Morgunblaðið - 28.10.1987, Síða 32

Morgunblaðið - 28.10.1987, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987 Morgunblaðifl/GSV Þórarinn Ágústsson(t.v.), Bjarni Hafþór Helgason og Viðar Garðars- son i nýlegum upptökubQ Samvers hf. Myndband í tilefni umferðardags: „Inn í eilífðina“ eftir Bjarna Hafþór „Inn í eilífðina" nefnist mynd- band sem frumsýnt var um helgina á báðum sjónvarpsstöðv- um. Myndbandið var gert í tilefni umferðardags JC og FararheiU- ar ’87, sem var si. laugardag, og er markmiðið með verkefninu að höfða til ungs fólks á aldrin- um 17 til 25 ára, en á þeim aldri er tfðni banaslysa hæst. Lag og texta hefur Bjami Hafþór Helgason samið. Útsetningu, hljóð- færaleik og hljóðblöndun annaðist Atli Örvarsson. Upptaka og hljóð- blöndun var i höndum Viðars Garðarssonar og söng annast þau Karl Örvarsson og Olöf Sigríður Valsdóttir. Hönnun myndbands, kvikmyndun, klippingu og stjóm annaðist Þórarinn Ágústsson og var myndbandið unnið af Samveri hf. á Akureyri fyrir Fararheill ’87, JC ísland, Velti hf. og Sanitas. Bjami Hafþór sagði í samtali við Morgunblaðið að myndbandið sner- ist um ungt og ástfangið par, sem væri á ferðalagi í bíl. Hann keyrði, en ökuferðinni lyki með slysi og bana stúlkunnar. Bryndfs Einarsdóttir > # # Islandsmeistarakeppni í einstaklingsdansi: Bryndís Einarsdóttir keppir í Hippodrome BRYNDÍS Einarsdóttir, 18 ára Njarðvíkingur, sigraði f íslands- meistarakeppninni f einstakl- ingsdansi sem haldin var í veitingahúsinu Zebra sfðastliðið laugardagskvöld. Alls kepptu fimm dansarar um titilinn, auk Bryndfsar, þrír Reykvíkingar og einn Sauðkræklingur. Bryndís fékk í verðlaun vikuferð til London og mun hún þá jafnframt keppa í heimsmeistarakeppninni sem fram fer á Hippodrome í byijun desember. Einnig fékk hún dem- antshring frá skartgripaverslun Flosa Jónssonar. Veitingahúsið Zebra hefur um- boðið fyrir heimsmeistarakeppnina og er meiningin að halda slíkar keppnir árlega framvegis, en þær hafa hingað til farið fram með höpp- um og glöppum, eins og Ásta Sigurðardóttir komst að orði, en hún sigraði í keppnmni í fyrra og lenti í íjórða sæti í heimsmeistara- keppninni á Hippodrome. Búast má við í ár keppendum frá yfír 30 lönd- um. Fiskvinnslufólk í leik- fimi tvisvar á dag Útgerðarfélag Akureyringa tók upp á þeim góða sið nú fyrir skömmu að bjóða fiskvinnslu- fólki sfnu upp á leikfimitíma tvisvar á dag, um það bil fimm mfnútur f senn. Óhætt er að segja að þátttakan f leikfiminni sé góð, að minnsta kosti kepptust allir starfsmenn við að toga sig og teygja þegar Morgunblaðsmenn litu inn f fiskvinnslusalinn fyrir helgina. Það er Magnús ólafsson, sjúkra- þjálfari á Akureyri, sem á heiðurinn aJf leikfímisnældunum og munu fleiri ffystihús auk rækjuvinnsla hafa tekið upp þennan sið, við góð- ar undirtektir starfsmanna sinna, en fyrir um það bil ári reið frystihú- sið Kaldbakur hf. á Grenivlk á vaðið með leikfímina. Gunnar Lórenzson er verkstjóri hjá ÚA og lét hann ekki deigan síga við teygjumar og beygjumar. Hann sagði að leikfímin færi fram kl. 10.00 á morgnana og í fiskvinnslusal Útgerðarfélags Akureyringa. Morgunblaðiö/GSV eftir hádegið kl. 14.30 og væri ekki annað að sjá á fólki en að það væri samtaka og ánægt með þetta fyrirkomulag. Ólafsfjarðarhöfn: Tjón nemur tíu nulljónum króna hafnarbótasjóður tómur TJÓN á hafnarmannvirkjum á Ólafsfirði vegna brims er gerði um miðjan september sl. nemur tfu miiyónum króna, samkvæmt mati starfsmanna Hafnarmála- stofnunar. Sótt hefur verið um fé til hafnarbótasjóðs vegna lag- færinga. Ekkert fé hefur þó fengist ennþá, þar sem sjóðurinn er tómur. í þessari tölu er innifalin lokafrá- gangur við gijótgarð utan Norður- garðs, sem nauðsynlegur er talinn. Oskar Sigurbjömsson, formaður hafnamefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að allt væri enn á huldu um hvort fjárveiting fengist vegna lagfæringanna. Það væri al- farið í höndum fjárveitingavaldsins hvemig málum á ólafsfírði lyktaði þar sem ekki væri einn eyri að finna í hafnarbótasjóði. Auk matsmanna, komu þeir Hermann Guðjónssön, hafnarmálastjóri, og Ólafur Steinar Valdimarsson, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, til að líta á aðstæður. Matsskýrsla hefur þegar verið lögð fram. Hafnarbótasjóði ber skylda til að sinna slíkum bráða- tilvikum og hefur Hafnarmálastofn- un nú þegar sótt um fjárveitingu til handa sjóðnum svo hann geti sinnt hlutverki sínu. Óskar sagði ljóst að ekki yrði hægt að ráðast í lágfæringamar allar í haust. „Hinsvegar er það fullvíst að við þurfum nokkrar millj- ónir til að gera bráðustu varúðar- ráðstafanir og fer það eftir því hvað Hafnarmálastofnun treystir sér í. Við vitum ekkert ennþá, en erum að reka á eftir málinu. Það hlýtur að þurfa að koma til kasta fjármála- ráðherra til að fyrirbyggja frekara tjón á hafnarmannvirkjum," sagði óskar að lokum. Morgunblaöið/GSV Ásta Sigurðardóttir sigurvegari frá þvi í fyrra með keppendunum fimm, þeim Bryndísi Einarsdóttur, Maríu Kristjánsdóttur, Þórönnu Rósu Sigurðardóttur, Jóni Agli Bragasyni og Sigrúnu Siguijónsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.