Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 33 Kópavogur; Lóðaúthlutun í Suðurhlíðum BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur sam- þykkt úthlutun á 38 lóðum I C-reit í Suðurhlíðum en 167 umsóknir bárust um lóðiraar. Átta aðilum var gefinn kostur á lóðum undir klasahús en þeir eru: Lóð við Fagrahjalla 2, Einar Óskarsson, Bræðratungu 17, Þórólfur B. Jónsson, Bræðratungu 13 og Björn Kristjáns- son, Bræðratungu 19. Fagrihjalli 4, Valdimar Þórðarson, Digranesveg 46 og Guðmundur Ó. Þórðarson, Seiðakvísl 32. Fagrihjalli 6, Berg sf. Lyngheiði 10. Fagrihjalli 8, Guðleifur Sigurðsson, Hæstiréttur í máli Hreyfils gegn Olís: Fagrihjalli 60, Helgi B. Þorvalds- son, Jörvabakka 24. Fagrihjalli 62, Ólafur Frostason, Kópavogsbraut 84. Fagrihjalli 64, Kristján S. Birgisson, Álfhólsvegi 129. Fagrihjalli 66, Guð- mundur Benediktsson, Álfhólsvegi 107. Fagrihjalli 68, Bjami Gunnar Sveinsson, Heiðarási 13. Morgunbladið/Júlíus Fyrir rúmlega tveimur árum stóðu deilur Olíuverslimar íslands og Hreyfils sem hæst. Hindruðu leigubilstjórar að bifreiðar gætu ekið að tönkum bensínstöðvarinnar við Fellsmúla. Aðallandi 19. Fagrihjalli 10, Hörður Jónsson, Stigahlíð 60. Lóð undir einbýlishús hlutu: Fagri- hjalli 1, Gunnar Már Gíslason, Neðstutröð 6. Fagrihjalli 3, Einar Már Gunnlaugsson, Engihjalla 25. Fagri- hjalli 5, Þorgeir Helgason, Furugrund 42. Fagrihjalli 9, Ásmundur Ás- mundsson, Engihjalla 3. Fagrihjalli 11, Karl Emil Wemersson, Asgarði 20. Fagrihjalli 12, Kristján Leifsson, Fumgrund 56. Fagrihjalli 13, Þor- steinn K. Bjömsson, Álfhólsveg 103. Fagrihjalli 14, Ásgeir J. Ásgeirsson, Brekkubyggð 93. Fagrihjalli 15, Guð- laugur Gíslason, Vallargerði 8. Fagrihjalli 16, Benedikt Guðmunds- son, Lundarbrekku 8. Fagrihjalli 17, Runólfur B. Leifsson, Engihjalla 9. Fagrihjalli 18, Vilmar Pétursson, Stóragerði 6. Fagrihjalli 19, Tómas Stefánsson. Birkihvammi 21. Fagri- hjalli 20, Asta Jónsdóttir, Digranes- vegi 14. Fagrihjalli 22, Brynja Stefnisdóttir, Fumgmnd 71. Fagrihjalli 24, Birgir Reynisson, Laufbrekku 23. Fagrihjalli 26, Þröstur E. Hjörleifsson, Fum- gmnd 64. Fagrihjalli 28, Kristján Bjömsson, Fumgmnd 74. Fagrihjalli 30, Ingólfur G. Ingólfsson, Lindar- hvammi 7. Fagrihjalli 32, Karl Jónsson, Nýbýlavegi 70. Fagrihjalli 34, Magnús Asgeirsson, Dúfnahólum 4. Fagrihjalli 36, Þröstur K. Ottósson, Storgatan 55, Osló. Fagrihjalli 38, Ómar Hlynsson, Fumgmnd 74. Fagrihjalli 40, Sverrir B. Þorsteins- son, Daltúni 20. Fagrihjalli 42, Einar Ingvarsson, Nýbýlavegi 102. Fagri- hjalli 44, Ólaftir Agnar Viggósson, Engihjalla 25. Fagrihjalli 46, Hallg- rímur Axelsson, Digranesvegi 69. Fagrihjalli 48, Jörgen Moestmp, Sel- brekku 38. Fagrihjalli 50, Þorgerður E. Sigurðardóttir, Kjarrhólma 38. Fagrihjalli 52, Guðbjöm Þór Ævars- son, Reynigmnd 21. Fagrihjalli 54, Ólafur Bjömsson, Engihjalla 11. Fagrihjalli 56, Valdimar Bergstað, Hjallalandi 31. Fagrihjalli 58, Ingvar Teitsson, Flúðarseli 40. Bókaút- sala í Þing- holtsstræti 3 ÁSLEG bókaútsala Hins íslenska bókmenntafélags í Þingholts- stræti 3 hefst fimmtudaginn 29. október og stendur til þriðju- dagsins 3. nóvember. Auk bóka Bókmenntafélagsins verða bækur frá eftirtöldum bóka- forlögum á útsölunni: Menningar- sjóði, ísafold, Þjóðsögu, Lögbergi og fleiri aðilum. Á bókaútsölunni em elstu ritin frá því fyrir áramót, en þau yngstu nýleg. Meðal þeirra eru rit um bók- menntir og listir, bamabækur, ævisögur, skáldsögur, fræðibækur og tímaritið Skímir. Verði útsölubókanna er stillt í hóf, eða frá kr. 50. Bókaútsalan I Þingholtsstræti 3 er opin sem hér segir: fímmtudag 29. október kl. 9.00-18.00, laugar- dag 31. október kl. 10.00-16.00, sunnudag 