Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987
Reuter
Slepak kominn til Israels
Sovéski gyðingurinn og andófsmaðurinn Vladimir Slepak kom á mánu-
dagskvöld til Tel Aviv í ísrael. Myndin var tekin á Ben Gourion-
flugvelli skammt frá borginni og heldur Slepak á nafnskírteini sem
hann fékk afhent við komu sína til landsins. Slepak sótti fyrst um
brottfararleyfí frá Sovétríkjunum árið 1970 og var hann af þeim sök-
um dæmdur til fimm ára útlegðar. Hann og eiginkona hans héldu
frá Sovétríkjunum á mánudag og millilentu þau í Vínarborg á leiðinni
til ísraels.
Afvopnunarmál:
Bjartsýní um samkomulag
Þrátt fyrir vonbrigði með Moskvuför Shultz
Washington, Reuter.
GEORGE Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, segir að
Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sov-
étríkjanna, ætti að gera upp hug
sinn fljótlega hvort hann vill leið-
togafund með forseta Banda-
ríkjanna. Gorbachev geti ekki
komið til Bandaríkjanna á meðan
kosningabaráttan fyrir forseta-
kosningar á næsta ári standi sem
hæst. Carrington lávarður, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, sagði á mánudag að
samningur um meðal- og skamm-
drægar eldflaugar væri aðalat-
riði en leiðtogafundur væri
nokkurs konar einkamál risa-
veldanna.
Carrington lávarður sagði enn-
fremur að enginn tæki það mjög
alvarlega þó för Shultz til Sovétríkj-
anna hefði ekki verið jafn árang-
ursrík og menn á Vesturlöndum
væntu. Hann sagði að þó samið
yrði um útrýmingu meðal- og
skammdrægra eldflauga í Evrópu
þá skertist ekki fælingarmáttur
Atlantshafsbandalagsins. „Það sem
um er að ræða eru 3 prósent af
kjamorkuvopnum. Við eigum þá 97
prósent eftir," bætti Carrington við.
Embættismenn í Moskvu sögðu
á mánudag að leiðtogafundur væri
enn á dagskránni á þessu ári ef
Bandaríkjamenn væru reiðubúnir
að ræða geimvamaáætlun sína.
Frank Carlucci, öryggisráðgjafi
Ronalds Reagans, sagði í viðtali á
sunnudag að á fundinum með
Shultz í síðustu viku hefði Gorbac-
hev ekki gefíð hugmyndina um
leiðtogafund í desember upp á bát-
inn. „Hann minntist aftur og aftur
á leiðtogafund og sagðist hlynntur
honum bæði af persónulegum og
stjómmálalegum ástæðum," sagði
Carlucci um Gorbachev. Carlucci
sagði ennfremur að Gorbachev
hefði reynt að notfæra sér þrýsting
á bandarísk stjómvöld heima fyrir
til að gera viðræður um geim-
vamaáætlunina að skilyrði fyrir
leiðtogafundi.
Frakkar gera Ktið
úr óróa á Tahiti
París, Reuter.
FRÖNSK yfirvöld hafa reynt
að gera lítið úr óróanum á
Tahiti. Þangað eru þó komnir
hundruð franskra lögreglu-
og hermanna, þar af 200 alla
leið frá París, til þess að halda
uppi röð og reglu.
Talsmaður frönsku ríkisstjórnarinn-
ar sagði að uppþot á Tahiti sl.
föstudag hefði verið einangrað
atvik. Þar hefðu verið að verki ná-
lega 500 hafnarverkamenn. Til
Kínverski kommúnistaflokkurinn:
Kosið milli manna í miðstíóm
f fyrsta sinn í valdatíð kommúnista
Peking, Reuter.
Kínverski kommúnistaflokk-
urinn ákvkð í gær að gefa
félögum sínum nasasjón af lýð-
ræðinu en þá var tilkynnt, að við
skipan miðstjórnarinnar yrði
kosið á milli manna. Búist er við,
að Zhao Ziyang verði valinn eft-
Astralskur
gullgrafari
datt loks í
lukkupottinn
Darwin, Ástralíu, Reuter.
ÁSTRALINN Ray Hall, 62ja
ára gamall og guUgrafari án
árangurs til margra ára, fann
Ioks gullæð svo gríðarlega,
að þar mun sennilega hefjast
vinnsla jafnskjótt og frum-
rannsóknum er lokið.
