Morgunblaðið - 12.11.1987, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987
47
~r
SEFJUN
eftir Steinar
Guðmundsson
Að hugsa sig inn í eitthvert
ástand — sefja sjálfan sig — er
þekkt fyrirbæri og sívakandi meðal
manna. Jafnn lengi og það skaðar
ekki aðra má telja það saklaust, og
jafnvel gagnlegt í sumum tilvikum.
Svo var t.d. um sefjun mína þegar
ég hafði áttað mig á að ég væri
kominn „inn í“ AA-samtökin. Þá
taldi ég sjálfgefið að ég væri hætt-
ur að drekka, því ég taldi AA-sókn
og drykkjuskap ekki geta átt sam-
leið. Þar með sefjaði ég sjálfan mig
til að trúa því að ég væri hættur —
og það hélt, og heldur.
En oft getur verið stutt á milli
sefjunar og blekkingar. Þar trónar
hæst í huga mér afstaða útvaldra
lækna til ofdryklquvandamálsins.
Þegar AA varð að veruleika og
náði tökum á þessu illviðráðanlega
meini á fjórða og fimmta áratug
aldarinnar, þá var það hvorki lyfjum
né lækniskúnst að þakka, heldur
skefjalausri hreinskilni og ábend-
ingum til sjálfsefjunar í þá átt, að
sá sem ætlaði sér að hætta að
drekka gæti það ef hann gæfist upp
á að telja sér trú um að hann gæti
það ekki — eða þyrfti jafnvel ekki
á því að halda.
M.ö.o. og skiljanlegri: Að sá sem
ætlaði sér að hætta að drekka
gæti það ef hann tæki eigið of-
drykkjuvandamál sem verkefni,
sem honum bæri sjálfum að leysa,
og sætti sig við að beita til þess
fullri og afdráttarlausri hreinskilni.
Þama kemur AA inn sem leið-
beinandi, því hreinskilnin getur
verið ansi erfíð í taumi — en það
er önnur saga.
Eftir að löggjafínn hafði gert þau
skiljanlegu mistök að hleypa geð-
læknum á drykkjumanninn, og eftir
að geðlæknar höfðu sannað að þeir
réðu ekki við verkefnið, og eftir að
AA kom til sögunnar og sýndi að
verkefnið var viðráðanlegt, komust
hinir útvöldu læknar í mikinn
vanda.
En þeir leystu hann, að sínu
mati á mjög einfaldan hátt. Þeir
seQuðu sjálfa sig til að trúa því að
þeir réðu við alkóhólisma — gætu
stöðvað drykkjuskap. En til að
tryggja sér yfírráðarétt yfír alkóh-
ólismanum urðu þeir að samhæfa
hann menntun sinni og gera úr
honum sjúkdóm.
Þama kom bakslag sequnarinn-
ar, og það lenti með fullum þunga
á sárasaklausum drykkjumönnum,
því til að sjálfseijun læknanna héldi,
urðu þeir að telja drykkjumanninum
trú um að drykkjuskapur hans
væri sjúkdómur.
Sem sagt, sjálfsefjun á kostnað
annarra. Neikvæð sefjun. Krílið,
sem nú er í vöggunni, þarf því ekki
að bjarga sjálfu sér ef ofdrykkja
yrði hlutskiptið — bara „panta
pláss", eins og það er nú kallað á
íslensku. En ef þessi kórvilla kemst
inn í skólabækur bama og unglinga
er hætt við að Vogur verði fljótt
bara svolítil annexía frá aðalstöðv-
unum.
Og meira um sefjun — enda kem
ég hér að ástæðunni til að ég sett-
ist niður til að andvarpa þessu frá
mér.
Alþingismaður sat fyrir svömm
sjónvarpsmanns og fómst orð eitt-
hvað á þessa leið: „Ég hlýt að vera
á móti bjómum, vegna þess að heil-
brigðisráð Sameinuðu þjóðanna
fullyrðir að aukið framboð á áfengi
leiði til aukins drykkjuskapar."