1. nóvember kl. 13.00- 16.00, mánudag 2. og þriðjudag 3. nóvember kl. 9.00-18.00. Forgangsréttur Olís til við- skipta við Hreyfil viðurkemidur GENGINN er dómur í Hæsta- rétti í máli Samvinnufélagsins Hreyfils gegn Olíuverslun ís- lands hf. Viðurkenndur var forgangsréttur Olíuverslunar ís- lands hf. að viðskiptum við Hreyfil, en ekki talið að unnt væri að þvinga Hreyfil til efnda á svohljóðandi ákvæði samnings milli fyrirtælqanna. Samningur málsaðila frá 1975 var þess eðlis, að Hrefill ræki bensinstöðina, en seldi bensin og olíur í umboðs- sölu fyrir OLÍS. Hreyfíll skaut þessu máli til Hæstaréttar og krafðist þess í aðal- sök, að OLÍS yrði dæmt til þess að fjarlægja stöðvarhús, olíu- og bensíndælur og jarðgeyma fyrir olíu og bensín á lóðinni Fellsmúla 24-26 í Reykjavík. í gagnsök féllst hann á eignarrétt OLÍS að þessum verð- mætum en krafðist sýknu af öðrum kröfum. OLÍS gerði þær kröfur í dómi, að viðurkenndur væri eignarréttur félagsins að öllum mannvirkjum á lóð bensínstöðvarinnar á Fellsmúla 24-26, þar með talið uppfylling á lóð, malbikuð og steypt þvottaplön og akreinar og annar frágangur með veggjum, jarðgeymar og lagn- ir þeim tilheyrandi og annar búnaður með bensín- og olíudælum, vatns- og frárennslislagnir í jörð grafnar, ásamt húsi því er á lóðinni stendur, svo og tröppur og stoð- veggir, sem afmarka téða lóð bensínstöðvarinnar. Einnig var þess krafist, að viðurkennt yrði með dómi að téðum mannvirkjum fylgdi hlutfallsleg hlutdeild í tilheyrandi lóðarleiguréttindum, er næmi 13,8% af heildarlóðinni. OLÍS krafðist og viðurkenningar á forgangsrétti að viðskiptum við Hreyfíl, með fram- lengingarsamningi á svipuðum kjörum og Olíufélagið hafi hjá Hreyfli og að forsvarsmönnum Hreyfíls væri gert skylt að leggja fyrir OLÍS þann samning sem Hreyfill hafí gert við Olíufélag ís- lands, þannig að OLÍS ætti kost á því að tjá sig um hvort hún vildi nýta sér forgangsrétt sinn. Hæstiréttur viðurkenndi for- gangsrétt OLÍS samkvæmt samn- ingi þess við Hreyfil, en taldi hins vegar ekki lagaskilyrði fyrir því1 að knýja Hreyfil til efnda á því ákvæði. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu undirréttar, að Hreyfli væri skylt að viðlögðum dagsektum að kynna 'O fyrir OLÍS samninginn við Olíufélag íslands. Hæstiréttur viðurkenndi eignar- rétt OLÍS að stöðvarhúsi, olíudæl- um og jarðgeymum. Hins vegar taldi rétturinn ekki tímabært að fjalla um eignarrétt að öðrum verð- mætum, þar sem ekki lægi ljóst fyrir hvort OLÍS ætti kost á því að neyta forgangsréttar síns og sýkn- aði Hreyfíl með vísan í 69. gr. einkamálalaga. Hreyfíll var sýknað- ur af kröfu OLÍS um hlutdeild í leigulóðarréttindum, sem og kröfu um endurgreiðslu „afsláttar" og greiðslu vaxta. OLÍS var sýknað af kröfu Hreyf- iis að fjarlægja af lóð þau verðmæti sem áður greinir, með vísan til áður- nefndrar 69. gr. einkamálalaga. Guðmundur Skaftason, hæsta- réttardómari " greiddi sératkvæði.' Taldi hann Hreyfíl hafa rétt að gera samning við önnur félög, án þess að gera samningsaðila tilboð um samning á sömu kjörum. Landsþing Þroskahjálpar; Kópavogshæli verði lagt niður í núverandi mynd INNLENT Á LANDSÞINGI Þroskaþjálpar sem haldið var um síðustu helgi var samþykkt tillaga um að draga verulega úr hlutverki Kópavogshælis á næstu árum. Tiilagan gerir ráð fyrir að fækka vistmönnum sem nú eru 155 um 15 til 16 á ári fram til ársins 1995. Þá yrðu 25 til 30 vistmenn á hælinu og einungis vistað á hjúkrunardeildum. I tillögunni er gert ráð fyrir að vistmenn fái inni á 22 sambýlum þegar þeir útskrifast af Kópavogshæli. „Við viljum gjaman kynna þessa tillögu sem víðast og hafa samráð við þá aðila sem eiga hagsmuna að