Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson, Árnl Jörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösia: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi ínnanlands. (lausasölu 55 kr. eintakiö.
Afturkippur
í afvopnunarmálum
STEFNURÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA:
Hér fer á eftir stefnuræða Þorsteins Pálssonar
forsætisráðherra sem flutt var á Alþingi í gær.
Kaflafyrirsagnir eru Morgunblaðsins.
Ferð George Shultz, ut-
anríkisráðherra Banda-
rílq'anna, til Moskvu í síðustu
viku bar ekki þann árangur,
að ákveðinn yrði næsti fundur
þeirra Ronalds Reagan og Mik-
hails Gorbachev. Ekkert sýnist
að vísu standa í vegi fyrir því,
að samkomulag takist um
upprætingu meðaldrægra eld-
flauga. Kann samningur um
þann þátt afvopnunarmála að
verða undirritaður án þess að
leiðtogamir tveir hittist. Að
sjálfsögðu er ástæðulaust að
setja formsatriði fyrir sig í því
efni; mestu skiptir að samning-
urinn sé þannig úr garði
gerður, að unnt sé að fram-
fylgja honum.
I Moskvu var ekki ágreining-
ur um meðaldrægu flaugamar.
Þar gerðist það hins vegar,
þegar Shultz ræddi við Gorba-
chev, að sovéski leiðtoginn vildi
ekki ræða um 50% fækkun á
kjamaoddum í langdrægum
eldflaugum nema einnig yrðu
settar skorður við áformum
Bandaríkjamanna um geim-
vamir. Sami fleygurinn kom til
sögunnar og á fundi þeirra
Reagans og Gorbachevs hér í
Reykjavík fyrir ári. „Þetta kom
eins og skrattinn úr sauðar-
leggnum," sagði Steingrímur
Hermannsson, utanríkisráð-
herra, um afstöðu Gorbachevs,
eftir að hafa hlýtt á frásögn
George Shultz af viðræðunum
í Moskvu. Með þeim orðum
vísar Steingrímur til þess, að
menn höfðu bundið nokkrar
vonir við það, að helstu hindr-
unum fyrir nýjum leiðtogafundi
hefði verið mtt úr vegi og þar
tækist að varða veginn til
fækkunar á langdrægum
kjamorkueldflaugum eftir að
hinar meðaldrægu em úr sög-
unni.
Hvað býr að baki þessum
sveiflum í afstöðu Sovétmanna?
Á Reykjavíkurfundinum setti
Gorbachev það sem skilyrði
fyrir samkomulagi um meðal-
drægu flaugamar, að Banda-
ríkjamenn hættu . við
geimvamir. Hinn 28. febrúar
síðastliðinn sneri Gorbachev við
blaðinu og sagði Sovétmenn
reiðubúna að semja um meðal-
drægu flaugamar, hvað sem
geimvamaáætluninni liði. Nú
þegar sovéski leiðtoginn notar
þessa áætlun á ný sem hindmn
fyrir samningum, að þessu
sinni um langdrægar flaugar,
berast þær fregnir, að Sovét-
menn hafí forskot í geimferðum
og hafí sjálfír reist risastórar
leysigeislastöðvar til að granda
gervihnöttum. Em ástæðumar
fyrir þvermóðsku Sovétmanna
efnislegar eða er þær til dæmis
að rekja til ágreinings á bak
við tjöldin í Moskvu? Hefur
Gorbachev ekki þau tök innan
stjómmálaráðs sovéska komm-
únistaflokksins, að hann geti
hiklaust gengið til samninga
um afvopnun?
Skoðanir hafa verið skiptar
innan Atlantshafsbandalagsins
um geimvamir. Ef til vill líta
Sovétmenn þannig á, að þeir
geti alið á sundmngu innan
þess með því að setja Banda-
ríkjamönnum erfíð skilyrði í því
efni. Steingrímur Hermanns-
son hefur lýst þeirri skoðun
sinni, að hann hafí fyrirvara
varðandi geimvamaáætlun
Bandaríkjastjómar og hallist
að skoðun Norðmanna í því
efni. í ítarlegu viðtali við Johan
Jörgen Holst, vamarmálaráð-
herra Noregs, sem birtist hér
í blaðinu síðastliðinn fímmtu-
dag, er vikið að þessu máli og
lýsti ráðherrann skoðun sinni
meðal annars með þessum orð-
um: „Ég vona að viðleitni
manna til að láta drauminn um
áreiðanlegar vamir í geimnum
rætast komi ekki í veg fyrir
að við getum dregið úr þeirri
ógn, sem við erum að verjast.