Hér var verið að tala um bjórmál-
ið íslenska, en bjórsaga íslands er
svo sérstæð að hliðstæðu getur hún
varla átt nokkurs staðar í veröld-
inni. Heilbrigðisráð gat því ekki
hafa ályktað út frá þessu ástandi
eða neinu því skyldu. En ályktunin
var auðvitað laukrétt, því aukið
ffamboð eykur neyslu, hvort heldur
um áfengi er að ræða eða eitthvað
annað. Samhengið milli framboðs
og neyslu var hvorki fundið upp inn
við Sund, upp við Skólavörðuholt
né út við Austurvöll.
En alþingismaðurinn í sjónvarp-
inu er læknir og sem þingmanni
bar honum að taka afstöðu í bjór-
málinu. En þjóðfélagsstaða h'ennar
setti hana óvart, en sjálfkrafa, á
bekk með heilbrigðisráðinu. Vegna
þess að bjór er áfengi virðist hún
hafa látið seíjast til að slá því föstu
að ályktun ráðsins um aukna neyslu
við aukið framboð hlyti að eiga við
hörmungina íslensku. Rök víkja
fyrir sefjun.
Hún neitaði sér um að leyfa skyn-
seminni að flögra um hliðarverkan-
ir, en það er einmitt aðaleinkenni
sefjunar. Vonandi er það ekki
lítratalan, sem drukkin er, sem um
er karpað, heldur afleiðingar þess
misréttis og ófrelsis, sem laðar fram
óheilbrigðar drykkjuvenjur.
Ekki get ég skilið svo við sjálf-
sefjunina í sambandi við ofdrykkju-
vamir þjóðar minnar að ég minnist
ekki sálufélaga minna, templar-
anna. Sjálfsefjun læknanna er
skiljanleg, og þingmannsins líka,
en innþomað hugmyndaflug reglu-
mannanna er langt fyrir neðan það
sem aðlaðandi persónuleiki flestra
þeirra lofar.
Sennilega er þeim ekki sjálfrátt
þegar þeir bera saman meðferð
Svía á léttölinu og fyrirhugaða
meðferð íslendinga á bjómum.
Léttöli, sem að styrkleika er á
Iægstu mörkum þess að geta talist
áfengi, og alls ekki flokkað sem
slíkt, var potað í hverja einustu
matvöm-, tóbaks- og sælgætis-
verslun, sem tímdi að spandéra
hilluplássi undir vaminginn, en
bjómum íslenska er ætlaður bás í
dreifingarkerfí annars áfengis.
Og furðulegt er að yfírlýstir bind-
indismenn skuli ríghalda sér saman
um hið stórkostlega afrek sem bind-
indisfélögin bresku unnu um miðja
síðustu öld, afrek sem hver heiðar-
legur bindindismaður breskur er
stoltur af. Hér á ég við mótleik
Breta gegn kartöflubrennivíninu
belgíska.
Þegnar hennar hátignar vora að
sligast undan drykkjuskap, at-
vinnuvegir í rúst og heilu verka-
mannahverfín í upplausn. Allt var
þetta rakið til offramleiðslu á kart-
öflum í Belgíu. Belga-ginið flóði og
Bretar drakku. Samkeppni sprútt-
salanna harðnaði og verðið féll og
féll uns segja mátti að hægt væri
að fá ginpottinn fyrir andvirði
brauðhleifsins. Stundum nefna
breskir sagnfræðingar 19. öldina
„gin-öldina“.
Ekkert virtist ætla að duga til
að hefta drykkjuskapinn. Atvinnu-
rekendur og hið opinbera tóku
höndum saman og júffertur í hundr-
aðatali skipulögðu aðfarir að
brennivínsbúllunum og bindindis-
félög efldust, en allt kom fyrir ekki.
Þá breyttu bindindisfélögin um
starfsaðferðir og hófu braggun
bjórs, sem dreift var skipulega
meðal verkalýðsins, en þó utan
vinnustaða, og seldu hann á svo
lágu verði að ásóknin í kartöflu-
ginið rénaði uns það hvarf með öllu
þegar sprúttsalamir loksins fóra á
hausinn. Þetta var svo stórkostleg-
ur sigur að hans mun ætíð verða
getið í atvinnusögu Englands. Þessi
brugghús eru enn við Iýði og rekin
af bindindismönnum, afkomendum
hinna framsýnu baráttumanna.
