Morgunblaðið - 12.11.1987, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.11.1987, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 Hráskinnsleikurinn með Þjóðarbókhlöðu eftirEinar Sigurðsson í frumvarpi til fjárlaga fyrir 1988 segir svo um Þjóðarbókhlöðu (s. 252): „Samkvæmt lögum nr. 49/1986, um þjóðarátak til byggingar þjóðar- bókhlöðu, skal á árunum 1987—89 lagður á sérstakur eignarskattur er renni óskiptur til byggingar þjóð- arbókhlöðu. Áætlað er að inn- heimta af álagninu ársins 1988 nemi 177.000 þús. kr. Þrátt fyrir áætlaðar tekjur þá er ákveðið að verja eigi hærri ijárhæð en 50.000 þús. kr. til framkvæmda á árinu 1988 og eru framlög úr ríkissjóði miðuð við það. Það sem umfram innheimtist liggur í ríkissjóði í árslok 1988 til ráðstöfunar siðar.“ (Leturbr. E.S.) Lögbundið framlag til bókhlöð- unnar á samkvæmt þessu að skerða annað árið í röð, og þó á sýnu gróf- ari hátt en á síðasta ári. Þetta knýr mig til að biðja Morg- unblaðið að koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum um Þjóð- arbókhlöðu og málefni tengd henni. Safnahúsið 3 ár, Þjóð- arbókhlaða 3 áratugir? Ríkisstjóm íslands flutti vorið 1970 svofellda tillögu til þingsálykt- unar, er samþykkt var með 51 atkvæði gegn einu: „Alþingi álykt- ar, að í tilefni af 1100 ára afmæli íslandsbyggðar 1974 skuli reist Þjóðarbókhlaða, er rúmi Lands- bókasafn og Háskólabókasafn." Skömmu síðar hófst hönnun bygg- ingarinnar. Framkvæmdir hófust þó ekki fyrr en í janúar 1978. Þótti sú seinkun ærin orðin á þeim tíma, en síðan eru nú þegar liðin nær tíu ár. Menn hugsa oft til þess að það tók aldamótakynslóðina þijú ár að byggja Safhahúsið. Skyldi það taka hina framkvæmdaglöðu kynslóð samtímans þijá áratugi að byggja Þjóðarbókhlöðu? Hin gríðarlega seinkun á fram- kvæmdum hefur hrakið þau bókasöfn, sem í hlut eiga, út í hveija bráðabirgðalausnina af ann- arri. í Háskólabókasafni eru rúmlega 250 þúsund bindi. Um einn þriðji þess bókakosts er í aðalsafninu, einn þriðji í geymslu suður í Kópa- vogi og einn þriðji í útibúum víðs vegar um borgina. ZentiS - örugg gæði - KOKUKREM iZmmummaíISM| £ . ^§>-Nougafr 2 MISMUNANDl GERÐIR • SÚKKULAÐIKREM • MÖNDLU NOUGA KREM Heildsölubirgðir: P. Marelsson Hjjlljvcgi 27, 104 Rcykjjvik jy 91-37390 - 985-20676 ZENTIS VÖRUR FYRIR \ ANDLATA Lesstofur eru einnig dreifðar um borgina og er víða um ófullkomið bráðabirgðahúsnæði að ræða. Til að bjarga aðalsafninu úr allra verstu þrönginni, bæði hvað varðar lessæti og handbókarými, var safn- inu í fyrra fenginn hátíðasalur háskólans til afnota. Þar er um bráðabirgðaráðstöfun að ræða þar til Þjóðarbókhlaða kemst í gagnið. Samanburður við er- lenda háskóla Það er almennt viðurkennt, að bókasafnið hafi lengst af verið meðal þeirra þátta í starfsemi Há- skóla íslands sem verst var búið að. Hvergi á Vesturlöndum er að finna háskóla sem býr hlutfallslega við jafnrýran ritakost. Það er sama hvar borið er niður til samanburð- ar. Mér er núna ferskt í huga dæmi um háskólann í Augsburg í Þýska- landi. Hann var stofnaður fyrir 17 árum. Þar er m.a. nýtt miðbókasafn á stærð við Þjóðarbókhlöðu, byggt á íjórum árum. Ritakostur safn- kerfisins þar er alls 1,4 miljónir binda (hér 250 þúsund). Aðföng 1986: 120 