Slíkt væri hin fullkomna kald-
hæðni sögunnar og að mínu
viti í ósamræmi við hagsmuni
bæði Bandarílgamanna og Sov-
étmanna. Ég vona að þeim
takist að rjúfa sambandið milli
geimvama og lq'amorkueld-
flauga og ná samkomulagi um
helmingsfækkun langdrægu
flauganna. Slíkur sáttmáli
myndi í raun breyta öllu og ég
tel hugsanlegt að hann verði
gerður." Afturkippurinn í af-
vopnunarmálunum núna stafar
að því, að Sovétmenn vilja ekki
ijúfa sambandið milli geim-
vama og kjamorkueldflauga.
Öllum á óvart slitu Sovét-
menn tengslin milli meðal-
drægu flauganna og
geimvama. Eftir að sú hindmn
var úr sögunni hefur leiðin að
samningi verið næsta greið.
Nú er þess beðið að Sovétmenn
breyti um stefnu varðandi lang-
drægu flaugamar og geim-
vamimar.
Herra forseti.
Góðir íslendingar.
Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks,
Pramsóknarflokks og Alþýðuflokks
mun standa vörð um lífskjörin í
landinu með því að halda verð-
bólgunni í skefjum og skapa at-
vinnulífínu viðunandi starfsskilyrði.
Jöfhuði verður náð í ríkisfjármál-
um þegar á næsta ári og ríkissjóður
mun ekki taka ný erlend lán. Með
samræmdum aðgerðum hefur fast-
gengisstefnan verið styrkt.
Nýtt skattakerfi
Ríkisstjómin mun beita sér fyrir
aðgerðum sem örva spamað og
auka ftjálsræði í íslensku efna-
hagslífí. Hún mun koma á nýju
skattakerfí í landinu, sem er ein-
faldara, réttlátara og skilvirkara.
Ríkisstjómin mun færa verkefni
og tekjur til sveitarfélaga og auka
þannig tekjur þeirra og ábyrgð og
leggja áherslu á að tryggja jafn-
vægi milli byggðanna í þróun
atvinnulífs og þjónustu.
Ríkisstjómin mun selja ríkisfyrir-
tæki og hlutafé ríkisins í fyrirtækj-
um sem stunda atvinnurekstur, þar
sem henta þykir.
Ríkisstjómin mun með mark-
vissri fjölskyldustefnu vinna að því
að treysta stöðu fjölskyldunnar með
velferð bama fyrir augum og gera
átak til að koma á jafnrétti kvenna
og karla með sérstakri áherslu á
launajafnrétti.
Ríkisstjómin mun fylgja utanrík-
isstefnu sem gmndvallast á vamar-
samstarfí vestrænna rílq'a, norrænu
samstarfí og aðild að Sameinuðu
þjóðunum. Hún mun styðja alla
raunhæfa viðleitni til afVopnunar
og upprætingar kjamorkuvopna
með gagnkvæmum samningum.
Ríkisstjómin vill stuðla að vinsam-
legum samskiptum þjóða í milli þar
sem friður, frelsi og mannréttindi
verða ekki sundur slitin.
Það er gróandi í íslensku þjóðlífí.
Líf og starf þjóðarinnar gerist æ
fjölbreyttara og fjölskrúðugra. Við
höfum, íslendingar, sótt fram á öll-
um sviðum hvort heldur er í at-
vinnu- og efnahagslífí eða í
menningu og listum. Við höfum
notið árgæsku til lands og sjávar
og ytri aðstæður hafa verið þjóðinni
hagstæðar á marga lund.
Þjóðin býr við betri lífskjör en
nokkru sinni fyrr. Athafnagleði
landsmanna hefur brotist fram og
hvert sem litið er má sjá merki um
skapandi hugsun og þrótt, umsvif
og framfarir.
Við íslendingar erum sjálfstæð
vel menntuð þjóð með auðugt
menningarlíf. Við eigum gjöful
fískimið og mikilfenglegt og fagurt
land. Við búum við efnaghagslega
velsæld eins og hún gerist best, en
hjá fámennri þjóð f harðbýlu landi
er þó atgervi einstaklinganna hinn
raunverulegi þjóðarauður.
