Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 Höfðingleg gjöf til Vísindasjóðs: Steinunn SF 10 I höfn. Morgunblaðið/J6n G. Gunnareaon Höfn: Steimmn SF10 endurbætt Höfn. Stofnaður sjóður til rannsókna í meinafræði STEINUNN SF 10 er nýkomin til Hafnar eftir gagngerar end- urbætur. Búið er að byggja yfir þilfar bátsins, skipta um stýris- hús og fleira. Verkið var unnið í vélsmiðjunni Stál hf. á Seyðisfirði. Eigandi Steinunnar er Skinney hf. og skipstjóri er Ingólfur Ás- grímsson. MORGUNBLAÐINU hefur bo- rist eftirfarandi tilkynning frá atjórn Vísindasjóðs: Forseti íslands hefir fyrir nokkru staðfest skipulagsskrá fyr- ir Styrktarsjóð Sigurðar Jónssonar og Helgu Sigurðardóttur. Sjóður- inn er stofnáður samkvæmt ákvörðun þeirra hjóna í sameigin- legri erfðaskrá þeirra dags. 25. maí 1962. Varðveisla sjóðsins og ávöxtun er í höndum stjómar Vísindasjóðs, en styrkjum úr sjóðnum skal varið til eflingar rannsóknum í meinafræði (paþó- logiu) manna og dýra. Hér á eftir verða- rakin nokkur æviatriði Sigurðar og Helgu. Hann var fæddur að Kotlaugum í Hruna- mannahreppi þann 10. september 1880. Foreldrar hans vom Svan- hildur Þórarinsdóttir og Jón Einarsson, hjón búandi á Kotlaug- um. Svanhildur flytur ekkja með böm sín til Reykjavíkur um 1893. Önnur böm þeirra hjóna Svan- hildar og Jóns vom Guðmundur verkstjori og bóndi í Múla í Reykjavík, alltaf kenndur við Múla og Guðrún, seinni kona Þorsteins skálds Erlingssonar. Sigurður vann ávallt sem stein- smiður og múrari í Reykjavík. Fékk hann útgefið meistarabréf í múrsmíðaiðn þann 17. janúar 1931 og sagður í því hafa fengið sveinsréttindi árið 1900 og hafi upp frá því unnið við múrsmíðar í Reykjavík. Sigurður stóð sem múrara- meistari fyrir mörgum bygging- um. Mun hann hafa verið múrarameistari við byggingu Há- skólans, Þjóðminjasafnsins og íþróttahús Háskólans, svo eitthvað sé nefnt, svo og við byggingu Sjúkrahúss Stykkishólms, ásamt mörgum fleiri byggingum. Sigurður er talinn hafa þjáðst af Alzheimers-sjúkdómi síðustu 8 ár ævinnar og naut hjúkmnar og umönnunar eiginkonu sinnar allan þann tíma. Hann varð bráðkvadd- ur á heimili sínu þann 1. mars 1964. Sigurður kvæntist þann 16. apríl 1930 Haraldínu Helgu Sig- urðardóttur. Helga var fædd í Reykjavík þann 27. september 1891. Foreldrar hennar vom hjón- in Guðríður Þórhildur Gísladóttir og Sigurður Hansson. Helga var þriðja bam þeirra hjóna af Qómm bömum. Tvö elstu bömin, drengir, dóu í fmmbemsku og bar Helga nöfn þeirra. Yngsti bróðirinn, Gísli Matthías, komst upp og á marga afkomendur. Ung fór Helga að vinna og var um árabil starfsstúlka á holds- veikraspítalanum í Laugamesi. Helga var mikil hannyrðakona. Þau hjón bjuggu um langa hríð á Fjölnisvegi 18 hér í borg, en eftir fráfall Sigurðar seldi Helga hluta sinn í því húsi og keypti sér litla íbúð á Kleppsvegi 10. Þar bjó hún til æviloka. Hún lést á Landa- koti þann 24. maí 1985 eftir langa legu. Hún var andlega heilbrigð og em til æviloka. Þau hjón, Sigurður og Helga, vom bamlaus. Stjóm Vísindasjóðs vill hér með votta minningu þeirra hjóna sér- staka virðingu fyrir hinn mikla höfðingsskap er þau hafa sýnt til eflingar gmnnrannsókna í lækna- vísindum hér á landi með ofan- greindri sjóðstofnun. Er sérsták- lega athyglisvert að þau hafa haft svo glöggan skilning á mikilvægi þess að efla gmnnrannsóknir í læknavísindum, þannig að orsakir sjúkdóma verði kunnar svo að for- vömum verði beitt. Einn af þeim alvarlegu sjúkdómum sem vísinda- menn nú á dögum bæði hérlendis og erlendis leggja mikla vinnu í að upplýsa og skýra hvað orsakir og gang varðar er einmitt sjá sjúk- dómur (kenndur við Alzheimer), sem mun hafa orðið Sigurði á ald- urtila. Blessuð sé minning þeirra hjóna, Sigurðar Jónssonar og Helgu Sigurðardóttur. Mætti lof- svert framlag þeirra verða öðram til eftirbreytni. meginþorra þjóöarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er2 24 80 wms sport 3591 VIKING PRO TURBO 3510 VIKING HD COMBI 3545 Allt til köfunar VIKING ▼ Btavanqer Víking Stavanger er stærsti fram- leiöandi þurrköfunarbúnaðar í heiminum, sem notaöur er jafnt af áhugamönnum sem atvinnumönnum allt áriö um kring. Viking þurrbúningarnir eru fáanlegir í mörgum gerðum og stærðum eftir þörfum hvers og eins. Víking búningarn- ir eru búnir sjálfvirkum flotjöfnunarloka sem tryggir; rétta staösetningu á því köfunardýpi sem óskað er og eðlilega uppstighingu við lok köfunar. Með hverjum þurrbúningi fylgir taska, lágþrýstingsloftbarki, viðhalds- og við- aerðarpakki. Verð frá: 26.862.-. Sérstakur einangrandi nærfatnaður (open-foam underwear auðveldar köfun í köldu vatni eða sjó og heldur einangr- unargildi sínu við aukinn þrýsting. INTERSPIRO AGA DIVATOR MK II frá Interspiro AB Svíðþjóð er vandaður og fullkominn öndunarbúnaður til köfunar. DIVATOR MK II samanstendur af: - Lofthylki/um (300 bar) með allt að 180 mín. loft- birgðum miðað við yfirborðsöndun og hlífðarhosum. - Burðarsöðull, (harness) fyrir einn eða tvo kúta. - Loftiöfnunarloka með frostvörn, loftþrýstimæli, varaloft- loka (opnanlegur við 60 bar) og tengi fyrir loftlögn á yfirborð eða varalunga (octiopus rig). - Heil köfunargríma með áföstum öndunarloka (demantsloka án munnstykkis). Yfirþrýstingur er í grím- unni, sem m.a. kemur í veg fyrir vatns- leka, móðu á gleri og dregur úr hættunni á endurtekinni öndun á aður fráönduðu lofti (mettuðu C02). Útvegum með stuttum fyrirvara hvers konar annan köfunarbún- að, einnig viðhaldsvörur og vara- hluti í köfunarbúnað frá viður- kenndum framleiðendum. Allar frekari upplýsingarveittar í síma 652211. dfellas PALLAS HF. UMBOÐS OG HEILDVERSLUN PÓSTHÓLF 17 220 HAFNARFJÖRÐUR REYKJAVÍKURVEGUR 72 SlMI: 91-652211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.