Ray og kona hans hafa árum
saman leitað að, gulli og notað
til þess skóflu og haka. Þau
hafa farið víða um og hvergi
haft heppnina með sér. En fyrir
skömmu hófu þau að leita á
svæði sem heitir Tennant Creek
í suðurhluta landsins. Þar var
þekkt gulleitarsvæði á síðustu
öld og voru Kínveijar þar á
hverju strái. Langt er liðið síðan
úrskurðað var, að allt gull væri
þar uppurið.
En Ray hélt ótrauður áfram
og er ekki að orðlengja að gull-
æð fann hann nú nýlega. Þau
hjón vildu vera viss, og ákváðu
að hann héldi til næsta bæjar
með feng sinn í potti, en eigin-
konan gætti svæðisins. Molarnir
rejmdust vera um milljón dollara
virði og stjórnvöld hafa nú Iýst
yfír því að trúlega muni borun
heijast þama hið snarasta.
irmaður Dengs Xiaoping á
yfirstandandi þingi kommúnista-
flokksins.
í tilkynningu forsætisnefndar
þingsins sagði, að við miðstjómar-
kjörið yrðu frambjóðendur 5% fleiri
en þeir, sem þar eiga sæti, og er
þetta í fyrsta sinn í sögu kínverska
kommúnistaflokksins, að mönnum
gefst kostur á að kjósa á milli
manna. Þingfulltrúar eru 1.936
talsins og verða kosningamar leyni-
legar.
Song Jian vísindamálaráðherra
hélt í gær blaðamannafund þar sem
hann skýrði út stefnu þings og
stjómar í vísindum og tæknimálum.
Af gefnu tilefni veik hann að stjam-
eðlisfræðingnum Fang Lizhi, sem
var rekinn úr flokknum í janúar
sl., og sagði, að hann væri frábær
vísindamaður, sem nyti stuðnings
flokksins hvort sem hann væri utan
hans eða innan. Fullvissaði Jian
einnig menntamenn um, að þeir
þyrftu ekki að óttast neinar hremm-
ingar á borð við menningarbylting-
una.
Spánn:
Paella mettar
5.000 manns
í GÆR LAUK matvælahátí-
ðinni í Marbella og hápunktur-
inn var að sjálfsögðu þegar
tilreidd var paelía ofan i 5.000
manns, en paella er
hrísgrjónaréttur og þjóðar-
réttur Spánveija.
Matreiðsiumeistaramir notuðu 250
kg af hrísgijónum, 300 kg af kjúkl-
ingakjöti, 80 kg af kanínukjöti, 60
kg af andalgöti og 40 1 af ólívuolíu
til þess að búa til þessa mikilfeng-
legu máltíð. Að sögn bragðaðist hún
eins og best verður á kosið.
Fang var sakaður um að hafa
æst stúdenta upp til mótmæla en
nærtækari ástæða fyrir brottrekstr-
inum eru ummæli, sem vestur-
þýska vikuritið Der Spiegel hafði
eftir honum: „Marxisminn tilheyrir
ákveðnu tímabili í sögunni og nú
er það liðið. Hann er eins og götótt
flík, sem aðeins er hægt að kasta."
Zhao Ziyang, sem nú gegnir
stöðu flokksformanns, flutti setn-
ingarræðuna á þinginu og talið er
fullvíst, áð Deng hafí valið hann
sem sinn eftirmann.
óeirða hefði komið er lögregla rak
þá af hafnarsvæðinu. I hópnum
hefðu ef til vill verið einhveijir að-
skilnaðarsinnar.
Að sögn talsmannsins gengu
unglingar til liðs við verkamenn og
börðust við lögreglu með þeim af-
leiðingum að 20 menn slösuðust,
sumir alvarlega, og 60 voru hand-
teknir.
Sett var útgöngubann og lýst
yfír neyðarástandi á laugardag til
þess að koma í veg fyrir ný mót-
mæli af hálfu verkamannanna og
hugsanlegt uppþot. Að sögn heim-
ilda á Tahiti er þar allt með kyrrum
kjörum og líf komið í eðlilegt horf.
Franska stjómin sendi 400 sér-
þjálfaða herlögreglumenn til Tahiti.
