Morgunblaðið - 12.11.1987, Page 32

Morgunblaðið - 12.11.1987, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 Ríó tríóið frá vinstri: Ólafur Þórðarson, Ágúst Atlason og Helgi Pétursson. Á bak við þá er Gunnar Þórðarson, tónlistarlegur ráðu- nautur tríósins frá árinu 1970. Ný plata frá Ríó tríó NÝ hljómplata með Ríó tríóinu, sem ber heitið „Á þjóðlegum nót- um“, er væntanleg á markað + m WH ' Nýmessa í kirkju Óháða safnaðarins NÝMESSA verður í kirkju Óháða safnaðarins sunnudaginn 15. nóv- ember kl. 17.00. Yfirskrift nýmessunnar er: „Börnin og krist- indómurinn". Bamakór Öldutúnsskóla í Hafnar- firði kemur í heimsókn og syngur undir stjóm Egils Rúnars Friðleifs- sonar kennara. Ritningarlestrar og bænir verða í umsjón fermingar- bama og ungt fólk leikur á hljóðfæri. Þekktir bama- og unglingasálmar verða sungnir á milli messuliða og þá taka allir undir, sem em í kirkj- unni. Safnaðarprestur ávarpar bömin og segir þeim yngstu sögur. Sr. Þórsteinn Ragnarsson, safnaðarprestur. innan tíðar. Eins og nafnið ber með sér sækir Ríó tríó efniviðinn í þjóðlegan sjóð íslendinga og syngur 15 þekktar þjóðvísur eða ljóð ástsælla skálda við þjóðlög og söngva virtra tónskálda. Ríó tríó er elsta starfandi þjóð- lagasveit landsins og er þetta 15. plata tríósins, en sú fyrsta sem það hljóðritar með þjóðlögum og ættjarð- arsöngvum. Ríó tríó skipa þeir Agúst Atlason, Helgi Pétursson og Ólafur Þórðarson, en Gunnar Þórðarson annast útsetningar þar sem lögin eru færð í nútímalegt horf, „án þess að missa sjónar á mikilvægi hins upprunalega blæs söngvanna", að því er segir í fréttatilkynningu frá útgefendum, Steinum hf. Ríó tríóið hefur gert víðreist, hald- ið hundruði tónleika allt frá Denever í Bandaríkjunum til Sopot í Ungveij- alandi. Þeir hafa stýrt eigin sjón- varpsþáttum hér heima, komið fram í sjónvarpi á Norðurlöndum og í Vesturheimi, troðið upp í útverpi og haidið úti langlífustu skemmtidag- skrá sem sett hefur verið upp í veitingahúsi hér á landi. Hljómplatan „Á þjóðlegum nót- um“ kemur út í tvöföldu umslagi, með skýringartextum á íslensku, ensku og þýsku. Einnig fylgir texta- blað með öllum vísunum sem tríóið flytur. Gefin hefur verið út kasetta með lögunum af plötunni og innan tíðar er von á geisladiski með lögun- (Úr fréttatilkynningu.) Dr. Michael Voslensky: Glasnost, perestrojka, nómenklatúra DR. MICHAEL S. Voslensky, hinn heimskunni fræðimaður og rithöfundur, sem flýði árið 1972 frá Sovétríkjunum, þar sem hann hafði gegnt háum embættum, verður staddur hér á landi um næstu helgi. Félögin Varðberg og SVS (Samtök um vestræna samvinnu) halda með honum hádegisfund í Átthaga- salnum á Hótel Sögu laugar- daginn 14. nóvember, og verður salurinn opnaður kl. 12.00. Hin sovézka tilraun með stjóm- un á manninum er sjötug um þessar mundir, og leggja því margir mát á hana í ljósi sögunn- ar og núverandi ástands. Rúss- nesku tískuorðin „glasnost" og „perestrojka" eru notuð til þess að skýra ýmsa þætti í stjómar- stefnu Gorbatséffs, ríkisleiðtoga í Sovétríkjunum. Dr. Voslensky, sem hefur ritað bækur og greinar um Sovétríkin og flutt marga fyr- irlestra við fjölda háskóla, enda gerþekkir hann þau sjálfur inn- anfrá, mun íjalla um þessi tvö hugtök í framsöguerindi sínu, sem hann flytur á ensku. Hann tengir þau þriðja hugtakinu, „nómenk- Michael S. Voslensky latúru" (sovéska hástéttakerfinu), en þetta orð hefur orðið alþjóðlegt eins og „gúlag“ eftir að bækur Voslenskys og Solzjenitsíns um þessi sovésku fyrirbæri komu út og hlutu báðar heimsfrægð. Fundurinn er opinn félags- mönnum í SVS og Varðbergi, svo og öllum gestum félagsmanna. (Fréttatilkynning) Afmælisráðstefna