Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 19 Einar Halldórsson við vindrafstöðina sem hann hefur nýlega sett upp. Miklaholtshreppur: Lokið við að setja upp vindrafstöð í Holti Borg f Miklaholtahreppi. EINAR Halldórsson bifvélavirki í Holti í Miklahoitshreppi hefur nú lokið við að setja upp hjá sér vindrafstöð. Ef hagstætt veður og nægjanlegur vindur er getur vindrafstöðin framleitt 13 kw. Þetta er margra ára draumur, sem nú er orðinn að veruleika, allur frágangur og handbragð á þessu verki er til fyrirmyndar, sem sannar vandvirkni og verk- hyggni Einars Halidórssonar. Það var árið 1981 sem fram- kvæmdir á þessu verki hófust. Þá var grafið fyrir 25 fm húsi undir vatnstanka. Allar lagnir í húsið hefur Einar sjálfur hannað. í húsinu eru tveir 5.000 lítra tankar sem rafmagn frá vindrafstöðinni hitar upp. í tönkunum eru element sem hita vatnið upp í áðumefndum tönk- um, síðan er vatninu dælt inn á miðstöðvarkerfi íbúðarhúss og véla- verkstæðis. • Tuminn sem ber uppi spaða og rafal var reistur 1986. Öll vinna við þetta verk er gerð í aukavinnu, með öðmm störfum. Spaðamir í vindrafstöðinni em 2,5 metrar á lengd, spaðamir spanna 25 fm. Spaðamir em þrír og úr treíja- plasti, hver spaði vegur 11 kg. Spaðana smíðaði Albert Sigur- jónsson á Sandbakka í Villinga- holtshreppi, ennfremur smíðaði Albert gangráð sem notaður er við skurðbreytingu á spöðum. Vindrafstöðin sem er með 13 kw afli fór af stað þann 20. október síðastliðinn. Þess skal ennfremur getið að tankamir em vel einangr- aðir með glemll og þótt vind skorti í nokkra daga þá geymist vel heitt vatn í tönkunum. Þá hefur Einar hannað þetta þannig að hann hyggst nota orkuna til útilýsingar en þá með 24 w spennu. Þegar Einar var spurður hvað þessi framkvæmd kostaði svaraði hann því að þetta væri dýrt í fram- kvæmd og tæki langan tíma. Vildi hann ekki hvetja menn til að fara út í slíka framkvæmd nema f tóm- stundum, studda annarri atvinnu. - Páll Borgarfjörður eystri: Bátar við landfestar þráttfyrir nægan afla Borgurfjörður eystri ALLT haustið og raunar flesta síðsumardagana ríkti hér aust- og norðaustlægar áttir með rosa og gæftaleysi svo að sjaldan eða aldrei gaf á sjóinn fyrir okkur hafnleysingjana á Borgarfirði. Brá þó til betri vegar i síðustu viku með hægri landátt og bátar gátu róið tvisvar eða þrisvar og fiskuðu mjög vel. En þá skall á eitt af þessum títtnefndu veiði- bönnum svo binda varð báta við landfestar þrátt fyrir kyrrt veð- ur og nægan afla að því er virtist. Sömu sögu var að segja með síldina, henni varð ekki landað fyrr enn sunnudaginn 25. október síðastliðinn að fyrsta síldin barst að landi. Var það Boðinn GK 24 sem kom með 60 til 70 tonn af síld stórri og góðri sem hann veiddi á Seyðisfírði. Af henni voru saltaðar 300 tunnur en þá var líka þessi svonefndi kvóti fylltur. Svo líklega verður þetta eina sfldin sem söltuð verður hér að minnsta kosti meðan ekki verður samið við félaga þennan og félaga hinn í Rússlandi um sfldarsölu. Hér er eitt söltunarplan á vegum Kaupfélags Héraðsbúa og er Baldur Guðlaugsson söltunarstjóri og Ólaf- ur Aðalsteinsson verkstjóri. Nú mun saga hinna hvítu ali- gæsa á Borgarfirði tilheyra liðinni tíð og hvítar hjarðir þeirra um