Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 Rússneski andófsmaðurinn Vladimir Titov: Laus eftir 18 ára vist í fangelsum og hælum Kom til Vínar- borgar í gær Vín, Reuter. ÞÚSUNDUM er neitað um að flytja frá Sovétríkjunum á hverju ári segir Vladimir Titov fyrrum starfsmaður KGB sem kom tíl Vínar í gær. Hann hefur setið 18 ár í fangelsi og á geð- veikrahælum í heimalandi sínu og ber sovéskum yf irvöldum illa söguna. „Þúsundir fólks í Sovétríkjunum sem vildu gjarna flytjast til Vest- urlanda fá ekki að fara,“ segir Titov sem sjálfur fékk leyfi til að fara til Austurríkis í gær. Um það bil 180 andófsmönnum hefur verið sleppt ú haldi á þessu ári og marg- ir þeirra hafa yfirgefið landið. Titov segir þá vera einungis brot af öllum þeim fjölda sem vildi fara. Titov starfaði á vegum KGB í fimm ár fram til ársins 1961. Árið 1969 var honum fyrst stungið í fangelsi fyrir að gefa ríkjum í vestri upplýsingar um ástandið í sovéskum vinnubúðum. „Ég sat 18 ár bak við læstar dyr, þar af 12 í sérstökum geðveikrahælum sem rekin eru af innanríkisráðuneytinu með sama sniði og fangelsi. Titov var heldur gugginn að sjá þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. Hann var útskrifaður af geðveikrahæli þann 10. október og fékk vegabréfsáritun til að flytjast til Israel. Titov er ekki gyðingur en yfírvöld í Sovétríkjun- um hafa venjulegast þennan háttinn á þegar fólki er leyft að flytjast úr landi. „Ástandið á hælinu var hræði- legt,“ segir Titov, „sjálfsmorðstíð- nin meðal vistmanna er mjög há.“ Hann sagðist oftsinnis hafa verið beittur valdi og honum gefín lyf sem ollu ýmsum krankleika. Titov sagðist hafa í hyggju að setjast að í Vestur-Þýskalandi. Eiginkona hans og systir væru enn í Sovétrílq'unum en hann vonaðist til að þær fengju brátt fararleyfí. Afganistan: Blaðamenn féllu í ár- ásígrennd við Kabúl A myndinni sést James Maddalena í hlutverki Nixons (t.h.) hlýða á hugljúfan söng Johns Duykers í hlutverki Maós Tsetung. Kína Opera um Nixon Óperan „Nixon í Kína“ var frumflutt I Houston í Texas í síðustu viku og hafði hennar verið beðið með eftirvæntingu. Vakti sýningin þó ekki mikla hrifningu. Sagði í gagmýni í bandaríska dagblaðinu The New York Times að líkast til yrði þessi söngleikur seint skylduverkefni í helstu óperuhúsum heims. Óperan er eft- ir tónskáldið John Adams og koma þar fram Richard og Pat Nixon, Maó Tsetung og kona hans, Henry Kissinger, Zhou Enlai og ýmsir ritarar Maós formanns. í gagnrýni The New York Ti- mes sagði að tilkomumesta atriði óperunnar hefði verið þegar for- setaþotan lækkaði flugið yfír Peking. Á öðrum stað segir: „Nauðsynlegt er að skilgreina á nýjan leik skilning okkar á hugtak- inu „leiðindi“.“ í óperunni er farið háðslega með friðarför Richards Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseta, til Kína árið 1972. Islamabaad, Reuter. TVEIR bandarískir blaðamenn munu hafa verið drepnir í fyrir- sátri í grennd við Kabúl fyrir tveimur vikum. Bandarískir síjómarerindrekar i Islamaba- ad staðfestu frétt þessa efnis, en kváðust ekki hafa nákvæma vitneskju um málið. Fréttimar voru frá skæmliða- hópnum, Hezb-i-Islami. Þar var sagt að mennimir hefðu verið Lee Shapiro, kvikmyndagerðarmaður og Jim Lindelof, hljóðmaður. Þeir höfðu verið í Afganistan í nokkra mánuði að mynda styijöldina. Talsmaður skæruliðahópsins sagði að beðið væri ítarlegri fregna um, hvemig þetta hefði borið að. Reuter-fréttastofan hef- ur það þó eftir nefndum talsmanni, að mennimir hafí látizt þegar sovézkum sprengjum var varpað að þeim. Afganskur túlkur í för með þeim særðist. Ein af mörgum götuauglýsingum tölvufyrirtælqanna, sem veita „einmana sálum ráðgjöf". Frakkland: Þingið ræðst til at- lögu gegn tölvuklámi París. Reuter. FRANSKA þingið samþykkti á mánudag að leggja söluskatt skatt í hæsta flokki á þjónustu fyrirtækja, sem bjóða áskrif- endum klám i gegnum tölvu- kerfi. Söluskatturinn, sem verður 33%, er sagður endurspegla vax- andi áhyggjur af því, að óheft klám sé að eyðileggja orðspor hins nýtískulega franska samskipta- kerfís, sem kallað er Minitel. Áskrifendumir geta „talað" nafnlaust við aðra áskrifendur í gegnum tölvumiðstöðvar, sem ríkið leyfír ókeypis afnot af. Við hefur viljað brenna, að samtölin hafí hneigst inn á kyn- ferðislegar brautir, þar sem áskrifendur hafa gefið kynórum sínum lausan tauminn, farið í klúra leiki og mælt sér mót. Tugir fyrirtækja - með djörf nöfíi eins og Sextel - hafa sprot- tið upp á þessum markaði og auglýst þjónustu sína ótæpilega, m.a. „ráðgjöf fyrir einmana sálir“. Dæmi: „Hvað er til ráða fyrir konur, sem eru ennþá hreinar meyjar?“ Landsímayfírvöld, sem komist hafa í feitt við þennan óvænta vaxtarbrodd Minitel-kerfisins, hafa neitað að láta málið til sín taka. „Við erum engir siðferðis- verðir almennings," sagði Gerard Longuet, ráðherra fjarskiptamála. Frakkar eyddu um 160 milljón- um franka (u.þ.b. milljarði ísl. kr.) í Minitel-kerfíð í síðasta mán- uði og sérfræðingar áætla, að um þriðjungur heildamotkunarinnar hafí farið í gegnum klámþjónustu- fyrirtækin. Tekjunum er skipt milli land- símans og einkafyrirtækjanna, sem sjá um hugbúnaðarhliðina. BMfiHl—l ALLORKA enn er sumar Brottför 10. nóv. með leiguflugi til Mallorka Gist á hinu glæsilega íbúðahóteli Royal Playa de Palma Dæmi um verð ■ — Mallorka 14 daga + 3 daga í London kr. 30.830,- Mallorka 7 daga + 4 daga í Amsterdam kr. 30.570 með errctwiwc FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388 og 28580. • • • luxus gistingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.