Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 27 Indverskir hermenn með alvæpni i einu þeirra hverfa i Jaffna, sem er á valdi þeirra. Leyniskyttur gera þeim í vaxandi mæli gráan leik. Orrustan um Jaffna: Tamílskum leyniskytt- um vex stöðugt ásmegin Colombo, Reuter. INDVERJAR hafa enn ekki náð borginni Jaffna á sitt vald, þrátt fyrir þunga sókn upp á síðkastið, og ein meginástæðan er að leyni- skyttur tamíla hafa látið mjög að sér kveða. Siðustu daga virðist þeim hafa vaxið enn ásmegin. utvarpið á Sri Lanka sagði í gærmorg- un, þriðjudag, að 24 skæruliðar hefðu verið felldir á síðasta sólar- hringnum. Þess var og getið, að skæruliðar hefðu skotið finun indverska hermenn til bana. Óstaðfestar heimildir segja, að mann- fall hjá Indveijum og meðal óbreyttra borgara sé mjög mikið. Fréttamenn sem fengu að koma til Jaffna á mánudaginn sögðu, að leyniskyttur létu mjög að sér kveða. Þeir sögðu einnig, að sprengjur hefðu sprungið margsinnis þá skömmu stund sem þeir fengu að vera í Jaffna og indversku her- mennimir virtust órólegir. Kalkat yfirmaður indverska her- liðsins þama sagði, að Indveijar hefðu misst 167 fallna og 619 hefðu særst síðan sóknin til Jaffna hófst þann 6.október. Nokkurra er sakn- að. Hann staðhæfði að 600 tamil- skir skæruliðar hefðu fallið og 300 hefðu verið gripnir. Hann sagði einnig að hann hygði, að um 1000 skæruliðar væru enn að og þeir brygðu sér öðru hverju í gervi flóttamanna og klæddust lörfum og fengju þannig matvæli. Örskömmu síðar væru þeir komnir í skæraliða- búninginn og með alvæpni. Kalkat sagði að bifreið sem var að koma með matvæli og sjúkra- gögn til Jaffna hefði ekið á jarð- sprengju og mikið tjón hefði hlotist af. Hann fékkst ekki til að skýra það nánar. Aðspurður um, hversu lengi enn hann teldi að átökin myndu standa, svaraði hann því til að Indveijar ættu ekki í stríði. Þeir hefðu komið til Sri Lanka til að ábyrgjast að friður yrði og væri verk þeirra að afvopna skæralið- ana. Hversu langan tíma það tæki treysti hann sér ekki að spá um. Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári: Tryggir verðfall- ið í Wall Street sigur demókrata? Washington, Reuter. VERÐHRUNIÐ I Wall Street og ólgan á fjármálamörkuðunum hafa glætt vonir bandarískra demókrata um sigur í forsetakosn- ingunum að ári. Demókrataflokkurinn hefur löngum haft þá ímynd, að hann standi vörð um velgengni og velferð þjóðarinn- ar, að hann þurfi að kalla til þegar í harðbakkann slær, en uppgangurinn, sem verið hefur mestan hluta Reagan-áranna, hefur nokkuð slævt þess mynd. Nú fær flokkurinn hins vegár tækifæri til að sanna sig að þessu leyti. „Demókrötum gefst nú kostur á að nýta sér efnahagserfiðleik- ana,“ sagði stjómmálafræðingur- inn Kevin Phillips, sem starfar fyrir Repúblikanaflokkinn og rit- stýrir tímaritinu American Politic- al Report. „Þeir geta komið fram eins og vinur litla mannsins," bætti hann við og átti við þá gömlu hefð, að demókratar era taldir flokkur hins almenna manns en repúblikanar flokkur ríka mannsins. Stöðugur hagvöxtur fyrstu fimm ár Reagan-stjómarinnar var á góðri leið að grafa undan þess- um gömlu skilgreiningum og leiðtogum demókrata varl ekkert ágengt við að telja fólki trú um, að uppgangurinn væri blekking, sem myndi að lokum verða fjár- laga- og viðskiptahallanum að bráð. Enn eru að vísu 13 mánuðir í forsetakosningamar en stjóm- málaskýrendur telja, að „Svarti mánudagurinn" kunrii að snúa efnahagsmálaumræðunni dem- ókrötum í vil. „Verðhranið olli því, að ótti al- mennings við framtíðina kom upp á yfírborðið," segir Terry Micha- el, talsmaður Pauls Simon öld- ungadeildarþingmanns og eins þeirra, sem vilja verða forseta- frambjóðandi demókrata. „Það ýtir undir þann gran, að Banda- ríkjamenn séu ekki tilbúnir til að takast á við framtíðina." Demókratar hafa átt á brattann að sækja undanfarið og framboðs- mál flokksins hafa ekki orðið til að auka honum hróður. Tveir þeirra, sem sækjast eftir útnefn- ingu hans sem forsetáframbjóð- andi, hafa orðið að draga sig í hlé vegna hneykslismála og hinir er tiltölulega óþekktir menn, sem margir efast um, að séu til for- ystu fallnir. Það er hins vegar söguleg staðreynd, að efnahags- erfíðleikar bitna aðallega á þeim flokki, sem fer með stjómina hveiju sinni. „Eins og nú er hátt- að framboðsmálum demókrata er samdráttur í efnahagslífínu það eina, sem getur fleytt þeim inn í Hvíta húsið á næsta ári,“ segir Stephen Hess, stjómmálafræð- ingur á vegum Brookings-stofn- unarinnar. hík; nsytooo f íphxcó WXRNER HOME VBDEO WSRNER HOME VIDEO W\RNER HOME VIDEO The Outlaw vlosey Wales 4ájfCLINT EASTW00D lake Cllnt the street>*mart up... 1ak*> Curt the >he*auv wivate e>e... ond ttwn take um>íJ CLIIVÍT . BURT smcci PCVNCLUS Islenskur texti Islenskur texti Islenskur texti____Islenskur texti Clint Eastwood (Lt. Speer) er harð- snúinn lögreglumaður sem fyrirlítur einkaspæjara. Burt Reynolds (Mike Murphy) er einkaspæjarinn sem gerir það sem honum sýnist. Þrátt fyrir allt þá snúa þeir Speer og Murphy bökum saman og með ein- stakri samvinnu, þá tekst þeim að koma glæpalýðnum fyrir kattarnef. Clint Eastwood er í sínu besta formi íhlutverki rannsóknarlögreglu- mannsins Wes Block í New Orle- ans. Block ber nokkuð sérstætt skynbragð á kynlífshegðun, og á vændiskonum hefur hann alveg sérstaka óbeit. En Block stendur ekki á sama þegar hann er lagður í einelti af geðveikum manni sem stundar morð á vændiskonum. i tefli 1 Kúabóndinn Josey Wales verður fyrir þeim harmleik að fjölskylda hans, eiginkona og sonur, eru myrt af bófaflokki, sem maður að nafni Terrill stjórnar. Josey gleymir aldrei Terrill og bófaflokki hans og hann veit að fyrr eða síðar munu þeir hittast.... Clint Eastwood er í hlutverki liðs- foringjansTom Highway, harðsnú- ins hermanns. Hann er mikill drykkjuhrútur en reynir að koma skipulagi á líf sitt. Verkefni hans er að breyta ungum, vælandi drengj- um í harðsnúna hermenn. { TEFLI1 ] Leikið rétta leikinn Takid mynd frá Tefli UU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.