Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987
21
Samstarf spari-
sjóða fer vaxandi
Eru nú þriðja
stærsta banka-
stofnun landsins
Selfossi.
STJÓRNENDUR sparisjóða eru
uggandi um aukna verðbólgu og
telja tímabærar þær aðgerðir
sem stjórnvöld hafa gripið til í
þeim tilgangi að slá á verðbólgu
og þenslu. Þetta kom fram í
umræðum á aðalfundi Sambands
íslenskra sparisjóða sem hélt 20.
aðalfund sinn á föstudag og aðal-
fund tryggingasjóðs og lánasjóðs
sparisjóða á laugardag. Fundim-
ir voru haldnir á Selfossi og í
Hveragerði.
Á aðalfundinn mættu fulltrúar
frá 31 sparisjóði af 38 sem eru í
landinu. Sparisjóðimir fara með
15,3% af heildarinnlánum banka-
kerfisins og eru sem heild þriðja
stærsta peningastofnun landsins og
hafa flesta afgreiðslustaði af
bankastofnunum, 38 sparisjóðir eru
með 48 afgreiðslustaði.
Á aðalfundinum var fjallað um
stöðu og samstarf sparisjóða og
viðhorf í peninga- og efnahagsmál-
um. Samvinna og samstarf spari-
sjóða hefur aukist á undanfömum
árum og enn frekari samvinna er
til umræðu. Samband íslenskra
sparisjóða kemur fram útávið fyrir
hönd sparisjóðanna og veitir þeim
aðstoð í tæknilegum efnum. Þá
hafa stofnanir sambandsins, trygg-
ingasjóður og lánasjóður styrkt
stöðu sparisjóðanna og gert hana
tryggari. Vaxandi samkeppni innan
bankakerfisins hefur gert að verk-
um að sparisjóðimir hafa styrkt
samstarf sín á milli.
Aðalfundur tryggingasjóðs var
haldinn í annað sinn. Hlutverk hans
er að tryggja innstæðufé sparisjóð-
anna. Sparisjóðimir greiða ákveðið
hlutfall af innlánum í sjóðinn sem
hefur nú til ráðstöfunar 80 milljón-
ir króna. Til að hraða uppbyggingu
sjóðsins greiða sparisjóðimir hærra
gjald til sjóðsins en lög gera ráð
fyrir.
Lánastofnun sparisjóðanna hélt
sinn fyrsta aðalftind um helgina.
Hún var stofnuð í september 1986
og tók til starfa 6. febrúar 1987.
Hlutverk stofnunarinnar er að sam-
eina alla viðskiptareikninga spari-
sjóðanna í einn reikning og
sparisjóðimir hafa viðskipti við
lánastofnunina í stað Seðlabanka
áður. Lánastofnunin gerir það kleift
að nýta fé sparisjóðanna betur og
veitir þeim lán til að sinna nýjum
verkefhum sem koma upp svo sem
til að þjónusta betur atvinnuvegina
í byggðarlögunum. Nú er unnið að
því að öll erlend viðskipti sparisjóða
fari fram í gegnum lánastofnunina
svo sparisjóðimir losni við að hafa
bein viðskipti við erlenda aðila og
þau verði á einni hendi.
Fyrirhugað er að stofnanir spari-
sjóðanna flytji í nýtt húsnæði i
janúar, á Rauðarárstíg 27 í
Reykjavík. Á aðalfundinum var kos-
ið í stjóm Sambands íslenskra
sparisjóða. Formaður er Baldvin
Tryggvason Sparisjóði Reykjavíkur,
aðrir í stjóm era: Páll Jónsson,
Sparisjóðnum í Keflavík, Þór Gunn-
arsson, Sparisjóði Hafnarfjarðar,
Sólberg Jónsson, Sparisjóði Bolung-
arvíkur, Hallgrímur Jónsson,
Sparisjóði vélstjóra, Friðjón Svein-
bjpmsson, Sparisjóði Mýrasýslu og
Bjöm Jónasson, Sparisjóði Siglu-
ijarðar. Formaður Tryggingasjóðs
sparisjóðanna er Þór Gunnarsson,
Sparisjóði Hafnarfjarðar og for-
maður Lánástofnunar sparisjóða er
Hallgrímur Jónsson, Sparisjóði vél-
stjóra.
— Sig. Jóns.
Aðalfundur Sambands íslenskra sparisjóða var sóttur af fulltrúum 31 sparisjóðs viðs vegar af landinu
INNRITUNTIL
6.NÓV.
Á 40 TÍMUM ÖÐLAST ÞÚ GRUNDVALLAR-
ÞEKKINGUÁ EINKATÖLVUM OG HÆENl
TIL AÐ NOTA ÞÆR AF ÖRYGGI
Jafnframt er þetta námskeið hið fyrsta í röð námskeiða sem mynda
annaðhvort Forritunar- og kerfisnám eða þjáifunarbraut, eftir því
hvora leiðina þú kýst, hyggir þú á framhaldsnám í tölvufræðum.
Hið fyrra er 240 klst. nám og hið síðarnefnda 100 klst. nám, að
grundvállarnámi loknu.
Morgunblaðið/SigurðurJónsson
Frá umræðum á aðalfundinum. Sigurður Hafstein, framkvæmda-
stjóri Sambands íslenskra sparisjóða, í ræðustól.
SÍMI:
621066
NÁMSEFNI:
Kynning á einkatölvum. Helstu skiþanir stýrikerfisins MS-DOS og öll
helstu hjálparforrit þess. Ritvinnslukerfið WORD, töflureiknirinn
MULTIPLAN og gagnasafnskerfið dBASE 111+.
Við bjóðum dagnámskeið kl. 8:30-12:30 og kvöldnámskeið
kl. 19:30-22:30, tvo og þrjá daga í viku, um 4ra til fimm vikna skeið.
Kennt er að Ánanaustum 15. Morgunnámskeið hefjast 9. nóv.,
kvöldnámskeið þann 10. nóv.
Þetta er lengsta og besta byrjendanámskeið fyrir notendur einkatölva
sem völ er á.
ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STVRKJA FÉLAGSMENN SÍNA
TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM S.F.Í.
Varrtar þig vöruna sfrax?
- Takfu hana þó með okkur um Hamborg eða Amsterdam.
GYLMIR/SÍA