Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 75 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA FH sigraði í fyrsta taugastríðinu „STEFNUM við á íslandsmeist- aratitilinn? Það hef ég ekki hugmynd um, en hvernig er staðan?" sagði Þorgils Ottar, fyrirliði FH, eftir sigurinn gegn Víkingum í Höllinni i gœr- kvöldi. Rúmlega 2.000 áhorf- endur sáu hörku spennandi og skemmtilegan leik, þar sem Víkingur - FH 24 : 27 Laugardalshöll, íslandsmótið í hand- knattleik - 1. deild, miðvikduaginn 11. nóvember 1987. Leikurinn i tölum: 1:1, 4:2, 6:8, 7:9, 11:12, 13:14, 15:14, 15:15, 17:17, 17:20, 20:20, 23:23, 23:27, 24:27. Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 6, Guðmundur Guðmundsson 5, Karl Þrá- insson 5/2, Sigurður Gunnarsson 3/1, Hilmar Sigurgíslason 2, Siggeir Magn- ússon 2 og Einar Jóhannesson 1. Varin skot: Kristján Sigmundsson 3, Sigurður Jensson 13/1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH: Héðinn Gilsson 7, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Óskar Ármannsson 5/1, Óskar Helgason 4, Pétur Petersen 4, Gunnar Beinteinsson og Guðrjón Árnason eitt mark hvor. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 12, Magnús Ámason 2/2. Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Rögnvaldur Erlingsson og Gunnar Kjartansson, áttu frekar slak- an dag í n\jög erfíðum leik. Hafnfirðingarnir skutust á toppinn á ný og má segja að þeir hafi sigrað í fyrsta tauga- stríði toppliðanna í vetur. Fyrri hálfleikur var köflóttur. Þegar staðan var 4:3 fyrir Víkinga var tveimur þeirra vikið af velli, en hinir gerðu sér lítið fyr- ir og komust í 6:3. Skúli Unnar Þá var aftur jafnt í Sveinsson liðunum, en FH- skrifar ingar fóru við það í gang og skoruðu næstu fimm mörk. Síðan komu fjög- ur frá Víkingum, en eftir það var jafnræði með liðunum út hálfleik- inn. Seinni hálfleikur var jafn lengst af og liðin skiptust á að skora nema um miðbikið, er FH náði þriggja marka forystu, 20:17. Þegar staðan var 22:22 var tveimur FH-ingum vikið af velli og Víkingar skoruðu eitt mark. Þannig var staðan lengi, sem var óvenjulegt í þessum mikla sóknarleik. Taugastríðið var gífur- legt, FH hafði betur, jafnaði og skoraði síðan fjögur mörk, en Víkingur átti síðasta orðið. „Okkur brást úthaldið í lokin. Við höfum leikið tvo leiki framyfir FH á skömmum tíma og þreytan kom í ljós í lokin, við gerðum dæmigerð þreytumistök," sagði Guðmundur Morgunblaðið/Einar Falur Qunnar Bolntelnsson sést hér fá sendingu inn á línu og síðan sendi hann knöttinn í netið þjá Víkingum. Hilmar Sigurgfslason kom engum vömum við. Guðmundsson, fyrirliði Víkings. „Ég er bara ánægður — auðvitað er maður ánægður eftir svona leik. Hann var mjög erfiður, en góð markvarsla og sóknarleikur skópu sigurinn. Vömin er okkar höfuð- verkur og þar skortir einbeitning- una,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen, fyririiði FH. Kristján Sigmundsson fékk boltann í andlitið í byijun og fór af velli, en Sigurður Jensson tók við mar- kvörslunni hjá Víkingi og var besu maður liðsins. Þá var Bjarki góður, Guðmundur stóð fyrir sínu, en aðr- ir vom daprir, einkum Karl, sem var ólíkur sjálfum sér. Hjá FH blómstraði Héðinn í seinni hálfleik og skoraði þá fímm mörk þrátt fyrir að vera í strangri gæslu lengst af. Bergsveinn varði mjög vel, Þorgils var traustur að venju, en sem fyrr var það liðsheildin sem var sterkasta vopnið. Dómaramir vom ekki öfundsverðir af hlutverki sínu. Mikill hraði og harka settu svip á leikinn, en dóriPT' aramir hefðu mátt dæma meira á brot, en minna á tuð, sem var eðli- legt í hita leiksins. Staðan Fj. leikja U J T Mörk Stig FH 8 7 1 0 236: 174 15 Valur 8 7 1 0 172: 121 15 UBK 8 5 