Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 Krakkamir í 4. bekk Varmalandsskóla við frætínsluna. Morgunblaðið/Brynjólfur Gíslason Ferðamálanám í Kópavogi ÁKVEÐIÐ hefur verið að Menntask.ólinn í Kópavogi efni til námskeiða um ferðamál í hús- næði skólans við Digranesveg. Námskeiðin eru haldin til að bæta úr brýnni þörf og með til- liti tíl þess að frá 1980 hefur Húsnæðismál á Varðarfundi HALLDÓR Blöndal alþingismað- ur verður ræðumaður á almenn- um félagsfundi Landsmálafé- lagsins Varðar sem haldinn verður í sjálfstæðishúsinu Val- höll fimmtudaginn 29. október kl. 20.30. Á fundinum ræðir Halldór um húsnæðismálalöggjöfina sem mjög hefur verið til umræðu síðustu daga. Að lokinni ræðu þingmanns- ins verða almennar umræður og fyrirspumir. Ennfremur verður á fundinum kjörin þriggja manna uppstillingamefnd vegna væntan- legs aðalfundar. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að fjölmenna. (Fréttatilkynning) erlendum _ ferðamönnum sem heimsækja ísland fjölgað um 88% auk þess sem ferðum íslendinga til útlanda hefur fjölgað að sama skapi. Þessi aukni fjöldi ferða- manna kallar á aukinn fjölda starfsfólks tíl að vinna við hinar Halldór Blöndal ýmsu greinar ferðaþjónustunn- ar. Hingað til hefur starfsfólk ferða- þjónustunnar ekki átt þess kost að fá menntun eða þjálfun til starfa hér á landi, nema með fáum undan- tekningum eins og t.d. leiðsögu- menn, matsveinar og þjónar. Nokkuð hefur því verið um það að fólk hafi leitað sér menntunar í erlendum ferðamálaskólum oft án þess að vita í hveiju námið er fólgið. Nú hefur Menntaskólinn í Kópa- vogi ákveðið að efna til námskeiða um ferðamál og verður fyrsta nám- . skeiðið haldið á þriðjudags- og fímmtudagskvöldum í nóvember, kl. 18.30—21.00. Er námskeiðið sniðið fyrir þá sem eru að velta fyrir sér ferðamálanámi. Nemendur sem hafa útskrifast úr erlendum ferðamálaskólum munu kynna helstu námsgreinar sem kenndar eru í ferðamálaskólum og gera grein fyrir í hverju námið er fólgið. Eftir áramót mun Menntaskólinn í Kópavogi efna til fleiri námskeiða um ferðamál og verða þau sniðin að þörfum þeirra sem þegar vinna í ferðaþjónustu, en hafa ekki fengið fræðilega kennslu eða þjálfun. Verða þau námskeið auglýst síðar. Skólaböm í Borg- arfirði tína fræ Stafholti. VEGNA hagstæðrar veðráttu í sumar þroskaðist birkifræ óvenju vel. Skógrækt ríkisins skoraði þvi á fólk að tina birki- fræ sem síðan yrði tekið til frekari meðferðar í stöðinni i Mógilsá. Ýmsir aðilar hafa brugðist vel við, m.a. skólar, og létu börn í Varmalandsskóla í Borgarf irði ekki sitt eftir liggja. Bömin í Varmalandsskóla tíndu fræ í fögrum skógarlundi sem hjónin Ólafur Jónsson og Þórunn Eiríksdóttir hafa komið sér upp við hús sitt á Kaðalsstöðum II í Staf- holtstungum og tíndu bömin birkifræ í blíðskaparveðri dagana 20.-21. október síðastliðinn. Alls söfnuðust rúmlega 14 kfló af fræi og gæti víst álitlegur skóg- ur vaxið upp af því ef allt spíraði. - Br.G. Fyrstí fundur Grikk- lands vinafélagsins Grikklandsvinafélagið Hellas slóðir - Grikklands í júnímánuði efnir til fyrsta fundar vetrarins fimmtudaginn 29. október í Ris- inu á Hverfisgötu 105. Meðal efnis á fundinum er kynning Helga Hálfdanarsonar á nýjum þýðingum á forn-grískum harm- leikjum. Hann hefur þýtt þá fom-grísku harmleiki sem hér- lendis hafa __ verið sviðsettir; Antígónu og Ödipús konung eft- ir