Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 45
gangast og það eru mennimir sem geta bundið enda á það.“ Við reyndum að láta okkar ekki eftir liggja. Á unglingsárunum fengum við brennandi pólitískan áhuga. Við urðum herstöðvaand- stæðingar, verkalýðssinnar, rauð- sokkur. Kvöld eftir kvöld sátum við saman, spurðum, spjölluðum, leit- uðum svara, lausna, vonar. Og líf okkar leið áfram og færði okkur gleði, sársauka og reynslu, sem við deildum allar þíjár. Við urðum ungar konur, sem kynntust ástinni, við eignuðumst bömin okk- ar og einnig dauðinn hjó okkur nærri. í gleði og sorg leituðum við tvær til Svövu. Svava var svo vitur. Hún bar mikla elsku til allra manna, djúp og mild ró hennar, hógværð og þroski, varð okkur sá bmnnur sem við sóttum styrk í, ráð og leiðsögn. Óeigingjöm á sinn eigin tíma og sína eigin krafta gaf hún okkur það dýrmætasta og besta sem við gát- um þegið, innilega og folskvalausa vináttu. Hin seinni ár, með auknum þroska, bættist nýr tónn inn í djúpa vináttu okkar. Þessi nýi tónn var ást og þakklæti yfir að eiga hveija aðra að, og vissan um að svo myndi áfram verða um aldur og ævi. Við ætluðum að eldast saman, verða gamlar konur saman. Elskulegu hjartans vinkonu okk- ar, Svövu, þökkum við fyrir allt. Fýrir vináttu hennar, tryggð, visku og heiðarleika. Við emm báðar auðugar manneskjur að hafa átt hana að. Það verður aldrei frá okk- ur tekið. Elsku Pétur, Gummi og Gulli litli. Hugir okkar og bænir em hjá ykkur á þessari erfiðu stundu. Margréti, móður Svövu, systkin- um hennar og tengdafólki vottum við innilegustu samúð okkar. Ragga og Hildur í byijun síðustu viku átti ég lítinn bróður og tvo litla frændur inni í Kleppsholti glaða og káta. Hún mágkona mín, hún Svava, gætti þeirra og gaf þeim styrk. I dag á ég tvo litla frændur, sem misst hafa svo mikið og einn bróður, sem hefur misst lífsakkeri sitt. Hún Svava, mágkona mín, er dáin. Svava fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1955 og var því 32 ára er hún lést. Hún var alin upp hjá for- eldrum sínum, Margréti Tómas- dóttur og Guðmundi Magnússyni verkfræðingi, næstelst fimm systk- ina. Þau bjuggu inni í Kleppsholti og Svava trúlofaðist honum Pétri Tyrfingssyni, bróður mínum, aðeins 16 ára gömul og fór eins og hann í Menntaskólann við Tjömina. Þau vom svo ósköp ung þegar þau eign- uðust hann Guðmund Svövuson, 6. desember 1972. Bæði luku þau stúdentsprófi 1974. Már, elsti bróður Svövu, varð heimagangur á Ásveginum og besti vinur Péturs, bróður míns, á skóla- ámm þeirra í Menntaskólanum við Tjömina. Þrenningin, Pétur, Svava og Már, var á þessum ámm óijúfan- leg, gekk í sama skólann og brallaði margt með vinum sínum og skóla- systkinum. Troðnar slóðir vom ekki famar með hugðarefnin og vom háfleyg og hápólitísk eða hámenn- ingarleg. Þessi hópur var fullur af lífi. Mér er Svava einkum minnis- stæð frá þessum ámm, því að á ámnum 1974 til 1981 skildu nokk- uð leiðir. Hún var í miðjum hópi góðra vina, sáttasemjarinn og miklu þroskaðri en aldurinn sagði til um. Stúlkan, sem aldrei bjó til nein vandamál, frekar að hún leysti vanda hinna. Eftir stúdentspróf kenndi hún ásamt Pétri við bamaskóla Súða- víkur, veturinn 1974 til 1975. Þar dvöldust þau með vinum sínum, Hildi og Bjama, sem líka kenndu þar. Haustið 1975 og til vors 1978 stundaði Svava nám við Háskóla íslands í sagnfræði og almennri bókmenntasögu. Haustið 1978 fluttist fjölskyldan til Svfþjóðar og bjó í Lundi næstu þijú árin og þar stundaði hún nám í hagsögu og bókmenntum. Þau fluttust aftur heim til ís- lands haustið 1981 og þá kynntist MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 ég Svövu aftur og nú sem ungri konu. 1982 hóf hún störf við fyrir- tæki föður síns og starfaði þar sem tækniteiknari og ritari. 