0 3 164: 165 10 Stjarnan 8 4 1 3 181: 192 9 Víkingur 8 4 0 4 196: 186 8 ÍR 8 3 2 3 167: 179 8 KA 8 2 2 4 154: 168 6 KR 8 3 0 5 168: 183 6 Fram 8 1 1 6 177: 202 3 Þór 8 0 0 8 156: 201 0 Áttum ekki skil- ið að tá tvö stig - sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari UBK Ömggt hjá KR Við áttum ekki skilið að fá tvö stig eins og við spiluðum í kvöld. Það er aldrei gott að vera búinn að vinna leiki fyrirfram, en ■■■ við látum þetta okk- Skapti ur að kenningu Hallgrímsson verða,“ sagði Geir skrífar Hallsteinsson, þjálf- ari Breiðabliks, eftir að lið hans hafði unnið Þórsara í gærkvöldi. Nokkuð er til í orðurn Geirs. Þórsarar vom lengst af ekki síðri, jafnvel betri, og ekki munaði miklu að þeir nældu í sitt fyrsta stig í deildinni. En þeir spmngu á limminu síðustu fimm mlnútumar. „Þetta var grátlegt. Við vomm ekki góðir, en mér fannst Blikamir lé- legri. Við stjómuðum leiknum, en reynsluleysi hafði áhrif í lokin þeg- ar á reyndi," sagði Erlendur Hermannsson, Þórsþjálfari. Leikurinn var ekki sérlega góður, en þó brá fyrir góðum köflum hjá báðum liðum. Markverðimir vörðu oft vel, vamimar vom misjafnar, en sóknarleikurinn oft ótrúlega bragðdaufur. Hans Guðmundsson er meiddur og söknuðu Blikar hans greinilega í sókninni. Þórsarar vom klaufar að ná ekki í a.m.k. eitt stig. Þama fengu þeir gullið tækifæri tii þess. En liðið er greinilega á réttri leið. UBK - Þór 21 : 19 íþróttahúsið Digranes, fslandsmótið ( handknattleik — 1. deild, miðvikudag- inn 11. nóvember 1987. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 3:S, 5:3, 5:5, 5:6, 7:8, 8:9, 11:9, 13:12, 14:14, 15:15, 17:15, 18:18, 20:18, 21:18, 21:19. M8rk UBK: Bjöm Jónsson 6/2, Aðal- steinn Jónsson 4, Jón Þórir Jónsson 3, Ólafur Bjömsson 3, Kristján Halld- órsson 1, Magnús Magnússon 1, Svafar Magnússon 1, Elvar Erlingsson 1, Paul Dempsey, Andrés Magnússon 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 14/3. Utan vallar: 6 mtnútur. Mörk Þórs: Sigurður Pálsson 6/2, Ólafur Hilmarsson 4, Kristinn Hreins- son 3, Ami Stefánsson 3, Sigurpáll Árai Aðalsteinsson 2/2, Gunnar M. Gunnarsson 1. Varin skot: Axel Stefánsson 13/2. Utan vallar: 2 mlnútur. Dómarar: Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson, stóðu sig nokkuð vel. Rautt á loft í Digranesi að var heldur betur heitt í kolunum 5 Digranesi í gær- kvöldi eftir að leik UBK og Þórs lauk. Á síðustu sekúndunni ætl- aði Magnús Bliki Magnússon að henda boltanum fram völlinn, en Ámi Stefánsson sló á hönd hans. í sömu andrá var blásið til leiksloka. Þá gerði Magnús sér lítið fynr og grýtti boltanum af alefli [ Áma. Því næst hrinti Magnús Áma harkalega í gólfið. Endaði samkoman þannig að báðir fengu rautt spjald, Magn- ús fyrir framkomu sína við Áma en Þórsarinn fyrir ljótan munn- söfnuð í garð dómara. Málið verður sent aganefnd HSÍ til sérstakrar umfjöllunar. Markvörður ÍR meiddist Hrafn Marteinsson, markvörður ÍR-inga, varð fyrir því óhappi í upphitun — fyrir leik ÍR gegn KÁ, að meiðast. Hrafn fékk knöttinn beint framan á fingur, sem fór úr liði. „BERJIST, berjist," öskraði Jó- hannes Stefánsson, hinn harðskeytti línumaður KR, þeg- ar fimm mínútur voru til leiks- loka og KR fimm mörkum yfir gegn Fram. KR-ingar héldu ein- beitingunni til loka og fengu tvö dýrmœt stig. Fram - KR 19 : 21 Laugardalshöll, fslandsmótið I handknattlelk — 1. delld, mlðvlku- daglnn 11. nóvember 1987. Leikurinn í tölum: 1:1, 2:2, 3:3, 3:6, 4:8, 6:9, 8:11, 9:12, 11:13, 11:15, 16:20, 19:20, 19:21. Mörk Fram: Atli Hilmarsson 4/1, Hannes Leifsson 3/1, Júlías Gunnars- son 3, Pálmi Jónsson 3, Birgir Sigurðs- son 2, Egill Jóhannesson 2/2, Hermann Bjömsson 1, Sigurður Rúnarsson 1. Varin skot: Guðmundur