Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 .
29
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra.
varp að nýjum lögum um stjóm-
sýslu og Stjómarráð íslands.
Nýrri skipan verður komið á yfír-
stjóm umhverfísmála.
Heimilið er homsteinn þjóðfé-
lagsins. Ekkert getur komið í stað
ijölskyldu og heimilis við að búa
bömum og ungmennum þroska-
vænleg skilyrði í uppeldi. Nýjar
aðstæður og aukin atvinnuþátttaka
kvenna hefur gjörbreytt þörfum
flölskyldunnar en þjóðfélagið hefur
ekki lagað sig að þessum breyting-
um. Ríkisstjómin hefur nú- hmndið
af stað starfí sem miðar að því að
treysta stöðu fjölskyldunnar og
tryggja velferð bama. Leitað hefiir
verið eftir tillögum um leiðir að
þessu markmiði á sviði skóla- og
dagvistarmála, lífeyris- og skatta-
mála og hvað snertir sveigjanlegan
vinnutíma foreldra. Ríkisstjómin
leggur mikla áherslu á starf þetta
og mun ganga fast fram við að
hrinda úrbótum sem stefna að
framangreindum markmiðum í
framkvæmd.
Fiskveiðistefnan
endurskoðuð
Í stefnuyfírlýsingu ríkisstjómar-
innar er lögð áhersla á varðveislu
auðlinda lands og sjávar og skyns-
amlega nýtingu þeirra. I starfs-
áætlun sinni ákvað ríkisstjómin að
fur lagt grund-
landí stöðugleika
rekið annan í átt til aukins fijáls-
ræðis á þessu sviði. Þessi grundvall-
arbreyting hefur verið mikilvæg
forsenda vaxtar og velmegunar í
þjóðarbúskap okkar íslendinga.
En þó fjármagnsviðskipti hafí
tekið stórstígum framfömm á
undraskömmum tíma er margt
óunnið á þeim vettvangi. Gjaldeyris-
verslun og fj árm agns hreyfingar
milli íslands og umheimsins verður
að gera ftjálsari en nú er. Þróun í
viðskipta- og samkeppnislöndunum
stefnir hröðum skrefum í þá átt að
fjármagnsstraumar lúta engum
landamæmm. í þessum efnum þurf-
um við þó ætíð að gæta sérstöðu
okkar í þeim tilgangi að varðveita
efnalegt sjálfstæði þjóðarinnar.
Erlent áhættufé getur orðið
íslenskum fyrirtækjum mikil lyfti-
stöng og komið í stað erlends
lánsfjár, enda greiðist arður af slíku
fé í samræmi við afkomu rekstrar-
ins en vexti af lánsfé verður að
greiða hvemig sem árar. Því er nú
' unnið að því á vegum ríkisstjómar-
innar að endurskoða og samræma
lög og reglur um erlent fjármagn
í íslensku atvinnulífí.
Markmiðið er að greiða fyrir því
að íslensk atvinnufyrirtæki hafí
eðlilegan aðgang að erlendu
áhættufé en tryggja um leið með
ömggum hætti að erlendir aðilar
nái ekki tökum á náttúmauðlindum
lands og sjávar.
Ákvæðum iðnaðarlaga verður
breytt þannig að hægt verði að
veita erlendum aðilum heimild til
að eiga meirihluta í iðnfyrirtækjum.
Þessari heimild verður einkum beitt
vegna nýsköpunar á vegum sam-
starfsfélaga íslenskra og erlendra
aðila.
Brýnt er að hlutabréfamarkaður
komist á legg. Annars vegar til að
fyrirtæki séu ekki ofurseld lánsfé
og því viðkvæmari fyrir sveiflum í
afkomu og rekstri. Hins vegar til
að almenningur geti með ráðdeild
og spamaði eignast hluti í fyrir-
tækjum og þannig í gegnum
arðgreiðslur og verðbreytingar
bréfa öðlast hlutdeild í afrakstri
atvinnustarfseminnar.
Ráðstafanir ríkisstjómarinnar
opna ýmsar nýjar leiðir fyrir al-
menning og fyrirtæki til að ávaxta
sparifé. Bankar fá að bjóða gengis-
bundna reikninga og heimildir
verða veittar til að kaupa erlend
verðbréf.
Ríki efi eða óvissa um gengi
krónunnar þarf enginn lengur að
kaupa bíl eða heimilistæki heldur
geta menn sparað á gengistryggð-
um bankareikningum eða keypt
gengistryggða eign, sem skilar eig-
andanum ávöxtun erlendis frá.
Hröð uppsöfnun í lífeyrissjóðum
gerir og nauðsynlegt að hægt sé
að íjárfesta í öðm en innlendum
verðbréfum, og tryggja á þann hátt
hag ellilífeyrisþega framtíðarinnar.
