Morgunblaðið - 12.11.1987, Síða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987
Plötuútgáfa hórlend stendur
með slíkum blóma að ekki er fyr-
ir hvern sem er að ætla sór að
fylgjast með öllu því sem gefið
er út þessa dagana, hvað þá að
gera því skil. Hór verður þó getið
um þrjár nýútkomnar plötur, en
tvær þeirra koma reyndar út í
dag.
Plöturnar sem út koma í dag
eru plata Bjartmars Guðlaugsson-
ar, [ fylgd með fullorðnum, og plata
Rauðra flata, Minn stærsti draum-
ur.
Bjartmar hefur þegar gefið út
tvær stórar plötur og eina minni.
Fyrsta plata hans, Ef ég mætti
ráða, kom út sumarið 1984, og
náði miklum vinsældum. Önnur
platan, Venjulegur maður, sem út
kom ári síðar, náði ekki sömu hylli
þó meira væri í hana lagt. Þriðja
platan var svo fjögurra laga plata
sem hann gerði með Pétri Krist-
jánssyni, platan Þá sjaldan maður
lyftir sér upp, sem út kom vorið
1986.
Rauðir fletir hafa ekki gefið út
nema eina plötu til þessa, tólf-
tommuna Ljónskógar sem út kom
fyrir jólin í fyrra. Það hefur þó bor-
ið mikið á sveitinni, enda hafa
Rauðir fletir verið með afbrigðum
duglegir við að spila opinberlega
fram til þess að vinna við plötuna
hófst í júní.
Platan Hremming Smartans
kom út fyrir skemmstu, en á henni
er tónlist úr leikritinu Hremming
sem flutt er í Iðnó um þessar
mundir. Tónlistina samdi Kjartan
Ólafsson og textana Karl Ágúst
Úlfsson, en Kjartan hefur áður
starfað með sveitunum Pétur og
úlfarnir og Smartbandið.
Helmingur Model, Eiríkur, Gunnlaugur og Friðrik. Morgunbiaðið/Þorkell
Popp/fönk/diskó
Hljómsveitin Modei skaut upp
kollinum í Söngvakeppni Sjón-
varpsins vegna Eurovison-keppn-
innar í vetur. Sveitina skipuðu þá
þeir Friðrik Karlsson, Gunnlaugur
Briem, Eiríkur Hauksson, Erna
Þórarinsdóttir, Eva Albertsdóttir
og Edda Borg Ólafsdóttir. Fæstir
áttu líklega von á því að sveitin
myndi lifa Euorvision-keppnina,
en nýlega bárust af því spurnir
að sveitin væri enn til og væri
Síðan var bara að
gera eitthvað nýtt
Rætt við Bubba Morthens um plötuna Dögun
Bubbi Morthens er við það að senda frá sór stóra plötu, plötu
sem beðlð er með nokkurri eftirvæntingu, ekki síst í Ijósi þess
að sfðasta plata Bubba, Frelsi til sölu, hefur selst í yfir sautján
þúsund eintökum. Bubbi hefur ekki haft hátt um sfg á þessu árí
þó hann hafi sent frá sór tólftommur með lögunum Skyttan og
Skapar fegurðin hamingjuna? Rokksfðan tók Bubba tali f tilefni
af útkomu nýju plötunnar sem hefur fengið heitið Dögun.
Bubbi, nú er liðið ár sfðan óg um tíma samdi ég 7-8 texta og
sat hór og tók viðtal við þig f
tilefni útkomu Frelsi tii sölu.
Hvað vilt þú segja um það ár
sem iiðið er?
Síöasta ár hefur verið eitt gjöf-
ulasta ár sem ég hef átt í
bransanum. Ég hafði miklar tekj-
ur og þaö gerði það aö verkum
að ég gat leyft mér aö spila lítið
á árinu og gat því gefið mór tíma
til að lesa Ijóðabækur, að lesa
bækur eldri Ijóöskálda. Það hefur
skilað sér á þessari plötu aö mínu
mati; það hefur skilað sér í betri
textum, betri vinnubrögðum við
textagerð. Sem dæmi má nefna
að ég byrjaði að gera textana
sem á plötunni eru í maí og lauk
viö þá í ágúst, í þann mund sem
upptökur áttu að hefjast. Á þess-
það ér nýtt fyrir mór að ég sé
hálfan mánuð með hvern texta.