A. Jónsson 8/1, Jens Einarsson 4. Utan vallar: 2 mlnútur. Mörk KR: Konráð Olavson 8/2, Stefán Kristjánsson 4, Siguröur Sveinsson 3, Guðmundur Albertsson 3, Jóhannes Stefánsson 2/2, Guðmundur Pálmason 1. Varin skot: Glsli Felix Bjamason 12. Utan vallar: 8 mlnútur. Dómarar: Stefán Amaldsson og Ólaf- ur Haraldsson vora óhlutdrœgir en slakir. Framarar söxuðu samt á for- skotið og þegar 135 sekúndur voru til leiksloka var munurinn að- ■*" eins eitt mark, en KR-ingar voru í HMBnm sókn til loka, léku SkúliUnnar upp á aukaköst og Sveinsson skoruðu undir lokin. skrifar Framarar stilltu í fyrsta sinn upp sínu sterkasta liði, en leikurinn gekk ekki upp hjá þeim. KR-ingar misnotuðu fjögur vítaskot í fyrri hálfleik og Framarar tvö, en auk þess áttu þeir §ögur stangar- skot fyrstu 20 mínútumar. En sóknarleikur Framara var aum- ingjalegur, þar sem sumir ætluðu að gera allt upp á eigin spýtur í stað þess að leika saman. Engiiyw. stóð upp úr hjá Fram, en Guðmund- ur varði ágætlega í lokin. KR-ingar léku skynsamlega og voru yfirleitt þremur til fjórum mörkum yfír, en reyndu að halda boltanum í lokin. Hefðu þeir leikið sinn bolta til leiksloka hefðu þeir sennilega sigrað með meiri mun, en sigurinn var sanngjam. Gísli Felix varði vel, Konráð var stórhættulegur og ör- uggur í hominu og Stefán Kristj- ánsson var góður nema í vítaköst- unum — misnotaði þrjú víti. Morgunblaðið/Guðmundur Svansson FrMJón Jönsson, fyrirliði KA, reynir hér að bijótast I gegnum sterka vöm ÍR-inga. Vigfus hetja ÍR-inga - varði víti á síðustu sekúndunni og tryggði annað stigð ÞAÐ er alltaf gott að fara með eitt stig frá Akureyri en miðað við gang seinni hálfleiks höfðum við alla burði tii að hafa þau tvö, en það gekk ekki upp. Okkur vantaði herslumun- inn til að knýja ffam sigur,“ sagði Guð- mundur Þórðarson, þjáflari og leikmaður ÍR, eftir leikinn. Það má með sanni segja að Vigfús Þorsteinsson, varamarkvörður ÍR, hafi verið hetja liðsins þegar hann varði vítakast á síðustu sekúndu Frá Reyni Eirikssyni áAkureyri leiksins. Vítakst frá Erlingi Kristj- ánssyni og tryggði þar með annað stigið í viðureigninni við KA. Vigfús varði mjög vel í leiknum og hvað eftir annað á mikilvægum aukna- blikum. Leikurinn fór rólega af stað eins og hann var í heild sinni og jafnt á með liðunum þar til undir lok hálfleiksins er KA komst þijú mörk yfir. KA-menn héldu forystu sinni í upphafi síðari hálfleiks en um miðjan seinni hálfleik fór leikur liðs- ins í baklás. ÍR-ingar náðu þá að jafna og komast eitt mark yfír, 16:15. En KA náði að jafna og komast aftur yfír en ÍR-ingar áttu síðast orðið í leiknum. Það var ekki burðugur handbolti sem var sýndur í leiknum og marg- ar klaufavillur að beggja hálfu. Bjarni Bessason og Frosti voru mjög atkvæðamiklir auk markvarð- arins og gekk KA-mönnum illa að hemja Bjama þótt þeir hafí tekið hann úr umferð í seinni hálfleik. Lið KA átti ekki góðan dag og gekk illa að bijóta sterka vöm ÍR- inga á bak aftur. KA - IR 17 : 17 íþróttahöllin á Akureyri, íslandsmótið I handknattleik - 1. deild, miðvik- duaginn 11. nóvember 1987. Leikurinn i tölum: 0:2, 2:8, 4:4, 7:5, 8:6, 9:7, 11:8, 12:10, 13:12, 15:12, 15:15, 16:16, 17:17. Mörk KA: Guðmundur Guðmundsson 4, Eriingur Kristjánsson 3/1, Eggert Ttyggvason 3/2, Axel Bjömsson 2, Pétur Bjamason 2, Hafþór Heimisson 1, Friðjón Jónsson 1 og Svanur Val- geirason 1. Varin skofc Bryryar Kvaran 9. Mörk ÍR: Frosti Guðlaugsson 6, Bjami Bessason 6, Finnur Jóhannesson 2, Magnús Ólafsson 1, Ólafur Gylfason 1, Guðmundur Þórðarson 1. Varin skofc Vigfús Þorsteinsson 16/2. Dómaran Ámi Sverrisson og Aðal- steinn Ömólfsson og dœmdu ágœUega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.