Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 Utanríkisráðherra: Við verðbólgnna verður ekki ráðið nema vextir lækki Fjármálaráðherra hóflega bjartsýnn á samkomulag um launastefnu STEINGRÍMUR Hermannsson, ut- anríkisráðherra, sagði i umrseðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gserkvöldi að þvi færi fjarri að nauðsynlegt jafnvægi væri konúð á ástand efnahags- mála. Hann efaðist um að við verðbólguna yrði ráðið, nema vext- ir og fjármagnskostnaður lækk- uðu. Pjármálaráðherra, Jón Lést af slysf örum Skipveijinn, sem lést af slysförum um borð i Akurey SF 31 & mánudag, hét Jón Bragi Ásgrímsson. Jón Bragi var 25 ára gamall, til heimilis að Svalbarði í Borg- arfirði eystra. Hann var ókvæntur og bamlaus. Baldvin Hannibalsson, vék i ræðu sinni að komandi kjarasamningum og því tilboði ríkisstjómarinnar að fresta gildistöku söluskatts á matvæli, ef samkomulag næðist um launastefnu. Sagðist hann vera hóflega bjartsýnn á slíkt sam- komulag. Steingrímur Hermannsson sagði í umræðunum, að hann efaðist um að við verðbólguna yrði ráðið, ef vextir og fjármagnskostnaður lækkuðu ekki. I október fyrir ári hefðu raun- vextir verið um 5% en væru nú um 9%. Þetta væru langt um hærri vext- ir en í nágrannalöndunum. Einnig hefði vaxtamunur aukist og væri óviða meiri. Utanríkisráðherra sagði nauðsynlegt að hert yrði á stjóm al- mennra peningamála. Á þenslutímum væri skynsamleg- ast að draga úr framkvæmdum, sagði Steingrímur Hermannsson, meðal annars efaðist hann um að rétt væri að gera ráð fyrir byggingu meira en §ögur þúsund nýtra íbúða á ári, meðan sú þensla væri sem nú ríkti. Á samdráttartimum ætti ríkissjóður hins vegar að beita sér fyrir auknum framkvæmdum. Utanríkisráðherra sagði að með þeirri ákvörðun að stefna að stöðugu gengi væri teflt á tæpasta vað. Fram- hjá því yrði ekki horft hvort sam- keppnÍBstöðu iðnaðarins mætti bæta til dæmis með því að spoma gegn innflutningi undirboðsvamings er- lendis frá. Jóhann teflir við Kortsnoj í dag Belgrad. Frá Leifi Jósteinssyni, fréttaritara JÓHANN Hjartarsson áttí slæm- an dag í gær og tapaði fyrir júgóslavneska stórmeistaranum Predrag Nikolic. Jóhann hafði svart og beitt drottningarind- verskri vörn. Honum hafði nokkurn vegin tekist að jafna Morgunblaðsins á Investbanka-mótinu. vinninga. 9. umferð mótsins verður tefld í dag. Þá mætir Jóhann Hjartarson Viktor Kortsnoj, væntanlegum and- stæðingi sínum í áskorendaeinvígi í Kanada í janúar. Jóhann hefur hvítt. • Morgunblaðið/tJlfar Hjörtur Stapi á MB Stundvís og Ægir Ólafsson á MB Dóra voru að huga að rækjutrolli í ísafjarðar- höfn i gærdag. Þeir biðu eftír leyfi frá Hafrannsóknastofnun til að hefja rækjuveiðar. Leyfið kom um hádegið og héldu þeir þá til veiða. Góður rækjuafli í Isafjarðardjúpi ísafirði, Rækjuveiðar hófust i ísa- fjarðardjúpi í gærmorgun. Að sögn Torfa Björnssonar, skip- stjóra á Erni IS 18, var aflinn mjög góður hjá öllum flotanum eða l'/2—4 tonn eftír daginn. Rækjan er stór og góð og ekki mikið um seiði, en nokkuð af loðnu i aflanum. Guðmundur Skúli Bragason, forstöðumaður útibús Hafrann- sóknastofnunar á ísafirði, sagði að veiðihorfur væm nú mikið betri en undanfarin ár. Ákveðið hefur verið að leyfa veiðar á 1800 lest- um af rækju á þessum vetri, ef aðstæður breytast .ekki við rann- sóknir sem gerðar verða í febrúar á næsta ári. Guðmundur Skúli sagði að síðustu þtjú árin hefði rækja aðeins fundist innst í ísa- Qarðardjúpi og í nokkrum fjörðum við Djúpið í upphafi vertíðar, en í haustieiðangri hafrannsókna- skipsins Drafnar, sem lauk 15. október, fannst mikil rækja allt út að Amamesi. Þijátíu bátar hafa leyfi til veið- anna og munu langflestir þeirra hafa hafið veiðar í gær. Þeir landa hjá sjö rækjuverksmiðjum við Djúp. Verð er nú 10—20% lægra í krónum talið en á síðustu vertíð, en gert er ráð fyrir þremúr stærð- arflokkum í verðlagningu, í stað eins á síðustu vertíð. Aflakvóti bátanna er 60—73 tonn yfir ver- tíðina og má hver þeirra koma með allt að sex tonna afla á