Morgunblaðið - 28.10.1987, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987
Einhverjum kalt. . .
Hinir landskunnu hitablásarar frá
Hitablásarar:
Thermozone:
Geislaofnar:
Kambofnar:
Viftur:
til notkunar: iön.húsnœöi, nýbyggingum, skipum.
— lúguop, huröarop, o.fl.
— svölum, garöhúsum, lagerhúsnœöi.
— skipum, útihúsum, rökum stööum.
— skrifstofum, iönaöar- og lagerhús-
2 ktv. lfasa
4.5 kw.Uasa-
Stxröir: 2—23 kw. 1 fasa og 3 fasa.
Talið við okkur. - Við vitum allt um hitablásara.
•JTröNNING
Sundaborg,
sími 84000
Guðjón Sigmundsson, skólastjóri Björgunarskólans, afhendir Birgi
ísleifi Gunnarssyni námsskrána. Vinstra megin við Guðjón standa
Björgvin Ríkharðsson, yfirkennari Björgunarsviðs, og Sólveig Þor-
valdsdóttir, yfirkennarl Skyndihjálparsviðs.
Landssamband hjálparsveita skáta:
Námsskrá Björgimar
skólans komin út
NÁMSSKRA fyrir Björgunar-
skóla Landssambands hjálpar-
sveita skáta var gefin út nýlega
og er þar lýsing á öllum nám-
skeiðum sem björgunarsveita-
mönnum standa til boða.
Tilgangurinn með þessari endur-
bættu útgáfu er að skilgreina
þær kröfur sem gerðar eru til
hjálparsveitamanna, auka þar
með gæði þjálfunar og stuðla að
samræmingu á þjálfun hjálpar-
sveitamanna.
Nýja námsskráin er gefín út I
lausblaðamöppu og er því hægt um
vik að endumýja og halda henni
við. Möppunni hefur verið dreift til
allra björgunarsveita á landinu svo
og almannavamanefnda og lög-
reglustjóra.
I fréttatilkynningu frá Lands-
sambandi hjálparsveita skáta segir*
að Björgunarskóli Landssambands-
ins sé vel þekktur meðal þeirra sem
eitthvað starfi að björgunarmálum
því að á tíu ára starfsferíi sínum
hafí hann lagt þung lóð á vogarskál-
ar til bættrar þjálfunar hjálpar- og
björgunarsveitamanna. Skólanum
sé og ætlað stórt hlutverk í þjálfun-
armálum hjálparsveitanna. Þar sé
efst á blaði annars vegar að út-
skrifa leiðbeinendur í ýmsum
greinum björgunarstarfa og hins
vegar að samræma þjálfun og að-
laga gildandi kröfum.
Rótarútvarp:
VERKFRÆÐINGAR
TÆKNIFRÆÐINGAR
Dagana 16.-20. nóv. nk. mun Hátækni hf.
standa fyrir kynningu og námskeiði í forritun á
HONEYWELL EXCEL iðnaðartölvum.
Leiðbeinandi verður Neil Cramer frá Honeywell.
Þar sem þátttaka er takmörkuð, biðjum við
áhugasama að hafa samband sem fyrst við
Hátækni hf. í síma 31500 eða 36700 í síðasta lagi
þann 6. nóv. nk.
Nánari upplýsingar gefur Halldór Sigurðsson.
w
Hátæknihf.
Skemmdarverk uimið
í Stúdentaráði HÍ
- segir Benedikt Bogason formaður Vöku
ÁKVEÐIÐ var á fundi Stúdenta-
ráðs Háskóla íslands nýlega að
Stúdentaráð gerðist hluthafi í
utvarpsfélaginu Rót hf. Miklar
deilur urðu um hlutafjárkaupin
á fundinum, þannig að fresta
varð umræðu um ýmis hags-
munamál. Tillaga stjórnar um
hlutafélagsþátttökuna var sam-
þykkt með 14 atkvæðum gegn 13.
