Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 Betzy Kristín Elías dóttir — Minning Fædd ll.júní 1945 Dáin20. október 1987 Yfir góðviðrisdögum haustsins hefur hvílt dimmur skuggi, veik- indastríð Betzyar, og nú er komið að kveðjustundinni. Fyrir tæpu ári fylgdum við kærri vinkonu okkar, Randý Þórarinsdóttur, þessa sömu leið og við fylgjum dóttur hennar í dag. Þetta eru þung spor. Bjargfastur hluti tilverunnar á mínum uppvaxtarárum á Hamra- felli voru tengslin við foreldra Betzyar, Randí og Elías Kristjáns- ~3on. Þau stóðu með okkur í blíðu og stríðu og vöktu yfir velferð okk- ar systranna sem aðrir foreldrar. Betzy hafði sem bam verið mikið á Hamrafelli og litu foreldrar mínir á hana sem fósturdóttur, en þegar ég man fyrst eftir er hún komin á fermingaraldur. Ung að árum gift- ist hún Kristjáni Friðjónssyni og eignuðust þau 2 böm, Randí Þór- unni og Elías Öm. Eftir um 10 ára sambúð hér heima og erlendis slitu þau samvistir og vann þá Betzy hörðum höndum með dyggri aðstoð foreldra sinna að því að eignast húsnæði og byggja upp heimili fyr- ir sig og bömin. Henni var mikið í mun að standa sig vel í vinnu og ekki síður að halda öllu í röð og reglu heima fyrir, var félagslynd að eðlisfari, gestrisin og góð heim að sækja. Mikið áfall var þegar Elías faðir hennar féll skyndilega frá sumarið 1980, en aftur birti og síðla árs 1981 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Haraldi Haraldssyni. Greini- legt var að hamingjusólin skein í heiði yfir sambandi þeirra og sendi þeim lítinn' geisla, dótturina Guð- björgu Kristínu, sem nú sér á bak móður sinni nýorðin 4 ára. Eftir að Guðbjörg fæddist hittumst við Betzy oftar og bárum saman bækur okkar við bamauppeldið, enda báð- ar þá meira heima við en áður. Augsýnilega naut hún hinna breyttu aðstæðna í lífi sínu, sagðist aldrei hafa haft það eins gott. Bjartsýn og samhent hófu þau hjónin byggingarframkvæmdir við hús í Grafarvogi. Halli og faðir hans, báðir góðir smiðir, vildu vinna verkið sem mest sjálfir og notuðu til þess frístundir enda virtist tíminn nógur. En á vordögum 1986 barði vá- gesturinn mikli að dyrum og eftir skurðaðgerð hófst baráttan við verki og vanlíðan með óbifanlegum stuðningi Halla og bamanna. Utlit- ið var gott þar til í maí sl. að meinið tók að vaxa á nýjan leik og læknavísindin fengu ekki við neitt ráðið. Síðustu vikumar á Landspít- alanum vom sérlega erfiðar, en Halli sat hjá henni tímunum saman og allir reyndu að létta henni byrð- ina eftir því sem hægt var. Við að fylgjast með hetjulegri baráttu Betzyar hef ég öðlast meiri lífsreynslu en á margra ára skóla- göngu. Vandamál hversdagsins blasa við frá öðru sjónarhomi. Elsku Halli, Guðbjörg, Randí og Elías, Hamrafeilsflölskyldan sendir ykkur, Þorgeiri og fjölskyldu og öðmm aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frl (V. Briem.) Guð blessi minningu Betzyar Kristínar Elíasdóttur og hafi hún þökk fyrir samfylgdina. Guðný Margrét Ólafsdóttir Hvers virði er traugt og góð vin- átta? Þessi hugsun sækir á huga minn þessa síðustu haustdaga þegar ég sé á bak einni af mínum tryggustu vinkonum. Alltaf var jafn gott að sækja hana heim — fallegt