Morgunblaðið - 12.11.1987, Page 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987
Kínverski kokkurinn
mataruppskriftir.
1*1 k í
fréttum
Mig hefur alltaf langað til
að koma fram í óperu, en
þar sem enginn hefur boðið mér
hlutverk var ekki um annað að
ræða en að setja þetta upp sjálf-
ur,“ sagði Laddi, sem efnir til
Qölskylduskemmtunar í íslensku
óperunni í Gamla bíói um næstu
helgi. „Nei, svo að maður tali í
alvöru þá er tilfellið að margir
hafa hvatt mig til setja upp svona
sýningu fyrir alla fjölskylduna
og ég sló til. Þetta verða valin
atriði úr sýningum sem ég hef
verið með á Sögu á undanfömum
árum og svo kannski eitthvað
nýtt líka. Það voru margir sem
ekki höfðu aðstöðu til að sjá
þetta á Sögu, til dæmis ungling-
ar og eldra fólk og ég vil gefa
þessu fólki kost á að sjá þessi
atriði. Ég valdi það úr sem ég
taldi best heppnað, tók út mest
af kláminu þannig að þetta ætti
að henta vel fyrir alla fjölskyld-
una.“
Á skemmtuninni í Gamla bíói
koma fram margar þjóðfrægar
persónur sem Laddi hefur gert
ódauðlegar á undanfömum
árum. Má þar nefna Skúla raf-
virkja, Eirík Fjalar, Olla úr
Heilsubælinu, Reyni aumingja,
Móa gamla, eldri bróður Þórðar
húsvarðar, sem mun að sjálf-
sögðu taka lag sitt „Austur-
stræti", Ómar tannlækni úr Litlu
hryllingsbúðinni, kínverska
kokkinn, fyllibyttuna og fleiri
auk þess sem Bjami Fel verður
þama með íþróttaþátt. Laddi var
spurður hvaða persónu hann
teldi njóta mestra vinsælda í dag:
„Það er erfitt fyrir mig að
dæma um það. Skúli rafvirki
hefur verið sterkur að undan-
fömu og Olli úr Heilsubælinu
virðist vera að vinna á. Upphaf-
lega ætlaði ég ekki að hafa hann
með í þessari sýningu en svo var
mér bent á að ég yrði bara að
gera það vegna vinsælda hans.
Þó hann gerði ekki annað en að
rúlla einu sinni yfír sviðið í hjóla-
stólnum og segja „oj, oj oj“.
Aðspurður um hvort einhveij-
Reynir aumingi rekur raunasögu «tna
Skúli hefur
verið sterkur
að undanförnu
ar fyrirmyndir væru að þessum
persónum sagði Laddi að svo
væri ekki. „Alla vega ekki með-
vitað. Auðvitað hittir maður alls
konar fólk á lífsleiðinni og verður
fyrir áhrifum sem síðar koma
kannski fram í þessum persón-
um. En beinar fyrirmyndir em
ekki til svo að ég viti. Ef við
tökum Þórð húsvörð sem dæmi,
þá er hann blanda úr mörgum.
Ég uppgötvaði það löngu eftir
að hann varð til að sumt í hans
fari er komið frá afa mínum, til
dæmis kreppta höndin og axla-
Skúll rafvirki á góðri stund ásamt Halla bróður og Eggert Þorleifssyni.
Eiríkur Fjalar er enn að streða við að „slá í gegn“. Kannski tekst
honum það á sviðinu I íslensku óperunni.
hnykkurinn, sem raunar er
ættgengur. Önnur einkenni
Þórðar em kominn frá gömlum
húsverði í bamaskóla sem jafn-
framt var smíðakennari. Þaðan
er peysan komin sem Þórður er
alltaf í og er alltaf full af sagi
og ryki. En talandi um Þórð þá
er ég að hugsa um að sleppa
honum í þessari sýningu. Ég er
búinn að nota hann svo mikið
og er sjálfur orðinn hálf þreyttur
á honum. Hann er orðinn svo
skapstirður upp á síðkastið, allt-
af með eitthvað röfl og skamm-
ir.“
Annars vil ég taka það fram
að ég verð ekki einn á þessari
sýningu. Halli bróðir verður
þama og svo Edda Björgvins og
Eggert Þorleifs með fullt af
skemmtilegum persónum sem
þau hafa skapað og svo dansar-
amir Guðrún og Gitta.
Laddi sagði að aðeins yrði um
þessa einu helgi að ræða fyrir
pessa skemmtun. „Ég er að fara
af stað með nýja skemmtidag-
skrá fyrir árshátíðir og einka-
samkvæmi ásamt Eddu
Björgvins og Júlla Bijáns. Svo
kemur út ný plata fyrir jólin
þannig að það er í nógu að snú-
ast. Platan verður svolítið
„sjúkleg" enda verður Saxi
læknir þar mjög áberandi ásamt
auðvitað Eiríki Fjalar, Skúla raf-
virkja, Olla og Hallgrími úr
Heilsubælinu, Móa gamla, sem
lætur ekki deigan síga þrátt fyr-
ir háan aldur, og svo koma þama
fram nýjar persónur, sem verður
spennandi að sjá hvemig spjara
sig á þessum markaði."
Fel með léttan íþróttaþátt
Bianu
LADDI
og Olli
virðist vera
að vinna á
- segir Laddi sem efnir
til fjölskylduskemmtunar
í Islensku óperunni