Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987
€> 1985 Universal Press Syndicate
0-27
/; mynd af pet-A «AutlHfBÉaetó
þessari Idnsunosfekn.''
Ást er...
... regnheld.
TM R#g. U.S. Pat Of».—aN raMrved
* 1967 Lm Anpstw Tnw Syntfecate
Demanturinn er hreint
ekki lítil. Hann sýnist bara
lítiU á feitum fingrum
þínum___
Hann hljóp þangað.
HÖGNI HREKKVtSI
íU //
„ SAMKV^MT þESsu ÆTTie£3UA£> VÆRA
•j.30 CM A HÆÐ."
i|
8-6
Hugleiðíng um hjúskaparmál
Til Velvakanda
Það þykir sæta tíðindum að
íslenskir karlmenn eru nú famir
að sækja sér kvonfang í aðrar
heimsálfur og þykir sumum að
þeir leiti langt fyrir skammt. Fjall-
að hefur verið um þetta mál í
blöðunum og ljósvakaijölmiðlun-
um og það skeggrætt frá ýmsum
hliðum. Hins vegar virðist alveg
hafa gleymst að fjalla um ástæð-
una til þess að þetta fyrirbæri er
að skjóta upp kollinum í svona
miklu mæli einmitt núna.
Gæti verið að það sé ógnvaldur-
inn eyðni sem hér spilar inní? Að
fólk sé hikandi að leita kynna á
svokölluðum skemmtistöðum eins
og tíðkast hefur. Flestir vita að
skemmtanalífíð hér hefur á síðustu
árum einkennst af lauslæti, sumir
segja taumlausu lauslæti. Nú þarf
enginn að vera lauslátur þó hann
fari á skemmtistað en hvað getur
ekki gerst þegar Bakkus er með
í spilinu. Þetta óttast fólk kannski
og kæra sig ekki um að fara inn
á þessa braut. Hver vill spila í
happadrætti þar sem eyði er hæsti
vinningurinn? Er örugasta leiðin
kannski að hefja kynni með bréfa-
skriftum og snúa sér til þjóða þar
sem lauslæti hefur ekki náð að
skjóta rótum?
En þetta mál hefur líka sína
skuggahlið sem vert er að hug-
leiða. Getur verið að óttinn við
eyðni sé þegar farinn að leiða til
félagslegrar einangrunar hvað
hjúskaparmál varðar og þörf sé á
hjúskaparmiðlun hér innanlands.
Smæð samfélagsins eykur á þessa
einangrun. Er það ekki óeðlilegt
að það sé auðveldara fyrir karl-
mann að komast í kynni við stúlku
í Thailandi heldur en t.d. konu í
næsta húsi? Þetta mál þyrfti að
taka til athugunar af skilningi og
fordómalaust.
Þess verður vart hér á landi sem
annars staðar að sumir eru á
móti innflytjendum. Ég hef enga
slíka fordóma og þessi grein er
ekki skrifuð til að amast við inn-
flytjendum á nokkum hátt. Þvert
á móti. Ef til vill höfum við íslend-
ingar einmitt gott af að fá „heit-
ara“ blóð inn í stofninn og við
höfum áreiðanlega ekki nema gott
af því að umgangast meira fólk
af öðrum þjóðemum.
G.J.
Víkverji skrifar
Víkveiji gladdist þegar hann sá
auglýsingu frá Gamla mið-
bænum í Morgunblaðinu á laugara-
daginn. Þar stóð meðal annars:
„Hafí einhver skilið grein sem birt
var á þessum stað í Morgunblaðinu
sl. laugardag á þann veg, að kaup-
menn væru að amast við því að
fólk kæmi saman í miðbænum á
síðkvöldum, þá hefur sá hinn sami
ekki lagt réttan skilning í þau orð.“
Var Víkveiji ekki í vafa um, að
með þessum orðum væru aðstand-
endur félagsskaparins Gamli
miðbærinn að taka af öll tvímæli
vegna orða, sem féllu hér í þessum
dálki síðastliðinn miðvikudag. Þá
var því velt fyrir sér, hvort kaup-
menn vildu bara ungt fólk í
miðbæinn, þegar þeir hafa verslanir
sínar opnar. í auglýsingunni á laug-
ardaginn segir:
„Við bjóðum alla, jafnt unga sem
aldna, velkomna í miðbæinn, en við
biðjum einnig um að þeir hinir sömu
taki undir þau sjónarmið okkar, að
miðbærinn sé perla sem við þurfum
að hlúa vel að. Þess vegna beri
okkur öllum að ganga vel um þar
eins og annars staðar. Við trúum
því, að aðeins örfáir einstaklingar
hafí staðið að þeim skemmdarverk-
um, sem þar hafa verið unnin, og
að við verðum með einhveijum ráð-
um að koma þessum einstaklingum
í skilning um, að þeir eru ekki að
gera rétt. Við erum tilbúin til sam-
starfs við alla. sem vilja veg
miðbæjarins sem mestan hvort sem
er á viðskiptasviði eða umhverfís-
vemdar. En umfram allt: Göngum
vel um og verum samtaka í því að
gera miðbæinn að miðstöð fólks;
fólks, sem vill njóta samveru hvert
við annað á nóttu sem degi.“
XXX
eir sem hafa fylgst með um-
ræðum um þessar auglýsingar
á vegum Gamla miðbæjarins hljóta
að veita því eftirtekt, að nú kveður
við mildari tón í garð unga fólksins
en fyrir viku. Vonandi tekst kaup-
mönnum og ungu fólki að fínna
hinn rétta tón í því skyni að stemma
stigu við skemmdarverkum í mið-
bænum. í umræðunum um þetta
mál hefur verið vakið máls á því,
að tíðarandinn sé þannig, að virð-
ingarleysi fyrir eignum annarra
þyki tæplega ámælisvert. En meira
sýnist vera í húfi en eignir annarra.
Svo virðist sem ýmsir grunnskóla-
nemar eigi fótum fjör að launa
vegna ofbeldisverka jafnaldra. Er
ekki lengur unnt að efna til spum-
ingakeppni á milli grunnskóla í
Reykjavík vegna barsmíða og
líkamsmeiðinga. Á dögunum var
ákveðið að hætta viðað nota stræt-
isvagna Reykjavíkur til að flytja
unga tónleikagesti úr Reiðhöllinni
í Víðidal til heimila sinna vegna
þess að vagnamir vom eyðilagðir
að innan og brotnar í þeim rúður.
Víkveija fínnst þetta váleg
tíðindi. Aldrei hefur meiri fjármun-
um eða mannafla verið varið til
þess af opinberri hálfu að hlú að
æskunni og veita henni þá sérfræði-
legu þjónustu, sem ætti að stuðla
að góðum umgengnisháttum. Nú
setur svip sinn á efstu bekki gmnn-
skóla fólk, sem hefur alist upp á
þeim tímum, þegar talsmenn friðar-
fræðslu hafa látið meira að sér
kveða en oft áður. Þeir hafa að
vísu frekar mælt með friði milli
Reagans og Gorbachevs en lagt
áherslu á kærleika og umburðar-
lyndi kristindómsins og þá siði og
hefðir, sem best hafa reynst til að
halda uppi friði, röð og reglu í þjóð-
félögum. Væri ef til vill ástæða til
að staldra við og huga nánar að
því öllu?
XXX
Víkveiji vonar, að það verði ekki
árviss atburður framvegis, að
efnt sé íslensks tónlistardags og
þagnardags í þágu friðar samtímis.
Það hlýtur að leiða til árekstra og
ófriðar fyrr en seinna.