Við nálgumst nýja öld, ekki að-
eins samkvæmt lögmáli tímatalsins,
heldur er einnig að hefjast öld há-
tækni og þekkingar. Öld meiri
samskipta þjóða í milli, ný upplýs-
ingaöld. _Það er ríkisstjórnar og
Alþingis íslendinga að leiða þjóðina
inn í þessa nýju öld og sjá svo um
að hún dragist ekki aftur úr öðrum
heldur standi í fylkingarbijósti þar
sem aðstaða leyfír.
Markmiðið er að lífskjör hérlend-
is standist samanburð við það sem
best gerist með öðrum þjóðum.
Óvíða eru lífskjör jafnari milli þjóð-
félagshópa en hér á landi. Verkefni
okkar er að fækka lágtekjustörfum
og bæta Iífslqor þjóðarinnar allrar
með tæknivæðingu og framþróun.
Vaxandi togstreita þéttbýlis og
strjálbýlis er áhyggjuefni. Við þurf-
um því að efla skilning og virðingu
fyrir störfum og aðstæðum hvers
annars. Landsbyggðarfólkið má
ekki agnúast út í höfuðborgina eða
vanmeta þjónustustörfín sem þar
eru unnin. Á móti verður að kveða
niður það öfugmæli sem oft heyrist
að framleiðslustörfín á landsbyggð-
inni séu baggi á þéttbýlisfólkinu.
Gagnkvæmur skilningur er for-
senda fyrir því að okkur takist það
ætlunarverk að tryggja uppbygg-
ingu og framfarir landsins alls.
Þjóðfélög eru gjaman metin eftir
því hvemig þeim famast við þá sem
minnst mega sín, böm, aldraða og
öryrkja. Við íslendingar höfum
byggt upp og þróað öflugt velferð-
arkerfí. En traust atvinnulíf og
verðmætasköpun er undirstaða og
í raun forsenda velferðar.
Fleiri verkefni en
efnahagsmál
Þótt efnahagsmál hljóti á hveij-
um tíma að vera meginviðfangsefni
ríkisstjómar er ljóst að við fleiri
verkefni er að fást. Það er skylda
ríkisstjómar að búa svo í haginn
fyrir þjóðmenningu okkar íslend-
inga að hún blómgist og dafni.
Lífskjör eru ekki eingöngu efna-
leg afkoma. Lífslqor em einnig
menningarlíf, vísindi og menntir,
sem þrífast í landinu. Tilkall íslend-
inga til sjálfstæðis byggist öðm
fremur á tungu okkar og bók-
menntaafrekum. En hver em tilvist-
arrök þjóðarinnar ef hún hættir að
skapa menningarleg verðmæti?
Gullöld íslendinga er að sönnu
glæst, en þjóðin lifír ekki á fomri
frægð einni saman.
Okkur íslendingum er annt um
stöðu okkar meðal þjóðanna. Við
viljum ekki vera þiggjendur á öllum
sviðum heldur einnig veitendur í
þeim efnum sem við höfum sérstak-
ar aðstæður til. í menningu og
vísindum þekkjast engin landa-
mæri. Kröfur á því sviði em al-
þjóðlegar. íslensk menning er okkur
bakhjarl vegna þess að hún rís upp
úr. Sama á að gilda um vísindin.
íslensk vísindi standa ekki undir
nafni nema í þeim felist framlag
til alþjóðlegrar þekkingar.
Er það ofætlun að Islendingum
takist að leggja sitt af mörkum í
samfélagi þjóðanna á sviði vísinda,
lista og mennta? Þjóðlegur metnað-
ur kallar á að við sælq'um fram,
'sköpum og gemm okkur gildandi.
Það er lífsnauðsyn að slíkri starf-
semi verði búin sem best skilyrði í
landi okkar, enda blasir við stöðnun
að öðram kosti.
Fyrir utan þá, sem starfa hér
heima, eigum við íslendingar af-
reksmenn á sviði vísinda og mennta
sem starfa í öðmm löndum. Allir
vinna þeir þjóð sinni, en ákjósanlegt
væri að sem flestir hefðu skilyrði
til að starfa hér á landi og að því
verður að vinna.
Það er höfuðskylda stjómvalda
að búa svo um hnútana að afrakst-
ur efnahagsstarfseminnar verði
sem mestur.
