Morgunblaðið - 12.11.1987, Page 25

Morgunblaðið - 12.11.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 25 Gróðursfarslega gœti fsland nútímans verið jafngott og jafnvel betra land en það' var fyrir landnAm. 'Myndin erfrá Hallormsstað. gróðurfar myndi í stórum dráttum vera með þeim hætti, að láglendið upp að 3—400 m hæð yfír sjó væri að verulegu leyti vaxið birkiskógi og kjarri, nema blautustu flóar og nýhraun. Ofan skógarbeltisins upp að 5—600 m hæð myndi víðikjarr, ijalldrapi og lyng vera ríkjandi, en þar ofan við tæki við harðger flall- gróður upp að gróðurmörkum. í kjölfar þessa mjmdi fylgja svipuð gróska og hér var áður og nú er að finna í bestu gróðurlendum. Gróðurþekjan mjmdi þéttast og rof lokast. Af þeim sökum, vegna þeirr- ar vemdar og skjóls, sem skógur og kjarr veitir og vegna styrkari gróðurs myndi eyðingarhætta af völdum vatns og vinda verða lítil. Sú staðhæfíng, að landið gæti jafnvel orðið gróðurfarslega betra en það var fyrir landnám, byggir á þeirri staðreynd, að til sögunnar eru nú komnar ýmsar innfluttar teg- undir plantna — tré og jurtir — sem ekki voru hluti af gróðurríki lands- ins, en sem þrífast hér með ágætum. Þá má nefna margvíslegar rætkunaraðferðir og notkun áburð- ar, sem margfalda afkastagetu landsins. Allt þetta gefur möguleika á Qölbreyttari framleiðslu en hér hefiir nokkum tíma verið. Endurheimt landgæða Það mun taka langan tíma að endurheimta fyrri landgæði, jafnvel eftir að gróðureyðing hefur verið stöðvuð, en á það skortir mikið enn. Aðferðir til að bæta og auka gróður landsins em margar og þær veiður að velja eftir aðstæðum á hveijum stað og tíma. En það, sem öðm fremur þarf að sitja í fyririými er að stöðva eyðingu og sfyrkja og bæta það gróðurlendi, sem enn er .f landinu. Sfðan má snúa sér að uppgræðslu þess lands, sem er ör- foka og getur ekki versnað. Fyrra verkefnið útheimtir sam- ræmdar landgræðslu-, skógræktar- og beitarstjómunaraðgerðir. Sum þeirra landsvæða, sem verst em farin, þarf að alfriða fyrir beit og afhenda til meðferðar Landgræðslu og/eða Skógrækt rikisins. Önnur svæði þarf aðeins að friða fyrir beit um takmarkaðan tíma meðan gróður er að styrkjast. Loks em svæði, þar sem nægir að draga úr beitarálagi og koma á beitarstjóm- un. Það fer eftir ástandi landsins hve hröð áhrifin verða við friðun þess eða við minnkandi beitarálag. Því verra sem ástandið er, því seinna er landið að taka við sér. Þess vegna er ekkert mikilvægara í þessu sam- bandi en að koma beitarmálum sem fyrst í það gott horf, að hér verði hvergi ofbeit. Vfða um land hefur dregið úr beitarálagi á undanföm- um ámm vegna fækkunar sauð^ár. Sú fækkun hefur að vísu ekki skipu- lega tekið mið af ástandi landsins né endilega orðið þar sem hennar var mest þörf af þeim sökum. En víða em farin að sjást jákvæð áhrif þessa á gróðurfar, bæði úthaga og skóglendis. Hagsmunir gróðurvemdar og búflárræktar fara saman og það er flestum þeim ljóst, sem búfjár- rækt stunda. Því á ekki að þurfa að dragast lengur að ná samstöðu um að koma beitarmálum og land- nýtingu í gott horf, með svipuðum hætti og orðið hefur í sambandi við nýtingu fískimiðanna. Þetta er unnt að gera á gmndvelli þeirrar vitn- eskju, sem fyrir hendi er um gróðurfar landsins og ástand þess. Höfundur er deildarstjóri hjá landnýtingardeUd Rannsókna- stofnunar iandbúnaðarins. Grein- in erbyggðáerindi, sem h/öfundur flutti nýlega á ráðstefnu „Lifs og lands*4. Næg atvinna í Stykkishólmi Stykkishólmi. A þessu ári hefir verið næg atvinna í Sfykkisliólmi og frekar hægt að tala um skort á vinnu- afli en hitt. Vonandi að atvinnulff haldist í góðum skorðum en margir hafa lagt í fjárfestingar í von um tryggari atvinnu. Góðviðri hefír ríkt hér við Breiða- Qörð eins og víðar. Hiti komist í 10 stig og snjór er á undanhaldi til fjalla. Gengið hefír á með hvas- sviðri og rigningu en bjart er á milli. Samgöngur em ágætar nema að því leyti að Kerlingarskarð hefir verið þakið aurbleytu, og erfitt fyr- ir smærri bíla að komast áfram og forugir hafa þeir komið á leiðarenda og vart hægt að sjá hvaða lit þeir bera. Hafa því margir gripið til þess á leið til Stykkishólms að fara Heydal þótt það muni 20—30 km en fengið bara greiðari veg. — Ámi Þessarglæsilegu bækur eru til sölu hjá Tölvufræðslunni. Pantanasfmi 687590. 7^b.TiPj?-mSlAM Borgartúni 28. HAFÐUALLTÁ HREINU FÁÐU ÞÉR OTDK SPfLAÐU MED Fylgstu með árangri og styrkleika liðanna. Þannig stendurðu velaðvígi. ÍSLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur. Hægteraöspá íleikinasímleiðisoggreida fyrir með kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9.Ö0 til 17.W og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Slminn er688 322.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.