Morgunblaðið - 12.11.1987, Síða 58

Morgunblaðið - 12.11.1987, Síða 58
65 5ta8M3VÖVt .SI StUOAQUTMMia ,<UOLfuI8VFJOHOt 58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 Óstjórn og efnahagslegur glundroði kemur Afríku í koll - er skoðun pólitísks flóttamans frá Tansaníu sem nú dvelur hér á landi Ludovick Mwijage horfir björtum augum á tilveruna þrátt fyrir að framtíð hans sé óviss Ludovick Mwijage er 36 ára gamall kennari frá Tansaníu. Hann var starfandi sem slikur í heimabæ sinum þegar hann flúði land til Kenya í janúar árið 1983. Þaðan fór hann til Swazilands, hvar hann dvaldi í tæpt ár á meðan hann beið eftir leyfi til að fara til Kanada. Hann komst aldrei þangað, þar sem honum var rænt skömmu fyrir brott- förina af löndum sinum. Þeir fluttu hann aftur til Tansínu og héldu honum þar í stofufangelsi í tvö ár. Þegar hann losnaði úr því flúði hann yfir til Ruanda, en síðan hefur hann dvalið sem póiitiskur flóttamaður i Portúgal og Þýskalandi. Til íslands kom hann fyrir mánuði síðan og star- far nú i verksmiðju Álafoss. Blaðamanni lék forvitni á að fá að vita meira um Ludovick Mwijage og kom því að máli við hann og bað hann að segja nánar frá ástæð- unni fyrir flóttanum og ástandinu í Tansaníu. Ludovick sagðist hafa tekið þá ákvörðun að flýja þegar stjómvöld hófu óskipulagðar handtökur í fæð- ingarbæ hans, Bukoba og öðrum bæjum í nágrenninu, af ótta við andstöðu íbúanna gegn stjóminni og aðgerðir til mótmæla. Þeir sem handteknir voru voru allir meðlimir í samtökum er kalla sig „Sameigin- lega bandamenn fyrir lýðræði og mannréttindum í Tansaníu", skammstöfuð NUNA, og beijast, eins og nafnið gefur til kynna, fyr- ir bættum lqörum og frelsi fólks í Tansaníu. Ludovick segist hafa ver- ið virkur meðliðmur í samtökunum frá stofnun þeirra árið 1980. Hann sagði að þeir sem væru starfandi í samtökunum væra óánægðir með þá þróun, sem átt hefur sér stað í landinu frá því sósíalistar tóku völd- in árið 1967. Hlaut menntun í bresk- um trúðboðsskólum Á nýlendutímunum réðu Bretar yfír svæðum í norðvestur hluta Tansaníu, en Arabar við ströndina. Ludovick er frá bænum Bukoba í norðurhluta landsins, en þar réðu Bretar á nýlendutímunum. Hann sagði að þeir hefðu staðið að ýmsum framkvæmdum auk þess sem þeir ráku trúboðsskóla. Sjálfur segist hann hafí hlotið sína menntun í breskum skólum. „Arabamir voru lfka með skóla á sínu yfírráðasvæði, en þar var aðal áherslan lögð á að kenna kór- aninn og í dag er gífurlegur munur á þessum svæðum hvað varðar al- menna þekkingu íbúanna. Það versta er að núverandi stjómvöld virðast ætla að feta í sömu fótspor og stuðla þannig að almennum menntunar- og þekkingarskorti í landinu. Ég sagði þvert nei þegar þeir vildu að við legðum meiri áherslu á kennslu í marxískum fræðum í þeim skóla þar sem ég starfaði, en t.d. í efíiafræði og stærðfræði. Það er ekki hægt að starfrækja skóla þannig að ekki sé lögð áherslan á nema eina grein. Ég vil að fólkið öðlist góða almenna þekkingu og menntun. “ Sósíalismi á ekki erindi við Afríkubúa Ludovick heldur áfram og gagn- rýnir ýmislegt fleira í stefnu