Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987
39
Minninff:
EmilA. Sigmjóns-
son málarameistari
Fæddur 21. nóvember 1907
Dáinn 20. október 1987
Hann afa vantaði ekki nema einn
mánuð og einn dag í að verða átt-
ræður þegar hann lést þann 20.
október síðastliðinn. Bjuggust þó
fæstir við að hann kæmist svo ná-
lægt áttræðisafmælinu því hann
hafði verið mjög sjúkur hátt á ann-
að ár.
Emil Anton Siguijónsson fæddist
í Reykjavík 21. nóvember 1907,
þegar Reykjavík var smábær með
u.þ.b. 10.000 íbúa, þegar fólk
þekkti hvort annað með nafni en
nafnnúmer voru óþekkt fyrirbrigði.
Hann var §órði og yngsti sonur
Emilíu Sigurbjargar Ingimundar-
dóttur og ólst hann upp hjá móður
sinni. Faðir hans var Sigurjón Sig-
urðsson, trésmiður. Afi tilheyrði
þeirri kynslóð Reykvíkinga sem nú
er óðum að hverfa; fólki sem fylgst
hefur með Reykjavík breytast úr
bæ í borg, fólki sem hefur séð íbúa-
flölda staðarins nær tífaldast á einni
mannsævi. Þrátt fyrir allan þann
fjölda, sem byggir þessa borg í
dag, þá eru ekki margir íslendingar
á þessum aldri sem eiga rætur sínar
1 Reykjavík.
Afí var sá eini af fjórum sonum
Emilíu sem ólst upp hjá móður
sinni. Hinum bræðrunum var öllum
komið í fóstur, en þrátt fyrir það
urðu mikil tengsl á milli þeirra
síðar, meiri en oft vilja verða milli
systkina sem njóta þess að alast
upp saman. Það er og eftirtektar-
vert að þrír af fjórum sammæðra
hálfbræðrum kusu sér sama ævi-
starfíð; þeir urðu málarar.
Afí gekk í Iðnskólann í Reykja-
vík og tók sveinspróf í niálaraiðn
1930. Þá iðn stundaði hann alla tíð
meðan aldur og heilsa leyfðu. Hann
starfaði einnig mikið að félagsmál-
um innan stéttar sinnar. Hann var
einn af 16 stofnendum Málara-
sveinafélags Reykjavíkur og gegndi
þar ýmsum trúnaðarstörfum, var
meðal annars fyrsti fulltrúi þess í
Iðnráði. Hann starfaði einnig í
Málarameistarafélagi Reykjavíkur
og var formaður þess á tímabili,
auk þess sem hann sat þing Sam-
taka málarameistara á Norðurlönd-
um, þá var hann og áhugasamur
meðlimur frímúrarareglunnar. Þeg-
ar aldurinn svo færðist yfír og hann
var ekki lengur fær um að stunda
iðn sína gerðist hann afgreiðslu-
maður hjá versluninni Málaranum,
þar sem hann hafði einnig starfað
áður.
Ungur kvæntist afi eftirlifandi
ömmu minni, Margréti Guðjóns-
dóttur frá Jaðri á Langanesi. Þau
eignuðust fímm böm: Gunnar,
fæddur 1930, en lést á 6. aldurs-
ári, Guðjón, fæddur 1932, málari í
Reykjavík, Emilía, fædd 1933, hús-
móðir í Garðabæ, Gunnlaug, fædd
1936, húsmóðir í Reykjavík, Gunn-
ar, fæddur 1939, málari í
Reykjavík. Einnig átti afí eina dótt-
ur, Ellen, fædda 1929, húsmóðir í
Reykjavík.
Fyrst þegar ég man eftir mér
áttu afí og amma heima í Blöndu-
hlíð hér í Reykjavík, en lengst af
man ég eftir þeim til heimilis á
Lokastíg 5. Það hefur alltaf verið
gaman að líta inn hjá þöim afa og
ömmu á Lokastíg og ekki síst hefur
bókaskápurinn hans afa heillað, því
hann var víðlesinn maður sem átti
fjölbreyttan bókakost.