Sófókles og þríleikinn Órestíu eftir Eskýlos. Einnig sýnir Guðmundur J. Guð- mundsson sagnfræðingur lit- skyggnur úr menningarferð 50 Grikklandsvina um helstu sögu- Magnús L. Sveinsson ræðir borgarmálefni FÉLAG sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkjahverfi heldur aðalfund sinn i kvöld, miðviku- daginn 28. október, kl. 20.00 í Valhöll á Háaleitisbraut 1. Gestur fundarins er Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjómar og formaður VR. Hann ræðir borgar- málefni almennt og sérstök mál sem varða hverfíð og svarar fyrirspurn- um. Fundarstjóri er Guðmundur Jónsson. síðastliðnum með skýringum farar- stjórans, en Þór Jakobsson veður- fræðingur segir stuttlega frá sjálfri ferðinni o'g því sem honum þótti markverðast við hana. Ráðgert er að álíka ferð verði farin næsta sumar fyrir milligöngu Samvinnuferða-Landsýnar. Af því tilefni heimsækir grískur ferða- málafrömuður, Pilippos Kokkalis, félagið og leggur fram tillögur um ferðaáætlun sem skýrð verður og rædd á fundinum. Þátttaka í slíkar ferðir er takmörkuð við 50 manns. Fundur Grikklandsvinafélagsins er opinn öllum áhugamönnum um Grikkland og gríska menningu. Magnús L. Sveinsson raðauglýsihgar — raðauglýsingar — raðauglýsingar __•___________ -■ __ ’ ___________________________■' . __'__• * Skrifstofuhúsnæði til leigu 27 fermetra skrifstofuherbergi með stóru forstofuherbergi (aðstaða fyrir ritara) til leigu. Útsýni yfir Austurvöll. Upplýsingar í síma 22475 og eftir kl. 18.00 í síma 13742. Ýsa - ýsa - ýsa Bjóðum úrvals ýsuflök. Línufiskur úr Faxa- flóa. Millistærð, engin smáflök. Lausfryst í 25 kílóa kössum. Verð aðeins kr. 210,- kílóið. Sendum út á land. IfO fJfjCT Grandaskála, MmMm Grandagarði, Rvk. Sími 17300. Sýnishorn úr söluskrá Húsgagna- og blómaverslun í Vesturbæ. Eig- inn innflutningur, góður rekstur. Glæsileg matvöruverslun í öruggu verslunar- hverfi. Mikil velta. Veislueldhús í fullum rekstri. Góður búnaður. Fjársterkir og öruggir aðilar á kaupendaskrá okkar hafa falið okkur að finna fyrirtæki af ýmsum gerðum. Sem dæmi má nefna: Framleiðslufyrirtæki í matvælaiðnaði. Heildsölufyrirtæki af ýmsu tagi en með sam- bönd í lagi. Þurfa ekki endilega að vera umsvifamikil. Verðhugmyndir eru frá hundruðum þúsunda allt upp í 25-30 millj. I/arsla hf., fyrirtækjasala, ráðgjafaþjónusta, Skipholt 5, sími 622212. Upplýsingaþjónusta til sölu Við höfum verið beðnir, af einum umbjóð- anda okkar, að annast sölu á litlu fyrirtæki sem starfar að upplýsingamiðlun. Hér er, nánartiltekið, um að ræða deild innan stærra fyrirtækis, sem þróast hefur í aðra átt en fyrirtækið sjálft. Þessi deild hefur sinnt verð- könnunum t.d. í stórmörkuðum og dreift markaðsupplýsingum þeim samfara. Þar sem þessari deild hefur lítið verið sinnt innan fyrirtækisins sl. ár, gerir hagnaðurinn í dag varla meira en að framfleyta einstaklingi. Vaxtamöguleikarnir í upplýsingaöflun og sölu á upplýsingum eru hins vegar nær ótæm- andi og því tiltölulega auðvelt fyrir vinnusama og skipulagða menn að hafa út úr þessu fyrirtæki góð laun. Verð er í kringum -1.500.000.00 kr. og þarf ekki að greiðast hraðar en menn ráða við. Góðar tryggingar eru hins vegar nauðsynlegar. LÖGMENN SELTJARNARNESI ÓIAFUR C.ARÐARSSON HDL. JÓHANN PÉTUR SVEINSSON LÖGFR Austurströnd 6 • Sími 622012 • Pósthólf 75 172 Scltjamarnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.