Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 5 Morgunblaðið/Þorkell Gylfi Árnason, sölustjóri Hewlett Packard, afhendir Haraldi Henrýs- syni, forseta SVFÍ, tölvubúnaðinn formlega. SVFÍ gefinn tölvubúnaður: Tilkynningaskyldan verður öruggari og virk- ari með þessum búnaði -segir Haraldur Henrýsson f orseti SVFÍ Tilkynningaskyldu Slysavarnarfélags íslands hefur verið gefinn Hewlett Packard tölvubúnaður. Hann var formlega afhentur á fundi, sem Slysavarnarfélagið hélt í gær, með fulltrúum sjómanna, Landhelgisgæslunnar o.fl. sem fengnir voru til skrafs og ráðagerða um stöðu og framtíð Tilkynningaskyldunnar. Haraldur Henrýsson, forseti Slysavamarfélags íslands, setti fundinn. „Tilkynningaskyldan stendur nú á tíma mótum vegna tölvuvæðingarinnar", sagði Henrý. „Tilkynningaskyldan var baráttu: mál sjómannasamtakanna og SVFÍ en hún verður 20 ára á næsta ári. Slysavamarfélaginu var falin fram- kvæmd hennar. I fyrstu urðu menn varir við tregðu sjómanna að til- kynna sig en skilningur þeirra hefur farið vaxandi. Að sjálfsögðu skiptir viðhorf þeirra til tilkynningaskyld- unnar mjög miklu máli. Fyrstu árin, sem Tilkynninga- skyldan starfaði, átti hún við fjarskiptavandamál að stríða en með framlagi Pósts og síma var því vandamáli eytt smám saman. Strandastöðvamar eru útverðir Til- kynningaskyldunnar og það skiptir gífurlega miklu máli hvemig að málum er staðið þar. Sjálf eftirlits- stöðin er til húsa í Slysavamahúsinu á Grandagarði. Með tölvubúnaði Hewlett Packard verður starfs- mönnum hennar gert kleyft að vinna störf sem þeir gátu ekki áður unnið , svo og verður tilkynninga- skyldan virkari og ömggari með þessum búnaði." Haukur Bergmann, starfsmaður í eftirlitsstöð Tilkynningaskyldunn- ar, sagði að verið væri að „reynslu- keyra" tölvubúnaðinn. „Síðastliðið sumar komst tilkynningafjöldinn stundum upp í átján til nítján hundruð á dag", sagði Haukur. „Við vorum því að komast í þrot með handvinnsluna á tilkynninga- skyldunni. Tölvuvinnslan er í þróun hjá okkur en nú er öll skipaskráin komin inn í tölvuna, svo og nauð- synleg símanúmer. í framtíðinni koma telexskeyti sennilega beint inn á tölvumar og strandastöðvam- ar verða örugglega tölvuvæddar". HÖRPU- gefur þér tilefni. til að breyta skammdeginu. Þú málar bara yfir það! HÖRPUSKIN ný innanhússmálning með 10% gljástigi sem gerir hana áferðarfallega og auðvelda í þrifum. HÖRPUSKIN skaltu nota á herbergin og stofurnar. Hún er afar einföld í notkun og þekur mjög vel. HÖRPUJ SKIN HÖRPUSKIN fa^st í '* 10 björtum staðallitum J en litamöguleikarnir eru mun fleiri. Skiptu um lit á skammdeginu - með HÖRPUSKINI. qljAstiq 10 vatnsþynnanlcg IrmtmAIning t»l noOcunar á Jám og tré. JÍOXP^ Haukur Bergmann, starfsmaður eftirlitsstöðvar SVFÍ á Granda- garði, við tölvubúnaðinn. HARPA lífinu lit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.