heimili og hlýtt viðmót brást aldrei þegar ég kom til hennar. Stundimar sem við sátum saman og ræddum sam- eiginleg áhugamál liðu alltof fljótt. Við bjuggum í sama húsi í nokk- ur ár. Bömin okkar voru á svipuðum aldri og leiddi það til þess að sam- gangur á milli heimila okkar varð mjög mikill. Það var alltaf hægt að leita til hennar ef eitthvað lá á og leysti hún vandann ef hún mögu- lega gat. Ég get ekki fullþakkað henni alla þá hlýju, vinsemd og tryggð sem hún veitti okkur svo ríkulega af. Þessar minningar verða aldrei frá okkur teknar þó Betzy sé ekki hjá okkur lengur. Einnig er mér einkar hugleikinn sá vinskapur sem foreldrar hennar sýndu bömunum okkar. Þessi vin- átta er svo samofín öðrum minning- um að hugur minn dvelur hjá þeim líka. Þökk sé þeim. Fyrir um einu og hálfu ári veikt- ist Betzy af þeim sjúkdómi sem hvað erfiðast reynist nútíma læknavísindum að ráða við. Barátt- an var ströng, allt var reynt til að fá hjálp og bata, hún þráði svo sterkt að fá að komast heim og dvelja lengur hjá ástvinum sínum — bömunum sínum og eiginmanni, sem allt gerðu til að létta henni þunga og erfiða sjúkdómslegu. Elsku Halli, Randí, Elías og Guð- björg, ég bið algóðan Guð að gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Guð blessi minningu minnar kæra vinkonu. Jóhanna í dag, miðvikudaginn 28. októ- ber, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför Betzyar Kristínar Elíasdóttur, sem andaðist 20. þessa mánaðar í Landspítalanum eftir erfíð veikindi. Betzy fæddist hér í borginni hinn 11. júní 1945 og var því enn í blóma aldurs, þegar kallið kom til hennar eða aðeins 42 ára að aldri. Foreldrar hennar vora hjónin Randí Þórarinsdóttir, hjúkranar- fræðingur, og Elías Kristjánsson, birgðastjóri hjá Pósti og síma. Elías er látinn fyrir allnokkrarp árum en Randí andaðist fyrir einu ári. Ekki er okkur, sem þessar línur ritum, kunnugt um öll æviatriði Betzyar enda munu aðrir gera þeim skil. Hún starfaði í mörg ár í Út- vegsbanka íslands. Úr foreldrahúsum hlaut hún í arf trygglyndi, viðmótshlýju, hjálpsemi og gestrisni en alls þess nutum við hjónin í ríkum mæli er við heimsótt- um Betzy og fjölskyldu hennar. Arið 1981 var mikið hamingju- og sólarár í lífi Betzyar en 5. desem- Innihandríð Árfell smíðar falleg Ihníhandrlð fyrlr stiga, með langböndum, renndum eða belnum pllárum. Smekkleg stlgahandrlð eru helmlllsprýðl og áralöng reynsla okkar trygglr vandaða framlelðslu. Þú velur llt og lög- un, vlð mælum og gerum verðtllboð sá þess óskað. Hafðu samband tímanlega — Góðir grelðsluskllmálar Haflð samband vlð söluaðlla: IBÚÐIN ÁRMÚLA 17a BYGGINGAWÓNCJSTA SÍMAR 84585-84461 TRESMIÐJA KAUPFÉLAGS HVAMMSFJARDAR - t ber það ár gekk hún í hjónaband með eftirlifandi eiginmanni sínum, Haraldi Erni Haraldssyni, skipa- smið, en hann er fæddur hér í borg 14. febrúar 1941. Haraldur rejmdist Bezty alla tíð mikil stoð og stytta ekki síst í erfíðum veikindum henn- ar. Við hjónin minnumst margra góðra stunda á heimili þeirra hjóna og barna þeirra. Betzy átti frá fyrra hjónabandi tvö böm, Randí Þóranni Kristjánsdóttur, fædda 13. febrúar 1965, en hún fetar í fótspor ömmu sinnar og er að nema