Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 51 SOVÉSKIR DAGAR MÍR1987 Um Hæstarétt og Helgar- póstínn Til Velvakanda. Nýverið birtist grein í Helgar- póstinum um Hæstarétt þar sem vegið er hart að réttinum, oft frem- ur af kappi en forsjá. Þannig virðist greinarhöfundur halda að lögfræð- ingar þeir sem semja lög fyrir alþingi setji þau jafnframt. En sannleikurinn er auðvitað sá að al- þingi fer með löggjafarvaldið þótt einstaka nefndir þess fái lögfræð- inga til að ganga frá formlegum hliðum lagafrumvarpa („semja lög- in“). Lögfræðingurinn hefur álíka mikil áhrif á lagasetningu og tölvan á þau forrit sem hún er mötuð með. Það er því tæpast goðgá að leyfa hæstaréttardómurum að dæma eft- ir lögum sem þeir hafa sjálfír „samið". Helgarpóstinum er svo ftjálst að mæla með því að alþingi hætti að biðrja hæstaréttardómara um aðstoð við samningu lagafrum- varpa. Það er við alþingi að sakast, ekki Hæstarétt; Helgarpósturinn hengir bakara fyrir smið. Rannsóknarlögreglu þakkað LISTAFÓLK FRÁ HVÍTARÚSSLANDI Fjölbreytt efnisskrá í söng, hljóðfæraleik og þjóð- dönsum á eftirtöldum samkomum og tónleikum: Hótel Selfoss: Miðvikudaginn 28. okt. kl. 20.30. Sovéskirdagar settir. Ávörp, Guðmundur Daníelsson les upp, söngur, hljóðfæraleikur, þjóðdansar. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. HeimalandVestur-Eyjafallahreppi: Föstudaginn 30. okt. kl. 21.00. Tónleikar og danssýning. Hlégarður Mosfellsbæ: Laugardaginn 31. okt. kl. 16.00. Tónleikar og danssýning. Menntaskólinn við Hamrahlíð Reykjavík: Sunnudaginn 1. rióv. kl. 15.00. Minnst 70 ára af- mælis októberbyltingarinnar og þjóðhátíðardags Sovétríkjanna. Ávörp og skemmtiatriði. Aðgangur öllum heimill. Þjóðleikhúsið: Mánudaginn 2. nóv. kl. 20.00. Tónleikar og dans- sýning af fullri lengd og við bestu aðstæður. Aðgöngumiðar seldir og afgreiðddir til MÍR félaga í húsakynnum félagsins á Vatnsstíg 10. Missið ekki af fjölbreyttri og góðri skemmtun. Stjórn MÍR. ■tónleikunum - Illa staðið að Meatloaf Til Velvakanda. Þannig er mál með vexti að við hjónin höfum vanið okkur á þann ósið að hafa ólæstar dyr hjá okkur þegar við erum heima. Kemur þetta trúlega til af því að Reykjavík var lítill bær þegar maðurinn minn ólst upp hér og sjálf er ég alin upp í litlu þorpi úti á landi svo hvorugt okkar vandist því í uppvextinum að útidyrum væri læst ef einhver var heima. Þennan hátt höfum við haft á alla tíð og það var ekki fyrr en í síðustu viku að við hrukkum ónotalega upp og fengum að kenna á því að þetta gengur ekki lengur. Við hjónin höfðum brugðið okkur á sambandsútsölu á Hallveigarstíg 1 og fest kaup á dýrindis skinnjakka fyrir litlar kr. 14.500 (sem er ná- lægt hálfvirði að mér skilst) og þóttist bóndi minn nú ekki þurfa að kvíða vetrarhörkunum fyrst hann ætti svona hlýjan jakka. Brá honum því í brún í byijun síðustu viku þegar hann ætlaði að grípa jakkann af snaganum heima og greip í tómt. Jakkinn var horfinn og fannst hvergi. Þó að okkur þætti ólíklegt að nokkur hefði stolið jakk- anum var það samt eina skýringin á hvarfí hans. Pyrst varð bóndanum á að hringja í tryggingamar þar sem við höfum heimilistryggingu, en fékk það svar þar að trygging- amar greiddu ekki í þessu tilviki þar sem ólæst hefði verið. Til þess að þjófnaður sé bættur