stjóm- valda annað en það sem viðkemur skólamálum. „Ég er ekki ánægður með þá þróun mála sem á sér ekki einung- is stað í Tansaníu heldur í öllum ríkjum Afríku sem tekið hafa upp sósíalíska stefnu. Sósalisminn á ekki heima í Afríku, a.m.k. ekki í þeirri mynd sem þekkist í Evrópu. Hann boðar að allir skuli vera jafn- ir og ekki eiga neinar eignir umfram aðra og það þýðir ekki fyrir stjón- vöid í Tansaníu, að boða slíka stefnu því þetta á ekki við um Afríkubúa yfírleitt. Það þýðir ekki að segja fólki sem aldrei hefur átt neinar eigur að það eigi að losa sig við eitthvað sem það hefur aldrei átt. Þó til hafí verið menn sem átt hafa eignir og verið ríkir í Afríku þá hafa það að aðallega verið hvítir menn. Svo það þýðir ekki að segja fólki að það megi ekki eiga eitthvað sem það hefur aldrei átt.“ Efnahagsmálin í ólestri Ludovick er mikið niðri fyrir þeg- ar hann talar um hvemig sósíalistar hafa farið með mörg ríki Afríku. „Erlend fjárfesting hvarf úr landinu þegar fyrirtæki vora þjóðnýtt. Fram til 1967 var efnahagur Tansaníu stöðugur, en þegar sósíalstar tóku að þjóðnýta allt misstu þeir stjóm- ina á efnahagsmálunum og þegar srjómvöld hafa misst efnaþagstökin í landinu hrinur ríkið. Ég vil að erlendir aðilar t.d. Bandaríkjamenn fái að fjárfesta í Tansaníu og hleypa þannig erlendu fjármagni inn í landið til að nota til uppbyggingar, en á það mega stjómvöld auðvitað ekki heyra minnst. Það sem þau gera núna þegar allt er komið í óefni með efnahag þjóðarinnar, er að þau fara til Vesturlanda og heimta af þeim þróunaraðstoð. Þeir ætlast til þess að það sem þeir hafa eyðilagt á síðustu fímmtán áram verði byggt upp á 1 - 2 áram. Það gengur auðvitað ekki. Það tekur langan tíma að rétta efnahaginn við eftir það áfall sem hann hefur orðið fyrir eftir óstjóm síðustu ára og það á ekki bara við um Tans- aníu. í mörgum ríkjum er efnahags- legur glundroði. Það er bara hugsað um völd, en kjör fólksins í landinu skipta engu máli. Þess vegna svelta svona mörg ríki í Afríku og nú er svo komið að þau komast hreinlega ekki af án aðstoðar frá Vesturlönd- um.“ „Eig’um ekki að þurfa að beiðast ölmusu“ Þegar Ludovick er spurður að því hvort hann vilji fá kapítalíska stjóm, þá brosir hann og segir það ekki vera málið heldur það, að Afríkubúar sýni að þeir geti séð um sig sjálfír með sínum aðferðum. „Ég vil sjá velmegun og vöxt á sviði framleiðslu og ræktunnar." „Þau fyrirtæki sem fyrir era era ekki nýtt sem skildi, fólk má ekki rækta jörðina eins og það hefur alltaf gert, því allt á að vera undir sameiginlegri stjóm, sem ekki er nein stjóm. Síðan fara þessir menn til Vesturlanda og segja „við svelt- um, við eram fátæk“ og heimta hjálp. Aðstoð og mat. Þannig hafa ríkin í Afríku orðið að betlurum í stað þess að hjálpa sér sjálf. Það er nóg af ræktanlegu landi. Það era plöntur í héraðum eins og því sem ég kem frá sem þola það að ekki rignir í langan tíma. Þessar plöntur era kallaðar „drought resistant crops". „Þessi óstjóm gefur ekki góða mjmd af Afríku gagnvart öðram ríkjum heims. Menn komast til vald með vopnum. Ef einhver sækist eftir völdum þá