hlíðar Borgaifyarðar sem gladdi svo margt gestsaugað og hitaði blóðið í hjört- um skotglaðra veiðigarpa aðeins minning. Sá atburður gerðist um daginn að hjörð hreindýra nánar tiltekið um 100 dýr sáust á beit í móunum beggja meginn vegarins við eyðibý- lið Hvol, hér inni í sveitinni, virtust þau gæf og vel haldin. Þegar vinna við fisk og sfld bregst er fátt um vinnu hér á Borg- arfirði þar sem fyrirtækið Sauma- stofan Nálin sem veitt hefur nokkrum konum atvinnu hefur nú verið lokuð frá því í sumar vegna verkefnaskorts. Breskur drengjakór í Hallgrímskirkju BRESKUR drengjakór, Hamton School Choral Society, heldur tónleika i Hallgrímskir kj u í Reykjavik fimmtudaginn 29. október. Kórinn er í boði skólakórs Garða- bæjar og hefur hann sungið í Garðakirkju og á Akranesi. Tónleikamir í Hallgrímskirkju heflast kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir D. Buxtehude, Anton Bruckner, G. Fauré og Benjamin Britten. Nokkrir hljóðfæraleikarar eru í kómum og leika þeir bæði samleik og einleik á tónleikunum. Stjóm- andi kórsins er Michael Newton og organisti Christopher Mabley. ÍTIQRNUNAR Tafi TnTs S/tKtST ÞÚ EFTIR BETRI STÖÐU? VILT ÞÚ BATA ÁRANGUR ÞINN? AKVEÐNIÞJALFUN FYRIR KONUR I 10.11. INNRITUNm 6. NÓV. Á þessu námskeiði lærir þú að þjálfa upp ákveðni í framgöngu og ákvörðunum, án þess að hún beri vott um yfirgang. EFNI: Hvað er ákveðni (assertiveness)? • Hvað kemur í veg fyrir ákveðna framkomu? • Hvernig á að bregðast við í varnarstöðu? • Hvernig og hvenær getur þú beitt persónu- legum áhrifum þínum? LEIÐBEINANDI: Deanne Scott. . Námskeiðið fer fram á ensku. TÍMI OG STAÐUfí: 10. og 11. nóv. kl. 9:00-17:00 að Hótel Loftleiðum, Kristalsal. SIMI: 621066 SAMSKIPTI VID FJOLMIÐLA INNRITUN TIL 5.NÓV. 9.11. HVERNIG NÆRÐU ATHYGLI FJÖLMIÐLA OG HVERNIG NÝTIRÐU HANA SEM BEST. SIMI. Oc. /oo ÍNNRÍTUN TIL ll.NÓV. Á þessu námskeiði verður fjallað um: Starfsemi hljóðvarps og sjónvarps • Dagblöð og tímarit • Gerð fréttatilkynninga • Blaðamannafundi • Samskipti við blaða- og fréttamenn • Framkomu í sjónvarpi og út- varpi • Mat á fjölmiðlum. LEIÐBEINENDUfí: Magnús Bjarnfreðsson og Vilhelm G. Kristinsson, starfsmenn Kynningarþjónustunnar sf. og ■ Björn Vignir Sigurpálsson, blaðamaður Morgunblaðsins. TÍMI OG STAÐUfí: 9. og 10. nóv. kl. 8:30-17:30 að Ánanaustum 15. ' VÓRUSÝNINGARI 13.11. SÍMI: 621066 Á ÉG AÐ TAKA ÞÁTT í VÖRU- SÝNINGU HÉR Á LANDI/ERLENDIS? HVERNIG NÆST MESTUR ÁRANGUR? Námskeið ætlað þeim starfsmönnum sem hafa um- sjón með kynningu á framleiðsluvörum og markaðs- setningu þeirra. EFNISATfílÐI: • Helstu þættir vörukynningar • Undirbúning- ur þátttöku á vörusýningu • Undirbúningur kynningarher- ferða • Störf á sýningarsvæði • Úrvinnsla gagna að sýningu lokinni. LEIÐBEINANDI: Sigurður Ágúst Jensson frá Útflutningsráði íslands. TÍMI OG STAÐUfí: 13. nóv. kl. 8:30-17:30 að Ánanaustum 15. iNNRITUN ER AÐ UOKA í; Grunnnámskeið í markaðssókn 2.-3. nóv., Stjórnun þjónustufyrirtœkja 4.-5. nóv., Mannlegi þátturinn 2.-3. nóv. og Skandinavía sem markaður 6. nóv. ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM S.F.Í. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum15 Sími: 6210 66 Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.