Morgunblaðið - 27.11.1987, Page 1

Morgunblaðið - 27.11.1987, Page 1
96 SIÐUR B/C 270. tbl. 75. árg. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins mm Reuter A svifdreka til hermdarverka Palestínskur skæruliði felldi í fyrrinótt sex ísra- elska hermenn og særði sjö áður en hann féll sjálfur. Komst hann inn í ísrael á vélknúnum svifdreka, þeim, sem sést á stærri myndinni, en á þeirri minni stendur ísraelskur hermaður yfir föllnum félaga sínum. ísraelar hafa sakað Sýr- lendinga um að bera ábyrgð á árásinni. Sjá frétt á bls. 30. Noregur; Nýir stjórnar- menn í Statoil Ósló. Reuter. NORSKA stjórnin skipaði í gær nýja menn í stjórn Statoil, ríkisolíufélagsins, í stað þeirra, sem sögðu af sér fyrir nokkr- um dögum. Þykir þar nú vera valinn maður í hverju rúmi. Ame Öien, orku- og olíuráðherra, sagði á frétta- mannafundi í gær, að Jan Langangen, fram- kvæmda- stjóri trygginga- fyrirtækisins Storebrand, ¥ T ..... ’ Jan Langangen yrði stjomar- formaður, en aðrir nýir stjómar- menn em kona og starfandi hæstaréttarlögmaður, yfirmaður stærsta trjáiðnaðarfyrirtækisins í Noregi, framkvæmdastjóri eins helsta verkalýðssambandsins og yfirmaður fyrirtækis, sem fram- leiðir búnað fyrir olíuiðnaðinn. „Ég hef valið til starfans fólk, sem hefur reynslu af rekstri stórra fyrirtækja," sagði Öien og bætti því við, að stjómin ætti að sjá um, að hneyksli á borð við Mongstad- hneykslið endurtæki sig ekki. Fyrri stjómarmenn sögðu af sér vegna þess, að kostnaður við bygg- ingu olíuhreinsistöðvar í Mongstad er nú þegar kominn 30 milljörðum ísl. kr. fram úr áætlun. Öien sagði ennfremur, að nýja stjómin í Statoil myndi taka af- stöðu til afsagnar Arve Johnsen, sem hefur verið í forsvari fyrir fyrirtækinu frá 1972 og átt þátt í að gera Norðmenn að næststærstu olíuvinnsluþjóð á Vesturlöndum. Bjartsýni um samþykkt afvopmmarsamiiingsms Gorbatsjov ætlar að ræða við Thatcher á leið vestur Washington, Moskvu, London. Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjafor- seti reynir nú að vinna bug á andstöðu innan sins eigin flokks og á þingi við samningnum við Sovétmenn um upprætingu með- aldrægu eldflauganna. Segist helsti ráðgjafi hans og aðstoðar- maður vera viss um, að hann verði samþykktur. Mikhail Gorbatsjov, leiðtogi Sovétrikjanna, ætlar að gera stuttan stans í London á leið til leiðtogafundarins i desember- byijun og ræða við Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands. Howard Baker, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði á fréttamanna- fundi í gær, að hann væri sannfærð- ur um, að öldungadeildin samþykkti samninginn enda yrði hann til að draga úr hættu á kjamorkustyijöld og auðvelt að fylgjast með fram- kvæmd hans. í skriflegri yfirlýsingu Reagans forseta sagði, að samning- urinn „gerði að veruleika" það, sem hann og aðrir vestrænir leiðtogar hefðu barist fyrir frá árinu 1981, „núlllausn", sem fæli í sér uppræt- ingu allra meðaldrægra eldflauga. Öldungadeildin verður að sam- þykkja samninga, sem Bandaríkja- stjóm gerir við önnur ríki, með auknum meirihluta, tveimur þriðju atkvæða, en sumir þingmenn repú- blikana segjast óttast, að Sovét- mönnum sé ekki treystandi til að fara