar hafa verið á Vopnafirði, Stykkis- hólmi og á fleiri stöðum. Flugstöðin verður kærkomin fyr- ir Norðfirðinga og leysir af hólmi gamlan skúr sem heldur varla vatni né vindi, auk þess að vera alltof lítill bæði fyrir farþega og starfs- menn. — Ágúst. INNRITUNTIL 3Q.OKT. SÍMI: 621066 RÉTT BEITING SÖLURÁÐA OG ÞEKKING Á MARKAÐSÖFLUNUM leiðir til hagstæðs hlutfalls árangurs og kostnaðar í sölustarfi. Á þessu námskeiði verður farið í öíl undirstöðuatriði markaðssóknar, s.s. söluráða, markaðshlutun, markadskannaniro.fi. o.fl. LEIÐBEINENDUR: Lýður Friðjónsson, rekstrarhagfræðingur og Jóhann Magnússon, viðskiptafræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 2.-3. nóv. kl. 8.30-17.30 að Ánanaustum 15. SKANDINAVÍA SEM MARKAÐUR INNRITUN TIL 4.NÓV. SIMI: 621066 HVAÐ ÞARF TIL AÐ SELJA VÖRUR í SKANDINAVÍU? EFNI: Staðhættir og tölfræðilegar upplýsingar • Viðskiptahættir • Boð og bönn í útflutningi/innflutningi • Skipting Skandinavíu í markaðshluta • Neysluvenjur og áhrif þeirra á viðskiþti • Raunhæf dæmi úr viðskiptalífinu. Á námskeiðinu mun Bengt-Olof Moberg, markaðsstjóri Oscar Jacobson AB, segja frá reynslu í markaðsmálum í Skandinavíu. Umsjónarmaður námskeiðsins er Kjartan Jónsson, forstöðumaður Eimskips í Svíþjóð. TÍMIOG STAÐUR: 6. nóv. kl. 8.30-17.30 að Ánanaustum 15. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 GYLMIR/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.