Skattalegum hindrunum fyrir því
að almenningur spari með hluta-
bréfakaupum verður mtt úr vegi.
Hlutabréfakaup verða þannig jafn-
gild öðmm spamaði.
Ríkisábyrgið á skuldbindingum
ijárfestingarsjóða atvinnuveganna
verða afnumin.
Ríkisstjómin hefur gert ítarlega
áætlun um breytingar á ríkisfjár-
málum er hafa það að markmiði
að gera skattakerfíð einfaldara,
réttlátara og skilvirkara. Jafnframt
mun ríkisstjómin bæta framkvæmd
og eftirlit með skattalögum til að
uppræta skattsvik. Allir eiga að
sitja við sama borð þegar kemur
að því að greiða í sameiginlega
sjóði.
.Eftir tvo mánuði, í upphafí ársins
1988, kemur til framkvæmda stað-
greiðsla tekjuskatts, sem er
umfímgsmesta kerfisbreyting og
mesta einföldun, sem gerð hefur
verið á tekjuskatti einstaklinga til
þessa.
Ári síðar kemur til framkvæmda
virðisaukaskattur sem mun leysa
af hólmi söluskattinn, sem verið
hefur þrándur í götu samkeppnis-
hæfni í íslensku atvinnulífí og ýtt
undir skattaundandrátt.
Ríkisstjómin hefur tekið til við
að undirbúa sölu ríkisfyrirtækja
sem betur væru komin í höndum
annarra aðila en ríkisins. Þá em
nú stigin fyrstu skrefin við endur-
skoðun á verkaskiptinu ríkis og
sveitarfélaga. Stefnt er að auknu
sjálfstæði ríkisstofnana, þ. á m.
rannsóknarstofnana atvinnuveg-
anna.
Ríkisstjómin hefur sett sér að
vinna að umbótum á stjómkerfum
og mun leggja fyrir Alþingi frum-
fiskveiðistefnan skyldi tekin til end-
urskoðunar og stefna mörkuð sem
taki gildi þegar í upphafí næsta
árs. Ríkisstjómin leggur áherslu á
að ná sem víðtækastri samstöðu
um stjóm fískveiða.
Áfram verður lögð megináhersla
á þjóðhagslega hagkvæmni í físk-
veiðum. Með takmörkuðum heildar-
afla hljóta gæði framleiðslunnar að
verða æ mikilvægari ef auka á verð-
mæti sjávarafurða.
Sjávarútvegurinn, sem er undir-
stöðugrein í efnahagslífi okkar, er
og verður í sífelldri þróun. Eitt
merkasta nýmælið á sviði sjávarút-
vegs er ákvörðun Verðlagsráðs um
frjálst fískverð á ákveðnum tegund-
um sjávarafla. Ætlunin er að
heimila Verðlagsráði með yfír-
nefndarákvörðun að gefa fískverð
fíjálst.
Fyrir aðeins örfáum missemm
hefði þótt ólíklegt að unnt væri að
koma á fót fiskmörkuðum með svo
skjótum hætti sem raun hefur orðið
á. Framkvæmdin er enn í mótun
og senn reynir á hvort markaðurinn
hafi sveigjanleika til að bregðast
við breyttum rekstrarskilyrðum
vinnslugreina. Fijálst fískverð felur
í sér stefnubreytingu í verðlagningu
á sjávarafla og færir aukin völd og
meiri ábyrgð heim í byggðarlögin
þar sem útvegur er stundaður.
Eitt af þeim verkefnum, sem við
blasa í sjávarútvegi er að endur-
skoða reglur um verðjöfnunarsjóð
fískiðnaðarins. Miðstýrð sveiflu-
jöfnun í gegnum sjóði sjávarútvegs-
ins hefur og gefist misjafnlega.
Ástæða er því til að huga að
nýjum leiðum í þessum efnum.
Kanna þarf hvort samstaða getur
orðið um að tengja verðjöfnun
hveiju fyrirtæki fyrir sig eða færa
hana inn í skattkerfíð og auka
þannig ábjirgð fyrirtækjanna
sjálfra.
Áfram verður unnið að starfs-
fræðslu fískvinnslufólks, sem mun
leiða til aukinna réttinda, atvinnu-
öryggis og betri launa í greininni.
Sýnt þykir að það átak sem unnið
hefur verið á þessu sviði hefur auk-
ið framleiðni verulega á aðeins einu
ári.
Vaxandi áhersla verður lögð á
fullvinnslu afla hér innanlands.
