Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987
Rússneski andófsmaðurinn Vladimir Titov:
Laus eftir 18 ára vist
í fangelsum og hælum
Kom til Vínar-
borgar í gær
Vín, Reuter.
ÞÚSUNDUM er neitað um að
flytja frá Sovétríkjunum á
hverju ári segir Vladimir Titov
fyrrum starfsmaður KGB sem
kom tíl Vínar í gær. Hann hefur
setið 18 ár í fangelsi og á geð-
veikrahælum í heimalandi sínu
og ber sovéskum yf irvöldum illa
söguna.
„Þúsundir fólks í Sovétríkjunum
sem vildu gjarna flytjast til Vest-
urlanda fá ekki að fara,“ segir
Titov sem sjálfur fékk leyfi til að
fara til Austurríkis í gær. Um það
bil 180 andófsmönnum hefur verið
sleppt ú haldi á þessu ári og marg-
ir þeirra hafa yfirgefið landið.
Titov segir þá vera einungis brot
af öllum þeim fjölda sem vildi fara.
Titov starfaði á vegum KGB í
fimm ár fram til ársins 1961. Árið
1969 var honum fyrst stungið í
fangelsi fyrir að gefa ríkjum í
vestri upplýsingar um ástandið í
sovéskum vinnubúðum. „Ég sat
18 ár bak við læstar dyr, þar af 12
í sérstökum geðveikrahælum sem
rekin eru af innanríkisráðuneytinu
með sama sniði og fangelsi.
Titov var heldur gugginn að sjá
þegar hann ræddi við blaðamenn
í gær. Hann var útskrifaður af
geðveikrahæli þann 10. október
og fékk vegabréfsáritun til að
flytjast til Israel. Titov er ekki
gyðingur en yfírvöld í Sovétríkjun-
um hafa venjulegast þennan
háttinn á þegar fólki er leyft að
flytjast úr landi.
„Ástandið á hælinu var hræði-
legt,“ segir Titov, „sjálfsmorðstíð-
nin meðal vistmanna er mjög há.“
Hann sagðist oftsinnis hafa verið
beittur valdi og honum gefín lyf
sem ollu ýmsum krankleika.
Titov sagðist hafa í hyggju að
setjast að í Vestur-Þýskalandi.
Eiginkona hans og systir væru enn
í Sovétrílq'unum en hann vonaðist
til að þær fengju brátt fararleyfí.
Afganistan:
Blaðamenn
féllu í ár-
ásígrennd
við Kabúl
A myndinni sést James Maddalena í hlutverki Nixons (t.h.) hlýða á
hugljúfan söng Johns Duykers í hlutverki Maós Tsetung.
Kína
Opera um Nixon
Óperan „Nixon í Kína“ var
frumflutt I Houston í Texas í
síðustu viku og hafði hennar
verið beðið með eftirvæntingu.
Vakti sýningin þó ekki mikla
hrifningu.
Sagði í gagmýni í bandaríska
dagblaðinu The New York Times
að líkast til yrði þessi söngleikur
seint skylduverkefni í helstu
óperuhúsum heims. Óperan er eft-
ir tónskáldið John Adams og koma
þar fram Richard og Pat Nixon,
Maó Tsetung og kona hans, Henry
Kissinger, Zhou Enlai og ýmsir
ritarar Maós formanns.
í gagnrýni The New York Ti-
mes sagði að tilkomumesta atriði
óperunnar hefði verið þegar for-
setaþotan lækkaði flugið yfír
Peking. Á öðrum stað segir:
„Nauðsynlegt er að skilgreina á
nýjan leik skilning okkar á hugtak-
inu „leiðindi“.“ í óperunni er farið
háðslega með friðarför Richards
Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseta,
til Kína árið 1972.
Islamabaad, Reuter.
TVEIR bandarískir blaðamenn
munu hafa verið drepnir í fyrir-
sátri í grennd við Kabúl fyrir
tveimur vikum. Bandarískir
síjómarerindrekar i Islamaba-
ad staðfestu frétt þessa efnis,
en kváðust ekki hafa nákvæma
vitneskju um málið.
Fréttimar voru frá skæmliða-
hópnum, Hezb-i-Islami. Þar var
sagt að mennimir hefðu verið Lee
Shapiro, kvikmyndagerðarmaður
og Jim Lindelof, hljóðmaður. Þeir
höfðu verið í Afganistan í nokkra
mánuði að mynda styijöldina.
Talsmaður skæruliðahópsins
sagði að beðið væri ítarlegri
fregna um, hvemig þetta hefði
borið að. Reuter-fréttastofan hef-
ur það þó eftir nefndum talsmanni,
að mennimir hafí látizt þegar
sovézkum sprengjum var varpað
að þeim. Afganskur túlkur í för
með þeim særðist.
Ein af mörgum götuauglýsingum tölvufyrirtælqanna, sem veita
„einmana sálum ráðgjöf".
Frakkland:
Þingið ræðst til at-
lögu gegn tölvuklámi
París. Reuter.
FRANSKA þingið samþykkti á
mánudag að leggja söluskatt
skatt í hæsta flokki á þjónustu
fyrirtækja, sem bjóða áskrif-
endum klám i gegnum tölvu-
kerfi.
Söluskatturinn, sem verður
33%, er sagður endurspegla vax-
andi áhyggjur af því, að óheft
klám sé að eyðileggja orðspor hins
nýtískulega franska samskipta-
kerfís, sem kallað er Minitel.
Áskrifendumir geta „talað"
nafnlaust við aðra áskrifendur í
gegnum tölvumiðstöðvar, sem
ríkið leyfír ókeypis afnot af.
Við hefur viljað brenna, að
samtölin hafí hneigst inn á kyn-
ferðislegar brautir, þar sem
áskrifendur hafa gefið kynórum
sínum lausan tauminn, farið í
klúra leiki og mælt sér mót.
Tugir fyrirtækja - með djörf
nöfíi eins og Sextel - hafa sprot-
tið upp á þessum markaði og
auglýst þjónustu sína ótæpilega,
m.a. „ráðgjöf fyrir einmana sálir“.
Dæmi: „Hvað er til ráða fyrir
konur, sem eru ennþá hreinar
meyjar?“
Landsímayfírvöld, sem komist
hafa í feitt við þennan óvænta
vaxtarbrodd Minitel-kerfisins,
hafa neitað að láta málið til sín
taka. „Við erum engir siðferðis-
verðir almennings," sagði Gerard
Longuet, ráðherra fjarskiptamála.
Frakkar eyddu um 160 milljón-
um franka (u.þ.b. milljarði ísl.
kr.) í Minitel-kerfíð í síðasta mán-
uði og sérfræðingar áætla, að um
þriðjungur heildamotkunarinnar
hafí farið í gegnum klámþjónustu-
fyrirtækin.
Tekjunum er skipt milli land-
símans og einkafyrirtækjanna,
sem sjá um hugbúnaðarhliðina.
BMfiHl—l
ALLORKA
enn er
sumar
Brottför 10. nóv. með leiguflugi til Mallorka
Gist á hinu glæsilega íbúðahóteli Royal Playa de Palma
Dæmi um verð ■ —
Mallorka 14 daga + 3 daga í London kr. 30.830,-
Mallorka 7 daga + 4 daga í Amsterdam kr. 30.570 með
errctwiwc
FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388 og 28580.
• • •
luxus gistingu.