um vís- indi í þágu atvinnuvega RÁÐSTEFNA um rannsóknir í þágu atvinnuveganna verður haldin í tilefni 50 ára afmælis Atvinnudeildar háskólans á Hót- eli Loftleiðum á morgun föstu- dag frá klukkan 9 til 18. Tiu opinberar stofnanir sem eiga rætur sinar að rekja til Atvinnu- deildarinnar efna til þessarar afmælisráðstefnu og er markmið hennar að draga fram megin- sjónarmið varðandi þróun þeirra hagnýtu rannsókna sem mikil- vægastar eru fyrir islenskt atvinnulif. ccMrafincciSTfa Á ráðstefnunni verða leidd saman sjónarmið rannsóknamanna, full- trúa atvinnulífs og stjómmála- manna. Rætt verður um meginlínur í þróun rannsókna og hvemig efla megi framlag rannsóknastofnana atvinnuveganna til þjóðfélagsfram- fara. Fjallað verður meðal annars um öflun þekkingar og hvar íslend- ingar standi þekkingarlega, samskipti atvinnuvega og stofnana, skipulag í fjármögnun rannsókna og stefnumótun stjómvalda á sviði hagnýtra rannsókna. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, setur ráð- stefnuna og Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins flytur inngangserindi um rannsóknir í þágu atvinnulífs 50 ára. Sfðan verður hátíðarathöfn, þar sem m.a. brautryðjendur verða heiðraðir og aðhenni lokinni heQast umræður í fimm deildum: Hugvit og verkþekking, Auðlindir á landi, orka, efiii og vatn, Auðlindir sjáv- ar, Auðlindir á landi - gróður og Mannvirkjagerð. Fimm erindi verða flutt í hverri deild og eftir hádegi umræður í starshópum. Síðdegis verða svo fluttar sklýrslur starfs- hópa og umræður um þær. Þegar ályktanir hafa verið gerðar og nið- urstöður fengnar verða ráðstefnu- slit og um kvöldmatarleytið er móttaka í boði menntamálaráð- herra. Atvinnudeild háskólans tók til starfa 18. september árið 1937 og skiptist hún upphaflega í fiskrann- sókna-, landbúnaðar og iðnaðar- deild, en síðar bættist bygginga- rannsóknadeild við. Nú eiga tíu opinberar stofnanir beint eða óbeint rætur sínar að rekja til Atvinnu- deildarinnar. Þær eru Hafrann- sóknastofnun, Iðntæknistofnun íslands, Orkustofnun, Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknaráð ríkisins, Skrifstofa Rannsóknastofnana atvinnuveg- anna, Tilraunastofa háskólans að Keldum og Veiðimálastofnun. URVALIÐ ER A EINUM STAÐ Þar fást fjarstýrðir bilar af öllum gerðum og i mörgum verðflokkum. Jeppar — Pickup — Buggi — Ralli — og kappakstursbllar, með til- heyrandi mótorum og fjarstýringu. Bilstjórar frá 3ja til 95 ára, jafnt próflausir og með próf aka bílum frá Tómstundahúsinu. Póstsendum — Góð aðkeyrsla, næg bílastæði. „Viljum ekki láta skikka okkur norður“ — segir Örn Erlingsson um hugmyndir ráðherra um rækjuveiðar loðnubáta Keflavík. „MÉR LÍST ekki allskostar á þessa hugmynd sjávarútvegs- ráðherra að senda loðnubáta til veiða á úthafsrækju og taka um leið af þeim þorskkvótann," sagði Örn Erlingsson skipstjóri og útgerðarmaður í Keflavík. Öm sagði að þessar hugmyndir ráðherra hefðu verið kynntar hjá Útvegsmannfélagi Suðumesja fyrir nokkru og ekki fallið í góðan jarðveg. „Þær gera ráð fyir að loðnuflotinn fari norður til veiða á úthafsrælqu og síðan eiga bát- amir að landa aflanum á fyrir- fram ákveðnum stað.“ „Aukin hlutdeild í þroskveiði- kvótanum og rýmra val um hvað við veiðum eru okkar óskir. Ég tel ákaflega mikilvægt að okkur verði gefínn kostur á að stunda botnfískveiðar á okkar heimaslóð- um, en ekki skikkaðir til að veiða og landa aflanum í öðmm lands- Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Örn Erlingsson skipstjóri og útgerðarmaður í Keflavik. hlutum," sagði Öm ennfremur. - BB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.