er bara gripið til vopna og síðan gera þessir menn ekkert fyrir fólkið í landinu. Það fær ekki einu sinni að rækta jörðina og sveltur þess vegna. Síðan fara þeir til Vesturlanda og betla um hjálp. Það er fáránlegt að svartir menn skuli vera að skjóta hver annan og það jafnvel landa sína á meðan Bretar og aðrar nýlendu- þjóðir þurftu ekki að beita vopnum til að fá vilja sínum framgengt. Menn vora óhultir, en um leið og við fáum völdin í okkar hendur tök- um við að skjóta hvert annað. Núna er menn t.a.m. ekki öraggir í Tans- aníu, því ef stjómvöld hafa einhvem granaðan um andstöðu geta menn átt von á því vera leiddir burt um miðjar nætur með bundið fyrir aug- VERZLUNARSKOLIISLANDS JORD- tvinnsla j7.tl9.,20 19-22. I inar. riðriksdóUir. STOP DbASEii,+ w. /0-75. n°V- t^lð.beinandi- ’3°rtur Kristjánsson f DBASE111+ forritun Tími: 28., 29. nóv. kl. 10-15. Leiðbeinandi: Þórður Kristjánsson. OFANLEITI 1 SÍMI: 688400 OPU f/árhagsb Tími' 21., 22. i kl. 18-21 Leiðbeinandi: Andri Ragnars VÉLRITUN- Tími:23.,24.,25.,26„ 30. nóv. og 1 „ des. kl. 19-21. Leiðbeinandi: Kristin Jónsdóttir, kennari. TÖLVUR - byrjendanámskeið Tími: Námsk. 1 16. nóv. kl. 15-19 og 18., 20. nóv. kl. 15-18. Námsk. 2 28. 29. nóv. kl. 10-15. Námsk.3.1.deskl. 18-22og 2., 3. deskl. 18-21. Leiðbeinandi: Örn Arason. innritun á staðnum og ísíma miðvikudaga til fimmtudaga kl. 14-20. F WlffMttron Snæfells- og Hnappadalssýsla: Byggðum býlum fækkar Stykkishólmi. ÞEIM fækkar byggðu býlunum hér í sýslu sem fyrir tæpri hálfri öld höfðu sitt lifibrauð af land- BV Rofmagns oghaml- lyttarar Liprir og handhægir. Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæð upp í 6 metra. Mjóar akslurs- leiðir. Veitum fúslega allarupplýsingar. UMBODS OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFDA 16 SÍML6724 44 búaði, þeim sem eijuðu og breyttu landi í gróðursvæði. Fréttaritara telst til að þau sem hafa farið í eyði þau 45 ár sem hann hefur átt heima á Snæfells- nesi séu komin yfir 150 í þeim 12 hreppum sem mynda Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu og þeim hreppum fjölgi sem geta þurft að sameinast öðrum vegna fólksfæðar. Skógarstrandarhreppur, sem taldi þá um 200 fDÚa bæði í eyjum og á landi, taldi í ársbyijun milli 70 og 80 íbúa, en á þessu ári hafa tvær góðar jarðir, Keisbakki og Valshamar, farið í eyði og ekki vit- að hvort þar hefst byggð að nýju. Þegar fréttaritari ræddi þessi mál við oddvita sveitarinnar, Guðmund Jónsson á Emmubergi, var honum þungt í huga er hann leit til framtí- ðarinnar. Fróðárhreppur taldi þá um 100 íbúa, en nú munu þeir vera komnir niður fyrir 30. Samkvæmt lögum verður því að sameina hann öðrum og er það nú í athugun. Fleiri hreppar era með þverrandi byggð og fækkandi íbúa. Öll landsbyggðin mun hafa sama að segja og er uggur í mörgum er þeir sjá þar dvínandi mannskap þrátt fyrir ýmsa möguleika til bætt- ari atvinnuhátta. Kauptúnin og kaupstaðimir á Snæfellsnesi hafa ekki aukið neitt að ráði íbúatölu og sumir jafnvel með minni íbúafjölda síðast en árið áður. — Árni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.