Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987
Almenna bókafélagið:
Tólf íslenskar bækur
gefnar út fyrir jólin
ALMENNA bókafélagið gefur “ “ ' "
út sextán bækur nú fyrir jólin, W
sem er svipaður fjöldi titla og á
síðasta ári, að sögn Sigurðs Val-
geirssonar útgáfustjóra AB. Af
þessum sextán eru fjórar þýddar
bækur og tólf íslenskar, þar af
ein ljóðabók.
Af skáldsögum sem út koma hjá
AB nefndi Sigurður „Sól á heim-
senda" eftir Matthías Johannessen
„Blindflug" eftir Ómar Þ. Halldórs-
son og „Saga þemunnar" eftir
Margaret Atwood, í þýðingu Ás-
laugar Ragnars. „Sól á heimsenda"
er fyrsta skáldsaga Matthíasar, sem
áður hefur gefið út ljóðabækur og
tvö smásagnasöfn. Margaret At-
wood er kanadískur höfundur og
gerist „Saga þemunnar" í Banda-
ríkjunum um 2000, þar sem trúar-
ofstækismenn hafa tekið völdin.
Sigurður nefndi einnig bækumar
„Deilt á dómarana" eftir Jón Stein-
ar Gunnlaugsson, hæstaréttarlög-
mann, sem ber undirtitilinn „- um
túlkun hæstaréttar á mannrétt-
Sigurður Valgeirsson, útgáfu-
stjóri.
indaákvæðum stjómarskrárinnar"
og „Heimili og húsagerð", eftir
Pétur H. Ármannsson arkitekt, sem
ijallar um þróun arkitektúrs á árun-
um 1967-1987.
Margrét Héðinsdóttir í verslun sinni í Skipholti. Morgunbiaðið/Borkur
—
Italskar gjafavör-
ur í Skipholtinu
NÝLEGA var opnuð ný gjafa-
vöruverslun í Skipholti 50b sem
ber heitið Artium amans og er
eingöngu með ítalskar vörur á
boðstólum.
Eigendur verslunarinnar em
hjónin Margrét Héðinsdóttir og
Ólafur Baldvinsson. Innréttingar í
versluninni em hannaðar af Sturlu
Má_ Jónssyni innanhúsarkitekt.
Áhersla er lögð á vandaða ítalska
listmuni úr t.d. stáli og keramik
fyrir þá er vilja gefa eftirminnilegar
gjafir, segir m.a. í fréttatilkynn-
ingu.
Nýja jólakortið frá Ásgrímssafni.
Nýtt jólakort frá Ás-
grímssafni komið út
JÓLAKORT Ásgrímssafns
1987, prentað eftir olíumál-
verkinu Hafnarfjörður frá um
1930, er komið út.
Kortið er í sömu stærð og fyrri
listaverkakort safnsins, 16 x 22
sm, og er með íslenskum, dönsk-
um og enskum texta á bakhlið.
Kortið var prentað af Grafík h/f
og er til sölu í Ásgrímssafni, Berg-
staðastræti 74, á sunnudögum,
þriðrjudögum og fimmtudögum
klukkan 13.30 til 16 og í Ramma-
gerðinni, Haftiarstræti 19.
23
Lokið hefur verið við sökkla flugstöðvarinnar. Morgunbiaðið/Ágúst Biöndai
Gamla flugstöðin, skúr sem er orðinn allt of lítill.
Neskaupstaður:
Bygging
nýrrar flug-
stöðvar hafin
Neskaupstað.
HAFIN er bygging nýrrar flug-
stöðvar á Norðfjarðarflugvelli
og í haust var lokið við sökkla
byggingarinnar.
Aformað er að halda áfram bygg-
ingu næsta sumar og gera þá
stöðina fokhelda. Flugstöðin er
sömu gerðar og þær sem reistar
hafa verið á Vopnafirði, Stykkis-
hólmi og á fleiri stöðum.
Flugstöðin verður kærkomin fyr-
ir Norðfirðinga og leysir af hólmi
gamlan skúr sem heldur varla vatni
né vindi, auk þess að vera alltof
lítill bæði fyrir farþega og starfs-
menn.
— Ágúst.
INNRITUNTIL
3Q.OKT.
SÍMI:
621066
RÉTT BEITING SÖLURÁÐA
OG ÞEKKING Á MARKAÐSÖFLUNUM
leiðir til hagstæðs hlutfalls árangurs og kostnaðar
í sölustarfi. Á þessu námskeiði verður farið í öíl
undirstöðuatriði markaðssóknar, s.s. söluráða,
markaðshlutun, markadskannaniro.fi. o.fl.
LEIÐBEINENDUR: Lýður Friðjónsson,
rekstrarhagfræðingur og Jóhann Magnússon,
viðskiptafræðingur.
TÍMI OG STAÐUR:
2.-3. nóv. kl. 8.30-17.30 að Ánanaustum 15.
SKANDINAVÍA SEM MARKAÐUR
INNRITUN TIL
4.NÓV.
SIMI:
621066
HVAÐ ÞARF TIL AÐ SELJA VÖRUR
í SKANDINAVÍU?
EFNI: Staðhættir og tölfræðilegar upplýsingar
• Viðskiptahættir • Boð og bönn í útflutningi/innflutningi
• Skipting Skandinavíu í markaðshluta • Neysluvenjur
og áhrif þeirra á viðskiþti • Raunhæf dæmi úr
viðskiptalífinu.
Á námskeiðinu mun Bengt-Olof Moberg,
markaðsstjóri Oscar Jacobson AB, segja frá reynslu
í markaðsmálum í Skandinavíu.
Umsjónarmaður námskeiðsins er Kjartan Jónsson,
forstöðumaður Eimskips í Svíþjóð.
TÍMIOG STAÐUR:
6. nóv. kl. 8.30-17.30 að Ánanaustum 15.
Stjórnunarfélag íslands
Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66
GYLMIR/SlA