Stundum hefí ég spurt sjálfan
mig hvort templarar séu í alvöru
að beijast gegn bjór, eða þá hitt,
sem ég tel líklegra, að þeir séu að
veija síðasta vígið í töpuðu stríði
aðflutningsbannsins á áfengi, og
hafí því orðið að gefa skynseminni
frí og gefa sig sefjuninni á vald.
Sama er að segja um fv. ráðherra,
sem ég heyrði nýlega í útvarpinu
slá upp mynd af útúrfullum hafnar-
verkamönnum úti í Kaupmanna-
höfn að loknu, eða hálfunnu,
dagsverki. Það virðist ómögulegt
að fá menn til að skilja það, að
Danir era fyrir löngu vaknaðir til
Steinar Guðmundsson
vitundar um þau vandræði sem
drykkjuskapur á vinnustað vissu-
lega var. Þeir hafa gert og era að
gera og hafa skipulagt vamarað-
gerðir sem felast eingöngu í því að
afnema bjórdrykkju launþegans á
vinnustað og komist að raun um
að þetta átak var mun auðveldara
en búist var við.
En sefjun skal það vera, skyn-
„Grein þessari var ekki
ætlað að vera innlegg í
karpið um bjórinn,
heldur ofbauð mér
skinhelgi manna sem
ég annars dái fyrir
greind og dugnað.
Brennivínið ruglar okk-
ur fyllibytturnar ekki
nema við drekkum það,
en bjórinn virðist rugla
hina án þess að þeir
dreypi á honum.“
semin í frí, líka hjá fráfarandi
menntamálaráðherra. Að eðlisfari
er hann hvatur og hefur vafalaust
ekki gert sér grein fyrir því van-
trausti sem hann sýnir forráða-
mönnum íslensku atvinnuveganna
með því að ætla þeim að setjast í
drallupollinn sem Danir era að
skríða upp úr.
Grein þessari var ekki ætlað að
vera innlegg í karpið um bjórinn,
heldur ofbauð mér skinhelgi manna
sem ég annars dái fyrir greind og
dugnað. Brennivínið raglar okkur
fyllibyttumar ekki nema við drekk-
um það, en bjórinn virðist ragla
hina án þess að þeir dreypi á hon-
um, því ótrúlegt þykir mér að þessir
andstæðingar bjórsins kippi með sér
dós eða kassa þegar þeir fara um'
Keflavíkurvöllinn.
Og að endingu þetta: Hættum
að kalla diykkjuskap sjúkdóm.
Hugsum til bamabamanna okkar
og setjum okkur í spor þeirra sem -
í vandræðum lenda og sjálfheldu
diykkjuskaparins eftir að auðtrúa
kennarar og rangfærðar lexíur hafa
sannfært þau um að svo lengi sem
gaman sé að drekka þá eigi þau
að njóta þess, en missi þau tökin
þá sé það ekki þeirra mál heldur
heilbrigðiskerfísins.
Tryggingamar sjá svo um kostn-
aðarhliðina, en ættingjum og
atvinnuvegum blæðir.
Höfundur er leiðbeinandi í
ofdrykkjuvömum.
9-fóteí Rrlqir
vwm ‘u&p á LÍxmtei og sál.
9jú bjóðutn við á íH&TEL
cCaga firessingarcCvöt, frá
sunnudegi tiCföstucCags. Á ChC&VLL
ÖútjKjjeturþú íwifuffrá annrífj íwers-
dagsins, sCafað á o£ f&míð nýr og Betri
maður tdstarfa á eftir.
Verð frá kr.
12,250,pr.m.
(miðaö við tveggja manna herbergi)
Hið Bjóðum upp á Ccefnissfpcfun,
Ceiffimi, nudd, Cjós, CeirBöð, og
í nágrenni 9ÍÓTLL
zdða mjöjj
ofjfofjurt
AttOTEL
nvíidarog hressi
HÓTEL
ÖE2K
< Hveragerði
okict
i—Mwawmri
M
1