gæta," sagði Ásgeir Sigurgeris- son, framkvæmdastjóri Þroska- hjálpar. „Tillagan er fyrsta umræða um stefnumörkun í okkar huga. Við erum ekki að biðja um fram- kvæmdir á morgun en við viljum marka stefnuna og vinna henni brautargengi hjá ráðamönnum. Þá ,erum við að tala um ráðherra heil- brigðismála og félagsmála en félagsmálaráðherra sér um öll sam- býli á landinu." Ásgeir sagði, að til að forðast allan misskilning þá væri ekki verið að setja út á starfs- fólk Kópavogshælis, hér væri einungis farið fram á breytt skipu- lag á starfsemi hælisins. í frétt frá landsþinginu segir að: „Núvemadi skipulag og starfsemi Kópavogshælis er ekki í samræmi við ríkjandi viðhorf um þjónustu við vangefna og ekki í samræmi við þær grundvallarhugmyndir sem lög um málefni fatlaðra hvfla á... Sýnt hefur verið fram á að þegar fjöldi manns sem á einhvem hátt víkur frá venjulegum þroska eða atferli býr á einum og sama stað styrkir það óæskilegt atferli og dregur úr möguleikum á því að unnt sé að efla sjálfstæði, frumkvæði og sjálfs- bjargarviðleitni íbúanna." ‘ Lagt er til að hluti landsins sem Kópavogshæli stendur á ásamt þeim byggingum sem ekki verða lengur nýttar, verði seldar fyrir 110 til 120 milljónir króna. Það sem á vantar til að koma sambýlunum á, um 170 til 180 milljónir komi úr Framkvæmdasjóði fatlaðra. í lok tillögunnar segir „Ljóst er að hér er um mjög róttækar tillögur að ræða, en telja verður að þær séu ekki kostnaðarsamari þegar litið er til þess að með þeim verður náð markmiðum laga um málefni fatl- aðra fyrir mjög stóran hóp fatl- aðra.“ Á þinginu var kjörin ný stjóm Þroskahjálpar og skipa hana nú Ásta B. Þorsteinsdóttir, Reykjavík, formaður og Jón Sævar Alfonsson, Garðabær, varaformaður. Aðrir i stjóm eru Snorri Þorsteinsson, Borgamesi, ritari, Halldóra Gunn- arsdóttir, Selfossi, Hörður Sigur- þórsson, Reykjavík, Kristján J. Jónsson, ísafírði _ og Svanfríður Larsen, Akureyri. í varastjóm sitja Erla Eymundsdóttir, Siglufriði, Guðmundur Ragnarsson, Reykjavík og Ragnhildur Jónsdóttir Höfn. Tillaga um fækkun vistmanna óraunhæf - segir Pétur Jónasson fram- kvæmdastjóri Kópavogshælis í JÚLÍ á síðasta ári tók i gildi ný reglugerð um Kópavogshæli og er þar stefnt að fækkun vistmanna á næstu 8 til 9 árum í um það bU 100 vistmenn en nú eru þeir 155. Tillaga sem sam- þykkt var á landsþingi Þroskahjálpar gengur mun lengra en þar er gert ráð fyrir að vistmenn verði 25 til 30 árið 1995. Pétur Jónasson framkvæmdastjóri Kópavogshælis er ekki sam- mála tillögunni og telur hana óraunhæfa. „Reiknað var með að við gætum neytisins við að ráða fram samkvæmt reglugerðinni útskrifað vistmenn á sambýli víðs vegar um landið allt eftir þeirra heimabyggð en síðan hefur komið í ljós að sam- býlispláss hafa ekki verið til í eins ríku mæli og við hefðum kosið," sagði Pétur. Hann taldi að tillagan væri tilraun til að fá Kópavogshæli til að fjármagna fyrirsjánleg sam- býli fyrir vistmenn hælisins. Eri hús og eignir hælisins væru eign ríkisspítala og yrðu notaðar í þágu heilbrigðismála og ekki seldar á opinberum markaði. „Ég lít svo á að þetta sé uppgjöf svæðisstjómar og félagsmálaráðu- ur þessum málum," sagði Pétur. „Það stendur ekki á okkur að útskrifa það fólk sem hægt er en þessar tillögur ganga of langt. Margir vist- menn væru ver settir á sólahrings- stofnun því þá yrðu þeir um leið af sérhæfðri þjónustu sem hælið býður upp á. Hugmyndin um sam- býli er góðra gjalda verð en hún á ekki alltaf við um alla.“ Hann sagði að engin samráð hefðu verið höfð við stjóm rfldsspít- ala eða Kópavogshælis við gerð tillögunnar sem lögð var fyrir þing- ið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.