24. júní 1983 bættist svo fjörkálfurinn Gunnlaugur Már, frændi minn, í fjölskylduna. Þau bjuggu í húsi for- eldra minna og Svava varð bjart ljós í lífí föður míns þau tvö ár sem hann var bundinn helsjúkur heima áður en hann dó. Svava og hann gátu setið og spjallað eða hlustað á tónlist tímunum saman. Þar fór kona laus við sjálfsdekur, sem lifði skapandi lífí gefandi, en aldrei kröfuhörð á okkur hin. Guðmundur, faðir Svövu, lést skyndilega, tæplega 60 ára, 14. apríl 1987. í gegnum þá erfiðleika og sorg reyndist Svava eins og allt- af áður öllum styrk stoð. Nú í september 1987 hóf hún störf hjá SÁÁ við ráðgjöf fyrir að- standendur alkóhólista. Þá fékk ég tækifæri til að sjá hvemig hún litla mágkona mín vann hug og hjörtu allra þeirra sem þar starfa og koma. Og þegar ég sá hana þar var ég glaður og stoltur. Að afloknum vinnudegi þriðju- daginn 20. október kom Svava heim til sín á Ásveginn glöð og hress og það var svo gott á milli allra. Sjald- an hafði lífíð leikið eins við hana og litlu fjölskylduna hennar. Fram- tíðin björt. Þá um kvöldið dó hún svo undur snöggt af völdum heila- blæðingar, sem engin boð gerði á undan sér og enginn mannlegur máttur réð við. Eftir stöndum við, sem þekktum hana, skilningsvana og innantóm. Er þetta rétt og er lífið svona? Vanmátturinn er alger og við héma í Hraunbænum svo ósköp smá. Hugurinn er hjá frændum okkar, Gulla 4 ára og Guðmundi 14 ára. Góðu minningamar um hana Svövu munu gefa Pétri styrk til að gæta þeirra. Hugur okkar og samúð er einnig hjá Margréti, systkinunum og ömm- unum tveimur, sem misstu svo mikið í vor og aftur nú. Þórarinn Tyrfingsson Úfín úthafsalda hefur steytt á brimsorfínni strönd og í útfallinu hrifíð með sér einn samferðamanna okkar. Á lífsbraut okkar emm við sífellt að heilsa nýjum samferða- mönnum og kveðja aðra. Lögmál lífsins er okkur dauðlegum mönnum óskiljanlegt og e.t.v. er okkur það hlutskipti ætlað að vera stöðugt að glíma við lausn lífsgátunnar. Við tölum gjaman um hverfulleika lífsins, en þrátt fyrir það kemur sá hinn sami hverfulleiki okkur jafnan á óvart. Svo var og raunin um okk- ur starfsfélaga Svövu Guðmunds- dóttur, er okkur barst sú fregn miðvikudaginn 21. október sl., að kveðjuorð hennar kvöldið áður hefðu verið hinsta kveðja hennar til okkar. Æviferill Svövu var ekki langur í árum talinn, aðeins 32 ár. Sam- starfs við hana höfðum við í fjöl- skyldudeild SÁÁ aðeins notið um skamma hríð. Samfýlgdarmennimir hafa mis- mikil áhrif á okkur og ræður þar meira um persónuleika viðkomandi en fjöldi samferðastunda. Svava megnaði á stuttum tíma að marka djúp spor í minningu okkar. Við minnumst konu, sem þrátt fyrir ungan aldur bjó yfír meiri þroska og visku en margur nær að öðlast á mörgum áratugum. Við sjáum fyrir okkur konu, netta að líkams- byggingu, bjarteyga og sviphreina. í framkomu var Svava látlaus, en jrfír henni hvfldi fágun, þokki og reisn. í viðkynningu kom í Ijós mik- il greind, einlægni, hlýja og rík kímnigáfa. Svava var og vel að sér um flest er einhveiju varðar. Séra Jóhann segir í Brekkukots- annál, að til sé aðeins einn tónn og hann sé hreinn. Sum okkar eiga innra með sér þennan eina hreina tón, og hann gerir okkur að sönnum manneskjum. Svava átti þann hreinleika. Á stuttum ferli markaði hún djúp spor hvar sem hún fór. Skarð er fýrir skildi, við tregum einstakan félaga og starfsmann. Við viljum þakka fyrir samveru- stundimar, sem við fengum notið með henni