þúsund bindi (hér 8 þús- und). Fé til ritakaupa og bókhalds 1986: 152 mkr. (hér 8,7 mkr.). Stúdentar: 9.000 (hér 4.400). Kenn- arar: 400 (hér einnig um 400). Starfsmenn á bókasafni: 101 (hér 16). Eflaust telst þessi háskóli með- al hinna efnuðu, en forráðamenn hans mundu þó ekki eyða slíku stórfé í bókasafn sitt, ef þeir tækju ekki fullt mark á þeirri staðhæf- ingu, sem oft er höfð uppi, að bókasafnið sé heili hvers há- skóla. Hér við háskólann þykir ritakost- urinn fullngæja laklega kennslu- þörfum BA-náms, enn verr þörfum kandídatsnáms, en verst af öllu er þó rannsóknarstarfsemin sett vegna bókafæðarinnar. Lítum ögn nánar á þetta. Á síðustu árum hefur háskólinn haft viðbúnað um stórauknar rann- sóknir, og stefnt er að virkri þátttöku í tækniþróun og þjónustu við atvinnulíf. Veitt er meira fé til þessara þátta en áður, rannsókna- þjónusta hefur verið stofnuð og verið er að koma upp svokölluðum tæknigörðum. Þar mun fyrirtækj- um búin tímabundin aðstoða við hlið rannsóknastofnana háskólans. Þetta er gert að erlendum fyrir- . myndum. Einhveijir minnast kannski sjónvarpsdagskrár á síðasta ári, þar sem tæknigarðar voru kynntir og m.a. rætt við einn forsvarsmanna tæknigarðanna í Lundi í Svíþjóð. Hann kom ítrekað að því í viðtalinu hvað það væri einna helst sem laðaði fyrirtækin að tæknigörðunum; hinn ríkulegi bókakostur háskólabókasafnsins í Lundi. Einar Sigurðsson „Menn hugsa oft til þess að það tók aldamóta- kynslóðina þrjú ár að byggja Safnahúsið. Skyldi það taka hina framkvæmdaglöðu kynslóð samtímans þrjá áratugi að byggja Þjóð- arbókhlöðu?“ Við íslendingar verðum að hugsa rökrétt í þessum efnum: Viðleitni til aukinna rannsókna missir marks nema ritakostur og bókasafnsþjón- usta verði efld. Því er það að háskólinn hyggst fyrir sitt leyti gefa ritaöfluninni nokkum forgang á næstu misser- um. Það er gert í trausti þess að Þjóðarbókhlaðan Austrian BlíSINESS Class. Frá og með janúar 1988 AUSTRM/V A/RLf/VES Austurríska flugfélagið Umboðsaðilar okkar á íslandi eru Flugleiðir, Lækjargötu 2, 101 Reykjavík. Sími 27800. Farseðlapantanir og nánari upplýsingar á skrifstofu Flugleiða og á ferðaskrifstofunum. úrlausn í húsnæðismálum safnsins sé skammt undan. Safnað er ábend- ingum háskóladeilda um þau rit sem sárlegast vantar. Viðbrögðin eru mikil. Vonleysið víkur fyrir nokk- urri bjartsýni um að nú verði loks unnt að sinna fyrir alvöru vísinda- legum verkefnum án þess að fara til útlanda. En þá dynja yfir ótíðindin sem fjárlagafrumvarpið flytur. Það er deginum ljósara, að verði þar ekki breyting á þarf að endurskoða þær áætlanir um eflingu safnsins sem að ofan er lýst. Eg þarf ekki að fjölyrða frekar um hvaða afleiðing- ar það hefur fyrir rannsóknir og fræði í stofnuninni. Nokkrar staðreyndir um bókhlöðuna Bókhlaðan er fjórar hæðir og kjallari, samtals rúmir 12 þúsund fermetrar. Hún mun rúma um eina milljón binda. Lessæti verða rúm- lega 800. Fyrirmynda varðandi innra skipulag hefur verið leitað í bestu safiibyggingum samtímans, ekki síst í Bretlandi og Norður-Ameríku. Safnið á að fullnægja þeim kröfum að vera í senn traust þjóðbókasafn og nýtískulegt háskóla- og rann- sóknarbókasafn. Þjónusta mun ekki einasta styðj- ast við prentuð rit, heldur