hjúkranar- fræði við Háskóla íslands, og Elías Öm Kristjánsson, fæddan 1. ágúst 1966, en hann er að nema tölvunar- fræði við Iðnskólann í Reykjavík. Haraldur og Betzy eignuðust eitt bam, sólargeislann í fjölskyldunni, Guðbjörgu Kristínu, sem fæddist 8. september 1983. Okkur, sem nú fylgjum Bezty síðasta áfangann til hvíldar í skauti fóstuijarðarinnar, fínnst mikill sjón- arsviptir við hvarf hennar úr samfélagi okkar. En það sem mest er um vert er það, að hún skilur eftir í hugum okkar allra, sem þekktum hana, bjarta og hreina minningu um persónu sem bar með sér góðvild, hlýju og yl og gerði lífið bjartara og betra umhverfis sig. Gott er að minnast hennar og minn- ingin um hana mætti verða okkur áminning til eftirbreytni. Eftir er mikill söknuður, enginn fyllir henn- ar skarð, en minningin um góða, trygga og göfuga vinkonu lýsir okkur, sem þekktum hana best, í myrkri og næðingi vetrarins. Mestur er söknuðurinn hjá ást- kæram eiginmanni hennar og bömum, sem sjá á bak yndislegri eiginkonu og móður, en einnig þau eiga svo bjartar minningar um hana, sem þau geta yljað sér við með Guðs hjálp. Guð varðveiti þau og blessi í sorg þeirra. Blessuð sé minning kærrar vin- konu. María Kristmundsdóttir og Guðmundur Hjálmarsson. Sár sorg fyllir hug okkar, er við í dag fylgjum til grafar kærri vin- konu okkar, Betzy Kristínu EHas- dóttur, sem lést þann 20. október síðastliðinn. Betzy var fædd í Reykjavík þann 11. júní 1945. Hún var dóttir hjón- anna Randíar Þórarinsdóttur hjúkranarkonu og Elíasar Krist- jánssonar birgðastjóra hjá Pósti og síma. Era þau hjón bæði látin. Einn bróður átti Betzy, Þorgeir, sem kvæntur er Sigurbjörgu Júlíus- dóttur og búa þau hér í Reykjavík. Betzy var tvígift. Fyrri maður hennar var Kristján Friðjónsson og eignuðust þau tvö böm. Þau era Randí Þórann, f. 1965, nemi í hjúkr- unarfræði við Háskóla íslands og Elías Öm, f. 1967, nemi í tölvu- fræði við Iðnskólann í Reykjavík. Bæði era þau systkinin myndarleg og vel af Guði gerð. Leiðir Betzyar og Kristjáns skildu. í nokkur ár starfaði Betzy við Útvegsbankann í Reykjavík og veit ég að hún var samviskusöm, vand- virk og vinsæl í starfí. Mikil var gleði okkar, er hún bættist í fjölskyldu okkar þegar hún giftist frænda mínum, Haraldi Emi Haraldssyni, þann 5. desember 1981. Haraldur Örn er sonur Har- aldar Guðmundssonar skipasmiðs, Vesturgötu 30 og Guðbjargar Aðal- steinsdóttur, en hún lést árið 1969. Það duldist engum, hve ham- ingjusöm þau vora og hve mikils þau mátu hvort annað. Þann 8. september 1983 fæddist þeim dótt- ir sem skírð var Guðbjörg Kristín. Er hún aðeins fjögurra ára, sannur sólargeisli, skýr og tápmikil. Betzy var fríð kona og glæsileg. Hún átti gott með að gleðjast með glöðum og einnig var hún full sam- úðar með þeim sem við erfiðleika áttu að stríða. í fari sínu átti hún ákveðni og þrautseigju og uppgjöf var henni fjarri skapi. Slíkir eigin- leikar koma sér vel, þegar á móti blæs. Betzy veiktist og í hönd fór erfið- ur tími, það var beðið og vonað, en allt kom fyrir ekki. Það var kom- ið að endalokum þessa lífs. En Betzy stóð ekki ein. Við hlið hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.