Síðustu árin gerðist það æ tíðara
að afi væri lagður á sjúkrahús og
æði oft átti maður ekki von á því
að hann ætti afturkvæmt. Oft var
maður undir það búinn að frétta lát
hans; en hann kom okkur alltaf á
óvart. Æ ofan í æ hafði hann það
af að rísa upp af sjúkrabeði og
komast aftur þangað sem honum
leið best: Heim. En það er sama
hvað margar orrustur maðurinn
háir, lífsstríðinu hlýtur alltaf' að
ljúka á sama veg. Þann 18. október
síðastliðinn var afí fluttur á sjúkra-
hús í síðasta sinn og þar lést hann
eftir skamma legu aðfaranótt þess
20. október.
Um leið og ég bið Guð að geyma
elsku afa minn, þá vil ég þakka
honum fyrir samfylgdina í 29 ár.
Blessuð sé minning hans.
Emil Örn Kristjánsson
Leiðrétting
í FYRIRSÖGN á minningargrein
hér í blaðinu í gær, þriðjudag, um
Pál H. Andrésson frá Sveinseyri,
varð sú misritun að Sveinseyri varð
að Stokkseyri. — Leiðréttist það hér
með.
Meðalþungi dilka í
Skagafirði 14,5 kg
HAUSTSLÁTRUN sauðfjár
lauk hjá Kaupfélagi Skagfirð-
inga 16. október. Alls var
lógað 43.003 fjár. Meðalþungi
dilka varð 14,534 kg á móti
14,243 kg haustið áður. Alls
komu til innleggs 36.537 dilk-
ar og nam kjöt af þeim 530
tonnum.
Lógað var 6.111 fullorðnum
kindum, þar af komu til innlegs
2.133 kindur, en 1.451 kind var
lógað vegna leigu og kaupa á full-
virðisrétti á vegum Framleiðnisjóðs
og fækkunarsamninga og 2.452
kindum var lógað vegna riðuniður-
skurðar. Mismunurinn, 75 stykki
var heimtekið og sjúkt.
Samkvæmt lögum nr. 46/1985
ber að greiða 75% af haustgrund-
vallarverði til innleggjenda eigi
síðar en 15. október og nam sú
greiðsla á ofangreint innlegg hjá
viðskiptamönnum kaupfélagsins
rúmlega 111 milljónum króna og
hefur það fé verið fært í viðskipta-
reikninga innleggjenda.
(Fréttatílkynning')
Þai getur enginn
sagt þér hvaða dýna erbest fyrirþig- aðeins þú sjálf(ur)
getur fundið út úr því- og jafnvei ekki fyrren þú hefur
prófað margardýnur.
dýrmætaJíasemþú átt
y ágóðadynu__
Við bjóðum viðskiptavinum okkar 45 daga skiptirétt
þegar þeir kaupa hjá okkur dýnur.
Við kaupum fjaðradýnurnarokkarfrá sænska fyrirtæk-
inu SCAPA, sem erstærsti fjaðradýnuframleiðandi
Norðurlanda, en einmittþað tryggirað dýnurnareru
þærbestu sem þú geturkeypt.
IDÉ-POPULÆR
fjaðradýnan með 102 Bonell-fjaðrir á fermeter.
.8.770,-
í stærðinni: B 90 x I 200 cm'
Innifalin íverði eryfirdýna sem má þvo.
IDÉ LUX SUPER
fjaðradýnan með miðlungsstífu tvöföldu fjaðrakerfi.
Verö: ^ 5i790|"
í stærðinni: B 90 x I 200 cm.
Innifalin í verði er yfirdýna sem má þvo.
IDÉ LUX SIESTA
fjaðradýnan er miðlungsstíf með tvöföldu fjaðra-
kerfi. Efri fjaðramottan með handhnýttum Epeda-
fjöðrum og sú neðri með Bonell-fjöðrum.
Verð: l530<"
í stærðinni: B 90 x I 200. .
Innifalin íverði eryfirdýna sen má þvo.
IDE LUX ULTRAFLEX
fjaðradýnan er mjúk með tvöföldu fjaðrakerfi. Efri
fjaðramottan hefur 241 LFK-fjööur á fermetra og
sú neðri hefur 130 Bonnel-fjaðrir á fermetra.
OO 4CA .
—wn ■ wi
í stærðinni: B 90 x L 200 cm. "
Innifalin í verði eryfirdýna sem má þvo.
Fjaðradýnan er fullkomið rúm og við eigum margar gerðir
af löppum, meiðum og sökklum.
REYKJAVÍK