og geymum dýrmæta minningu sveipaða fegurð mikillar manneskju. Ástvinum hennar öllum, en þó séstaklega Pétri og sonunum tveim- ur, sendum við einlægar samúðar- kveðjur. Starfsfólk fjölskyldu- deildar SÁA Og árið kom og árið leið með eina stund, með eina gjöf um óttuskeið: vom eina fund. Og aðeins þessi eina gjöf, sú eina mynd, er ofar harmi, ofar gröf og ofar synd. 45 Já ofar því sem er og var í önd mín sjálfs er bros þitt sem þú brostir þar. Ó bros míns álfs. Hvorki orð né gull þú af mér fær og einga gjöf - utan það hjarta er heitast slær, þess harm og - gröf. í ljóðastað þér rún ég rist, og rúnin þín er þögn sú ein sem alveg víst er eilífð mín. (Halldór Kiljan Laxness) Það sló þögn á hópinn þegar okkur barst sú harmafregn að Svava, vinkona okkar, væri látin. Það var djúpt skarð hoggið í vin- kvennahópinn. Vináttusamband okkar spannaði ekki yfír mörg ár, en oft sátum við fram á nætur að ræða lífíð og til- gang þess. Við Svava töluðum oft um sorg- ina og dauðann eftir að hún missti pabba sinn. Við höfðum allar upplif- að sorg og missi. Við skrifuðum í kortið til hennar þá: „Sá sem mað- ur elskar verður alltaf hjá manni." — Ekki datt okkur í hug að við ættum eftir að skrifa þau til Svövu nokkrum mánuðum seinna. Okkur langar svo að þakka henni fyrir allt sem hún var okkur, fyrir vináttu hennar og allt sem hún hafði að gefa. Vottum aðstandendum Svövu okkar innilegustu samúð. Vinkvennahópurinn, Ingibjörg, Magnea, María og Signý. Birting a fmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. t HULDA TRYGGVADÓTTIR, Aragötu 16, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 29. október kl. 10.30. Hörður Þorleifsson, Hjalti Harðarson, Egill Harðarson, Kjartan Harðarson, Hulda, Axel Tryggvi Gunnarsson, Skúli Geir Tryggvason, Karftas Jensdóttir, Svanhvft Guðmundsdóttir, . Viðar, Pótur Már og Hörður Ingi. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA STEFÁNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 31. október kl. 14.00. Fjóla Steinþórsdóttir, Jóhann Steinþórsson, Einar Steinþórsson, Marfa Steinþórsdóttir, Ólafur Steinþórsson, börn Þorsteinn Guðmundsson, Elfn Siguröardóttir, Gróta Bents, Hannes Halldórsson, Sigrún Sfmonardóttir, barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TAGE MÖLLER hljómlistarmaður, Skúlagötu 64, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. október kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Styrktarfélag vangefinna. Margrót Jónsdóttlr Möller, Birgir, Gunilla, Jón Friðrik, Oddný, Carl, Ólöf og sonarsynir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, EMIL A. SIGURJÓNSSON málarameistarl, Lokastfg 6, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag miðvikudaginn 28. október kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrkt- arfélag vangefinna. Margrót Guðjónsdóttir, Guðjón Emilsson, Gunnar Emilsson, Emilfa Emilsdóttlr, Kristján Friðsteinsson, Gunnlaug Emilsdóttir, Svelnn Halldórsson, Ellen Emilsdóttir, Sveinn Jónasson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU ÓLAFSDÓTTUR frá Landamótum, Seyðisfirði. Rebekka Stella Magnúsdóttir, Haraldur Jónsson, Erla Magnúsdóttlr, Ingólfur Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnaböm. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö við andlát og útför móður okkar, GUÐRÚNAR BENEDIKTSDÓTTUR REYNDAL. Erlingur Reyndal, Dóra Reyndal, Stella Reyndal. Lokað Lokað í dag, miðvikudag, frá hádegi vegna jarðarfarar EMILS A. SIGURJÓNSSONAR. Kristján Friðsteinsson, endurskoðunarskrifstofa, Síðumúla 29.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.