Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 56
I I----------* ■ )---1 | ALHLIÐA PRENTÞJÖNUSTA 1 GuÓjónÓ.hf. | / 91-27233 | JNtogtlllMjlfcÍfe Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Fomgraf- reitur fannst í Víðidal Hvammstanga. BÓNDINN á Þorkelshóli í Húnaþingi tók laugardag- inn 24. október gröf fyrir 173 skrokka af meintu riðu- sjúku fé sínu. Kom hann þá niður á mannabein allmörg. Anton Júlíusson, bóndi á Þor- kelshóli, hafði vélgröfu til að taka gröf fyrir ærskrokkana í hól í túninu. Á rúmlega eins metra W^dýpi var komið niður á í það minnsta fímm beinagrindur af mönnum og töldu viðstaddir ör- uggt að fleiri lægju þar á svæðinu. Haft var samband við prófast Húnaþings og einnig þjóðminjavörð. í jarðabók frá árinu 1705 er sögð svonefnd hálfkirlga enn uppistandandi á Þorkelshóli, en ekki haldnar þar tíðir í manna- minnum. Trúlega er þama um ^tð ræða grafreit frá tímum hinn- ar fomu kirkju. Karl Morgunblaðið/Garðar Rúnar Sigurgeirsson HÁHYRNINGARNIR BÍÐA FLUTNINGS Háhymingarnir fjórir, sein veiddir voru í síðustu viku, I er stöðugt dælt í þróna. Háhyrningunum er gefin sfld, sem bíða nú flutnings i gamalli sfldarþró á Seyðisfirði, en þar þeir éta af bestu lyst, en þeir voru lystarlausir fyrst eftár tók fréttaritari Morgunblaðsins þessa mynd af þeim í að þeir voru fluttir í hin nýju heimkynni sín. gær. Gæsla er höfð við dýrin allan sólarhringinn og sjó | Skildingabréfíð dýra, sem seldist á 2,6 mifljónir króna á uppboðinu. Kaupmannahöfn: Skildingabréf seld- ist á 2,6 milljónir SÍÐASTA íslenska skildingabréfið úr safni Crawford, sem oftast var nefnt Ambjörn Falk-safnið, var selt á uppboði í Kaupmannahöfn meðan á frímerkjasýningunni „HAFNIA-87“ stóð. Bréfið fór á 350 þúsund danskar krónur, eða tæplega 2,6 milljónir íslenskra króna. Einnig var seld sexblokk fslenskra „í gildi“-merkja með afbrigði á 105 þúsund danskar krónur, sem jafngildir 775 þúsund krónum, hvort tveggja að viðbættum sölulaunum og söluskatti. íslensku merkin voru seld á upp- Norðurlöndum. boði Skandia Postillionen síðustu daga sýningarinnar „HAFNIA-87" f Kaupmannahöfn. Síðasta skild- ingabréfið úr Crawford eða Ambjöm Falk-safninu var selt og er það jafnframt fallegasta bréfíð úr því safni. Crawford þessi var eigandi Tetra-Pak-verksmiðjanna, en sýndi safíi sitt ávallt undir dul- nefninu Ambjöm Falk. Crawford, sem lést fyrir nokkram áram, átti 6 eða 7 skildingabréf. Alls era 48 slík bréf til í heiminum, þar af 18 hérlendis. Með sölulaunum og sölu- skatti fór bréf þetta á 2 milljónir og 583 þúsund íslenskar krónur. Er þetta sölumet á skildingabréfi á Þá var einnig til sölu á uppboðinu blokk sex samfastra merlga af svo- kölluðum „í gildi“-merkjum með afbrigði. Merki þessi era íslensk auramerki, en þau vora fyrst prent- uð árið 1876. Árið 1901 átti að hætta útgáfu þeirra, en þar sem ekki höfðu verið gerðar ráðstafanir til að prenta önnur var samþykkt á Alþingi að þau mætti nota árið 1902 og 1903. Þá var prentað á merkin „f gildi 02-03“. Á þeirri blokk, sem nú var seld, hafði áletr- unin misprentast, þannig að stóð „f gildi 03-03“. Seldist blokk þessi á 775 þúsund íslenskar krónur, sem er mjög hátt verð. Bátur strandar við Flatey á Breiðafirði Fimm manna áhöfn bjargaö um borö 1 nærstaddan bát Morgunblaðið/Snorri Snorrason Glaður ÍS 28, en hann bar þar til nýlega einkennisstafína HU 67. Óttast er að báturinn sé ónýtur. GLAÐUR ÍS 28 strandaði á skeri rétt suður af Flatey á Breiðafirði í gærdag. Fimm menn voru á bátnum og sak- aði engan þeirra. Þeir voru teknir um borð í Halldór Sig- urðsson ÍS 14, sem var í grenndinni, og komu til Bijánslækjar, þaðan sem báð- ir bátarnir eru gerðir út, rúmlega átta í gærkveldi. Leki kom að bátnum og er óttast að ekki takist að bjarga honum. Strax og fréttist um strandið var björgunarbátur hjálparsveit- arinnar Lómfells á Barðaströnd sendur með dælu á strandstað, en of ókyrrt var í sjó til þess að hún kæmi að notum. Lágsjávað var þegar bátinn tók niðri, en fímm metrum munar þama á flóði og ijöru. Báturinn mun því fara á kaf í nótt og er hætta á að hann fari fram af skerinu. „Þetta er hlutur sem alltaf má búast við að gerist," sagði Ólafur Halldórsson, útgerðarmaður Glaðs og Halldórs Sigurðssonar í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi. „Þetta er auðvitað áfall, bæði fyrir sjómennina og okkur í landi. Það er einnig öryggi í því iað geta haft tvo báta í samfloti, eins og kom fram í þessu tilfelli." Hann sagðist halda að mennim- ir um borð hefðu ekki verið f hættu, enda hefði hinn báturinn verið komin til. Glaðs eftir hálftíma. Ólafur sagði að björgunarbátur hjálparsveitarinnar hefði þegar sannað gildi sitt, en sveitin fékk hann um helgina. Báturinn er þrisvar sinnum fljótari í ferðum en venjulegir fískibátar. Sagði Ólafur að mikið öryggi væri í að hafa slíkan bát. Glaður er 43 tonna trébátur, smíðaður í Svíþjóð 1968. Báturinn var á hörpudiskveiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.