Mór þykir vænst um það að hafa
getið lagt þetta mikið í textana.
Það hefur ekki freistað þín
að gera Frelsi til sölu II til að
moka meiri pening f kassann?
Það hvarflaði ekki aö mér. Ég
heföi getað gert það á sínum
tíma að halda áfram að gera ís-
bjarnarblús II og III o.s.frv. en
það er ekki t mínu eðli. Frelsið
var bara Frelsið og síðan var
bara að gera eitthvað nýtt. Ég
er þegar farinn að spá í gerð
næstu plötu og hún verður allt
öðruvísi en hinar plöturnar; allt
önnur lína. Ég held að með því
að gera alltaf eitthvað annað en
Ljósmynd/BS
það sem maður var að Ijúka við
heldur maður sór ferskum. Ég lit
á mig sem fistamann og þvi tel
ég eðlilegt og sjálfgefið að reyna
að fara á nýjar slóðir í hvert sinn.
Langar þig aldrei til að hverfa
aftur til rótanna, til hins hráa
kraftmikla rokks sem þú söngst
með Utangarðsmönnum?
Jú, mig er farið aö langa til
þess aftur, enda kannski komin
tími til þess; kannski ekki endi-
lega að gera eitthvað hrátt
heldur aö gera eitthvað öðruvísi.
Hljómur allur á plötunni er
afbragð, en mór finnst sem á
köflum só hljómurinn of góður,
platan só of mikið unnin. Ert
þú sammóla þvf?
Nei, en að vísu má alltaf deila
um það hversu langt menn eigi
að ganga í því að ná fram full-
komnum hljóm á plötu. Við þessa
plötu eru notuð eins fá hljóðfæri
og unnt var að komast af með.
Tómas var í erfiðri stöðu, því
hann vissi það að þaö myndu
allir bera plötuna saman við
Frelsi til sölu og því lagði hann
sig allan fram. Ég er sáttur við
það hve útkoman er góð, en ég
held ég fari ekki lengra í þessa
átt. Mér finnst óg vera búinn að
ná því að gera þá fáguðu plötu
sem mig hefur langað að gera
frá því ég gaf út ísbjarnarblús;
mér finnst óg sé búinn að stíga
skrefið til fulls í þá átt. Nú get
ég snúið mér að því að gera eitt-
hvað grófara.
Textarnir eru ádeilutextar að
vanda, sumir heimsósómatext-
ar. Ertu orðinn gamall maður
Bubbi?
Ég er sjö ára í tónlistinni. Það
held ég sé hár aldur, en mér
finnst óg ekki vera gamall. Ég
finn að ég er eðlilega kominn
með mikla reynslu og ég tel það
mér til tekna. Maður verður alltaf
að vera að hlusta og fylgjast
með, annars ertu strax úr leik.
Ég hef séð menn verða gamla á
einu ári. Annað sem skiptir máli
er að halda sínu striki sama
hverjar undirtektirnar verða, að
gera ekki kartöfluauglýsingar, að
halda áfram. Sykurmolarnir eru
gott dæmi um þá þrautseigju
sem þarf. Á meðan menn halda
höfði, er hægt að lifa í poppinu.
Það er svo auðvelt að freistast
til þess að fara að gera auglýs-
ingar og þessháttar þegar ekki
gengur að lifa á sköpuninni og
þá er Ifka tíminn til að skapa far-
inn. Það er hægt að lifa af öðru.
Ef ég myndi lenda í þeirri stöðu
að ég gæti ekki lifað af tónlist-
inni færi ég á vertíö.
að leggja sfðustu hönd á plötu
sem koma ætti út fyrir jól.
Útsendari Rokksíðunnar hitti
höfuðpaura sveitarinnar, þá Frið-
rik, Gunnlaug og Eirík í Stemmu á
Seltjarnarnesi.