hjá þeim verður þjófurinn að hafa brotist inn um læstar dyr eða glugga og vegs- ummerki að sjást. Þá vissum við það, við gátum sem sagt sjálfum okkur um kennt, en maðurinn hjá tryggingafélaginu benti á að rétt væri að tilkynna þetta til rannsókn- arlögreglunnar. Það varð því úr að maðurinn minn fór til rannsóknar- lögreglunnar í Kópavoginn og kærði þjófnaðinn. Eftir að erindið hafði verið borið upp, þ.e. að fóðmðum skinnjakka hefði verið stolið, spurði rannsóknarlögfeglumaðurinn hvort þetta hefði verið „mokkajakki" eins og hann orðaði það. Kvað bóndi minn já við því. Labbaði lögreglu- maðurinn þá inn í næsta herbergi og kom fram með jakkann eins og ekkert væri sjálfsagðara og mikjl var undrun eigandans. Góðkunningi lögreglunnar hafði þá verið að spóka sig í jakkanum og þótti heldur ólíklegt að hann hefði eignast hann með heiðarlegu móti. Eftir yfirheyrslu var jakkinn því tekinn af honum ásamt öðru þýfí sem náunginn hafði á sér og í ljós hafði komið að hann hafði verið að þvælast í íbúðarhverfí okk- ar hjónanna. Okkur þótti þetta vera meirihátt- ar upplifun og þökkum rannsóknar- lögreglunni hér með fyrir frábæra aðstoð og þessa dagana erum við að reyna að venja okkur á að læsa útidyrunum. Kannski geta aðrir varast svona uppákomur með því að jesa þetta bréfkom. Ég vil nota tækifærið og minnast á alls óskylt mál. Á dögunum þegar Meatloaf hinn mikli var hér með tónleikana sína var sagt frá því í fréttum, bæði blöðum og sjónvarpi, að vandræði hefðu verið með ungl- ingana að hljómleikum loknum. Eg var á umræddum tónleikum senni- lega eina konan yfír fertugt, en það var nú ekki málið, heldur langar mig til þess að vekja athygli á hve mikla ábyrgð þeir sem standa fyrir svona tónleikum taka á sig. I þessu tilfelli var fleiri þúsund unglingum safnað saman fyrir utan Reiðhöllina í frosti og nepju. Ég var mætt þama kl. 8.25 þar sem þetta átti að hefj- ast kl. 8.30. Svo varð nú alls ekki raunin á. Þama hímdi hópurinn skjálfandi og seint og síðar meir þóknaðist svo forsvarsmönnum tón- leikanna að byija að hleypa fólki inn. Ég komst inn kl. 9.45 orðin dofín af kulda og fann ekki lengur fyrir tánum. Þegar inn kom var ég öskureið yfír þessari töf allri og var ég þó hvorki unglingur eða undir áhrifum. Ég vil taka fram að ungl- ingamir tóku þessari bið ótrúlega vel og betur en ég að mér fannst þama í byijuri. Þau supu á sjússin- um, sem höfðu hann með sér og þáðu ábyggilega fleiri dropa vegna kuldans. Því fór sem fór að ýmsum varð illt þegar inn í hlýjuna var komið og það snarsveif á liðið. Ég fór snemma heim og sá því ekki leiðindin sem urðu eftir á, en þó varð ég ekkert hissa á því að reiðin brytist út hjá unga fólkinu þegar leið á kvöldið því byijunin var væg- ast sagt ömurleg. Læt ég þessum pistli nú lokið og þakka fyrir. Steinunn Karlsdóttir HEILRÆÐI Rjúpnaveiðimenn Treystið öryggi ykkar sem mest í hverri veiðiferð. Gætið þess ávallt að skotvopn ykkar séu í fullkomnu lagi og vel hirt. Hafíð meðferðis áttavita og kort og búnað til Ijós- og hljóðmerkjagjafa. HeQið veiði- ferðina árla dags og ljúkið henni áður en náttmyrkur skellur yfír. Verið ávallt stundvísir á áfangastað. NAGIADEKKJUM NAGLARNIR EYÐA GÖTUM BORGARINNAR Ifl Gatnamálastjóri S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.