eftir' samningnum. Virðist þó andstaða þeirra heldur vera að linast. „Þetta er samningur Ronalds Re- agan. Þetta er samningurinn, sem hann hefur beðið um í langan tíma, sem Sovétmenn kváðust aldrei mundu fallast á,“ sagði Baker. Gorbatsjov Sovétleiðtogi ætlar að koma við í London á leið sinni vest- ur um haf 7. desember nk. og ræða við Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, í þijár klukkustundir. Verður þetta í annað sinn, sem þau finnast, en vel þótti fara á með þeim á fyrri fundinum í mars árið 1985. Svíþjóð: . er það niðurstaða tölvunnar.. Stokkhólmi. Reuter. TÖLVUR geta orðið dómurum að miklu liði og hjálpað til að ekki hallist um of á vogarskál- um réttvísinnar. Kemur þetta fram í sænskri könnun, sem greint var frá i gær. „Dómarinn gæti matað tölv- una á upplýsingum um afbrotið, fyrri sakir, félagslegar aðstæður og um þau fordæmi, sem geta átt við í málinu," sagði Tomas Stahre, sem sæti á í sænsku dómsmálastjóminni. Sagði hann, að tölvumar gætu einnig komið að gagni sem lögfræðilegt upp- sláttarrit, stuðlað að auknu jafnrétti fyrir lögunum og aukið afköst dómstólanna með því að fækka áfrýjunum. Stahre sagði, að vera mætti, að fólki fyndist það heldur óskemmtilegt og jafnvel siðlaust að láta tölvu kveða upp dóm yfir sér. „Hugsanlega kann það að draga úr tiltrú manna á dómstól- unum,“ sagði hann og bætti við, að enn hefði engin ákvörðun ver- ið tekin um að tölvuvæða réttar- kerfið í landinu. Iranir ráðast á rúmensk skip ÍRANIR réðust í gær á tvö rúmensk skip í Persaflóa og kom upp eldur í þeim báðum. Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, sem stödd er f Kuwait, segir, að þar ríki mikil spenna vegna Persa- flóastríðsins enda er landið skammt frá mestu ófriðarsvæðunum. íranskir hraðbátar réðust í gær- morgun á rúmenska olíuflutninga- skipið Dacia, sem er 86.094 tonn, og sagði skipstjórinn þegar hann sendi út hjálparbeiðni, að eldar loguðu í skipinu. Hefur það vakið nokkra furðu, að talsmaður ríkis- fyrirtækisins rúmenska, sem á skipið, segir það vera í höfn í Const- anza í Rúmeníu en ekki á Persaflóa þótt teknar hafi verið myndir af því eftir árásina. Þá skaut íranskt her- skip á rúmenska flutningaskipið Pundulea í Hormuz-sundi og særðust þrír skipveijar við árásina. Skæruliðar Mujahedin-hreyfingar- innar, sem berst gegn klerkastjóm- inni í Iran, kváðust í gær hafa ráðist á 220. skriðdrekaherdeildina fyrir vestan borgina Dezful, fellt 300 og tekið 97 hermenn til fanga. Jóhanna Kristjónsdóttir, blaða- maður Morgunblaðsins, er nú stödd í Kuwait og hefur m.a. rætt við að- stoðarutanríkisráðherra landsins um nýafstaðinn fund Arababandalagsins í Amman og ótta Kuwaita við stríðsá- tökin. „Þótt allt sé þessa dagana kyrrt á yfirborðinu verður þó merkt í ýmsu, að spenna ríkir hér í Kuwait. Her- menn og öryggisverðir eru á hveiju strái og strangt eftirlit með stjómar- byggingum í borginni. Gæsla er mikil við olíuhreinsunarstöðvar hvarvetna og miklar takmarkanir við ferðum manna út úr borginni ..,“ segir m.a. í grein Jóhönnu, sem birtist í blaðinu í dag. Sjá „Vonum að Sýrlendingar ...“ á bls. 34. Reuter Rúmenska skipið Dacia eftir árásina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.