Nauðsynlegt er að auka framleiðni
í íslenskum fiskiðnaði og í sjónmáli
eru ýmsar tækninýjungar, sumar
byltingarkenndar, fyrir íslenskan
fískiðnað.
í landbúnaði verður haldið áfram
að vinna að framkvæmd búvöruiag-
anna frá 1985. Lögð verður áhersla
á uppbyggingu nýrra atvinnugreina
í sveitum þó að framleiðendum
hefðbundinna búvara fækki, til að
tryggja viðunandi afkomu þeirra
sem áfram starfa við búskap. Hefur
náðst góð samstaða við Stéttarsam-
band bænda í þessu efni.
Lögð verður áhersla á að fram-
kvæmd búvörusamningsins verði
sem hagkvæmust fyrir alla aðila,
meðal annars með öflugu sölustarfí
og aðlögun framleiðslunnar að
markaðsaðstæðum. Unnið verður
að endurskipulagningu í þjónustu-
kerfí landbúnaðarins með tilliti til
breyttra aðstæðna.
Á sviði iðnaðarmála mun ríkis-
stjómin greiða fyrir stofnun og
starfsemi smáfyrirtækja á sviði
ijarskipta og upplýsingatækni og
ennfremur á sviði nýrrar tækni, til
dæmis líf- og rafeindatækni. Ríkis-
stjómin mun áfram leggja til
fjármagn á móti ránnsóknarstofn-
unum og fyrirtækjum til hagnýtra
rannsókna í þessum iðngreinum.
Sameinaðar hafa verið þijár
nefndir sem unnið hafa að því að
greiða fyrir samstarfi við erlenda
aðila á iðnaðarsviðinu: stóriðju-
nefnd, samninganefnd um stóriðju
og frumkvæðisnefnd. Nýja nefndin
fær það verkefni að kynna erlend-
um aðilum möguleika til að fjárfesta
í iðnrekstri hér á landi, bæði í stór-
um og smáum fyrirtækjum.
Stuðningsaðgerðir og óeðlilegar
niðurgreiðslur erlendis hafa valdið
örðugri samkeppnisstöðu ákveðinna
iðngreina og er þá nærtækast að
nefna skipasmíðaiðnaðinn. í sam-
ræmi við starfsáætlun ríkisstjómar-
innar verður unnið að því að treysta
samkeppnisstöðu slíkra greina.
Á gmndvelli starfsáætlunar
ríkisstjómarinnar verður hafíst
handa um endurskoðun á skipulagi
orkumála, þar með hlutverk Orku-
sjóðs og Orkustofnunar. Verkefni
Orkustofnunar hafa dregist saman.
Til greina kemur að einhver hluti
starfsemi Orkustofnunar flytjist til
einkaaðila. Með því móti yrði auð-
veldara að mæta sveiflum sem
óhjákvæmilega em á framkvæmd-
um í orkumálum og rannsóknum
þeim tengdum.
Þá er einnig í athugun breyting
á raforkudreifingu í einstökum
landshlutum, þannig að hún verði
í auknum mæli í höndum sveitarfé-
laga og orkufyrirtækja þeirra.
Ríkisstjómin lítur á það sem eitt
meginverkefni sitt að tryggja jafti-
vægi milli byggðanna í landinu í
þróun atvinnulífs og þjónustu. Á
þann hátt vill hún stuðla að sáttum
og gagnkvæmum skilningi milli
dreifbýlis og þéttbýlis.
Bættar samgöngur em veiga-
mikill þáttur í þessari stefnu.
Ríkisstjómin mun beita sér fyrir
sérstöku átaki á kjörtímabilinu þar
sem fyrirliggjandi áætlanir á sviði
samgangna verða samræmdar.
Fjárhagslegt skipulag heilbrigð-
isþjónustu og sjúkratrygginga
verður tekið til gagngerrar endur-
skoðunar með það fyrir augum að
nýta sem best þá fjármuni sem
varið er til þessara mála. Launa-
kerfí heislugæslulækna verður
endurskoðað svo og skipan sérfræð-
ingaþjónustu innan greiðslukerfis
almannatrygginga. Verðlagning á
lyflum verður tekin til athugunar í
því skyni að lækka lyfjakostnað.
Gerð verður áætlun til fímm ára
í samráði við sveitarfélög um átak
til að bæta heimilisþjónustu og vist-
unaraðstöðu fyrir aldraða. Samtím-
is verða núgildandi lög um málefni
aldraðra endurskoðuð og síðan
framlengd.
Settar verða reglur varðandi
mengun ytra umhverfís og hvemig
megi veijast henni.
Þá verða almannatryggingalögin
og verksvið Tryggingastofnunar
ríkisins tekin til endurskoðunar.