Engum vafa er undirorpið að
frjálsræði í viðskiptum innan eðli-
legra leikreglna skilar okkur
bestum árangri. Reynslan sýnir að
athafnafrelsi leysir úr læðingi orku
og sköpunarkraft og skilar þjóðar-
búinu efnahagslegum afrakstri sem
ekki fæst með öðmm hætti.
En frelsinu fylgir ábyrgð og
þeirri ábyrgð geta hvorki einstakl-
ingar, fyrirtæki eða samtök vikið
sér undan.
Á síðastliðnu ári tókst í tvígang
að semja á almennum vinnumark-
aði um kaup og kjör þannig að
samræmdist stefnu stjómvalda um
efnahagslegan stöðugleika. • Ríkis-
sjóður tók á sig byrðar til að ná
fram markmiðum samninganna um
bættan hlut lágtekjufólks, trygg-
ingu kaupmáttar og lækkun verð-
bólgu.
Sagt hefur verið um þessa samn-
inga að þeir hafí einkennst af
hófsemi. Á marga lund er það þó
rangtúlkun. Samningamir skiluðu
launþegum í raun kaupmáttaraukn-
ingu og lífskjarabót langt umfram
það sem björtustu vonir stóðu til
og áður hefur þekkst. Launa- og
kjaraþróun skiptir miklu um fram-
vindu efnahagsmála hér á landi.
Samningar þessir tókust vegna þess
að aðilar vinnumarkaðar vom á
þeim tíma tilbúnir til að axla þá
ábyrgð sem á herðum þeirra hvílir.
Núverandi ríkisstjóm er reiðubú-
in til áframhaldandi samstarfs við
aðila vinnumarkaðarins.
Framvinda efnahagsmála að
undanfömu og horfur fyrir næstu
misseri sýndu vaxandi verðbólgu
og viðskiptahalla. Því var nauðsyn-
legt að beita samræmdum aðgerð-
um á öllum sviðum efnahagsmála
til að koma á stöðugleika. Ríkis-
stjómin ákvað að leggja fram
hallalaus íjárlög fyrir árið 1988 og
grípa auk þess þegar í stað til fjöl-
þættra aðhaldsaðgerða á sviði
fjármála og peningamála, sem
halda ríkisútgjöldum því sem næst
óbreyttum í hlutfalli við lands-
framleiðslu.
Með þessum aðgerðum er ráð-
stöfunarfé þjóðarinnar beint að
spamaði en frá neyslu og innflutn-
ingi og þannig dregið úr viðskipta-
halla. Biýna nauðsyn ber til að
koma betra jafnvægi á lánamarkaði
og draga úr innstreymi erlends
lánsfjár.
Ríkissjóður mun ekki taka nein
ný erlend lán og skuldir ríkisins
munu lækka að raungildi og í hlut-
falli við landsframleiðslu. Lánsfjár-
lagafrumvarp stefnir að miklum
samdrætti í erlendum lántökum.
Einnig hefur verið gripið til al-
mennra ráðstafana til að draga úr
erlendum lántökum, auk margvís-
legra aðgerða til að halda aftur af
útgjöldum, bæta hag ríkissjóðs og
auka spamað.
Ráðstafanir ríkissljómarinnar
treysta gengi krónunnar, en stöðugt
gengi ásamt aðhaldi í fjármálum
og peningamálum em forsendur
þess að verðbólga hjaðni. Við höfum
alla möguleika á að ná þessu marki.
Með stefnumörkum sinni hefur
ríkisstjómin búið efnahagslífínu og
þar með aðiium vinnumarkaðarins
almenna starfsumgerð. Að öðm
leyti ræðst framvinda eftiahags-
mála af ytri skilyrðum þjóðarbúsins
á næstu mánuðum og missemm.
Ráðstafanir ríkisstjómar eyða þeirri
óvissu er gætt hefur í efnahagsmál-
um að undanfömu og með þeim er
lagður gmnnur að stöðugleika í
efnahagslífínu og áframhaldandi
sókn til bættra lífskjara.
Fjármagnsstraumar lúta
engum landamærum
Ákvörðun um að heimila bönkum
og sparisjóðum að ákveða eigin
vexti í ágúst 1984 var fyrsti áfangi
á braut fijálsræðisþróunar á pen-
inga- og lánsfjármarkaði hér á
landi. Síðan hefur hver áfanginn
Ríkísstjómín he
völl að áframhald