viku. Nokkuð er um bolfískseiði í Djúpinu, en þó vel undir viðmiðun- armörkum, að sögn Guðmundar Skúla. Algeng veiði í ísafjarðardjúpi fyrir tregðuna síðustu þijú árin, en þá fór afli niður í eitt þúsund tonn, var á bilinu 2400—2600 tonn á vetri. Mestur var aflinn vertíðina 1969—1970, 3200 tonn. ÍJlfar. taflið, er hann lagði of mikið á --------- stöðuna í 20. leik. í kjölfarið fyigdi siæmur afleikur og eftír Forsætisráðherra í stefnuræðu: 29 leiki varð Jóhann að gefast —------—---------------------------- Nauðsynlegt að auka sam- skiptí við Evrópubandalagið HYGGILEGT er og nauðsynlegt að auka mjög verulega starf okkar íslendinga er lýtur að samskiptum við Evrópubandalagið, sagði Þorsteinn Pálsson, forsætísráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi i gærkvöldi. fiáðherra taldi raunhæft að ætla að hin 12 riki Evrópu- bandalagsins væru orðin ein viðskiptaheUd árið 1992, eins og stefnt væri að. í kjölfar þessa mættí búast við harðari og óvægnari við- skiptastefnu gagnvart ríkjum er stæðu utan bandalagsins. Því væri nauðsynlegt að gera ráðstafanir tíl að laga okkur að nýjum við- horfum og aðstæðum á þessu sviði. Meðal annars þyrftí sem fyrst að hefja samningaviðræður við bandalagið um útvíkkun samnings- ing frá 1972, sem tryggt hefði sérstöðu íslands í viðskiptum við EB. ir Ljubojevic og Timman eru nú efstir og jafnir á mótinu með. 5,5 vinninga af átta mögulegum. Kortsnoj er þriðji með 4,5 vinninga og biðskák. Jóhann Hjartarson deil- ir 4. sætinu með Popovic, Nicolic og Beljavskí. Þeir hafa allir 4,5 i dag Hvað er í biaðinu ? BLAÐ B Forsætisráðherra sagði að stofn- un sérstakrar skrifstofu í Brussel væri áfangi í þá átt að auka sam- skiptin við Evrópubandalagið. Einnig kæmum við til með að njóta EFTA-samstarfsins í þessu tilliti og mörkun sameiginlegrar stefnu og stuðnings EFTA-ríkjanna við íslensk sjónarmið í viðræðum við Evrópubandalagið. Fleira þyrfti þó til að koma. Breyttar aðstæður krefðust þess að brugði8t yrði við af hálfu íslend- inga til að tiyggja hagsmuni okkar til frambúðar. Þegar nánari sam- skipti íslands og EFTA og Evrópu- bandalagsins væru skoðuð staðnæmdust menn óhjákvæmilega við tvö atriði, annars vegar kröfu EB-ríkja um fískveiðiréttindi í íslenskri lögsögu og hins vegar smæð íslensks atvinnulífs, sem vart myndi þola t.d. fijálst streymi vinnuafls. „Við verðum að gera ráðstafanir til að laga okkur að nýjum við- horfum og aðstæðum á þessu sviði," sagði forsætisráðherra. „Annars vegar verðum við að tryggja íslenskum atvinnufyrir- tækjum svipaða aðstöðu í efna- hagslegu tilliti og fyrirtæki njóta á alþjóðlegum mörkuðum. í þessu felst meðal annars að tryggja verð- ur stöðugleika í íslensku efna- hagslífi, lágt verðbólgustig og aðgang að erlendu áhættuflár- magni. Jlins vegar verður í viðraeð- um við Evrópubandalagið, sem rétt er að undirbúa og hefja sem fyrst, að byggja áfram á þeim grunni sem lagður var í samningnum frá 1972 og tryggt hefur sérstöðu okkar ís- lendinga í viðskiptum við ríki Evrópubandalagsins. Þennan samning verður að útvíkka í ljósi breyttra aðstæðna og aukinnar §öl- breytni í íslenskum útflutningi." Forsætisráðherra vék einnig orð- um að samskiptum íslendinga og Bandaríkjanna í stefnuræðu sinni. Bæði í deilunni um siglingar milli ríkjanna og hvalveiðideilunni hefðu risið upp raddir er kröfðust endur- skoðunar á vamarsamstarfi ríkjanna vegna framgöngu Banda- ríkjamanna gagnvart íslendingum. Þetta virtist vera orðin viðtekin venja í hvert sinn sem upp kæmi ágreiningur við Bandaríkjamenn. Forsætisráðherra sagði að það væri ekki aðeins óhyggilegt heldur gæti það orðið þjóðhættulegt að rugla vamarsamningnum saman við alls óskyld mál og hagsmuni. „Við munum að sjálfsögðu gæta hagsmuna okkar og sæmdar í öllum samskiptum við Bandarikjamenn og hvergi hvika þegar sjálfsákvörð- unarrétturinn er í húfi. En vamar- og öryggismál verða ekki gerð að verslunarvöru." Sjá stefnuræðu forsætisráð- herra í miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.