Morgunblaðið - 12.11.1987, Page 76
^/\uglýsinga-
síminn er 2 24 80
JltrogiiiiMftfeifr
Framtíð
ER VIÐ SKEIFUNA
anaa
$SUZUKI
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
Borgarráð:
Átak gegn erlend-
um vörumerkj-
um og vígorðum
JÓN Signrðsson viðskiptaráð-
herra hefur leitað eftir aðstoð
borgarráðs við að framfylgja
lagaákvæðum um íslensk heiti
fyrirtækja svo islensk tunga
Vigri í
Bremerhaven:
77 krónur
fyrirkarfa
TOGARINN Vigri RE
fékk mjög hátt verð fyrir
karfa í Bremerhaven i
gær, mest 77 krónur, en
að meðatali yfir 70 krón-
ur. Verð á ufsa var hins
vegar lágt, um 40 krónur
á kíló. Alls seldi Vigri í
gær um 174 tonn að verð-
mæti 11,3 milljónir
króna, meðalverð 65
krónur. Vigri selur um
50 tonn til viðbótar I dag.
Verð á karfa hefur því náð
hámarki að nýju eftir tals-
verða lægð síðustu vikur, er
það féll niður í um 40 krón-
ur. Mikið framboð af smáum
ufsa hefur hins vegar valdið
verðlækkun á honum.
Verð var heldur í lægri
kantinum í Bretlandi í gær.
Sindri VE seldi 98 lestir í
Grimsby. Heildarverð var 6
milljónir króna, meðalverð
61,10. Heiðrún ÍS seldi 87
lestir að verðmæti 5,1 millj-
ón króna, meðalverð 58,96.
verði ekki undir í samkeppni
við vörumerki og viðskiptavíg-
orð á erlendum tungumálum.
í bréfí ráðherra til borgarráðs
segir: „Ég hef beint því til skrá-
setjara fyrirtækja, að þeir geri
það sem í þeirra valdi stendur til
þess að lagaákvæðunum um
íslensk heiti fyrirtælqa verði
framfylgt, en mér er Ijóst að eigi
verður spomað gegn þeirri
„mengun" tungunnar er erlend-
um vörumerkjum og vígorðum
fylgir nema til komi samstillt
átak ríkis og sveitarfélaga.
Ég leyfí mér að hreyfa þeirri
hugmynd, að byggingaryfírvöld
beiti ákvæðum byggingarreglu-
gerðar þannig, að ekki sé leyfð
uppsetning auglýsingaskilta á
erlendum málum utanhúss á fyr-
irtækjum nema hinu íslenska
heiti fyrirtækisins, vöru eða þjón-
ustu, sem á boðstólum er, sé þar
gert jafnhátt undir höfði. Sams
konar tilmælum verður komið á
framfæri við aðrar sveitarstjómir
landsins."
Reuter
Lokakeppnin í kvöld
LOKAKEPPNIN um titilinn Ungfrú Heimur fer fram í London í
kvöld. Anna Margrét Jónsdóttir, fegurðardrottning íslands, er meðal
keppenda og hefur henni verið spáð einu af efstu sætunum. Þessi
mynd var tekin í gær af Önnu Margréti við draumabílinn ásamt
Sebnem Dinogor frá Tyrklandi.
Pejisi Cola
sýmráhuga
á Sóldósum
PEPSI COLA-fyrirtækið
hefur sýnt áhuga á að kaupa
2.500 plastdósir í tilrauna-
skyni af Sól hf., sem er eini
framleiðandi dósanna. Dós-
irnar hafa vakið athygli víða
um heim, að sögn Davíðs
Schevig forstjóra Sólar hf.,
og er fyrirhugað að flytja
út vatn í dósunum til Eng-
lands á næstunni.
Davíð sagði að samið hafí verið
við fyrirtæki í Martiniq í Vestur-
Indíum um tæknilega aðstoð við
uppsetningu á dósaverksmiðju
þar. Þá eru væntanlegir menn frá
Oman og Mexíkó í sömu erindum
en hugmyndir em uppi um að
setja upp verksmiðjur í þessum
löndum.
Skip fengu
brot á sig
Sigiufirði.
TVÓ loðnuskip fengu á sig brot
á miðvikudag og héldu til hafnar.