Nú hóldu víst flestir að hljóm-
sveitin væri ekki iengur til, hvað
veldur endurreisninni?
Það stóð aldrei til að hljómsveit-
in starfaði áfram, en Steinar Berg
hafði trú á henni og vildi að við
gerðum aðra plötu. Því erum við
hér. Hljómsveitin sem slík er ekki
starfandi, fer ekki á sveitarböll og
þessháttar; hún er starfandi núna
til að gera þessa plötu og fylgir
henni eftir þá tvo mánuði sem plöt-
ur lifa yfirleitt. Framhaldið verða
síðan viðtökurnar innan lands og
utan að leiða í Ijós. Friðrik og Gulli
eru auðvitað ekki hættir í Mezzo-
forte þó Model sé til. Mezzoforte
sendir síðan plötu frá sér eftir ára-
mót.
Hver semur tónlistina?
Karlarnir semja alla tónlistina
og Eiríkur alfa texta utan einn sem
Eva semur. Síðan verður gamli
textinn við Lífið er lag, en það
verður á plötunni i nýrri útsetn-
ingu.
Og hvernig tónllst verður sfðan
á plötunni?
Þetta verður þrælvönduö popp-
plata sem á verður popp/fönk/
diskó-tónlist.
Bubbi og Dögun
Eins og flestir vita er Frelsi
til sölu, síðasta plata Bubba
Morthens, orðin ein söluhæsta
plata hórlendis; hefur selst í
yfir sautján þúsund eintökum.
Flestir hefðu Ifklegast freistast
til að gera framhaldsplötu til að
fylgja henni eftir, en styrkur
Bubba er einmitt fólginn í þvf
að gera ekki það sem búist er
við af honum; að gera það sem
hanrt langar en ekki það sem
sölulögmál segja til um.
Það er og einn helsti kostur
Dögunar: Bubbi er að gera það
sem hann langar og hann hefur
sjaldan gert það betur. Að vísu
eru ekki á plötunni rakin vin-
sældalög eins og Serbinn og
Augun mín, en heildarsvipurinn
er sterkari en á Frelsi til sölu og
lögin flest betri. Sjáfsagt eiga lög
eins og Frelsarans slóð, Aldrei
fór ég Suður, Manstu og Bak við
veggi martraðar eftir að heyrast
mikio í útvarpi næstu daga og
vikur, en ekki síðri eru lög eins
og Dögun og Bláu tónarnir, svo
ekki sé getið um Menningu og
leikna lagiö Pikk fyrir Geira sem
lýkur plötunni á einkar skemmti-
legan hátt.
Ekki ber eins mikið á pólitík-
inni í textum og oft áður, Bubbi
gerir nú meira af því að segja
sögur og draga upp myndir en
prédika. Ekki má þó skilja það
sem svo að það sé ekki broddur
í mörgum textanna, gagnrýnin
er yfirleitt skammt undan.
A Dögun má greina tónlistar-
áhrif úr ýmsum áttum, allt frá
Pink Floyd til Sigfúsar Halldórs-
sonar, sem sýnir að Bubbi er
alltaf að leita fyrir sér; alltaf að
bæta við sig og alltaf að bæta
sig. Frelsi til sölu þótti með því
besta sem hann hafði gert fram
að því en Dögun er enn betri.
Þeir sem fastir eru í pönkróman-
tíkinni eiga sjálfsagt eftir að
kvarta yfir því að platan er ekki
hrárri en raun ber vitni og þeir
mörgu sem búnir eru að dæma
plötuna fyrirfram vita sjálfsagt
hvað þeir ætla að segja. Bubbi
sýnir þeim þó á Dögun að það
er ekki hægt að setja hann í af-
markaðan bás, hann gerir það
sem honum sýnist og hann hefur
merkilegan hæfileika til að koma
á óvart.
Dögun er besta plata Bubba
hingað til, textalega og tónlistar-
lega, og rís hátt yfir mestallt það
sem verið er að gefa út á íslandi
í dag.
Enn plötur