einnig gögn á öðrum miðlum, svo sem örfílmum og geisladiskum, boðið verður upp á útvegun heimilda með notkun gagnanets, myndsendinga o.s.frv. Notendur fá fijálsan aðgang að verulegum hluta bókakostsins. Spildum með bókum og lessætum verður fléttað hæfilega saman, þannig að safngestir geti haft að- setur í sem mestri nálægð við þann ritakost sem þeir ætla að nota. Utlán verða heimiluð í ríkum mæli jafnframt því sem svo verður um búið, að rýrnun á ritakosti verði sem minnst. Áætlað er að tölvuvæða flesta þætti starfseminnar, þ.á m. skrár safnsins. Þannig eiga notendur að geta flett upp í skránum með bein- línusambandi og útstöð, þótt staddir séu utan safns. Form hússins er tiltölulega ein- falt og áhersla lögð á sveigjanleika í nýtingu þess. Það er byggt upp af stöðluðum einingum eða mátum, sem gera breytingar innan hverrar hæðar tiltölulega auðveldar. Hvergi er bruðlað með rými, miklu frekar má segja að það verði gjömýtt. Uppsteypt, frágengið að utan og tilbúið til innréttinga er húsið því ekki dýrt miðað við önnur sem eru sambærileg að stærð. Hvað er framundan? Eftir að lögin um hinn sérstaka eignarskatt voru sett á síðasta ári, þótt sýnt að takast mætti að ljúka byggingunni á árunum 1987—89 og taka hana í notkun árið 1990. Snemma á þessu ári var því tekið til óspilltra málanna. Unnið hefur verið að uppsteypu forhýsis fyrir aðalinngang og að ytra frágangi húss og lóðar. Stofnað var formlega til samstarfsnefndar safnanna tveggja með aðild menntamála- ráðuneytis. Á vegum þeirrar nefndar og byggingamefndar bók- hlöðunnar hefur verið unnið að undirbúningi sameiningar safnanna og tilreiðslu á hönnunarforsendum vegna lokafrágangs hússins hið innra, en þetta tvennt er nátengt. Verði af því undanskoti skatts- ins, sem ráðgert er við gerð fjár- laga, munu framkvæmdir liggja að mestu niðri á árinu 1988. Undirbún- ingsstarf mun og riðlast enn einu sinni. Það þarf varla að lýsa því fyrir nokkrum heilvita manni, hvaða áhrif slíkt hringl hefur, hvort heldur litið er til kostnaðar og verklags við sjálfa framkvæmdina eða til starfsemi safnanna. Trúnaðarbrestur er orð sem títt hefur verið notað að undanfömu í stjómmálaumræðu. Það orð finnst mér vel geta átt við í þessu dæma- lausa Þjóðarbókhlöðumáli. Þar er ekki einasta um að ræða trúnaðar- brest gagnvart þeim, sem næst em vettvangi, þ.e. starfsmönnum og notendum bókhlöðunnar, heldur ekki síður milli stjómvalda og alls almennings. Það em borgarar þessa lands sem vom skattlagðir sérstak- lega vegna þessarar framkvæmdar. Þeir minnast og hinna hátíðlegu fyrirheita Alþingis fyrr á tíð varð- andi þetta mál. Hér er heldur engin tildurbygging á ferðinni. Verið er að byggja yfir dijúgan hluta af menningarverðmætum þjóðarinnar. Og ekki einungis það. Hér á að vera lifandi miðstöð menningar og framþróunar í rannsóknum og vísindum. Ég heiti á alþingismenn að færa þetta mál tiJ rétts vegar, svo að þessum hráskinnsleik megi linna og byggingunni verði lokið á áætluðum tima. Og illa þekki ég núverandi menntamála- ráðherra, ef hann lætur þau ósköp yfir sig ganga, sem orðið hafa til- efni þessara skrifa. Höfundur er háakólabókavörður. atí XJy.f*. MsSl TXtíJSÖBI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.