Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987
5
Morgunblaðið/Þorkell
Gylfi Árnason, sölustjóri Hewlett Packard, afhendir Haraldi Henrýs-
syni, forseta SVFÍ, tölvubúnaðinn formlega.
SVFÍ gefinn tölvubúnaður:
Tilkynningaskyldan
verður öruggari og virk-
ari með þessum búnaði
-segir Haraldur Henrýsson f orseti SVFÍ
Tilkynningaskyldu Slysavarnarfélags íslands hefur verið gefinn
Hewlett Packard tölvubúnaður. Hann var formlega afhentur á
fundi, sem Slysavarnarfélagið hélt í gær, með fulltrúum sjómanna,
Landhelgisgæslunnar o.fl. sem fengnir voru til skrafs og ráðagerða
um stöðu og framtíð Tilkynningaskyldunnar.
Haraldur Henrýsson, forseti
Slysavamarfélags íslands, setti
fundinn. „Tilkynningaskyldan
stendur nú á tíma mótum vegna
tölvuvæðingarinnar", sagði Henrý.
„Tilkynningaskyldan var baráttu:
mál sjómannasamtakanna og SVFÍ
en hún verður 20 ára á næsta ári.
Slysavamarfélaginu var falin fram-
kvæmd hennar. I fyrstu urðu menn
varir við tregðu sjómanna að til-
kynna sig en skilningur þeirra hefur
farið vaxandi. Að sjálfsögðu skiptir
viðhorf þeirra til tilkynningaskyld-
unnar mjög miklu máli.
Fyrstu árin, sem Tilkynninga-
skyldan starfaði, átti hún við
fjarskiptavandamál að stríða en
með framlagi Pósts og síma var því
vandamáli eytt smám saman.
Strandastöðvamar eru útverðir Til-
kynningaskyldunnar og það skiptir
gífurlega miklu máli hvemig að
málum er staðið þar. Sjálf eftirlits-
stöðin er til húsa í Slysavamahúsinu
á Grandagarði. Með tölvubúnaði
Hewlett Packard verður starfs-
mönnum hennar gert kleyft að
vinna störf sem þeir gátu ekki áður
unnið , svo og verður tilkynninga-
skyldan virkari og ömggari með
þessum búnaði."
Haukur Bergmann, starfsmaður
í eftirlitsstöð Tilkynningaskyldunn-
ar, sagði að verið væri að „reynslu-
keyra" tölvubúnaðinn. „Síðastliðið
sumar komst tilkynningafjöldinn
stundum upp í átján til nítján
hundruð á dag", sagði Haukur.
„Við vorum því að komast í þrot
með handvinnsluna á tilkynninga-
skyldunni. Tölvuvinnslan er í þróun
hjá okkur en nú er öll skipaskráin
komin inn í tölvuna, svo og nauð-
synleg símanúmer. í framtíðinni
koma telexskeyti sennilega beint
inn á tölvumar og strandastöðvam-
ar verða örugglega tölvuvæddar".
HÖRPU-
gefur þér tilefni. til að breyta skammdeginu.
Þú málar bara yfir það!
HÖRPUSKIN ný
innanhússmálning
með 10% gljástigi
sem gerir hana
áferðarfallega og
auðvelda í þrifum.
HÖRPUSKIN skaltu
nota á herbergin og
stofurnar. Hún er afar
einföld í notkun og
þekur mjög vel.
HÖRPUJ
SKIN
HÖRPUSKIN fa^st í
'* 10 björtum staðallitum
J en litamöguleikarnir
eru mun fleiri.
Skiptu um lit á
skammdeginu - með
HÖRPUSKINI.
qljAstiq 10
vatnsþynnanlcg IrmtmAIning
t»l noOcunar á Jám og tré.
JÍOXP^
Haukur Bergmann, starfsmaður eftirlitsstöðvar SVFÍ á Granda-
garði, við tölvubúnaðinn.
HARPA lífinu lit.