Meirihlutinn í Stúdentaráði sem
stendur að stjóm SHÍ er skipaður
af fulltrúum Félags umbótasinna og
Félags vinstrisinna. Stjómin lagði
það til að Stúdentaráð gerðist hlut-
hafi í Útvarpsfélaginu Rót. Að
loknum umræðum á tveimur Stúd-
entaráðsfundum og tveimur fundum
menntamálanefndar SHÍ var gengið
til atkvæða um málið. Fulltrúar
Vöku greiddu atkvæði gegn tillög-
unni, fulltrúar umbótasinna greiddu
atkvæði með henni, svo og tíu full-
trúar Félags vinstrimanna. Þrír
vinstrimenn sátu hjá. Meðal þeirra
sem greiddu atkvæði með tillögunni
var Theodór Grímur Guðmundsson,
sem jafnframt er stjómarmaður í
Útvarpsfélaginu Rot.
Theodór sagði að ákveðið hefði
verið að kaupa fjóra hluti í útvarps-
félaginu fyrir samtals 20 þúsund
krónur, en stefnt er að því að safna
hlutafé fyrir 3-4 milljónir króna.
Hann sagði að hann teldi að meiri-
hluti Stúdentaráðs hefði lagt til
grundvallar ákvörðun sinni álit
menntamálanefndar ráðsins. Þar
kemur fram að útvarpið skapi stúd-
entum vettvang til þess að útvíkka
baráttu sína og kostnaðurinn sé
óverulegur. Þá hafí önnur samtök
námsmanna, SÍNE og BÍSN, tekið
ákvörðunn um að gerast aðilar að
útvarpinu og þessi samtök geti stað-
ið saman um flutning efnis í útvarp-
inu.
Vökumenn lögðu fram sérstaka
bókun vegna þessa máls að lokinni
atkvæðagreiðslunni. Þar var á það
minnt að meirihluti stúdenta vildi
að Stúdentar^ð einbeitti sér að hags-
munamálum, en væri ekki vettvang-
ur pólitísks dægurþrass. Viðurkennt
væri að Rót ætti að vera pólitískt
útvarp; málgagn félagshyggju, og
að ekki væri hlutverk Stúdentaráðs
að taka þátt í stofhun slíks útvarps.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Benedikt Bogason formaður Vöku
að þetta væri mjög slæmt mál fyrir
Stúdentaráð. „Það er ekki hlutverk
Stúdentaráðs að gerast hluthafí í
einhveijum félögum út í bæ, og enn
slður ef slíkt hlutafélag er stofnað
í kringum pólitísk samtök. Með til-
löguflutningi sem þessum, sem vitað
er að skapar úifúð, er verið að ala
á ósætti og hindra gott samstarf
allra stúdentaráðsliða í hagsmuna-
málunum, eins og sást best á
fundinum, þegar fresta varð um-
ræðu um lánamál og stúdentasjóð-
ina. Hér er því verið að vinna
skemmdarverk í Stúdentaráði, til
þess eins að hjálpa upp á sakimar
við hlutaflársöfnun pólittskrar út-
varpsstöðvar," sagði Benedikt og
benti enn fremur á að söfnun þessi
gengi illa, enda hefðu flest verka-
lýðsfélög hafnað þátttöku.
Tvennt var það sem Benedikt vildi
benda á I þessu máli, sem honum
þótti fara út fyrir mörk siðferðis.
„í fyrsta lagi er það að skrifstofa
Stúdentaráðs hefur verið notuð sem
söluskrif8tofa á bréfum I hlutafélag-
inu, án þess þó að ákvörðun hefði
verið tekin um málið I Stúdentaráði.
Hitt málið, sem ekki er slður sið-
Iaust, er að eitt atkvæði réð úrslitum
um kaup á hlutabréfunum, það at-
kvæði kom frá Theodór Grími
Guðmundssyni, sem einnig er stjóm-
armaður I Rót hf. Hann er því
vanhæfur og hafði auk þess lýst því
yfir áður, að hann myndi ekki greiða
atkvæði," sagði Benedikt.