Var 200 þeirra flogið 18.000 kfló-
metra vegalengd frá París. Tvö
hundruð hermenn til viðbótar voru
sendir frá Mururoa til Tahiti.
Pierre Angeli, landsstjóri á Ta-
hiti, hefur verið kallaður heim til
Parísar. Heimildir herma að það
standi í engu sambandi við óróan á
eynni, heldur sé löngu ákveðið. Yfir-
völd í París hafa hins vegar reynst
ófáanleg til að fjalla um heimkvaðn-
ingu Angelis.
Bretland:
Vmstrimenn gagn-
rýna Neil Kinnock
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
VINSTRISINNAR úr Verkamannaflokknum og víðar að héldu
fund f Chesterfield, I kjördæmi Tony Benn, þingmanns flokksins,
um helgina. Nokkrir þingmenn á vinstrivæng flokksins skipu-
lögðu fundinn. Mikil gagnrýni kom fram á áform Verkamanna-
flokksins um að endurskoða öll stefnumál sín. Endurskoðunin
liefst í þessari viku. í skoðanakönnun MORI fyrir The Times
kemur fram, að yfir helmingur stuðningsmanna Verkamanna-
flokksins styður, að Bretar hafi kjarnorkuvopn.
Yfír 2000 fulltrúar sóttu fund
vinstrisinnanna. Meðal þeirra, sem
töluðu, voru Arthur Scargill, leið-
togi námamanna, og Ken Livings-
ton og Eric Heffer, þingmenn ’
Verkamannaflokksins. Þeir gagn-
rýndu sérstaklega samþingmann
sinn, Bryan Gould, sem stjómaði
kosningabaráttu Verkamanna-
flokksins, fyrir að vilja höfða
sérstaklega til þeirra, sem bætt
hefðu kjör sín á valdatíma Margar-
et Thatcher forsætisráðherra, og
fyrir að vilja selja fyrirtæki ríkisins
til starfsmanna. Hver ræðumaður-
inn á fætur öðrum notaði verðfallið
á íjármálamörkuðum í síðastliðinni
viku til að reyna að sýna fram á,
að Gould hefði haft rangt fyrir sér
og það þyrfti að gera hlut sósíalis-
mans meiri í stefnu Verkamanna-
flokksins.
Ken Livingston varaði Kinnock,
leiðtoga flokksins, við því að svíkja
sósíalismann með veikri forystu.
Hann spurði, hve mörgum ósigrum
síðustu ára hefði verið hægt að
komast hjá, hefði Tony Benn orðið
forsætisráðherra 1976.
Þátttakendur á ráðstefnunni
voru ekki einvörðungu úr Verka-
mannaflokknum, heldur einnig úr
ýmsum hópum sósíalista og Græn-
ingja. Tony Benn sagði í lokin, að
markmiðið væri að stofna sósíalíska
hreyfíngu, sem náð gæti völdum í
Bretlandi á næsta áratug.
Foiystumenn v Verkamanna-
flokksins vísuðu kröfum ráðstefn-
unnar á bug. í þessari viku verður
lögð fram fyrsta skýrslan í endur-
skoðun flokksins á stéfnumálum
sínum. Lagt er til, að stofnaðar
verði nefndir um ýmis sérsvið stefn-
unnar, sem sjái um endurskoðun
hennar.
í skoðanakönnun, sem birtist í
The Sunday Times og The Times,
kemur fram, að íhaldsflokkurinn
nýtur stuðnings 50% kjósenda um
þessar mundir, Verkamannaflokk-
urinn 34% og Bandalagið 14%. 65%
þeirra, sem styðja Verkamanna-
flokkinn, styðja þá stefnu, að Bretar
hafi kjamorkuvopn, annaðhvort
sjálfír eða í samvinnu við aðrar
Evrópuþjóðir. Einungis 9% kjósenda
Verkamannaflokksins styðja það,
að Bretar losi sig við kjamorkuvopn
sín og segi sig úr Nato. Ýmis stefnu-
mál stjómar Thatcher njóta ekki
fylgis meirihuta kjósenda, að því
er kemur fram í könnuninni, t.d.
breytingar í skólamálum og á skött-
um til sveitarfélaga og einkavæðing
raforkufyrirtækja.