í menntamálum er í undirbúningi
ný löggjöf um skólastigin þijú,
grunnskóla, framhaldsskóla og há-
skóla, þ. á m. um háskóla á
Akureyri.
Ennfremur ný löggjöf um nám í
Tónlistarskólanum í Reykjavík,
Leiklistarskóla íslands og Mjmd-
lista- og handíðaskólanum, m.a.
með hliðsjón af námi á háskólastigi.
í athugun er endurskoðun á lög-
um og reglum um námslán og
námskostnað og hvemig efla megi
fullorðinsfræðslu, símenntun og
endurmenntun. Einnig er hafín at-
hugun á fyrirkomulagi sérkennslu. "
I menntamálaráðunejdinu er
unnið að athugun á opinbemm
stuðningi við menningarstarf. Lögð
verður aukin áhersla á verkefíia-
styrki og viðurkenningu fyrir vel
unnin störf.
Stefnt er að því að fjölga verk-
efnasfyrkjum til vísindarannsókna,
einkum á sviði nýtæknigreina.
Hið víðtæka samkomulag aðila
vinnumarkaðarins um breytingar á
húsnæðislánakerfínu sem gert var
í febrúar 1986 gerði það kleift að
hækka vemlega lánsfjárhæðir og
lengja lánstíma húsnæðislána. Nú
er ljóst að eftirspum eftir lánum
er langt umfram það sem reiknað
hafði verið með og einnig fjárþörf
húsnæðislánakerfísins. í stjómar-
sáttmala ríkisstjómarinnar er lögð
áhersla á að gerðar verði ráðstafan-
ir til að draga úr eftirspum eftir
lánum. Áhersla verður lögð á að
leysa vanda þeirra sem lent hafa i
greiðsluerfiðleikum og verður hluta
af ráðstöfunarfé Byggingarsjóðs
ríkisins varið til þess.
Ríkisstjómin mun leggja áherslu
á að aðstaða aldraðra og fatlaðra
verði bætt, og unnið að því að
tryggja réttarstöðu þeirra í þjóð-
félaginu. Starfsemi Framkvæmda-
sjóðs fatlaðra verði stjrrkt
samkvæmt fjögurra ára áætlun um
framkvæmdir og flármögnun
þeirra. Sérstök áhersla verður lögð
á uppbyggingu sambýla fyrir fatl-
aða og vemdaða vinnustaði.
í dómsmálum er unnið að heildar-
endurskoðun dómsmálaskipunar
landsins með það að markmiði að
störfum á sviði dómsýslu og um-
boðsstjómar verði ekki blandað
saman.
Þá hefur verið sett á fót sérstök
samstarfsnefnd ráðunejda um
ávana- og fíkniefnavamir. Áhersla
verður lögð á að þetta verkefni leiði
til árangurs við að bæja þeim vá-
gesti frá sem fíkniefnin em.
Tekin hefur verið ákvörðun um
þjóðarátak í umferðaröryggi.
Unnið er að endurskipulagninu á
starfsemi bifreiðaeftirlitsins. Gert
er ráð fyrir að skoðun og skráning
ökutækja verði að mestu flutt til
nýs hlutafélags, er verði \ eigu ríkis
og helstu hagsmunaaðila á sviði
bifreiðaþjónustu og umferðarör-
yggís.
Fijáls verðlagning skal vera
meginreglan f viðskiptum, þar sem
samkeppnisaðstæður leyfa.
Löggjöf gegn hringamyndun,
samkeppnishömlum og óeðlilegum
viðskiptaháttum verður endurskoð-
uð.
Dregið verður úr ábjTgð ríkisins
og afskiptum af bankarekstri og
lánastarfsemi. Stefnt verður að
sammna banka. Markmiðið er að
ná aukinni hagkvæmni og rekstrar-
öryggi í bankakerfínu en tryggja
jafnframt eðlilega samkeppni milli
alhliða viðskiptabanka.
Sama grundvallarstefna
í utanríkismálum
Ríkisstjómin mun áfram fylgja
þeirri grandvallarstefnu í utanríkis-
málum að taka virkan þátt í
norrænu samstarfí, í samstarfí Evr-
ópuþjóða, í starfsemi Sameinuðu
þjóðanna og vestrænu vamarsam-
starfí á gmndvelli aðildar íslands
að Atlantshafsbandalaginu og vam-
arsamningsins við Bandaríkin.
Starf utanríkisráðuneytisins á
sviði vamar- og öryggismála verður
eflt enn frekar og höfuðáhersla á
það lögð, að íslensk sfjómvöld leggi
fyrst og fremst sjálfstætt mat á
öiyggis- og vamarmál.
Málefni útflutningsverslunar,
SJÁ NÆSTU OPNU