Ekki er ljóst hve miklar skemmd-
ir hafa orðið á skipunum Skarðsvík
SH og Magnúsi NK, en engin slys
munu hafa orðið á mönnum.
Skarðsvík fór til Siglufjarðar og
Magnús í Krossanes.
Fréttaritari
Alþingi:
Meirihluti gegn svæða-
skiptingu í sóknarmarki
MEIRIHLUTI alþingismanna,
alls 32, hefur sent sjávarútvegs-
ráðherra bréf og farið fram á
það, að í lögum um stjómun fisk-
veiða verði jafnaður sá munur,
sem er á þorskaflahámarki sókn-
armarkstogara milli landshluta.
Þorskaflahámark sóknarmarks-
togara á norðursvæði er nú 1.750
tonn en 1.200 á suðursvæði og
Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson
Eins og í þá „gömlu góðu daga “
RÚMLEGA 2.000 manns fylgdust með leik Vfkings og j ur hafa verið á deildarleik hér á landi. „Þetta er eins og
FH í 1. deildinni í handknattleik í Laugardalshöll í I í þá „gömlu góðu daga,“ eins og einn áhorfenda í
gærkvöldi. Ár og dagar eru slðan svo margir áhorfend- I Höllinni orðaði það í gærkvöldi. Sjá íþróttir á bls. 72-75.
er ráð fyrir því gert i frumvarps-
drögunum að svo verði áfram.
Jafnframt er ráð fyrir því gert
að með aflahámarki á karfa
sóknarmarkstogara, hærra fyrir
sunnan en norðan, verði þessi
munur jafnaður að mestu, talið
í þorskígildum. Sjávarútvegsráð-
herra er erlendis og hefur því
ekki kynnt sér innihald bréfsins,
en ljóst er að það hlýtur að setja
strik í reikninginn, að minnsta
kosti hvað þetta atriði fiskveiði-
stjórnunarinnar varðar.
Ellert Eiríksson, varamaður
Matthíasar Á. Mathiesen á Alþingi
og sveitarstjóri í Garði, er einn
þeirra, sem undirrita bréfið. Hann
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að þetta væri gamalt baráttumál
Suðumesjamanna, sem á undan-
fömum árum hefðu orðið að sjá á
bak mörgum togurum úr kjördæm-
inu. Þessi munur milli svaeða hefði
kannski verið eðlilegur á sínum
tíma, en væri það ekki lengur. Þessi
munur þýddi að skip á suðursvæð-
inu væru ódýrari en fyrir norðan,
þar sem þeim fylgdi ekki jafnmikill
afli. Þegar þau væru svo keypt
milli svæða fengju þau sjálfkrafa
550 tonn af þorski, sem væri 16
til 17 milljóna króna virði. Þannig
gæti þetta ekki gengið áfram.
Þingmennimir 32 em úr öllum
flokkum og koma úr Vesturlands-
kjördæmi, Reykjavík, Reykjanes-
kjördæmi og af Suðurlandi. Þeir
telja að fella beri niður muninn á
þorskaflahámarkinu og telja ekki
að sóknarmark á karfa dugi til að
jafna muninn. Munurinn á þorsk-
aflahámarkinu er byggður á afla-
reynslu viðmiðunaráranna áður en
kvótinn var settur á. Þá var að
meðaltali meiri munur en þetta á
þorskafla togara eftir landssvæð-
um, en hann hefur verið minnkaður
undanfarin misseri. Talsvert hefur
verið deilt umþessa skiptingu und-
anfarin ár. A aðalfundi LIÚ á
síðasta ári kom fram tillaga þess
efnis að þessi munur yrði afnum-
inn, en hún var felld eftir talsverðar
deilur.
í fyrirliggjandi tillögum sjávarút-
vegsráðuneytisins um breytingar á
sóknarmarki er gert ráð fyrir því
að karfaafli sóknarmarksskipa
verði hámarkaður. Togarar á norð-
ursvæði fái mest 600 tonn en
togarar á suðursvæði 1.400. Með
þessu telur ráðuneytið að aðstöðu-
munur milli svæða sé að mestu
jafnaður.
Gunnjón
til Kópavogs
BARÐINN hf. í Kópavogi hefur
keypt Gunnjón GK 506.
Gunnjón er rækjuskip og var í
eigu Gauksstaða hf. í Garði. Hann
er 271 brúttólest að stærð byggður
í Njarðvík árið 1982.